Tíminn - 24.12.1974, Síða 27

Tíminn - 24.12.1974, Síða 27
JÓLABLÁÐ 1974 TÍMINN 27 Eins og kemur fram í viötaiinu við Jens A. Guðmundsson, lœkni.eru samgöngur erfiðar um vetrar- mánuðina. Stórar framfarir hafa oröið á sumarferðalögum manna um Vestfirði. Hér sést hestvagn i Onundarfirði þokast eftir vegi, þar sem Broncóar og Maverikar Vestfirðinga bruna nú millistaða. Séra Stefán Eggertsson á Þing- eyri er þjóðfrægur maður fyrir störf sin að slysavarnarmálum og flugmáium. Hann rekur fjarskiptastöð við flugvélar og skip, og taliö er að þar sé vakt allan sólarhringinn og áhugi presthjónanna hefur orðið til þess að flýta fyrir flugi á Dýrafjörð og að þar er nú myndarlegur flugvöliur. Sjúkrahúsið var þá búið að gera verulega mikið gagn i byggðar- laginu, og auk þess veitti það sjómönnum þjónustu. Þorgeirlæknir rak sjúkraskýlið ásamt konu sinni, en þar voru 3 sjúkrastofur og rúm fyrir 9 sjúkl- inga. Þessi rekstur varð þeim þó fljótt ofviða, og var þá byggt við og fengin ráðskona og starfslið. Þorgeir var áhugasamur og hinn mesti dugnaðargarpur. Hann afl- aði strax nýrra skurðlækninga- tækja, fékk vandað skurðarborð og samdi við Landspitalann um sótthreinsun sáraumbúða. Var þarna allgóð aðstaða til vissra skurðaðgerða eins og til dæmis botnlandaskurðs, en Þorgeir skar þó menn ekki upp, nema i algjör- um neyðartilfellum. Til Þingeyr- ar leitaði fjöldi brezkra togara, en þar var og er ein bezta vélsmiðja landsins, og þangað leituðu Bret- arnir einnig læknis. Séra Stefán Eggertsson, áhugi hans kom góðu til leiðar Arið 1950 kom séa Stefán Eggertsson og varð prestur á Þingeyri. Hann mun hafa verið gamaíl radió-amatör og hann er mikill slysavarnamaður. Um likt leyti hóf Björn heitinn Pálsson sjúkraflug sitt, og það leysti mikinn vanda fyrir heilbrigðis- þjónustuna viða um land. Séra Stefán á sinn veigamikla þátt i þvi, að flugsamgöngur komust á við Dýrafjörð og hann er vakandi og sofandi fyrir slysavarnarmál- um og flugi. Um þetta hefur verið ritað i árbók Slysavarnafélags- ins, hans merku störf. — Hver er munurinn á sjúkra- skýli og sjúkrahúsi? — Sjúkraskýlin eru ætluð til þess að leysa minniháttar vanda sjúkra manna. Ekki er gert ráð fyrir að þar liggi sjúklingar, sem þurfi meðferða við., heldur séu þeir þar til eftirlits skamman tima. Þannig er sjúkraskýli skilgreint i nýjustu heilbrigðis- lögunum (1974). Ennfremur hafa sjúkraskýli verið notuð til þess að hjúkra öldruðu fólki og fyrir fæðandi konur i sængurlegum og fyrir nýfædd börn þeirra. Er afturför i heilbrigðisþjónustunni? — Ef maður skoðar söguna, þá virðist manni að heilbirgðis- þjónustu hafi sumstaðar farið aftur frá þvl i gamia daga. Er þá átt við smærri kaupstaði, þar voru áður læknar og hjúkrunar- fólk og sérstakt sjúkrahús. Nú fæst ekki einu sinni læknir á þessa staði. Er um afturför að ræða i heilbrigðisþjónustu? — Nei þaðheld ég ekki. Éger að visu ekki hæfasti maðurinn til þess að dæma þetta. En ég held að aðstaða manna hafi e.t.v. verið jafnari i gamla daga. Framfarir i læknisfræði hafa orðið gifurlegar, og það væri óhugsandi að veita alhliða sjúkrahúsþjónustu i hverju þorpi. Þess vegna hefur nýtt skipulag orðið að komast á þessi mál. Hándlækningar og meðalalækn- ingar voru á öðru stigi i gamla daga og þá var minni