Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 5
JÓLABLAÐ 1974
TiMINN
5
Forsetahjónin dr. Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn, innst I móttökusalnum á BessastöAum. I baksýn hiö gamla málverk frá konungskomunni 1874, og einnig sjáat
brjóstmyndir Einars Jónssonar af Sveini Björnssyni forscta og frú Georgiu.
fræöilega ritsmið min. Hún var
upphafið á afskiptum minum af
Árbók, sem nú hefur lengi verið i
minni ábyrgð eða rúman aldar-
fjórðung, og talsvert margt hef ég
skrifað þar þegar allt kemur
saman, þó fáir muni hafa lesið
það allt. Ekki er það heldur allt
um fornleifafræði f þrengsta
skilningi, en það er allt um ein-
hver þau efni sem tengd eru ýms-
um hliðum islenzkrar
menningarsögu, einkum þó þeim
sem Þjóðminjasafnið á að vera
málsvari fyrir. Það heyrir allt
undir þá fræðigrein sem ég kalla
einu nafni minjafræði.
Bækur, sem komið hafa
frá hendi forsetans
— Bók yðar, Gengið á reka,
náði miklum vinsældum. Hver af
köflum hennar er yður hugstæð-
astur nú, 25 árum eftir útkomu
hennar?
— Mér er sú bók yfirleitt ekkert
sérstaklega hugstæð nú og aldrei
hef ég lagt neitt sérlega mikið upp
úr henni. Það er satt að hún varð
vinsæl af þvi að hún var á sinn
háttdálitiðnýstárleg. Núna finnst
mér að fræðimaður eigi helzt ekki
að skrifa svona bók fyrr en seinna
á ævi, þegar hann hefur orðið
staðbetri þekkingu. En ef til vill
er það sama og að segja að hann
skrifi hana aldrei. Ég er kominn á
þá skoðun nú, að tilraunir til að
samhæfa fornleifafundi og frá-
sagnir i Islendingasögum séu
varhugaverðar og vinni heldur á
móti heilbrigðu mati á gildi
rannsókna. Sumir þættirnir i
þessari bók eru með þessu marki
brenndir. Aðrir eru aftur á móti
enn i sæmilegu gildi sem alþýðleg
fornleifafræði og eiga ekki að
leiða neinn á glapstigu.
— En Stakirsteinar? Hafið þér
meiri mætur á henni?
Það er að minu áliti miklu betri
bók, þótt hún vekti ekki nándar
nærri eins mikla athygli, eða öllu
heldur mjög litla, að ég hygg, og
hefur verið til i búðum fram undir
þetta og er kannski enn. Það
bezta, sem ég skrifaði af hálf-
alþýölegum ritgerðum um forn-
leifafræði og menningarsögulegt
efni er i þeirri bók, til dæmis
grein sem heitir Islands þúsund
ár og önnur sem heitir Meitill og
fjöður. Annars eru þetta
smámunir sem ekki er ástæða til
að fjölyrða mjög um. Ég færðist
smám saman frá þvi, að skrifa
þessar tilreiddu og hálfvegis bók-
menntalegu ritgerðir, og þær
urðu ekki miklu fleiri en það sem
er i þessum tveimur bókum, fyrir
utan Hundrað ár i Þjóðminja-
safni, sem er dálitið sérstaks eðl-
is. Ég er enn sæmilega ánægður
með hana sem það sem hún er.
— Miglangar að við minnumst
næst á doktorsritgerð yðar, Kuml
og haugfé.
Já, þetta er tæmandi yfirlit yfir
alla heiðna legstaði eða kuml,
sem fundizt höfðu fyrir 1956, og
heldur enn gildi sinu að þvi leyti.
Ég reyndi svo að draga þær
ályktanir sem skynsamlegt var af
öllum þessum efnivið. Menn hafa
sjálfsagt orðið fyrir vonbrigðum
með þá bók, þótti hún ekki
skemmtileg, en hún var ekki
heldur tilreidd sem skemmtilesn-
ing og átti ekki að vera það. Ég
ber enn ekki skynbragð á að sjá
að hægt sé að fá öllu meira út úr
þessu efni, en vel má vera að sið-
ar meir verði það séð i einhverju
öðru ljósi.Helzt hef ég það út á
bókina að setja, að þar vottar
sums staðar fyrir óskynsamlegri
trú á heimildargildi vissra fornra
rita eins og til dæmis þegar sagt
er aö „óvéfengjanlegar” söguleg-
ar heimildir séu fyrir þvi, að pap-
ar hafi verið hér á landi. Þetta er
auðvitað ekki rétt. Þessar
heimildir (sem er reyndar litið
sem ekki annað en íslendingabók
Ara) kunna að fara rétt með, en
þær eru ekki „óvéfengjanlegar”.
Þær eru fjarri þvi að vera
samtimaheimildir. En nóg um
þetta að sinni. Það er annars
merkilegt að veita þvi athygli að
forn kuml eru næstum þvi hætt að
finnast nú á siðasta áratug.
Astæðurnar til þess eru að visu
auöséðar, það er vegna þess stigs
I bókhlöðu: skrifborö og nokkur hluti bókasafns. Forsetinn notar þennan stað fyrir vlnnustofu ekkert
siður en gömiu stofuna.