Tíminn - 24.12.1974, Síða 29

Tíminn - 24.12.1974, Síða 29
JÓLABLAÐ 1974 TIMINN / 29 starfandi á Núpi og nú eru fjöl- mennir vinnuflokkar i Mjólkurár- virkjun. Þaö munu vera um 800- 900 manns i læknisumdæminu og svo bætist önundarfjörður og Flateyri við. Varðskipum ætlað fast hlutverk i heil- brigðisþjónustunni Ferðalög eru á bilum og svo er gripið til skipa og báta. Varðskipin hlaupa undir bagga og I útfærslu á heilbrigðisþjón- ustunni er nú beinlinis gert ráð fyrir varðskipi. Það á að vera skip fyrir Vestfjörðum, sem geti þá i og með flutt sjúklinga og lækna milli staða, þegar vegir eru ófærir. Á Isafirði er ágætt sjúkra- hús, skurðlæknir og sjúkrahús- læknar, og það er öryggi fyrir þessibyggðarlög. Yfirlæknir þar er úlfur Gunnarsson, Gunnars Gunnarssonar skálds. Þá er þess að geta, eins og áður hefur komið fram, að flugsam- göngur eru góðar, þótt þær séu háðar veðri. Hingað ér flogið af Flugfélagi tslands tvisvar i viku á Fokkerskrúfuþotum, svo sam- bandið er gott við Reykjavik, og sjúkraflugvélar lenda hér, ef þess gerist þörf. Lyf i póstflugi vikulega — Hvernig er með lyf? — Það er hér útibú frá apótekinu á Patreksfirði. Samgönguerfið- leikar eru miklir og þvi var oft erfitt að koma lyfjabirgðum hingað, en nú hefur verið leyst úr þvi á hvakvæman hátt. Póstflug suður á firði frá ísafirði er einu sinni i viku. Nú hefur samizt svo um, að póstflugvélin lendi hérna einnig i bakaleið frá Patreksfirði og komi þá með viðbótarbirgðir I apótekið, eða útibúið, svo nú er betur séð fyrir lyfjum en áður var. Starfslið á Þingeyri — Hvað vinnur margt á sjúkra- skýlinu við heilzugæzlustöðina á Þingeyri? — Á sjúkraskýlinu eru starfandi læknir, sjúkraliði og starfsstúlka og ljósmóðir er á Núpi og kemur hér þegar tilefni er til. Hún heitir Vilborg Guðmundsdóttir. Ólöf Soffía Gunnarsdóttir er sjúkra- liði og Sólborg Þorláksdóttir starfsstúlka. Ég er núna að reyna að fá hingað heilsugæzlu- hjúkrunarkonu, en það tel ég al- gjörlega nauðsynlegt vegna allra hluta og vona ég að það takist. Sérstaklega er það nauðsynlegt þar eð ég verð oft að fara yfir til Flateyrar, eða annað burtu frá Þingeyri, og þá þarf einhver að vera til taks á meðan, til þess að sinna neyðarþjónustu I Dýrafirði og ýmsu cðru sem æfð hjúkrunarkona getur leyst í samráði við lækni. Auk þess eru ærin verkefni fyrir hjúrkunar- konu. Gamalt fólk á heimilum þarfnast hjúkrunar og leiðbeininga og ótalmargt fleira mætti telja. Eins og nú er háttað, þá þarf læknir i strjálbýli að vinna töluvert að almennum hjúkrunarstörfum með læknis- starfinu og alls konar störf hlaðast á þessa menn, vegna einangrunar. Ég meira að segja verð stundum að skrifa recept fyrir dýr, svo eitthvað sé nefnt. Annars er ég ekki að kvarta, þvi að skipulagsmál eru nieira en orðin tóm i heilbrigðisþjón- ustunni. Tannlækningar — tennurnar grotna niður i fólki — Verður að telja að heilbrigðisþjónusta i héraðinu sé góð? — Hún er nokkuð vel við unandi, verður að teljast það. Auðvitað er þetta i uppbyggingu núna. Það er þó langt frá þvi að fólk hafi sam- bærilega þjónústu á við fólk i þéttbýli. Á þessum stöðum, fyrir vestan, á Þingeyri t.d. eru engir tannlæknar. Það er tannlæknir á ísafirði. Það er kostnaðarsamt að láta gera við tennur, þótt ekki bætist atvinnumissir, löng ferða- lög og uppihald við sjálfa að- gerðina. Tennurnar grotna þvi niður I fólkinu. Það er mikið mál, sem þyrfti að leysa Hingað koma sérfræðingar og er gert ráð fyrir að heilsugæzlustöðin veiti þeim aöstöðu og þjónustu. Augnlæknar koma hér tvisvar á ári og sér- fræðingar i kvensjúkdómum koma annað kastið. Þegar lag er pólska dróttarvélin Við getum afgreitt núna nokkrar URSUS dráttar- vélar, 40 og 60 hestafla, ennþá á sérstaklega hagstæðu verði: 40 hö: Verð kr. 348.000,00 60 hö: Verð kr. 449.000,00 Leitið upplýsinga og kynnist fjölþættum útbúnaði URSUS dráttarvélanna. VÉIADCCG Skeifunni 8 • Reykjavík • Sími 8-66-80 Núpsskóli i Dýrafiröi, hinn frægi héraðsskóli. Þar eru um 200 manns á vetrum. Vetrarmynd frá DýrafirOi, tekin frá Gerðhamradai vio noroanveroan ijoróinn. Ljósm. Jens A. Guðmundsson, læknir. komið á þessa hluti, verður hægt að segja, að þeir séu komnir i horf, en fyrr ekki, segir Jens A. Guðmundsson, læknir við heilsu- gæzlustöðina á Þingeyri að lok- um. JG. Komið inn úr kuldanum Þið sem eigið vörubila og þungavinnuvélar, nú er óþarfi að koma að kaldri vinnuvél, við höfum 100% vörn gegn því. PRIMUS vélarhitarinn sér um það. PRIMUS vélarhitarinn er fyrir vélar með allt að 100 lítra kælikerfi og hefur tvöfaldan öryggisbúnað gegn yfirhitun. PRIMUS vólarhitarinn gengur fyrir gasi, hefur sjálfstæðan rafkveikibúnað, tengdur 12-24 volta spennu frá rafgeymi tækisins og er algjörlega óháður öðru rafkerfi en vélarinnar sjálfrar. PRIMUS vélarhitarinn er með 24 klst. hitunartlmastilli. PRIMUS vólarhitarinn flýtir gangsetningu og lengir endingu vélarinnar. PRIMUS vélarhitarinn er sjálfvirkur, sparneytinn, fyrirferðarlftill, (stærð 16x10x30 cm) auðveldur í uppsetningu, ódýr í rekstri, eykur þægindi og öryggi. HFH0RDUR GUNNARSS0N HEILDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6 REYKJAVÍK - SlMI 19460

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.