Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 51

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 51
JÓLABLAÐ 1974 „Skuggaleg lygi”, „hörmulegar afleiðingar”, segir Benedikt Gislason frá Hofteigi, er löngum hefur farið sinar eigin götur i söguskýringum og öllum ályktun- um. Hann hefur löngum haldið þvi fram, að hér á landi hafi verið irskt samfélag, áður en norrænir landnemar komu hing- að, miklu viðameira og stærra i sniðum en sagnir þær um Papa, sem varðveittar eru i fornritum, gefa i skyn. Hér ræðir hann um öræfasveit, sem forðum hét Litla-Hérað, telur Ingólfshöfða hafa að fornu þeitið Eyrarhorn, og ætlar, að Ingólfur hafi raunar heitið Álfur eða Úlfur, en bætt forskeyti framan við nafn sitt til þess að tengja sig frægu konunga- kyni. Morsárjökull i öræfum — þessar grein Benedikts frá Hofteigi. náma getur hans, og þess, er þar byggði, að hennar frásagnar- hætti. En það er um 1030, sem Bjarni á Hofi Broddhelgason gift- ir Höllu, dóttur sina, að Rauða- læk. Ókunnugt er, hvað bóndinn hét, en dóttur áttu þau, sem Guð- riBur hét. Þá bjó á Kálfafelli i Fljótshverfi Flosi, sonur Kára Sölmundarsonar og Hildigunnar, og er hér tekiö mark á Njálssögu. Hann á son, sem Kolbeinn heitir, sem vænta mátti af þeirri ætt. Njálssaga segir, að hann hafi ver- ið einn hverr ágætastur maður i þeirri ætt. Kolbeinn kvænist Guð- riði á Rauðalæk, og þar búa þau. Kolbeinn varð lögsögumaður 1066 og hefur þá enn ekki verið þritug- ur að aldri, en hann varð skamm- lifur og dó 1072. Þá eru börn hans ung, Guðrún, Flosi og Halla og fleiri. Kolbeinn er grafinn að Rauða- læk, og timinn liður. Guðrún gift- ist Sæmundi fróða um 1080. Flosi kvæntist Guðrúnu Þórisdóttur frá Hofi i Vopnafirði, stjúpdóttur Gissurar biskups. Halla tekur ættaróðalið á Kálfafelli, og fátt segir af henni, utan það helzt, að er móðir hennar hefur verið öll á Rauöalæk, lætur hún grafa föður sinn upp og flytja að Kálfafelli. Fólkið er yfirbragðsmikið i sög- unni, og Guðrún og Flosi, Kol- beins börn, ættfeður allra Is- lendinga. Halla kemur fram i máldögum Kálfafells að gjöfum til kirkjunnar, og ég tel vist, aö hún hafi verið móðurmóðir Höllu, móður Þorláks biskups helga, og kemur upp um strákinn Tuma, Pál biskup, að hafa skrifað Þor- lákssögu, þar sem hann, mót venju, sneyðir hjá að segja frá ætt Þorláks, en þau hafa þá veriö þremenningar, foreldrar hans, Jón Loftsson og Ragnheiður, systir Þorláks, og Páli hefur ekki getizt að þvi að vera að taka það fram, hversu mjög hann var i meinum getinn, sjálfur biskupinn ! Nóg var, sem allir vissu, að hann var hórgetinn. — Landnáma telur öðru visi ættina. Saga Litla-Héraðs er svo saga Svinfellinga til 1270 sem áður sagði. Heimildirnar um byggðar- lagið koma nú fram i máldögum kirknanna, og eftir að Staðamál- um lauk um 1300, er kirkju- skipanin föst i landslögum og máldagarnir fastákveðnir. Það er ekki fyrr en 1343, að þeir eru gjörðir I heild i Litla-Héraði. Þá eru kirkjustaðir fjórir, og er fyrst talin Breiöá, þar sem Kári Sölmundarson bjó. Hún á heima- land allt, en samt er sagt, að presturinn taki 1 hndr. á lands- vfsu, en eftir staðamál bjuggu prestar á þeim stöðum, sem kirkjan átti alla, svo það litur út fyrir, að máldaginn sé eldri en frá 1343, eða eitthvað afbrigðilegt sé um þennan stað. Breiðá fylgja tveir bæir og bænhús á báðum og gelst eftir þjónustu hvors, 6 aur- ar, þ.e. 36 álnir, en ærin loðin og lembd er 20 álnir. En nú er að geta þess, sem er einkennilegt um þessa byggð, að á hverjum stað (bæ) eru margir æbir eða býli. Þetta er upphafs- byggðasaga á Islandi, áður en hér komu vikingar i ránum, og svo er enn i Litla-Héraði. Þar eru marg- ir.bæir á hverjum staö, þó gleggst sé það nú á