Tíminn - 24.12.1974, Side 52

Tíminn - 24.12.1974, Side 52
52 TIMINN JÓLABLAÐ 1974 höfðu dunið, og ekki er við- réttingarinnar von fyrir manna tilverknað. Náttúran færir sjálf til betri vegar, og 1387 er kominn kirkjustaður á Hofi. Mikael Skál- holtsbiskup heimsækir þessa kirkju og lætur rita máldaga hennar. Enn er Hofskirkja bændakirkja, sem á helming I landi, eins og áður, inn að Kotá, sem fellur fyrir innan Kúabakka og sjónhending upp i þaö gljúfur við neðanvert fjallið, sem sú sama á fellur úr, og upp i mitt Rótafjall á móts við Sandfells- menn. Hof á land austur að gljúfri þvi, sem Gljúfursá fellur úr og I Hamraenda, og siöan óslitið út aö Ingólfshöfða, Ingólfshöfða allan að fráteknum tveim hlutum fugl- bergs, sem eignaður var annar kirkjunni að Eyrarhorni, þriðji kirkjunni að Rauðalæk. Hof á all- an reka frá Salthöfðafjöru og út að Ingólfshöfða. Orknadráp i milli Lambeyja og til þess gras ber hæst I Súlufell, 15 hrossa beit á Kviármýri um sumar, fyrir ut- an löghelgar, frá Krossholti ligg- ur kýrfóður til Hofs og ábyrgist að öllu. Eldiviðartak og kolagjörð i Skaftafellsheiði. Fylgja öll þessi gæöi einn veg kirkjuhluta sem eignarhluta að Hofi. Þessar á kirkjan jarðir: Fjall um 9. hndr. fjöru, hálft Skaftafell, Svinanes hálft og helming allra þeirra fjara, sem liggja til Jökulsfells. Búnaður kirkjunnar er allur fátæklegri en áður, og á prestinn er ekki minnzt, en til kirkjunnar liggja aðeins 4 bæir. Það er öll byggöin i Litla-Héraöi þetta ár, 1387. Hér sést, að sumt er komið i Hof, sem áður fylgdi Rauðalæk, einsog Ingólfshöfði. Hverjir þess- ir 4 bæir eru, verður ekki gizkað á. Sandfell er einn og nú heitir Skaftafellsheiði. Þar er liklega ekki bær, og Krossholt á aö gjalda sina töðu. Máldaginn er um Hof i Litla-Héraði, svo ekkert öræfa- nafn er komið á sveitina þetta ár. Og þarna er undarlegt örnefni, Súlufell.Það er býsna gott nafn á þvi mikla fjalli, sem við nú köll- um Oræfajökul. En þetta stendur vist ekki lengi. Hof fer aftur af. Aðeins 10 áruin seinna, 1397, gjör- ir Vilchin Skálholtsbiskup mál- daga fyrir allar kirkjur i Skál- holtsbiskupsdæmi. Hann númer- ar þær allar, frá 1 til 297, og Lómagnúpur (Núpsstaður nú) er Svartifoss við Skaftafell f öræfum — eitt af náttúruundrum sveitarinnar. jarðir, sem fara I eyði fyrir sand, byggjast aftur með tiö og tima, hinar, sem flóðið tekur af, byggj- ast aldrei aftur. Það er glöggt um Rauðalæk. Eyrarhorn er liklega i tölu slikra jarða, Hólarnir og Lauganes, en þeir bæir eru allir við sjó. Ekkert af þessum jörðum byggist aftur. Skammstaði tekur jökullinn, þvi að þeir eru út með Skaftafellsfjöllum, fjallahliðinni norðan við Morsárdal. Þaö sem gefur bendingu um, hvar Rauðalækur hafi staðið er einkum tvennt. 1 fyrsta lagi, að máldaginn segir, að þaðan sé þjónað tveimur hálfkirkjum i Sandfelli og Jökulsfelli. Það á að greiöa 1 hndr., sama sem 120 áln- ir, fyrir þjónustu i Sandfelli, en 12 aura, 72 álnir, fyrir þjónustu I Jökulsfelli. Þetta er mikill mun- ur, og ég tel, að hann komi fyrst og fremst af þvi, að presturinn eigi lengri leið i Sandfell en Jökul- fell. Þjónustumunur gat tæpast veriö mikill á kirkjunum. Báðar jaröirnar hafa veriö stórbýli, og ekki likur á minna býli i Jökuls- felli, heldur jafnvel þvert á móti. Þegar misjöfn eru þjónustugjöld kirkna, sýnist þar ráða mestu vegalengdir. Allviðast eru greiddir 6 aurar fyrir þjónustu bænhúsa, þ.e. 36 álnir. Allviða sést, aö goldnar eru tvær merkur, 96 álnir fyrir þjónustu hálfkirkna, en það er greitt 24 álnum betur að þjóna Sandfelli frá Rauðalæk, 24 álnum minna að þjóna Jökuls- felli. Hér held ég, að það sé vega- lengdin, sem veldur. Ég held þvi, að Rauðalækur hafi staðið i mynni Morsárdals, norövestur af Skaftafelli. I öðru lagi er það, að örnefnið Bæjarstaður held ég komi á staöinn, þar sem bærinn mikli stóö. Það mun nú týnt, hvar hét Bæjarstaður, en það er enn til Bæjarstaðarskógur, sem eflaust fær nafn af þvi að vera nærri bæjarstað. Sá skógur stendur skammt frá Jökulsfelli, að þvi að menn telja nú. Þessi skógur er liklega Sauðabólsskógur, sem