Tíminn - 24.12.1974, Síða 14

Tíminn - 24.12.1974, Síða 14
14 TÍMINN JOLABLAÐ 1974 ÞAÐ ER VÍST enginn efi á þvi, að fram að þessu að minnsta kosti hefur það verið loft- hitinn, sem hefur sett mörkin á milli byggða og óbyggða á íslandi. Snælinan i fjöllunum þessa haustdaga minnir okkur á, að hitinn fer yfirleitt jafnt og þétt lækkandi eftir þvi sem ofar dregur i hálendið, og jafnframt versna skilyrðin fyrir allan gróður. Ofan við vall- lendisbrekkur og skógarkjarr sveitanna taka við móar og flóar heiðanna, en berir melar á milli, siðan ekkert nema sandur og grjót, og yfir öllu gnæfa jökulhvelin, tákn hins eilifa kulda Bæirnir hjúfra sig niðri i dölunum. í góðærum reyna menn stundum að þoka byggðinni inn til heiðanna, en gefast oft upp næsta harða vetur. Náttúran liður mönnum ekki til lengdar að fara yfir mörkin, sem hún setur. Af þessu leiftir þá lika, aí heyskapur á lslandi hcfur verií afar viftkvæmur fyrir hita- Oreytingum. 1 þcssu sambandi ei þaft mjög mikilvægt, aft köld og hiý ár drcifast alls ekki á áratugi og aldir af hreinni tilviljun eins og stundum er haldift fram. Þaí sama gildir uni einstakar árstiftir, þær köldu rafta sér sanran og þær hlýju koma helzl hver á eftir annarri. Spá, sem er gerft eftir þessari tregftureglu, aí hlýtt ár komi á eftir hlýju bregzl aft visu oft, en hún er þó betri en sú aft spá alltaf meftalári. En þessi hneigft köldu áranna til afi tengjast saman i syrpur, er land- búnaftinum óhagstæft, þvi aft þafi er sýnu verra aft fá hart ár eftir hart ár en hljóta illæri eftir gott ár efta miftlungsár. Tökum sem dæmi siðustu 100 ár. Fyrri hluta þess timabils var mun kaldara, sumarhitinn um 0,8 stigum lægri, voriö 1,2 stigum kaldara, haustiö 1,6 stigum kaldara og veturinn 1,8 stigum kaldari en siftari hálfu öldina. A kuldaskeiftum eins og þvi, sem var fyrir aldamótin, leggjast þess vegna allar árstiftir á eitt aft plága mannfólkið, hörft vor meft miklu kali og seinum gróftri, köld og graslitil sumur, óhagstæft haust, vetur leggst snemma aft meft miklum snjóum og kulda, svo aö mikift gengur á heyin, sem haffti verið aflaft með erfiftis- munum. Samtimis er hafisinn aftsópsmeiri en ella, lokar höfnum og torveldar sjósókn. Ef þessi hundrað ár hefftu verift stokkuft upp í upphafi eins og spil og slftan dregift úr eitt og eitt, þá er fullvíst, aft ekki heffti orftiö svona mikill munur á fyrri og seinni helmingnum. En svona vill nú náttúran hafa þetta og helzta fangaráftift er þá aft leita aft orsökum þess, kannski við getum notaft þá þekkingu til aft spá árferfti, hver veit? Markalina byggðar og óbyggðar Tjt frá þessum hugleiðingum er eftlilegt aft snúa sér aft þvl, hvar muni eiginlega vera þessi marka- llna byggðar og óbyggftar á tslandi. Þetta á að vera hægt að sjá, ef þaft er hitinn, sem ræður. Og á meðfylgjandi korti er gerft tilraun aft sýna grófturskilyrði á landinu I grófum dráttum, eingöngu eftir sumarhita eins og hann hefur mælzt á veftur- stöftvum landsins. Vissulega þyrfti lika aft taka hita annarra árstifta meft i reikninginn, en þetta dugar sem fyrsta yfirlit. Ég nota hér aftferð, sem er sett fram af norskum skógfræftingi, Eliasi Mork professor. Hann mældi hreinlega á hverjum degi, hvaft grenitré lengdust um marga millimetra og bar saman vift hitann. Þannig gat hann ákvarftaft gildi hitans fyrir grófturinn, til dæmis þaft, aft I 20 stiga hita er sprettan fjórum sinnum örari en I 8 stiga hita. 20 stig gefa þvi 4 gróftureiningar en átta stigeiningar. Hann fann líka, aft þegar þessar samanlögftu gróftureiningar sumarsins reynast að jadnaði 255 efta fleiri, nægir þaft til þess, aft rauðgreni- skógur þrifist á staðnum. 