Tíminn - 24.12.1974, Side 7

Tíminn - 24.12.1974, Side 7
JÓLABLAÐ 1974 TIMINN 7 ir hafa hvatt mig til þess, en þá snýst gamanið upp i alvöru og bezt að fara varlega. Enda liggur ekkert á. — Eigið þér ef til vill fleiri þýð- ingar i fórum yðar? — Ekkert sem orð er á gerandi. Þetta var hrein tilviljun að ég fór að þýða þetta langa kvæði eftir herra Petter, og ég gerði þetta á hraöfleygum tómstundum. Og svo margt hefur verið vel þýtt á Bessastöðum að það ætti að geta kennt manni að fara með gát. Þýðingar mlnar eru satt að segja varla i frásögur færandi, þótt ég geti vel svarað úr þvi að spurt er. — Þér nefnduð áðan rannsókn- ir yðar i Papey. Voru þær ekki allar geröar eftir að þér urðuð forseti? — Það er nú ekki allt að vera. En ég hafði fariö stutta Móttökusalur, sem lokift var vift aft reisa im 1*44, og er hann verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts, eins og aftrar nýkyggingar á Bessastöðum, og einnig viftgerð gamla hússins. Fyrir enda salarins er stórt málverk, sem á aft sýna siglingu Kristjáns konnngs nlunda ti) islands 1874. Frederik Sörensen málari, sem myadin er eftir, var meft 1 konungsfylgdinni og málaði fieiri þekktar myndir dr ferftinni. Loftmynd af Bessastöftum, sem sýnir grelnllega húsaskipan < staðnum. rannsóknarferð áður og svo fór ég aðrar tvær eftir að ég kom hingað. Ég var aldrei vel heppinn með veður og varð minna úr verki en ég vildi þess vegna, svo aö ég hef eiginlega ekki enn lokið þvi sem ég ætlaöi mér að gera. En langleiðina komst ég, að ég held. — Er leyfilegt að spyrja að hverju þér eruð að vinna núna i tómstundum yöar? — Ég held að flestir sem vinna að einhverjum fræöistörfum hafi margt i takinu i einu, og ekki sizt þeir, sem þurfa að fást við slikt i tómstundum einum saman eins og ég hef ævinlega gert. Maður er svo að gripa i þetta sitt á hvað. Ég gæti nefnt sitt af hverju, bæði smátt og stórt. Ég nefni aðeins sem dæmi að ég er svona smátt og smátt að þoka áleiðis greinar- gerð um rannsóknirnar i Skál- holti, sem lengi hafa beðið þess að þeim væru gerð skil. Þessu miðar áfram þó hægt fari sem von er, þvi við mörgu er að snúast. Óþvinguð framkoma fólks er okkur mikill styrkur — Við höfum nú rætt hér áhugamál yðar og tómstunda- vinnu. En hvað viljið þér segja okkur um dagleg störf yðar. — Störf forseta íslands hygg ég aö séu nú mjög i sömu skorðum og þau hafa veriö frá upphafi. Þau skiptast á milli ýmiss konar skrifstofustarfa árdegis og svo að taka á móti fólki siðdegis eða þá undirbúningsvinnu undir ein- hverja athöfn, sem sinna þarf. Ég held varla að ástæða sé til að fjöl- yrða um þetta nú, enda litill vandi fyrir þorra manna að geta sér til hvernig starfsdegi forsetans muni vera háttað, ef þeir kæra sig um að hugsa út i það. — A meðan þér voruð þjóð- l m n n I *lt! íl 1 1 Hll !| | |I 1 1 i í 11 Setustofa á Benastöftum, nii köUttftdagstofa, var á slnum tfma borftstofa skólapiltanna. minjavörður voruð þér i ákaflega nánum tengslum við landið og þjóðina. Hafa ekki þessi bönd styrkzt eftir að þér uröuö forseti? — Um þetta er tvennt til, að ég hygg. Ef til vill veröur spurning- unni ekki svarað i hasti. Það get ég þó sagt að ég er fólki mjög þakklátur fyrir vinsamlega og óþvingaða framkomu þess við okkur hér og góðan hug, sem þaö virðist hafa til forsetaembættis- ins. Það er okkur styrkur og upp- örvun. - V.S. A borfti i móttökusal standa myndir af þjófthöfftingjum Norfturlanda til minningar um heimsóknir þeirra til islands.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.