Tíminn - 21.12.1974, Qupperneq 15
Laugardagur 21. desember 1974
TÍMINN
15
42 rithöfundar fá
viðbótarritlaun
Hinn 21. nóvember 1974 skipaði
menntamálaráðuneytið
úthlutunarnefnd i samræmi við
reglur um viðbótarritlaun frá 11.
nóvember sl. — i nefndinni áttu
sæti: Rannveig Agústsdóttir,
B.A., og Bergur Guðnason, lög-
fræðingur, tilnefnd af
Rithöfundasambandi islands, og
Þorleifur Hauksson, cand. mag.
tilnefndur af kennurum í
islenskum bókmenntum við
manna
og mikill véla-
kostur sendur
til hjélpar
H.J. Rvik — Laust eftir miðnætti
hafði Tlminn samband við 3
fréttaritara sina á Austfjörðum
og spurði, hver viðbúnaður hefði
verið við hafður til aðstoðar við
björgunarstarfið i Neskaupstað.
Marinó Sigurb jörnssyni á
Reyðarfirði sagðist svo frá:
— Hér var þegar safnað saman
30-40 manna liði, til að aðstoða við
hjálparstarfið. Laust eftir
miðnætti lögðu þeir af stað með
írafossi til Neskaupstaðar. Þar
að auki voru 2 mokstursvélar og
litil ýta sendar með skipinu.
Ætlunin var að senda stóra ýtu,
sem hér er til, en það var ófram-
kvæmanlegt, vegna þess, að
bómur skipsins gátu ekki borið
hana.
— Nokkur bið var á þvi, að
hjálparliðið héðan færi af stað,
þvi að sækja þurfti tæki út i
héraðið. Sú ferð gekk fremur
hægt, sökum ófærðar og þurfti
snjóblásari að fara á undan alla
leiðina. Héðan er u.þ.b. þriggja
og hálfs til fjögurra tima sjóferð
til Neskaupstaðar, svo að búast
má við, að Irafoss verði kominn
þangað fyrir morgun.
Jón Kristjánssoná Egilsstöðum
sagði:
— Ekki var almennt útboð
manna hér, en rétt fyrir klukkan 7
fóru héðan 2 vörubílar, annar
með rafkapal og útbunað til að
gera við bilaðar rafmagnslinur,
en hinn með gröfu á pallinum.
Einnig fóru 2 stórar moksturs-
vélar. Snjómoksturtæki var á
Fagradal I dag og fóru tækin i
kjölfarið og áttu þau að fara i veg
fyrir trafoss, sem lá á Reyðar-
firði, en fara síðan með honum til
Neskaupstaðar,
— Ég er ekki viss um, hversu
margir menn hafa farið héðan, en
þeir munu sennilega nálægt 10
talsins. Allavega fóru menn til að
stjórna tækjunum og nokkrir i
viðbót. Ekki eru meira en 30 km
til Reyðarfjaröar og i górði færð
u.þ.bþ þriggja stundarfjórðunga
akstur, en búast má við, að ferðin
hafi tekið öllu lengri tim nú, þar
sem hér er allt á kafi i snjó og
alltaf þurfti að ryðja tækjunum
braut.
Sigmar Hjelm fréttaritari á
Eskifirði sagði:
— Héðan fór stór hluti
björgunarsveitarinnar upp úr 8 i
kvöld. Ég þori ekki aö fara með,
hversu margir þeir voru en i
björgunarsveitina eru skráðir
u.þ.b. 60 menn. Ætlunin var, að
írafoss kæmi hér við á leið sinni
frá Reyðarfirði til Neskaupstaðar
og tæki bæði mannskap og tæki,
en þar sem skipið tafðist nokkuð
lengi á Reyðarfirði, var ákveðið
að senda björgunarmenn með
heimabátnum Sæbergi.
— Hér biöa 2 gröfur, sem fyrir-
hugað var að senda til Neskaup-
staðar með Irafossi, en þar sem
hjálparliðið er þegar farið af stað
er ails óvist, hvort skipið kemur
og tekur gröfurnar.
AAestu snjóflóð í
seinni tíð
Oft hefur oröið tjón af slóðum
hérlendis. Mestu snjóflóð, sem
komið hafa i seinni tið, eru snjó-
flóðið á Seyðisfirði árið 1885,
þegar 24 fórust og 14 ibúðarhús
bárust út á sjó, og snjóflóðið I
Ilnifsdal 1910, þegar 20 manns
fórust. Þessi snjóflóð bar bæði
upp á sama daginn — 18. febrúar.