220 einingar dugftu fyrir birkiskóg, en gisnara birkikjarr þurfti ekki nema 190 gróðureiningar. Ef færft eru inn á kort með grænum lit öll þau svæði á landinu, þar sem hitamælingar sýndu meira en 200 gróður- einingar á sumri, kemur I ljós aft þau falla yfirleitt prýftilega saman vift byggðir landsins. Til dæmis sjáum vift slikt belti Efsta súlnaröftin sýnir hita hvert ár 1931—1969, meftaltal tiu mánafta (desember til september), frávik frá meftaltali áranna 1930—1960. Miftröftin sýnir áætlaftan töftufeng samkvæmt hitafari, hestburfti af hektara á landinu öllu. Neftsta röftin táknar, h vaft töftufallift reyndist hvert ár, miöað vift 100 bg af hreinu köfnunarefni á hektara. kringum Mývatn I um 300 metra hæft yfir sjó, þó að svo hlýtt svæði finnist ekki úti á Melrakkasléttu efta Langanesi, niöri við sjó. Græni liturinn væri sem sagt ekki hæftarmerking heldur hita- merking. Mógult belti væri allt kaldara en 100, en færri en 200. Þar er orftið mjög litið um vall- lendi og birkikjarr, en mest af mýrlendi eða mólendi, eftir þvi hver rakinn er i jarftveginum, og þar sem hann er ónógur eru blásnir melar. 1 grátt belti væri Htift um gróftur annan en harft- gerftar fjallaplöntur á stangii — á Sprengisandi, Stórasandi og I Ódáftahrauni svo dæmi séu nefnd. Jöklar eru hvitir. Hér er svo annaft kort, sem svnir sérstakega það belti þar sem gróftureiningar eru meira en 250 á sumri. Það ætti að nægja barrtrjám, ef jarðvegur og önnur skilyrfti fullnægja lika plöntunum. Slik svæði eru til á Norfturlandi, en mjög lltil, og helzt er þau að finna sunnan lands. Þessi kort eru miðuð við hlýja timabilift 1931-1960, og það verftur aft hafa i huga við túlkun þeirra. En um leið má telja liklegt að þetta kort gildi allvel um landnámsöldina og næstu 300 ár þar á eftir. Svona voru liklega hitaskilyrðin þegar Vifill, þræll Ingólfs, var á hlaupum til vefturathugana uppi á Vifilsfelli. En landift var ekki þaft sama, og þaft er önnur saga. Vetrarhiti ræður miklu um grassprettu Aftur en vift athugum sögu hita- farsins á Islandi, skal ég minnast á aftrar árstiftir en sumarið. Það sýnir sig nefnilega, að vetrarhit- inn ræftur ótrúlega miklu um grassprettuna sumarið eftir. Sá grasbrestur, sem verður oft á kuldaskeiðum, stafar sem sagt að verulegu leyti af kali, sem vetrar- frostin valda. Á loftmyndum má greina þessar hvitu og dauftu kal- skellur i túnunum, þar sem annars ætti aft vera fagurgrænt gras. Svo er um mynd, sem Sigurður Þórarinsson tók eitt af hafisvorunum fyrir nokkrum árum, þar sem sér á bak vift hafisinn, holdi klæddan kuldann, ef svo má segja. Reynslan sýnir, aft meft furftugóðri nákvæmni má áætla kalskemmdirnar út frá hitamælingum einum. A linuriti má lesa, hvað kalið er, ef vitaft er um annars vegar frostasummu vetrarins^ en hins vegar meftalhita vorsins frá april og fram i mai. A meftfylgjandi linuriti er tekiö tillit til þeirrar staftreyndar, aft það skiptir litlu máli, hvort vetur er miftlungshlýr efta mjög hlýr. í hvorugutilfellinu verftur kal. En kæling niftur fyrir visst mark er afdrifarik, þar er hver gráftan dýr og þvi dýrari sem kuldinn verður meiri. Vottur um þetta sást jafnvel á hlýja skeiftinu 1931-1960. Eftir hlýja og miftlungs kalda vetur var heyfengur sumarsins hér um bil nákvæmlega jafnmikill, en eftir 10 köldustu veturna var hey- skapur aft meöaltali 10% minni en I meöalári. Og ennþá meiri heffti munurinn verift fyrir hvert hitastig, ef loftslagift heffti verift kaldara og reglulega harðir vetur komift. Þetta sýnir, að þegar loftslag er á annaft borft orftið kalt, verftur jafnvel litil kólnun I viftbót mjög örlagarík. Þetta lögmál um ógnarlega þýðingu litillar hita- breytingar á kuldaskeiftum skýrist enn betur, þegar haft er i huga, hvaft kaldir snjóavetur geta valdift miklum jarftbönnum og þar meft horfelli, ef heyin voru til.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.