Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 41

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 41
JÓLABLAÐ 1974 TÍMINN 41 Hljómleikar viö Miraballhöll I Salzburg. Eiginkonur liiftrasveitarmanna vöktu mikla athygli eins og sjá má á myndinni. Upptökusalur Idtvarpinu i Miinchen. Þeir hafa alltaf vissa ldörasveitardagskrá. er alltaf lífleg umferð af stórum ferjum, alls konar bátum og skipum, sem of langt yrði að lýsa, að ógleymdum flutningaprömm- unum, sem eru svo yfirhlaðnir, að undrun sætir, að þeir skuli fljóta. Svo eru beggja vegna fagrar byggðir, þorp og borgir, og nú blasir sjálf höfuðborgin Bonn við okkur. Þar nutum við mikillar gestrisni sendiherrahjónanna, þegar við vorum þar á ferð fyrir þremur árum. Það gekk á með skúrum þennan dag, svo að útsýnið naut sin ekki eins og æskilegt væri, en innan skamms greinum við i móðunni þá mörgu turna hinnar frægu Kölnardómkirkju, en þar var ákveðið að nema staðar um stund. Vegna mikilla framkvæmda i nánd við kirkjuna, og viðgerðar á sumum turnum hennar, sem staðið hefur yfir i mörg ár, Verður að fara nokkrar krókaleiöir til að ná inngöngu i þennan forna dóm. En þegar inn er komið, er erfitt að lýsa þeim áhrifum, sem kyrrð og göfgi þessa mikla musteris vekur hjá manni. Það er eitt af þvi, sem hver og einn verður að lifa með sjálfum sér. Hér er friður, kyrrð og hátiðleg ró, sem orkar á hug- ann. Gengið var inn um hliöardyr, en þegar inn var komið blasir við á vinstri hönd uppljómað hliðaraltari með mörgum smákertum. Þar krýður hópur fólks i hljóðri bæn. Þetta mun vera kapella heilagrar guðsmóöur. Hingað" er leitað i miðri önn dagsins og tendruð ljós bænarinnar. Þangað er leitað i margvislegum erfiðleikum llfs- ins. Hingað i helgidóminn sækir fólk kraft og styrk, mitt i ys og þys daglegs lifs. Þegar svo er komið inn I aðalskip kirkjunnar, blasir við háaltarið, tilkomumikið og veglegt eins og hæfir þessu húsi. Manni kemur til hugar, að hingað hafi kynslóðir aldanna leitað á stundum styrjalda og ógna, sem hafa dunið yfir og limlest þetta land, en einnig á hátlða-, gleði- og hamingjustund- um. Nokkuð snjáður en mikill bænabekkur, er hér, og hvað getur langt að kominn ferðalang- ur annað en beygt sin stoltu kné. aö þessum bekk, þar sem þúsundir kristinna kvenna og manna hafa kropið I bæn og þökk til hins hæsta. Andrúmsloftið á slíkum stað er þannig þrungið krafti, sem gagntekur hugann og fylgir manni lengi á eftir. Við gengum þarna um góða stund, þar sem gaf að llta ölturu og margs konar kirkjulegar minjar og forna list. Við yfirgáfum hljóð og hugsi þennan helga stað, og héldum ferðinni áfram eftir hinum fagra Rlnardal. Senn gaf að llta hinn mikla Drekaklett með slnum háu rústum af fornu og miklu kastala- vígi. Já, þeir byggöu sér vigi á þeim hæstu tindum I þá daga. Þá var ekki farið að gera loftárásir I styrjöldum. Þarna uppi stönzuð- um við lengi fyrir þremur árum og nutum fallegs útsýnis yfir borg og byggð I glampandi sólskini. Og enn er haldið i gegnum blómlegar byggöir, með klettaborgir að bak- grunni, og nú sjáum við loks hinn margrómaða Lóreleiklett, og ósjálfrátt kemur manni I hug söngurinn gamli: ,,Ég veit ekki af hvers konar völdum, svo viknandi _ág er —Þaðeru þó alltaf stöku staðir i veröldinni, sem viö norðan af Islandi könnumst við. En áfram er haldið á ókunnum slóðum með hina miklu Rin á hægri hönd. Senn liður að kvöldi, og ljósin i bæjum og byggðum byrja að tendrast. Það er hljótt I bílnum i kringum mann, svo að gott er að halla sér aftur á bak i sætinu og kannski að gleyma sér svolitla stund. Þegar aldimmt er orðið, vekja athygli uppljómaðir blettir i hliðunum, sem bera við kvöldhimininn. Þetta eru smáþorp, og bæir, og kannski gamlir herragarðar. Hugurinn reikar til löngu liðins tíma þegar þarna bjuggu e.t.v. voldugir lénsherrar með fjölmennt þjónalið, sem hafði mikið annriki á stórum heimilum. En nú duga ekki lengur neinir draumórar, þvl blllinn fer niður brekku mikla og sjálf Heidelberg er I sjónmáli. Von bráðar var numið staðar við reisulegt hótel,, þar sem biðu okkar hlýleg herbergi og góðar viðtökur. Hafi einhver verið