Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 39

Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 39
JÓLABLAÐ 1974 TÍMINN 39 Gýgjarhóli átt að sökkva gull- kistu, og segi menn aö enn lýsi af einhverju niöri i fossinum, þegar áin er litil og sól skin beint á hana. Fleiri ágæt náttúruskáld fóru fram hjá fossunum. Jafnvel höfuðskáld eins og Páll Ólafsson orti aðeins um „Litla fossinn”, meö „fjörugt lagið og fögur hljóö- in — fossinn hvitan og ástaljóð- in”. Þorsteinn Erlingsson varö sá i skáldaflokkinum, sem túlkaði andstööuna gegn hinni nýju nytja- og virkjunarstefnu og sveigir beinlinis að Einari Benediktssyni. Þorsteinn trúir á silfrinfegurö og söng fossins: Við göfgum þá tign, sem i gigjunni bjó, og gott var á sönginn aö hlýða. Honum þótti það þvilikt að virkja foss, að hann „væri asni, sem upp á er hnýtt — og islenzkar þrælshendur teyma”. og þvi er nú dýrlega harpan þin hjá þeim herrum til fiskvirða metin. Ég hef nefnt fossakvæðin af þvi, að þau eru'hvoru tveggja, ágætur skáldskapur og sum þeirra sýna lika skoðanaskipti á afstöðu skáldanna til landsins á seinustu timum. Þrátt fyrir straumhvörfin, sem orðið hafa, er það ekki svo að skilja, að yngri skáldakynslóðir hafi afneitað öllum tengslum við forna ljóðhefð i landskvæðum sin- um, Mér finnst oft vera gert of mikið úr formbyltingunni, sem kölluð er, þvi lauskveðnir hættir, og háttleysur hafa einlægt veriö til, en að likindum hefur verið meira gert að breytingu yrkis- efna og orðaforða. Það er þar, sem umákiptin verða i afstöðu skáldanna til landsins. Til Guðmundar Inga er reyndar bein lina frá Eggert ólafs^yni: Minn "hlutur er að yrkja þáð búland, sem blður og brosir við reikulan fót... Ég elska þetta land og minn átthagagróður og iðjunnar þjónustugjörð... Erfðahlutinn er greinilegastur hjá eldri skáldum hins nýja tima, svo sem Stefáni frá Hvitadal, og Jón Helgason segir: Löngum I æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið. Ómur af fossum og flugastraum fléttaðist slðan við hvern minn draum, Og einu sinni kvað Jóhannes úr Kötlum: Þú leggst i grasið, moldin mun þér tjá, að mátt og riki og dýrð sé ekki að finna i gulli og stáli, heldur hljóðri þrá þess heims, er skin i augum barna þinna. Hann orti falleg ættjarðarljóð og náttúrukvæði um sumarið og sveitina, en gagnrýndi seinna alla sveitarómantik. Ein kvæðabók Matthiasar Johannessens heitir Fagur er dal- ur, og er að visu „sálmur á atóm- öld,” en er lika um vorið: Ó, þessi stund sem kallar okkur til fundar við nýsprottið land, gagnsæja þögn I bláu mistri, þögn moldar og yls . . . Ólafur Jóhann Sigurðsson talar um það að safna sólskini af grasi og tina tunglsljós af vötnum. Jón úr Vör skrifar: I laufspegli sé ég hjarta þittslá. Og Hannes Péturs- son segir: Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar. Ór útlegð þyrpast syngjandi vötn og litir, sem mora i holtum og hlýjum drögum. Þá verða dýrin að Iifandi hluta iandsins.. . Það er löng heiðursfylking skálda, sem litið hefur yfir landið i kvæðum sinum, geymdum eða gleymdum. fallegar náttúrulýsingar eða stemningar. Ragnheiður Erla Björnsdóttir kveður um Hjörleifshöfða: Reyndi heimurinn ekki I fyrsta sinn að ná sambandi við landið . . . Þuriður Guðmundsdóttir kveður um norðurljós: Hvitar hendur sem liðast og leysa logabjart hár er hrynur um hjarnhvitar herðar og brjóst. Og Kristinn Reyr yrkir um eld- gos: Eldfjall gýs þegar eldfjalli þóknast að gjósa. Þarna er nokkuð komið að nýrri tóntegund skáldsins um landið, en Jón Jóhannesson er enn með eldri áslátt i þessari fallegu visu um bjarta nótt: Júlidaggir svalar seðja svörðinn þessa nótt. Mætti