Tíminn - 21.12.1974, Side 17

Tíminn - 21.12.1974, Side 17
Laugardagur 21, desember 1974 TÍMINN 17 STÆKKA NIÐURSUÐU- VERKSMIÐJUNA — K. Jónsson & Co. á Akureyrl hefja undirbúning að stækkun verksmiðjunnar Fyrirhuguö er nú stækkun og end- urbygging Niöursuöuverksmiöju K. Jónssonar & Co. á Akureyri. Er hún ein stærsta og reyndasta niöursuöuverksmiöja hérlendis, þekkt fyrir vöruvöndun og trausta framieiösiu. Þaö sem af er þessu ári hefur verksmiöjan framieitt meira en þriöjung af heildarútfiutnings- magni Sölustofnunar lagmetis. Þrjár framleiöslugreinar voru i gangi á þessu ári þegar bezt lét, eöa loöna, gaffalbitar og kaviar. Nú fyrir skömmu var bætt við þeirri fjórðu sem er rækjan. K. Jónsson & Co. voru fyrstir til þess aö leita á hin erfiðu rækjumið norður af Eyjafirði. Hefur verk- smiöjan gert út tvo rækjubáta, pillað rækjuna og soðið niður. ónógur tækjabúnaður hefur staðið verksmiðjunni mjög fyrir þrifum. Er þar t.d. engin frysti- aðstaða og hafa um 800 tonn af loðnu, sem ætluð voru til niður- suðu og sölu til Japan, verið geymd I frystihúsi I Keflavik, og flutt á bifreiðum norður eftir þvi, hvernig framleiðslunni hefur miðað áfram. Þá hefur einnig vantað kælda geymslu og hefur orðið að geyma kryddsildartunnur og grásleppu- hrogn á Dalvik. Ljóst er að við slik skilyrði er erfitt að vera sam- keppnisfær á erlendum mörkuðum, en þetta er gott dæmi um aðstöðu margra lagmetis- verksmiðja. Nú er fyrirhugað að ráða bót á þessu og undirbúa þeir bræður Kristján og Mikael Jónssynir framkvæmdir,sem eiga að hefjast i vor. Norskur tæknifræðingur, Per Rysst, teiknaði verk- smiðjuna. Er þar um að ræðc frysti- kæli- og vörugeymslur, auk stækkunar og endurhönn- unar á framleiðsluhúsnæði. Takmarkið er að framkvæmd- um verði lokið á 30 ára afmæli fyrirtækisins, haustið 1975. Hannes Pétursson, ritstjóri tslandssögu a-k, og Einar Laxness, sem samdi bókina, ræöa hér um ritiö. Timamynd: G.E. ÍSLANDSSAGA — nýtt bindi í bókaflokknum Alfræði Menningarsjóðs Nýtt bindi I bókaflokknum Alfræði Menningarsjóðs er ný- komið út, skráð af Einari Laxness, en ritstjóri var Hannes Pétursson. 1 þessu bindi, sem nefnist Islandssaga a-k, er fjall- að um meginatburði Islands- sögunnar frá upphafi til vorra daga, og jafnframt greint frá mönnum, stofnunum og hvers- konar staðreyndum undir upp- sláttarorðum í stafrófsröð, en i fróðleik þessum fylgir itarleg heimildaskrá hverju sinni. Aður útkomin rit i bóka- flokknum Alfræði menningar- sjóðs eru Bókmenntir eftir Hannes Pétursson, Islenzkt skáldatal a-l eftir þá Hannes Pétursson og Helga Sæmunds- son, og svo Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson. öll eru ritin myndskreytt og gefin út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um setningu og offsetprentun íslandssögu a-k, bókband annaðist Sveinabókbandið hf., og um útlit á kápu og titilsiðu sá Auglýsingastofan hf. Landsmót Votta DAGANA 26. til 29. desember munu vottar Jehóva halda fjög- urra daga mót sitt f Sjómanna- skólanum i Reykjavik. Ein- kennisorö mótsins eru „Fyrirætl- un Guös’’ og hafa fjölmörg