Snjóflóðið
Fólk var hvatt til að yfirgefa þau
hús, sem standa við efstu
göturnar i bænum, og var fólkið
þegar i gærkvöldi farið aö flytja
sig i félagsheimiiið Egilsbúö og
Ggnfræðaskólann.
Menn óttast, að fleiri skriður
eigi eftir að falla, og þá á sjálfan
bæinn, en mjög fá Ibúðarhús voru
á svæðinu, sem flóðin féllu á i
gær. Heldur mun þó vera snjo'-
léttara yfir sjálfum bænum, en
eins og áður sagði er spáö mjög
slæmu veðri meö mikilli úrkomu.
Nánar er sagt frá öllum smá-
atriðum þessa hryllilega
atburðar annars staðar i blaðinu,
en geta má þess hér, að snjóflóð
hafa ekki fallið á Norðfirði i rösk-
lega hálfa öld. Aðalástæðan fyrir
þessu flóði mun vera mjög mikill
lausansnjórá freðinni jörðinni, en
snjórinn féll á tiltölulega mjög
stuttum tima.
Konurnar tvær og börnin, sem
voru mjög ung að árum, voru i
starfsmannahúsi sildarplansins
Mána, svokölluðum Mánabragga,
en einn mannanna sem fórst var
ökumaður rútubils og mun
bifreiðin hafa lent út i sjó. óttast
er, að annar maöur hafi veriö
með honum i bifreiðinni og er
hann meðal þeirra, sem saknað
er.
Reynt er aö lýsa flóðasvæðiö
upp með kösturum báta heima-
manna. Siðast þegar fréttist i
gærkvöldi, haföi verið hætt við að
senda flugvél Landhelgis-
gæzlunnar til Neskaupstaðar,
vegna hættu á þvi, aö vélar-
gnýrinn frá henni ylli frekari
snjóflóðum Ófært var að fljúga til
Egilsstaöa og tæplega þarf að
taka það fram, aö Oddskarð er
ófært, jafnvel fyrir snjóbfl.
Ekki er aö svo stöddu unnt að
birta nöfn hinna týndu og látnu.
Fréttaritari Timans á
Neskaupstað, Benedikt Gutt-
ormsson, hafði samband við
blaðið á öðrum timanum I nótt.
Sagði hann að leit væri hætt i
rústum Síldarverksmiöjunnar,
þar sem allir þeir sem þar hefðu
verið væru fundnir látnir. Voru
það þrir menn.
Leit var einnig hætt i frysti-
húsinu i bili, vegna ammoniaks-
mengunar.
285 þúsund
d mann
Háskóla tslands og var hann jafn-
framt formaður nefndarinnar.
Nefndin auglýsti eftir upp-
lýsingum frá höfundum um rit-
verk, útgefin eða flutt opin-
berlega á árinu 1973 og bárust
henni upplýsingar frá 98 aðilum.
Nefndin hefur nú lokið störfum og
veitt 42 aðilum viðbótarritlaun
samkvæmt heimild i 3. gr. fyrr-
nefndra reglna, og nam veiting til
hvers þeirra rúmum 285 þúsund
krónum. Greiðsla þessa fjár hefst
eftir næstu áramót.
Hér á eftir fer listi yfir þá
höfunda, sem viöbótarritlaun
hlutu:
Armann Kr. Einarsson, Baldur
Óskarsson, Birgir Sigurðsson,
Björn Th. Björnsson, Björn Þ.
Guðmundsson, Björn Magnússon,
Björn Teitsson, Einar Bragi,
EHnborg Lárusdóttir, Guðbergur
Bergsson, Guðjón Sveinsson,
Guðmundur G. Hagalin, Gunnar
Benediktsson, Gunnar Gunnars-
son, Gunnar Gunnarsson,
blaðam., Gunnar M. Magnúss,
Hannes Pétursson, Hrafn Gunn-
laugsson, Indriði G. Þorsteinsson,
Ingimar Erlendur Sigurðsson,
Jóhann Hjálmarsson, Jón
Gunnarsson, Jón Óskar, Jónas
Guðmundsson, Jökull Jakobsson,
Kári Tryggvason, Kristján frá
Djúpalæk, Lýður Björnsson,
Magnús Þór Jónsson, Njörður P.
Njarðvik, Oddur Björnsson, Ólaf-
ur H. Símonarson, Óskar
Clausen, Sigurður Guðjónsson,
Stefán Júllusson, Steinar J.
Lúðviksson, Thor Vilhjálmsson,
Vésteinn Lúðviksson, Yngvi Jó-
hannesson, Þóra Vigfúsdóttir
v/Kristins E. Andréssonar, Þor-
geir Þorgeirsson, Þóroddur Guö-
mundsson.