timum um Hof og Hnappavelli, og gefur þetta skýringu á tiðindasögu, er siðar var sögð úr Héraðinu. Næst eru Hnappavellir. Þar er bændakirkja, sem ekki á nema fjóröung i heimalandi. Hún á skógarltök i Breiðárlandi. Hóla- land og Kvisker og 12 ungneyta- rekstur i Hrútafell. Þangað liggja 4 bæir og eru 3 bænhús og takast 6 aurar af hverju (þ.e. 36 álnir), en presturinn tekur 4 merkur. Það er alls 192 álnir eða 9 ær og 12 álnir að auki. Hnappavallakirkja á enga jörð. Næst er Hof. Þar er enn bænda- kirkja, sem á helming i landi, en hún á I löndum Skaftafell hálft, Sandhöfða hálfan, Svinanes hálft og Svinafell hálft. Svo á hún itök i veiði og rekum, og þar á meðal 50 hesta beit i Krossholtsland öllum vinnuhestum um helgar, stendur þar, og svo á að reiða kýrfóður til Hofs frá þessum bæ. Kirkjan er rik aö búnaði, og tel ég sumt af þvi siðar. Þangað liggja 2 bæir að tiundum, og eru bænhús á báðum. Hér sér maður merkilegt veldi á litlum kirkjustað, og af ýmsu, er segir siðar, sést það, að hingað er komin kirkjan frá Eyrarhorni. En hún er aldrei talin i neinum prestagjörningum né á biskups- feröalögum. Fjórða kirkjan er svo Rauða- lækur. Hann ber yfir alla hina kirkjustaðina. Nú er það eins og áður, að kirkjan á heimalandið, og nú er þetta kirkjustaður, og skulu vera 2 prestar. Nú er þetta aö miklu leyti sami máldagi og áður. Nokkuð hefur bætzt við eöa er skýrar framtekið. Kirkjan á 3 hluti i Ingólfshöfða sem áður, en Eyrarhorn 2, en hún á allt fugla- bergið, engjarnar i Gegnishólum, sem eflaust er bær, Hólar gegnt Hólum. Annan i Háey, fyrir aust- an götu, þriðja i Litluey, fjórða i Kerlingarey á móti við Nesmenn og Steinhyltinga (Nesmenn eru Lauganesmenn), Kolluhvalsey og alla Starkaðarhólma. Hún á skóga alla, sem eru út frá Sauða- bólsskógi til Möðruhóla og allar tungur yfir Sandbólsskógi til þeirra, er Skammsstöðum fylgja. Annan skógarteig á hún inn á dal, á Hestvelli, frá skriðu hinni miklu til Rauðuhella. Allt annað á kirkj- an, sem áður, i rekum og osttoll- um og itökum i annarra lönd, og áhöfn slika sem áður, en i viðbót á hún nú 1. hndr. á landsvisu i gæs- um, en það veit enginn á Islandi, hvað lagt var i hndr. af gæsum. Þar að auki er talið sáld korns i jöröu, svo þarna er kornrækt. Búnaður er sem fyr, vel fyrir þjónustuna. Þangað liggja 10 bæir að tiundum og lýsistollum, utan af Sandfelli og Jökulsfelli, þar eru hálfkirkjur, og tekst i þjónustu 1. hndr. af Sandfelli, en 12 aurar af Jökulsfelli. Bænhús eru þrjú og takast að venju 6 aurar i þjón- ustulaun af hverju. Þessi þjón- ustulaun Rauðlækjarprests eru samtals 13 ær og 4 álnum betur. 4 hndr. á hún I bókum. Hér er það ljóst, að um hinn mesta stórstað er að ræða, en Svinafell er litils virði, þar sem það er hálft orðið Hofskirkjueign. — Náttúrlega segir þetta það, að bóndinn á Hofi er Svinfellingur og lætur kirkju sina eiga sinn hlut I Svinafelli. Það var meinlaust upp á eignar- rétt að gera, en ofan á prestinn verðurhann aðhalda djákna, þótt sóknin sé litil. Hér er búið að telja marga bæi. Breiðá og tvo bæi, Hnappavelli og 4 bæi, Hof og tvo bæi og Rauðalæk og 10 bæi. Alls eru þetta 22 bæir, og komin eru fram mörg bæja- nöfn. Breiðá fylgja liklega Fjall og Kvisker. Hnappavöllum lik- lega Steinsholt, sennilega nú Fagurhólsmýri, Hólar og Gegnis- hólar og Lauganes, en Hofi Krossholt og Eyrarhorn, en Rauðalæk Sandfell, Svinafell, Svinanes, Skaftafell, Jökulsfell, Möðruhólar, Sauðaból, Skamms- staðir, Bakki, Hlaðnaholt. Ekki er þó hægt að ábyrgjast, að Sauða- ból og Möðruhólar séu bæjarnöfn, en Hestvellir inni á dalnum gætu verið bæir. 1 járðabók Isleifs sýslumanns Einarssonar 1708 er enn nokkur staðfesting á þessum bæjarnöfn- um, þótt nú sjáist, að