ég sjálfur seinast kveðja svona milt og rótt. Skáldin og meinsemdir þjóðfélagsins Nýju skáldin taka yfirleitt ekki mið af landinu, heldur af sjálfum sér og vandamálum sinum og þjóðfélagsins, eins og þau koma fram i harðneskju veruleikans eða i meira eða minna lausu og óljósu imyndunarafli sjálfra þeirra. Undir niðri er uppspretta ljóö- anna vist ævinlega hin sama, og góður og slæmur skáldskapur hefur einlægt verið til, — lika um landið. Ég ætti kannski að nefna undir lokin, i gamni og alvöru, tvenn tengsl skáldanna við land- ið. Það heitir hvort tveggja sama orðinu, að rækta og græða landið og að setja saman kvæði — það heitir að yrkja, hvort tveggja er verk. Slæmur skáldskapur heitir lika eftir landseihkennum, — hann heitir leirburður. Það er að visu upphaflega eftir arnarleir I gamalli goðsögu, en hefur nú lengi. merkt gruggugan, leiðinlegan framburð, en góð ljóð eru hrein og tær. Skáldum verða að jafnaði ekki skömmtuð yrkisefni. Þau eiga rétt á frelsi orðs sins og anda. Þegar litið er yfir sögu islenzkra yrkisefna I 1100 ár, tilefni þeirra og áhrif, er einkennilegt, hversu skáldin og landið hafa fjarlægzt hvort annað. Kvæðin eru ekki lengur það ramma afl og sú bragðrika orðsins list, sem þau voru áður i rimi og hrynjandi landsins. Skáldin leita ekki út á við til landsins, þar sem alltaf var eitthvað nýtt I litum og hljómum, þótt misjafnlega tækist túlkun þess. Þau leita inn til sjálfra sin, þar sem annast að segja er stund- um dálitið vafasamt til fanga. Landið hefur samt aldrei verið stórfenglegra yrkisefni en það er nú. Gömul tign þess er enn þá ung i fegurð sinni. Fjöldi Öll þjóðskáld dáin? Litil vinkona min, fimm ára telpa, er að læra kvæði hjá kennara sinum og sagði eitt sinn, er hún kom heim úr skólanum: Mamma, af hverju eru öll þjóð- skáldin dáin? Mér kom þessi spurning nú i hug — vegna þess, að hvað sem skáldunum liður, held ég, að ýmiss sá skáldskapur um landið, og til landsins, sem áður var, hafi nú um skeið verið deyjandi eða hnignandi og önur yrkisefni verið ungum skáldum tamari og hjart- fólgnari, og er ég ekki með þvi að segja, að góðskáld yrki ekki enn- þá. Yngri skáld hafa gagnrýnt harðlega þau eldri skáld, sem ortu um ættjörðina og náttúruna. Seinn Steinar sagði einu sinni (1950) um Davið frá Fagraskógi — kliðmjúkt skáld landsins og fegurðar þess — að „enginn mað- ur var eins og hann ábyrgur fyrir eymd og niðurlægingu kveðskap- arins á seinustu 20-30 árum og hafði flutt inn i listina billegan og forheimskandi áslátt”. Sum yngstu skáldin hafa gert fólks hefur öðlazt nýja útsýn um undralönd öræfa og hvita jökla, eða séð uppblástur og auðnir, afl- mikla fossa og heita jörð. Ahrif mannsins og manneskjanna á islenzka náttúru hafa aldrei verið meiri en nú — til landgæða eða landspjalla. Nýlega sagði orku- málastjórinn, að Dettifoss-virkj- un „væri efnileg” og ekkert sem útilokaði mannvirki þar”. Sigrast á hungri, myrkri og kulda 1 þúsund ár voru tvennar að-- stæður öflugastar og með mestri spennu i landinu — byggðin og óbyggðin, eyðingin og þjóðsagan skiptist i góðæri og hallæri. Eng- inn sigur hefur orðið meiri i sögu þjóðarinnar en sigurinn á hungri og á myrkri og kulda landsins. 