) Seyðisf jörður
Hengjan hefur siðan farið af stað
og sópað öllum lausum snjó á
undan sér á leiðinni niður, og að
lokum hafnað á fjárhúsunum á
Selstað.
A Selstað bjó i hálfa öld Jón
Jónsson bóndi, sem lézt ifyrra, og
var aldrei vitað til þess alla hans
búskapartiö, aö þarna hefði kom-
iö snjóflóð. Bóndinn á Selstöðum
núna er Kristján Eyjólfsson. En
það voru synir hans, ómar B.
Kristjánsson 9 ára og Eyjólfur
Kristjánsson 23 ára, sem fóru út
að fjárhúsunum i morgun
skömmu áður en snjóflóðið féll.
Þegar piltarnir komu að fjár-
húsunum hafði fennt þar fyrir all-
ar dyr, svo Eyjólfur stakk bróður
sinum inn um glugga, og átti hann
að sækja reku til þess að hægt
væri að moka frá dyrum fjár-
hússins. Rétt i þvi, að sá minni er
kominn inn i fjárhúsin heyrir
Eyjólfur hvar snjóskriðan kemur,
og tekst honum að komast undan.
Ómar náðist út fljótlega, heill á
húfi.
Um fimmleytið i gær var búið
að ná út 83 ám lifandi, en 17 voru
dauöar og 2 slasaðar. Voru bænd-
urnir búnir að koma þeim lifandi
fyrir i fjárhúsum á Kollsstöðum,
en þar eru önnur fjárhús Sels-
staðabóndans.
Strax eftir að snjóflóöið féll i
morgun fór fólk frá Seyðisfirði til
hjálpar á tveimur bátum. Var i
allan gærdag unnið við aö bjarga
fénu út úr fjárhúsunum og flytja
það á öruggan stað.
m
n
HUELI
Eftir
Margaret
Mitcnell
0
I
þýðingu
Arnórs
Sigurjónsonar
Þessi fræga og eftirsótta skáldsaga hefur verið uppseld
árum saman, en er nú komin út í nýrri vandaðri útgáfu
með myndum úr kvikmyndinni. Vinsældir hennar má best
marka á því, að hún er stöðugt gefin út í fjölda mörgum
löndum og er þar með söluhæstu bókum. Sagan er i tveim
stórum bindum, rétt um 1000 blaðsíður, innbundin í vandað
band.
SIGILDAR SKEMMTISÖGUR
CHAttlS QAftVlCI
ITTflRSKÖMM
ÆTTARSKÖMM eftir Charles Garvice og KORDULA
FRÆNKA eftir E. Marlitt eru 14. og 15. bókin í bókaflokki
Sögusafnsins, SÍGILDAR SKEMMTISÖGUR. Báðar þessar
skáldsögur hafa notið mikilla vinsælda, en verið uppseldar
árum saman. Þær eru atburðaríkar og spennandi, eins og
aðrar bækur Sögusafnsins, ósvikinn og góður skemmti-
lestur fyrir fólk á öllum aldri. Hvor bók er tæpar 300 bls.
í vönduðu bandi.
SÖGUSAFN HEIMILANNA
Happdrætti Fram-
sóknarflokksins
Vinningarnir i happdrættinu aö þessu sinni eru 24 farseölar i'
hðpferö til Kanarieyja, með ferðaskrifstofunni Sunnu. Feröin
stendur i hálfan mánuö, 22. mars til 5. april 1975.
Dvalið veröur á Hótel Waikiki og er hálft fæði innifaliö i farseðli.
Verðið á happdrættismiöunum er aðeins 200 krónur og má panta
þá á Skrifstofu happdrættisins, simi 24483.
Þeir, sem fengiö hafa heimsenda miða, með glróseöli, eru
vinsamlegast hvattir til að greiða þá I næsta banka eöa pósthúsi
ellegar á Skrifstofu happdrættisins, Rauðárárstlg 18, pósthólf
5121.
Afgreiösla Timans, Aðalstræti 7, tekur einnig á móti greiðslum
og hefur miöa til sölu. Dregið verður I happdrættinu 23. desem-
ber n.k. og veröur ekki frestað.
Tökum að okkur gerð
FRYSTI- OG KÆUKLEFA
"'Srrrnn: W:-:'
nnnminxf-i-IX
í sambýlishúsum og verzlunum -
Gerum fullnaðartilboð í efni
(einangrun, allar vélar, hurðir o. fl.)
og vinnu
llllíM
Ármúla 38 - Sími 8-54-66