margt hefur breytzt i timans rás og ný bæja- nöfn komin til sögunnar, og aftur út úr sögunni, og nú sjáist að jökulkrumlurnar á Litla-Héraði eru ekki ýkja fjarlæg saga, og enn sem óðast að verki, þar sem hann situr á einu dýrasta býli landsins, Felli i Suðursveit, næst við Litla- Hérað. En þar sá ég yztu tóftina á túninu við jökulröndina 1922, og býlið af-lagt, þó ekki fyrr en á 19. öld. Eftir 1400 fer að gróa upp úr sandinum og landgæði verða mikil, ný byggð og ný bæjanöfn komu til sögunnar allviða. Svo eru kannski á hverjum bæ 3, 4, eöa 5 býli og verða býli þá yfir 100, og Héraðsnafnið að verða réttnefni, þótt litla verði þvi að kenninafni. Nú segir frá þvi i annálum, að Hekla gaus 1341 með fádæmum, og verður hér ekki rakið, en i áframhaldi af þeim ótiðindum segir: „Annar eldur var uppi i Hnappavallajökli, hinn þriðji i Herðubreið yfir Fljótsdals- héraði.” Ef þessir máldagar, sem ég hef hér rætt um, eru rétt árfærðir 1341, hefur þessi eldur i Hnappa- vallajökli ekki gjört Héraðinu teljandi skaða, og hlaut hann þó að vaída flóðum, ef hann var i jökli. En hann gat verið annars staðar I fjallinu, og þá ekki valdið flóöum. En það er árið 1362, þá taka annálarnir enn til máls um eldganginn á Islandi. Margir annálar geta um tiðindin. 1 annál þeim, sem kenndur er við Hóla, tekur upp úr eldri annálum sögu svo: „Eldsuppkoma i þrem stöð- um á Islandi. 1 Austfjörðum sprakk i sundur Knappafells- jökull og hljóp ofan á Lóma- gnúpssand, svo að af tók vegu alla. A sú i Austfjörðum, er heitir Olfarsá, hljóp á stað þann, er heitir að Rauðalæk, og braut nið- ur allan staðinn, svo að ekki stóð hús eftir nema kirkjan.” Annáll fæðir af sé annál, og segir einn: „Eldsuppkoma i Litla-Héraði, og eyddi allt héraðið, höfðu þar áður verið70 bæir, lifði engin kvik kind eftir nema öldruð kona og kapall.” Jón Prestur Egilsson, sem um atburðinn ritar um 1600, segir: „Sögn og ræða manna, að á timum þessara 3 siðustu biskupa, 1316-1348, hafi það skeð, að jökull- inn hljóp austur i Oræfum og tekið af á einum morgni og i einu flóði 40 bæi, en 8 hafi eftir staðið, sem nú standa, og þar komst enginn undan, utan presturinn og djákn- inn á Rauðalæk — það er nú eyði- jörð fram undan Sandfelli, og kirkjan stóð þar um allt flóð, og var þó ekki gjörð utan af tré.” Enn er það úr annál að hafa, „að tók af tvær kirkjusóknir að Hofi og Rauðalæk. Sandurinn tók i miðjan legg á sléttu, en rak sam- an I skafla, svo að varla sá hús- in.” Þar er sennilega allt komið, sem gerzt hefur i þessum heljar- hamförum. Héraðið eyðist, bæði fyrir vatnagang og sandfall, og meiru þarf ekki að trúa. Hinn mikli staður, Rauðalækur, var úr sögunni. Hann eyðist fyrir vatna- gangi, og bæirnir, sem eyðast fyr- ir vatnagang, liggja vestan-við fjallið. Hinir, sem liggja austan við, það eyðast sennilega fyrir ösku og byggjast ekki langa stund. Ain heitir úlfarsá. Það er norrænt nafn, og manni dettur i hug, að svo heiti dalurinn úlfars- dalur, en það er nú Morsá og Morsárdalur. Það nafn sannar at- burðina, þvi Morsá þýðir Dauðaá. Morsárdalur — Dauöaárdalur. Og hét hann Úlfur, sem kom við Eyrahorn, endur fyrir löngu. og dvaldist i dalnum þann tima, sem hann stóð við á þessum slóðum? Það má alltaf spyrja, en það get- ur brostið svörin. Að eyða Hofs- sókninni er ekki mikið, tveimur bæjum, kannski þó 10 býlum, þ.e. Krossholti og Eyrarhorni, en það er nokkurn veginn vist, að það tekur af alla bæi um stundarsak- ir. Nú fréttist ekkert úr Litla- Héraði eftir þessi ósköp, sem á Ingólfshöföi, sem Benedikt Gislason telur, aö foröum hafi heitiö Eyrar- horn og veriö vesturmark þess hafsvæöis, sem nefndist Hornafjöröur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.