Tíminn - 24.12.1974, Side 4

Tíminn - 24.12.1974, Side 4
4 TIMINN JÓLABLAÐ 1974 Lesmál: Valgeir Sigurðsson Myndir: Guðjón Einarsson Á Bessastöðum er eitt elzta hús á landinu, byggt árið 1767. Það var byggt sem stift- amtmannsbústaður og var embættissetur fram yfir 1800, siðan skólahús og átti langa og merka sögu að baki, þegar Sigurður Jónas- son gaf rikinu það ásamt jörðinni. Þegar ákveðið var að rikisstjórn og siðar forseti settust að á Bessastöðum var gert við húsið og það lagfært á margan hátt, auk þess sem við það var byggt. - Gunnlaugur Halldórsson arkitekt stóð fyrir öllu þessu verki. FRÆÐIMAÐUR Á FORSETASTÓLI EINS OG NÆRRI má geta tekur embætti for- seta íslands upp mestan tima þess manns er þvi gegnir hverju sinni, enda þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að láta sér skiljasL að þar muni vera i mörg horn að lita, Þó eru fá störf svo kröfuhörð, að ekki veitist einhverjar tómstundir frá þeim, og margur maðurinn hefur afkastað miklu verki i fritima sinum. Þaft er kunnara en frá þurfi aft segja, aft rannsóknir og fræfta- störf hafa lengi verift rikur þáttur I lifi forseta Islands, dr. Kristjáns Eldjárns. Hann var þjóftminja- vörftur um rösklega tuttugu ára skeift og haffti áftur verift starfs- maftur Þjóftminjasafnsins. Siftan hann settist á forsetastól hefur hann þó á margan hátt sýnt aft hann er slftur en svo orftinn af- huga sinni gömlu fræftigrein. Hann er enn ritstjóri Arbókar fornleifafélagsins og skrifar mik- iö I þaft rit og tekur á annan hátt þátt i starfsemi félagsins. Þá kemur þaft og fyrir aft forsetinn lætur til sin heyra I fyrirlestrum um fornfræöileg efni á opinberum vettvangi, og er skemmst aft minnast þess, aft hann flutti fyrir- lestur á þjófthátiöarsýningunni tsland og íslendingar, ellefu alda sambúft lands og þjóftar. Aft öllu þessu athuguftu þótti vel vift hæfi aö ræfta nokkuft þessa hluti i vifttalinu sem hér fer á eft- ir. Verftur þó afteins hægt aft minnast á fátt eitt. Las snemmai íslend- ingasögur — Hneigöist hugur yftar snemma aft fornleifarannsókn- um? — Nei. Um þaft leyti sem ég tók stúdentspróf norftur á Akureyri haffti ég litil sem engin kynni af þeirri fræftigrein og hift sama held ég megi segja um marga jafn- aldra mina. öldin er önnur nú þegar allir fjölmiölar keppast um aft afla sér frétta og frásagna um þess háttar efni og margir tslend- ingar eru aft læra þessa fræfti- I þessari stofu, sem nú er og hefur frá upphafl verift skrifstofa forseta, var I tfft skölans fbiift foreldra Grims Thomsens, og hér haffti hann sjáifur stofu og svefnherbergi, þegar hann bjó á Bessastöftum. Ekki er annaft vitaft en aft Grimur Thomsen hafi fæftzt I þessari stofu, og þar hefur banabeftur hans einnig verift. grein. Ég haffti áhuga á mörgum húmaniskum efnum, ekki sizt tungumálum, og fór aft glugga I fornleifafræöi fyrir áeggjan ann- arra. Siftan kviknaöi áhuginn fljótlega og hann hefur enzt mér til þessa. Ég var nákvæmlega hálfnaftur meft nám i fornleifa- fræfti vift háskólann i Kaup- mannahöfn, þegar striftift geröi strik I reikninginn hjá mér eins og ýmsum öftrum. Mér hefur oft gramizt aft ég skyldi þurfa aft hætta viö