Tíminn - 21.12.1974, Qupperneq 14

Tíminn - 21.12.1974, Qupperneq 14
14 TÍMINN Laugardagur 21. desember 1974 horfði á hann með fyrirlitningarsvip. Síðan stjakaði hann henni fram að dyrunum. „Þarna, þarna. Taktu þessa djöfuls peninga þína og farðu svo, og segðu svo, að ég hafi ekki borgað þér reiðulega!" ,,Góða nótt", sagði Katrín. „Farðu til helvítis", hvæsti hann, talsvert djarfari en áður, þegar hún var komin að hálfu út úr dyrunum. Og svo hrdpaði hann á eftir henni, þegar hún var komin fram í dagstofuna og hann stóð eftir öruggur með aðra höndina á hurðarhúninum: „Þú heldur, að þér leyfist eitthvað, þegar þú ert búinn að fá að liggja með sjálf um stór-kapteininum, helvígis hóran, meðan maðurinn þinn er veikur. En settu þig samtekki á of háan hest, þó að þú sért hentug í rúmi, því að það er ekki vist, að þú sért eins eftirsótt annars staðar". „Hvað?" spurði Katrín, og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, og það var ekki fyrr en hurðin var skollin í lás að henni skildist, hvað hann var að fara. Æf af reiði strundaði hún niður dyraþrepið og út á þjóðveginn. „Þetta svúk og kvikindi, þetta svín og kvikindi", endur- tók hún hvað eftir annað uppátt. „Honum sárnar það, að hann skyldi ekki fá vilja sínum framgengt", sagði hún svo. Hún vætti varirnar með tungubroddinu, og henni fannst hálfgert óþverrabragð uppi í sér, eins og hún hefði lagt sér einhvern hroða til munns. Þvi meir sem hún hugleiddi orð þessa huglausa lygara því reiðari varð hún. Hún stakk hendinni niður í pilsvasann og þreifaði á peningunum. Jú, hún hafði unnið nýjan sigur, — en sá sigur var dýrkeyptur. Hún kom ekki heil hildi f rá. Hún staðnæmdist stundarkorn á torginu og herti upp hugann, áður en hún áræddi að halda heim til Norðkvists. Ein vinnukonan var að klippa gras á f lötinni milli epla- trjánna í garðinum. Norðkvist hafði nýlega fengið ný- tízku áhald til þeirra hluta — litla vél, sem klippti grasið, svo að eftir lá eggslétt, snöggslegin flötin. Hann stóð sjálfur álengdar og horfði á vinnubrögð stúlkunnar. Katrín gekk upp stíginn og heilsaði. „O, góðan daginn, góðan daginn, Katrín! Hvernig líður karlinum þínum?" „O-jæja. Ekki sem bezt. Get ég fengið að tala einslega við kapteininn?" Vinnukonan lagði hlustirnar við, þegar hún heyrði þessi orð, og gaut augunum lymskulega til húsbónda síns og þurrabúðarkonunnar, sem andspænis honum stóð. Þegar Norðkvist sagði Katrinu að koma með sér inn, fylgdi þeim meinfýsið augnaráð hennar. Norðkvist æddi beina leið inn í stofu. Síminn hringdi í sömu svipan og þau komu inn. Norðkvist svaraði. „Halló! — Setztu á meðan, Katrín. — Halló!....Góðan daginn, Svenson....Jú, þakka þér fyrir. Sækist þótt hægt fari, sagðisnigillinn....Hvaðsegirðu?__lú, jú-jú, Katrín var einmitt að koma....Ha?....Nei, hvað segirðu, kæri, kæri?....Ja, hver fjandinn....Stjórnleysingi, segirðu — hættuleg manneskja....Svo háskaleg held ég, að hún sé ekki....Ha-ha-ha!..Nei, ekki ennþá.....jú-jú, ég skal hringja....Vertu blessaður". „ Ég hef af ráðið að fara með Jóhann til Goðbæjar, svo að okkur veitir ekki af öllum okkar peningum. Vill kapteinninn ekki borga það, sem við eigum hjá honum?" „Hvað ertu að segja, kona góð? Átt þú hjá mér peninga?" Málrómurinn var góðlátlegur og glettnis- svipur í augnakrókunum. Katrin reiddist. Jæja þá! Þú ætlar þá að bregðast svona við þessu. Þú ert ekkert betri en Svensson, — ætlar að reyna að hundsa mig, hugsaði hún. Uppháttsagði hún og röddin var hvöss: „Ég hef unnið hér í marga daga, án þess að fá fyrir það réttlátt