þreyttur um kvöldið eða niöurdreginn eftir langa ökuferö, var það horfið við morgunverð- arborðið, þegar borið var inn ilm- andi kaffið. Ekki versnaöi þegar út var komið. Nú hellti morgunsólkin geislum sinum yfir borg og byggð, öll ský horfin. Til hægri þegar komið var út, blasti við manni „höllin”, sem svo er nefnd. Það er stór og mikil miðaldabygging, sem að visu er mikið úr sér gengin, en gnæfir þó tilkomumikil þarna hátt uppi I hlíðinni fyrir ofan borgina. Þangað upp er ferðinni heitið af flestum okkar. Það ætlaði að ganga brösótt að finna rétta veg- inn þangað upp, þvi margir gátu komið til greina, en i samfylgd tveggja ungra stúlkna, sem einnig voru á framandi slóðum, komumst við á rétta leið, sem aö vlsu var brött og bugðótt. Þarna uppi var útsýni yfir mikiö af borginni og umhverfi hennar. Stórhýsi, trjágarðar, turnar og torg blöstu við okkur, og margt af þvi frá löngu liðnum tlma. Við dvöldum þarna uppi drjúga stund innan um leifar af múrum, listrænum dyrum og listaverk, sem stóðu þarna til minningar um forna frægð. Heitt var I veðri, svo að maður varð að smátlna af sér spjarirnar, og um leið og leggja skyldi af staö niður, var gott að staldra við á Isbarnum. En I því kom farar- stjórinn okkar, Jón Bergsson, og spyr m.a.: Eruð þiö búin að sjá Ámuna? Ha, ámuna? Já, stóru víntunnuna. Nei, við höfum enga víntunnu séð. Hann tók okkur þá með i vesturhorn hallarinnar og þar niður alllangan stiga. Komum við þá niður I rúmgott herbergi með tveimur langborðum, en bak við annað þeirra var afgreiðslustúlka, er tók við inngangseyri, sem var 3 mörk en á boröinu var raðað íitlum vinglösum, og fékk maður eitt þeirra fyllt af hvítvíni sem aðgangskort að vistarveru vin- tunnunnar. En nú var að snúa sér aö ferllkinu sjálfu. Hér gaf á að lita þvi áman tekur u.þ.b. eins marga lítra vins og ibúar okkar lands eru margir. Þarna voru stigar bæði upp og niður, svo að hægt væri að skoða gripinn i krók og kring, og var að sjá, að margir kæmu þeirra erinda. Upp úr hádeginu stigum við sæl og mett upp I þann græna okkar i 30 gr. hita, svo að ekki var laust við, að sumir færu aö strjúka skallann, þegar setið hafði verið i bílnum um hríð. En billinn þaut áfram til Freiborgar, sem átti að vera eins konar miðstöð næstu tvo sólarhringana. Upp úr kl. 18 lentum við i hinni fögru Freiburg. Nú kom það sér verulega vel, að hér var góð aðstaða til að skola af sér svitann, og var það eitt fyrsta skylduverk allra. Já, mikið getur einn Islendingur annars svitnað, þegar komið er út fyrir landstein- ana. Næsti dagur var 14. ágúst, og mun hann verða okkur eftir- minnilegur, og það af góöum og gildum ástæðum. Til feröalags okkar á þessum slóðum var aðal- lega stofnað af þvl, að hér bjuggu vinir i nágrenninu, sem buðu okkur að koma, og væntu þess að við kæmum. En þannig var það i pottinn búið, að I fyrrasumar kom I heimsókn til okkar lúörasveit frá Nieder-Rimsingen i Svörtuskógum. Sólskin var og fegurð yfir öllu, þegar við lögöum upp i þessa heimsókn. Víðáttumiklar vinekrur blöstu við i lágum hliðum á hægri hönd, en voldugir skógar handan engisins á vinstri. Loks beygðum við upp á brattan veg, inn á milli tveggja stórra vínekra. Klasarnir nærri strukust við rúöurnar. Vafasamt var, að sá græni okkar hefði sig upp i einni beygjunni. En hann hafði það samt, og innan stundar höfnuðum við i hópi vina, sem fögnuðu okkur með hlýlegum orðum, og smáskenk af hvitvini, þvi nú vorum við stödd i hópi vinbænda. Að móttökuathöfn þessari lokinni gekk allur skarinn upp i fagra skógarhliö þarna nálægt, og lékum við þar tvö lög fyrir sjónvarpið. Nokkru seinna var lagt af stað I ferðalag upp til fjalla, og þar á hinu myndarlega veitingahúsi, Feltberg, þágum viö rlkulegt hádegisverðarboö þeirra frá Niederrimsigen. Eftir matarhlé I lengra lagi, þvi notalegt var aö vera þarna, var loks lagt af stað til bæjarins. En um það bil miðleiðis tók sá græni okkar allt i einu upp á þvi að leka ollunni, og truflaði þetta talsvert hátlðahöldin, sem vel voru komin HEUrnR HELimR HEYÞYRLUR 2ja og 4ra stjörnu HFHAMAR véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.