1 þeim sigrum á landinu hafa skáldin átt þann hlut, að þau voru stundum frumhverjar trúarinnar á nýtt land eða nýja byggingu þess og endurrei^n, eða þar voru samherjar og túlkar þeirra stjórnmála- og athafnamanna, sem endurnýjuðu landið, og það voru þau, sem þá kváðu vonina og þrekið i þjóðina. Skáldin hafa nú um skeið ekki talið það hlutverk sitt, eða ekki höfuðhlutverk sitt, að gegna slikum skyldum við landið, eða vera vökumenn þeirrar trúar á landið, sem eldri skáld álitu oft köllun sina, trúarinnar á fegurð þess og hagnýtt gildi þess og vaxtarmagn. Þau hafa oft ort um girnileg efni — en ekki nú orðið harmljóð landeyðingar og upp- blásturs, ekki sigursins söng um orkuna og gróðurinn. Fleiri yrkja en skáldin Þegar talað er um nýja afstöðu skáldanna og landsins og um nýja náttúruskoðun, má ekki gleyma þvi, að islenzkt náttúruskyn og skilningur á landinu hefur samt ekki þorrið, og kemur þar annað til en áhrif ljóðskáldanna. Það er frjósamt frásagnamál og nátt- úrulýsingar skáldsagnanna, t.d. hjá Jóni Trausta og i ferðasögum Helga Pjeturss og ekki siöur ný málaralist. Hún hefur frá þvi um aldamót verið nýr túlkur lands- ins, og lengi fram eftir var hún að langmestu leyti náttúrulýsing, oft víðfeðmari, litglæstari og raun- særri en kvæði skáldanna — en nú hefur þessi myndlist einnig fjar- lægzt landið nokkuð, eða séð það nýrri sjón. Tveir aðrir flokkar manna hafa lika tekið sér fyrir hendur að yrkja, ef svo má segja, um landið og náttúru þess. Það eru náttúru- fræðingar og verkfræðingar, mis- eóð skáld eins oe hin, en hafa seilzt þar til áhrifa, sem skáldin létu undan siga. Þetta sést skemmtilega á islenzkri tungu. A vegum visinda og verkfræða hef- ur komið fram mikill straumur af nýyrðum, sem einnig varða af- stöðuna til náttúru landsins, mál þeirra er lifandi og leitandi, og nýsköpunin meiri þar en endur- nýjun skáldamálsins. Nú er landsýn oft orðin önnur úr lofti en áður var utan af hafi. Ég man, hvað mér þótti það ein- kennilegt úr Lindbergsflugi hing- að, þegar frúin lýsti þvi, hvað landið væri flatt niður að sjá úr háloftunum. Við vorum vön þvi aö lita upp til fjallanna, hárra og tindóttra. Seinna sá ég þetta reyndar sjálfur, þegar ég flaug eitt sinn að næturlagi yfir landið jökulhvitt i glóandi tunglskini. Við höfum samt enn helzt sjónar- mið skáldanna á landinu. Það er yfirbragösmikið til að sjá, eins og Jónas kvað, og hefjast fjöll við ölduslátt, eins og Hannes Haf- stein segir, eða landið ris úr ægi iðagrænt i kvæði Þorsteins Erlingssonar — eða þá að ljósiö loftin fyllir og loftin verða blá. Kvæðin hafa verið i sögu þjóðarinnar áþekk þvi sem ár og lækir og fossar hafa verið i land- inu — striðar jökulár, tærir bunu- lækir og fallþungir fossar i sólgliti og úða. Þau hafa lika verið fljótið helga i þjóðlifinu og sögunni — áþekkt þvi hjá Tómas Guðmunds- syni: Já, hér fann ég aldir og örlöghjá i elfunnar niði streyma og hljóðum mér dvaldist viðhyljiþá, sem liiinin og stjörnur geyma. Þar hvarf mér sú veröld, seni vökunnar beið. Þar ,arð mér hver ævinnar dagur að heilögum söng, sein um hjartað leið, svo harmdjúpur, sár og fagur. Oll höfum við sjálfsagt lesið falleg kvæði okkur til skemmtun- ar i æsku okkar og gerum kannski enn. Einn slikur kvæðalesari úr gömlum kunningjahópi minum var dr. ólafur Dan. Danielsson. Stundum þegar kvæðalestri var lokið sagði hinn ágæti stærðfræð- ingur: — Jæja, og hvað sannar svo þetta? Það er hörð krafa að segja skáldi að sanna kvæði sin, og þó hafa mörg skáld sannað þau með lifi sinu og sannað þau eða afneit- að þeim i lifi sinu. Þjóðskáld er það skáld, sem hefur til þess afl andans og orðsins list að gera land iifandi og ljóst i fegurð þess og tign, eða hörku og ógnum, þó að ég nefni þau yrkisefni ein, sem nú hafa verið viðfangsefni mitt. Islenzk skáld hafa öld fram af öld sannað lif og iist kvæða sinna um landið með þeim fögnuði, sem þau hafa vakið, þeirri trú, sem þau hafa tendrað þeim krafti, sem þau hafa skapað með myndauði sinum, orðum sinum, hrynjandi og boðskap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.