þetta nám einmitt þeg- ar ég var búinn aft sigrast á mestu erfiftleikunum og ná tökum á efn- inu, og þaft heffti lfka veriö afrek sem um munafti aft ljúka þessu niftþunga danska meistaraprófi sem þá viftgekkst og viftgengst liklega enn. A hinn bóginn hefur mér alltaf fundizt þaft nokkuft happasæl blanda aft fá þá undir- stöftu sem ég fékk i fornleifafræfti I Kaupmannahöfn á þremur árum og taka svo önnur þrjú til aft ljúka meistaraprófi i islenzkum fræö- um hér heima. Þaft var þessi leift sem ég fór. — Svarfdæla saga gerist á æskustöövum yftar. Haföi hún mikil áhrif á yftur I æsku? — Ég las snemma tslendinga- sögur og heyrfti lesnar og sjálf- sagt hafa þær haft talsverð áhrif á mig eins og aðra, en ekki held ég aft Svarfdæla gamla hafi sett neitt mark á mig sérstaklega. Satt aö segja haffti ég miklu meiri áhuga á búskapnum en þessum gömlu sögum. t háskólanum vandist ég á aft hugsa til Svarf- dælu sem heldur svona minni háttar sögu. Seinna hef ég svo gert mér minar hugmyndir um hana. Hún er þjóftsagna- og byggftasagnatiningur margs kon- ar, örnefnasögur og þess háttar, og trúlega fátt aft marka sem i henni stendur i bókstaflegum sögulegum skilningi. En þaft er i sjálfu sér enginn áfellisdómur um söguna og mér finnst hún bæöi merkileg og skemmtileg, og ekk- ert þykir mér minna til þessara gömlu karla og kerlinga koma þótt ég hafi litla von um aft þau hafi nokkurn tima verift til öftru vlsi en sem hugarburftur. Fornleifarannsóknir á Grænlandi og 1 Klaufa- nesi — Hvar byrjuftuft þér aft fást vift fornleifarannsóknir? — Fyrsta árift sem ég var i Kaupmannahöfn var ég svo hepp- inn aft mér var boftift aft fara meft rannsóknarleiftangri til Græn- lands, og þar dvaldist ég sumarift 1937. Vift vorum aft rannsaka mift- aldabæi I hinum fornu byggftum, sem oft eru kallaftar tslendinga- byggftir eins og þær llka voru aft upphafi til. Þar eru allar minjar svo nauöalikar þvi sem er hér á landi aft maöur er eins og heima hjá sér. Þessi Grænlandsferft var mikift ævintýri fyrir mig og ég lærfti mikift þetta sumar. A þess- um árum var fágætt aft menn kæmust til Grænlands, nema þeir sem unnu vift nýlendustjórn og verzlun. Landift var lokaft, sem kallaft var, samkvæmt þeirri Grænlandspólitík sem þá var rekin. En ekki dugir aft fara langt út i þessa Grænlandsferö mina, þaft gæti orftift nokkuö mikift á langveginn. — Hver voru fyrstu ritstörf yft- ar á þessum vettvangi? — Sumarift 1941 fól Matthias Þóröarson þjóftminjavöröur mér aft rannsaka forna skálarúst i svonefndu Klaufanesi 1 Svarfaöardal, þar sem Svarfdæla segir aft Klaufi hafi reist fyrsta bæ sinn. Þetta var fyrsta rannsóknin sem ég gerfti á mina ábyrgft, en áftur haffti ég verift tvö sumur vift fornleifarannsóknir meft Dönum, á Grænlandi 1937 og i Þjórsárdal 1939. Þessi skáli þarna i Klaufanesi var fornlegur og merkilegur, og söguhöfundur- inn gamli stóöst sitt próf aft þvi leyti, aft þarna haffti einhver maftur byggt sér hús I fornöld, en hvort hann hét Klaufi, þaö er ann- aft mál. Ég skrifafti um þessa rannsókn I Arbók fornleifafélags- ins 1941-’42 og þetta var fyrsta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.