kaup. Ég var tólf daga í heyi, fimm við kornuppskeru, tvo daga var ég við þvott, þrjá við hrein- gerninguog einn dag bakaði ég. Það eru tuttugu og þrír dagar, að minni hyggju. Kaup hef ég ekki fengið nema fyrir átta daga vinnu. Ég á að fá til viðbótar fimmtán mörk fyrir fimmtán daga vinnu. Og svo vann Eiríkur hér í þréttán daga og fékk ekki annað fyrir en ein gömul axlabönd og hnif og tvo potta af mjólk og eina skeppu af kartöflum, — og svo, jú, kvartmark í peningum. Hann á inni að minnsta kosti sjö daga kaup, hálft mark á dag. Þetta verða átján og hálft mark". Norðkvist hlustað á og brosti í kampinn, en Katrín varð því reiðari sem hann skemmti sér betur. „Þetta er Ijómandi hjá þér. Þú ert bráðfær í reikningi: þú leikur þér með tölur. En ég held samt, að þú haf ir nú til lítils reiknað þetta allt. Ég á því ekki að venjast, að mitt fólk komi svona fram". Hann varð alvarlegur á svip, og það var kominn föðurlegur áminningarblær á röddina. „Ég blygðast mín fyrir þig, satt að segja, Katrín. Þessu hef ði ég ekki búizt við af þér". „ Kapteinninn býst sjálfsagt ekki við því, að verkafólk þurfi að éta og klæðast. Ég hef ekki lengur ráð á því, þegar Jóhann liggur veikur, að láta skuldir fyrnast". „Láta skuldir fyrnast? Ha-ha-ha! Þú lætur það f júka, Nóg af frfifma þangaö til þeir, kalla. V A meöan getur þú fylgst með falfegu stúlkunum hér LAUGARDAGUR 21. desember 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Veöriö og viökl. 8.50: Borgþör H. Jónsson veður- fræöingur talar. Morgun- stund barnanna kl. 9.15: Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 14.15 Að hlusta á tónlist, VIII. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. „Aleinn”, einleikur eftir Steingerði Guömundsdóttur leikkonu. 16.40 Tiu á toppnum. 17.30 Lesiö úr nýjum barna- bókum. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Tvö á tali. Valgeir Sig- urðsson talar viö Ólöfu Rík- harðsdóttur ritara Sjálfs- bjargar. 20.05 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu. 20.20 A bókamarkaöinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 21. desember 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Bandarfskur myndaflokkur meö leiöbeiningum i jóga- æfingum. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 iþróttir Knattspyrnu- kennsla Breskur kennslu- myndaflokkur. Þýöandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 Aörar fþróttir: Hand- knattleikur, mynd um þjálf- un sundfólks o.fl. Um- sjónarmaöur ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Læknir á lausum kili Bresk gamanmynd. Læknir, lækna sjálfan þig Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Gagn og gaman Kvik- mynd, sem Þorsteinn Jóns- son og Ólafur Haukur Simonarson hafa gert fyrir Sjónvarpið. I myndinni er f jallað um stööu listamanna og samband þeirra viö al- menning. 21.35 Tökum lagiö Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin „The Settlers” og fleiri flytja létta tónlist. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.05 Þegar spörvarnir falla (The Fallen Sparrow) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1943. Aðalhlutverk John Garfield og Maureen O’Hara. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Myndin gerist i Bandarikjunum áriö 1940. Maður, sem setiö hefur i fangabúðum á Spáni, kemur heim. Hann fréttir aö vinur hans, sem hafði hjálpað honum aö sleppa úr fanga- vistinni, hafi framiö sjálfs- morö. Þessu getur hann meö engu móti trúaö, og tekur aö rannsaka málið. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.