nefndur er i máldaganum, og þar — Ljósmynd: Snorri Snorrason. gat hafa staðið býlið Sauðaból, en Jökulsfell inni I dalnum, sem seg- ir um skógaritak Rauðalækjar. Rauðalækur á ekki Sauðabóls- skóg, heldur tungurnar yfir skóginum, út að Möðruhólum. Bæirnir, sem þarna hafa staöið með Skaftafellsfjöllunum, hafa verið fögur býli, og flóðið gat varla unnið þeim tjón. Þó byggist enginn þeirra aftur, og minnsta kosti Skammastaðir hafa farið undir jökul. Frekar er ekki um þetta að ræða. En þá er að vikja að Hofskirkju 1343. Hún er auöug að vönduöum kirkjugripum, og það vekur fyrst athygli, að hún er helguö Klem- ensi, það er, held ég, engin önnur kirkja I landinu. En annað altarið I Viðeyjarkirkju á klausturtið er helgað mörgum dýrlingum, þar á meöal Klemensi. Klemens var páfi og leið pislarvættisdauða um ár 100. Honum var drekkt með akkeri bundið um háls. Siðan varð hann helgur maður, og á hann heitið I sæförum. Margar kirkjur á Islandi hefðu þurft á slikum dýrlingum að halda, en nefna ekki hans nafn. Ég geri ráð fyrir þvi, að þetta hafi Hofskirkja fengið frá Eyrar- horni, og það eru líkindivá þvi, aö þær kirkjur séu elztar, sem helgaöar eru hinum elztu dýrling- um, eins og Klemensi og Sixtus páfa, Kolfreyjustaðarkirkja. Dálitið skylt þessu er það, að Hofskirkja á sólarstein. Það er næsta merkilegur hlutur. Frá þvi segir I ölafssögu helga I Flat- eyjarbók, að Ólafur spuröi Sigurð biskup um timamark. Tók þá biskup sólarstein, en það er hans náttúra að sýna sólina, þótt þykk- viðri sé. Ef til vill er þetta sami steinninn, sem kallaöur er leiðar- steinn I alfræðibókum og tiðkast haföi til siglinga á vikingatima. Frá Eyrarhorni hefur verið út- ræði. Þeir heita á sinn Klemens og nota sinn sólarstein, er þeir róa út I Austfjarðaþokuna. Þetta er auðvitað allt fyrir daga skip- anna, sem þarna komu, 874, samanber Hornafjörður, og af Það er nú, sem öræfanafniö kemur i Litla-Hérað. Þetta ósanna, ónotandi nafn á eitt af fegurstu héruðum landsins og al- sérkennilegasta. Enn sigrar náttúran. Jón prest- ur Egilsson segir um 1600 bæina 8, og kirkjan er þá komin i Sandfell. Bæirnir eru eflaust Skaftafell, Svinafell, Sandfell, Hof, Fagur- hólsmýri, Hnappavellir, Kvisker og Breiðá, og eins og fyrri mörg býli á sumum bæjum. Ég tel hér Breiðá. Sú jörð hefur komizt úr öskunni I byggð fljótlega, og 1525 selur ögmundur biskup Pálsson hana Asgrimi Asgrímssyni. Það er rannsakað 1587, hvort salan sé lögleg. Þá býr á Breiðá Mikill Is- leifsson, svo jörðin er i byggð fram á 17. öld. 237. kirkjustaöurinn. Næsti, 238., er Breiðabólstaöur i Fellshverfi. Það er engin kirkja I Litla- Héraði. Sandfok hefur sýnilega eytt sveitina, en ekki deyr allt kvikt, þvi að sagt er um Lóma- gnúp, aö Gyrðir Skálholtsbiskup hafi lagt kirkjunni til 12 ær og kú frá Jökulsfelli og frá Seljalandi, sem er I Fljótshverfi, 18 ær. En Gyrðir var ekki biskup I Skálholti 1362. Hann fór þaðan 1360, og gæti skakkað um ártal, er voðinn varð, eða biskupinn rangnefndur. Þaö var reyndar biskupslaust I Skál- holti 1362. Það er eflaust Þórarinn biskup Sigurðsson, sem þetta ger- ir, eftir öskufall, en hafi Gyrðir biskup gert þaö fyrir 1360, sýnir það aöeins, hvaö Jökulsfell hefur þá veriö ríkur staður, er frá hon- um mátti leggja öðrum kirkju- stað. En hvar stóð Rauðilækur? Jón prestur Egilsson segir, að hann hafi staðið fram undan Sandfelli, og þá þar, sem Skeiðará rennur nú. Þetta er eflaust ekki rétt. Það erótvirættaðáin, Olfarsá, kemur ofan dalinn, sem nú er kallaður Morsárdalur. Þar ofan kemur flóðið, og i stefnu fyrir þvi er Rauðalækur. Það er ekki liklegt, að á öðrum bæjum hafi orðið manntjón. Auðvelt er að bjarga sér undan flóði innan úr Morsár- dal af öllum bæjum, sem nú standa viö vesturhlíð öræfajökuls og að austan verðu, þar sem standa Hnappavellir, Kvisker og Breiðá, virðist ekkert hlaup hafa komið. Það er öskufallið, sem eyðileggur byggðina frekar en Séð inn I Morsárdal I öræfum. flóðið, að þvi að helzt má álykta. Þetta virðist glöggt af þvi, að þær

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.