munur á þjónustunni, hvar sem hún var veitt á landinu. Þó verður á þessu breyting þegará fyrstu áratugum aldarinnar og siðan hefur bilið verið að breikka. Getum við vikið að þvi siðar. Heilsugæzlustöðvar — læknislaust á Flateyri — Nú hefur verið gerð skipu- lagsbreyting á héraðsiæknis- umdæmunum. Hvernig er þessu háttað á Vestfjörðum? — Það er rétt. Stefnt hefur verið að þvi að stækka umdæmin og koma á fót læknamiðstöðvum eða heilsugæzlustöðvum. Á Vest- f jörðum er þetta hins vegar erfitt af landfræðilegum ástæðum. Gert er ráð fyrir að læknir sé á Flat- eyri og Þingeyri, að þar séu sérstök svæði. Fyrir sunnan okkur, er t.d. Bildudal þjónað frá Patreksfirði, þar sem er spitali og tveir læknar. Súgandafirði er þjónað frá ísafirði. A Flateyri er hins vegar ekki læknir — það hefur ekki tekizt að fá lækni þangað en þar starfa tvær ágætar og færar hjúkrunarkonur, þær Sigrún Gfsladóttir og Sigurveig Georgsdóttir, i Holti. Siminn gerir þjónust- una auðveldari — einnig flugið — Hvernig er með læknis- þjónustuna. Eru mikil ferðalög yfir fjallaskörð og heiðar, eins og i gamla daga, eða hefur þetta breytzt? — Menn veikjast auðvitað um allt héraðið og veður og .færð eru svipuð, sem geta má nærri. Hins vegar hafa orðið nokkrar fram- farir, sem hafa gjörbreytt aðstöðu lækna i strjálbýli. Að visu eru Vestfirðir ennþá sér á parti. Þar er erfitt að komast ferða sinna að vetrarlagi þrátt fyrir öflug farartæki. Það sem mestu munar er flugið og sima- þjónustan. Þetta tvennt gjör- breytir aðstöðu læknisins. Hann getur I svo til öllum tilfellum vitað mjög mikið um ástand sjúklinga áður en hann litur þá augum, áður en hann fer af stað. Einnig er mikils virði að hafa góðar upplýsingar frá þjálfuðu fólki. Gott dæmi um þetta er, að á Flateyri eru tvær hjúkrunar- konur með mikla starfsreynslu. Þær geta oft gert viðeigandi ráð- stafanir I samráði við lækninn i bráðum tilfellum. Það er þó ekki svo, að ferðalög séu aflögð. Að visu eru sveitir ekki fjölmennar i Dýrafirði, en meðan önundarfjörður er með I myndinni, þá eru ferðalög mikil. Ennfremur er stór unglingaskóli ALLS KONAR vinnu hlífar SVO SEAA: Rykgrímur Heyrnarhlífar Andlitshlífar Hlífðarhjálmar og fleira Einnig FENTON loftræstiviftur fyrir gripahús og fleira á afar hagstæðu verði Vélsmiðjan Dynjandi hf. Skeifunni 3h — Reykjavík Simar 8-26- 70 og 8-26-71 Hún þarfnast hnns Þið sem eigið vörubíla og þungavinnuvélar, nú er óþarfi að koma að kaldri vinnuvél, við höfum 100% vörn gegn þvi. PRIMUS vélarhitarinn sér um það. PRIMUS vélarhitarinn er fyrir vélar með allt að 100 litra kælikerfi og hefur tvöfaldan öryggisbúnað gegn yfirhitun. PRIMUS vélarhitarinn gengur fyrir gasi, hefur sjálfstæðan rafkveikibúnað, tengdur 12-24 volta spennu frá rafgeymi tækisins og er algjörlega óháður öðru rafkerfi en vélarinnar sjálfrar. PRIMUS vélarhitarinn er með 24 klst. hitunartímastilli. PRIMUS vélarhitarinn flýtir gangsetningu og lengir endingu vélarinnar. PRIMUS vélarhitarinn er sjálfvirkur, sparneytinn, fyrirferðarlítill, (stærð 16x10x30 cm) auðveldur f uppsetningu, ódýr I rekstri, eykur þægindi og öryggi. HFHÖRÐUR GUNNARSS0N HEILDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 REYKJAVÍK - SlMI 19460

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.