Tíminn - 24.12.1974, Page 19

Tíminn - 24.12.1974, Page 19
JÓLABLAÐ 1974 19 TlMINN Forsetinn, dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveiginn á leiöi Hallgrlms Péturssonar I Saurbæjargaröi. Séra Jón Einarsson viö hljóönemann. Tilhliðar viö hann séra Sigurjón Guöjónsson, fyrrverandi sóknarprestur I Saurbæ, og forsetafrúin, Halldóra Eldjárn. - Tfmamynd:Gunnar. þessir ágætu menn töldu sig ekki geta fullkomlega túlkað í sinum ritgerðum. En ég er sammála því sem fram kemur í ritgerð dr. Sigurðar Nordals, að dvöl séra Hallgrims að Saurbæ eigi þar hlut að máli. Hvalfjörður með sina fögru umgjörð, svo sem Þyrilinn, sem reisn og tign stafar af, Botn- súlurnar, sem í fegurð sinni verka eins og helgur dómur, fjörðurinn sjálf- ur, þó mislyndur geti verið, og kveði þar hátt í, að enginn þarf að efast um að raust hans heyrist. Hann er hins vegar dá- samlegur sem spegiIslétt ur f lötur, sem dýrð stafar af. Og Akrafjall vakir yfir þessu eins og góður varðmaður. Þetta umhverfi hefur svo stórkostleg áhrif, að jafnvel ólistrænn maður á bílaöld nútímans á til með að stöðva bifreið sína til að njóta þess arna. Honum finnst hann i raun og veru vera stadd- ur í helgidómi. Hvað hefur þá verið með jafn listrænan og tilfinninga- rikan mann og séra Hall- grím Pétursson var. Þarf nokkurn að undra, þótt hann hafi talið sit stadd- an í helgidómi, er hann naut slíkrar fegurðar hér i Saurbæ. Ekkert var eðli- legra en hann teldi sig þurfa að yrkja guði sin- um lof og dýrð, er hann naut þessa. Hitt orkar heldurekki tvímælis, sem fram kemur á verkum hinna merku manna, sem ég hef áður vitnað til, að trúarþörf séra Hallgríms hefur verið svo sterk, sérstaklega á efri árum — en mun þó hafa verið það allt frá barnsárum hans, — að hann taldi sig þurfa að nálgast guð sinn með lofsöng og bæna- gjörð, meðal annars vegna síns fyrra lífernis og þeirrar trúarvissu, er hann þá hafði öðlazt. Enginn getur leyst af hendi slíkt snilldarverk sem Passíusálmarnir eru, nema leggja í það lífsorku sína, trú og ein- lægni. Fyrsta vers Passíusál manna, sem hljóðar svo: Upp, upp mín sál og allt mittgeð. Upp mitt hjarta og rómur með. Hugur og tunga hjálpi til. Herrans pinu ég minnast vil. Þetta upphaf sannar trúarþörf skáldsins, sem ég hef áður vitnað til og verkar á lesandann eins og upprisa höfundarins. Enda þótt séra Hallgrím- ur tæki örlögum sínum eftir heimkomuna frá Kaupmannahöf n með þreki, róog karlmennsku, er skiljanlegt, að dvöl hans á Suðurnesjum hef- ur ekki verið honum neinn gleðigjafi. Það virðist augljóst, að sjálf- an sig hefur hann ekki fundið að fullu fyrr en hann flyzt hingað að Saurbæ. Það orkar ekki tvímælis að séra Hallgrímur og Saurbær á Hvalfjarðarströnd eru í raun og veru óaðskiljan- legir. Samlíkingin um gróð- urinn, sem séra Hall- grímur lýsir í upphafi sálmsins ,,Allt eins og blómstrið eina", er tekin af vellinum hér í Saurbæ. Hér er það hann, ásamt starfsmönnum sínum, sem gengur með Ijáinn og leggur grösin að velli, án tillits til þess, hvort þau eru skrautleg eða gagn- leg, eins og hinn slyngi sláttumaður, dauðinn, er slær allt hvað fyrir er. Hér í Saurbæ hefur nú verið reist vegleg kirkja til minningar um séra Hallgrím Pétursson. Hún tryggir það, að kirkja Krists heldur velli hér um ófyrirsjáanlega framtíð, og svo á að vera til minn- ingar um þetta höfuð- skáld íslenzkra trúar- Ijóða. En þaðer ekki nóg, heldur þarf einnig að tryggja það, að ekki verði aðskilnaður á milli kirkj- unnar og jarðarinnar Saurbæjar. Þetta hvort tveggja á að fara saman, og enginn á að hafa ráð yfir jörðinni Saurbæ nema presturinn, sem þar situr, sóknarnefnd og söfnuður þessarar kirkju. Á ríkisstjórnarf undi s.l. fimmtudag ákvað ríkis- stjórn ísland að láta í té 1 milljón króna á næsta ári til þess að girða skóginn hér í hlíðinni fyrir ofan veginn í Saurbæjarlandi og hefja með því land- verndarstarf að prests- setrinu Saurbæ. Það er tilskilið, að þetta skuli af- hent staðnum og vera undir umsjón prestsins, safnaðarins, og þeirra kunnáttumanna, sem þeir velja til þess verks, að vernda og græða skóg hér í framtíðinni. Þetta leyfi ég mér í umboði rikis- stjórnarinnar að tilkynna