mót veriöhaldin undir sama stefi vföa um heim á þessu ári. Um tvær milljónir manna hafa sótt þessi mót i nokkrum tugum landa. Ein af aðalræðum mótsins ber heitið „Bjargið lifi ykkar með þvf að lifa samkvæmt fyrirætlun Guðs”, en dagskrá mótsins f heild leggur áherzlu á að við treystum Bibliunni betur en eigin dóm- greind og er það undirstrikað I er- indinu „Samkvæmt hvaða heim- ild talar þú?” Þrjú leikrit verða flutt á mót- inu, þar af tvö meö skuggamynd- um. Hið lengsta fjallar um helztu æviatriði Páls postula, annaö fjallar um brot úr sögu ísraels- manna og hiö þriðja „leggur áherzlu-áað við hlýöum aðeins á rétta heimild það er að segja Guö sjálfan og fulltrúa hans,” segir I fréttatilkynningu Votta Jehóva. Auk ræðuhalda og leikrita er sýnikennsla snar þáttur i dagskrá mótsins. Eins og kunnugt er trúa vottar Jehóva þvi, að þetta heimsskipu- lag muni brátt líöa undir lok en rikiö, sem beðið er um i„Faöir- vorinu”, þegar sagt er „til komi þitt riki”, muni þess I stað taka völdin f sinar hendur. Mótið nær hámarki'sinu sunnu- daginn 29. kl. 15:00, en þá mun Baldur Sigurbergsson, fulltrúi Varðturnsfélagsins flytja erindi sem nefnist „Aform manna bregðast, en fyrirætlun Guös stenzt.” Alla hina dagana hefst dagskrá kl. 13:55. Búizt er við að á þriðja hundraö manns sæki mótiö vlös vegar aö af landinu, en aðgangur er ókeypis og öllum heimill. AAenningarsam- skipti fslendinga og Finna t tilefni allefu alda landnámsaf- mælisins mynduðu Finnar sjóö, sem á að efla menningarsam- skipti islendinga og Finna.Stofn- fé sjóðsins eru 400 þúsund finnsk mörk, eöa um 12 milljónir is- lenskra króna. I stjórn stjóösins eiga sæti 2 Finnar, skipaöir af finnska menntamálaráðuneytinu, og 2 tslendingar, skipaðir af Is- lenska menntamálaráöuneytinu. Stjórnin er skipuð til þriggja ára I senn. Af hálfu Islenska mennta- málaráðuneytisins hefur veriö ákveðið að skipa i sjóðsstjórnina Kristinu, Hallgrimsdóttur, full- trúa I ráðuneytinu og Kristfnu Þórarinsdóttur Mantyla. Efst á vinsældalistanum NESCO HF Leiáandi fyrirtæki á sviói sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Símar: 19150-19192-27788 Sem betur fer, eru mörg eða jafnvel flest þeirra tækja, sem við höfum á boðstólum, vinsæl, en þessi tvö slá þó öll met. Bæði eru þau framleidd af SUPERSCOPE verksmiðjunum amerisku, og er skýringin á vinsældum þeirra einfaldlega sú, að hvorttveggja eru þetta góð og ódýr tæki. Kassettu- segulbandstækið heitir C-101, og býður það upp á alla þá notkunarmöguleika, sem gerast í svona tæki, m.a. hefur það innbyggðan, sjáifstillandi hljóð- nema, úttak fyrir aukahátalara og gengur hvort heldur er fyrir rafhlöðum eða 220V húsarafmagni, þar sem í því er innbyggður spennubreytir. Sam- byggða útvarps- og segulbandstækið, sem heitir CR-1300, er mikið og veglegt tæki, og er útvarpið með FM-bylgju, langbylgju og miðbylgju. Segul- bandshluti CR-1300 tækisins hefur alla sömu eigin- leika og C-101 tækið. — Verðið á SUPERSCOPE C-101 er kr. 12.900,00 og á CR-1300 kr. 24.700,00.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.