sóknarpresti, sóknar- nefnd og söfnuði hér við þetta tækifæri. Þegar þau verk séra Hallgríms Péturssonar, sem halda nafni hans uppi og ég hef gert hér nokkuð að umtalsefni, eru virt fyrir sér þá ber aðmeta þau útfrá vihorfi þess tíma, sem verkin voru unnin á. Það þarf því að meta Passíusálm- ana út frá viðhorfi sautjándu aldarinnar. En það er sú öld á íslandi sem hagur þjóðarinnar gekk mjög til verri vegar frá því sem áður hafði verið. Þá var einveldi Danakonungs hér alls ráðandi, og hann vegna stöðu sinnar heima fyrir þurfti að sækja til íslend- inga alla þá fjármuni, sem honum var unnt það- an að ná. Svo algjört var vald Danakonungs á ís- landi á 17. öld að meira að segja kirkjan hafði gefizt upp fyrir veldi hans. Þetta viðhorf hlýtur að sjálfsögðu að hafa haft áhrif á skáldið séra Hallgrím Pétursson eins og aðra landsmenn. Þá verður líka að hafa í huga, að siðabót Lúters var þá búin að ná tökum á íslendingum. Túlkun Lút- erstrúarmanna á kristin- dómi á þeim tíma var sem næst boðskapur um endalok mannssálarinnar í viti, ef réttum reglum kristindómsins var ekki fylgt. En þær reglur voru með þeim hætti að raunverulega var engum mannlegum mætti fært að komast hjá því að brjóta þær. Þessi boð- skapur kemur greinilega fram i Passíusálmum séra Hallgríms Péturs- sonar, ætti það sam- kvæmt eðli málsins ekki að hafa gert vinsældir þeirra slíkar, sem raun ber vitni um. Það sem séra Hallgrími tekst þrátt fyrir listrænan yfirsvip sálmagerðarinnar, þá eru þeir settir fram með þeim hætti, að þeir eru við alþýðuskap og ná al- þýðuhugsunarhætti. Enda virðist svo sem séra Hallgrímur hafi verið mjög svo handgenginn venjulegu fólki, öfugt við það sem þeirra tíma embættismenn og höfð- ingjar töldu sér henta. Þetta hef ur gert það að verkum, að Passíusálm- arnir hafa náð til allrar þjóðarinnar, og hitt, að þrátt fyrir siðaboðskap kristinnar trúar þeirra tíma, er svo mikinn kær- leik að finna í skáldskap séra Hallgríms, að það nægir til þess að vekja traust fólksins og auka trú þess á boðskap meistarans frá Nasaret. Mikið meira heldur en hægt var að gera sér grein fyrir miðað við það grundvallaratriði i boð- skapnum, sem í raun og veru gengur sem rauður þráður í gegnum Passíu- sálmana frá upphafi til enda. En það sýnir ef til vill betur en nokkuð ann- að, hvað séra Hallgrimur var mikill snillingur, að hann skuli, þrátt fyrir túlkun kristinnar trúar á sautjándu öld, enn þann dag i dag vera metinn svo hjá þjóðinni, að Passíusálmarnir eru fluttir í ríkisútvarpinu, svo þeir ná að komast inn á hvert heimili þjóðar- innar og ég efast ekki um að meiri hluti hennar hlustar ennþá á Passíu- sálmana. Að ég nú ekki vitni til þess að öld eftir öld voru Passíusálmarnir lesnir á hverju kvöldi á langaföstu á kvöldvöku heimilanna og þá þótti svo sjálfsagt að allir hlýddu þar á með mikilli andakt, þannig hefur boðskapur Krists í túlkun Hallgríms Péturssonar verið það leiðarljós, sem þjóðin hefur búið að um aldir. Séra Hallgrímur ávarpar meistarann frá Nasaret er hann horfir á hann, fyrirlitinn af fólk- inu, smáðan og þyrnum krýndan, og að því kom- inn að vera negldur upp á kross til að láta þar líf sitt með kvalafullum hætti, með þessum orðum: ,,Víst ertu Jesús kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár". Kristindómurinn lifði það af, að höfundur hans væri krossfestur, og í nær tuttugu aldir hafa þeir, sem eru kristinnar trúar sótt þangað sinn styrk, sem reynzt hefur þeim giftudrýgstur í lif- inu og skapað virðingu fyrir því og trú á gildi þess. Séra Hallgrimur Pétursson varð á síðustu árum sínum að búa hér við fátækt og erfiðan sjúkdóm, og var i raun og veru yfirgefinn af sam- tíðinni vegna sjúkdóms- ins. Þrátt fyrir þá mynd, sem þjóðin hefur af hon- um á þessum siðustu ár- um hans, þá er viðhorf hennar slíkf, er hún lítur til hans, á bekk þeirra skálda þjóðarinnar, sem ort hafa trúarljóð, að hún ávarpar hann með hans eigin orðum og segir: ,,Víst ert þú kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár". Þessi ávarpsorð ein tel- ur þjóðin hæfa svo mikil- hæfum snillingi lífs og lista, sem séra Hallgrím- ur Pétursson var.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.