Tíminn - 24.12.1974, Síða 58

Tíminn - 24.12.1974, Síða 58
58 TÍMINN JoLABLAÐ 1974 Einn af smánarblettun- um á Vestur-Evrópu- þjóöum, sem stæra sig af mannúð og réttsýni, er meðferðin á Sígaununum — óvildin, sem á þá er lögð, hleypidómarnir, sem þeim eru tengdir, miskunnarleysið við þá. Þessi frásaga f jallar um kunnustu Sígauna- konuna, sem nú er uppi í Noregi. DROTTNING NORSKRA ÞJÓÐVEGA „Ég er hreykin af þvl aö vera Slgauni. Aöeins einu sinni á ævinni hefur hent mig aö óska þess aö vera eitthvaö annað — aö- eins einu sinni. Þetta er jafnsatt og ég sit hér”. Þannig farast Sigauna- drottningunni, Mariu Lóvíniu Oliversen, orö. Hún er nú áttatlu og eins árs, yngsta dóttir Sígaunakonungsins Stóra-Jó- hanns. Enn er glampi i brúnum augum gömlu konunnar, en hárið, sem eitt sinn var harfnsvart og hrokkiö, er orðiö snjóhvitt og rytjulegt. Dálitill roði er enn i kinnunum, og fjóra eða fimm breiða gullhringi er hún með á fingrunum. Aðeins einu sinni, sagði hún. Og svo bætir hún við: Þó að ég verði hundrað ára gömul, mun ég aldrei gleyja hlýju vorkvöldi, sem ég lifði rétt utan við Lifangur. Það var árið 1921, og við höfðum farið fram og aftur um byggðirnar í Þrændalöndum I marga mánuði. Þarna vorum við saman, ég og maðurinn minn, Oliver, og börn okkar þrjú — Marta Ulrikka sjö ára, og tviburarnir Jenný Emilia og Hulda Karlotta um það bil fimm mánaöa. Viö tjölduðum á grænni flöt þetta kvöld. Við sáum reyki stiga i logni I Lifangri, þar sem þeir voru að brenna rusli. Við átt- um þá jarpan graöhest, og nú stóð hann bundinn við birkihrislu, semfaufið á var orðið á stærð við músareyra. Viö söfnuðum saman dálitlu af grasi við vegarbrúnina I ból handa okkur, og Oliver var farinn niður að læk til þess að sækja vatn. Ég sat við eldinn, sem við höfðum kveikt, meö Jennýju litlu i fanginu. Þær tvlburasysturnar, hún og Hulda, höfðu fæðzt rétt fyrir jólin, og var meö naumindum, að ég fékk inni aö þvi sinni til þess að ala börnin. Þó að fæðingarhátíö frelsarans væri i vændum, var mér alls staöar neitað um húsa- skjól um kvöldið, þegar ég kenndi min, og það var ekki fyrr en undir morgun, að fátæk þurrabúöar- hjón liknuðu mér. Tveim eða þrem klukkutimum siðar var fyrri tvíburinn fæddur. Ekkert verra gat komið fyrir Sigaunakerlingu en að eiga tvibura. Það er fæstum konum hent að hafa tvö börn á brjósti, en ég var samt svo heppin, að brjóstamjólk nægði þeim báðum fyrstu þrjá mánuði. Þá varö ég að velja á milli, hvora telpuna ég hefði á brjósti og hvorri' ég ætlaði að nærast á flöskumjólk, sem við gátum meö höppum og glöppum fengiö á sveitabæjunum. Við töluðum jafnvel um það, við Oliver, hvort viö ættum að skilja aðra telpuna við okkur. En við urðum sammála um, að við yrö- um að reyna aö halda þeim báö- um. Okkur þótti jafnvænt um þær báðar, og viö máttum ekki hugsa til þess, aö önnur hvor þeirra yröi fengin ókunnugu fólki i hendur. Hulda var stór og þróttmikil eftir aldri, en Jenný var veikbyggðari. Upp á siðkastið hafði hún grátið nótt og dag að kalla. Fyrr um daginn haföi ég fariö hcim á stórbýli með miklar byggingar og falleg akurlönd til þess að biðja um mjólkursopa ættingjarnir hölluðust að þvi, að hann hefði verið 104 ára gamall. Stjóri-Jóhann hlaut nafn sitt af þvi, að hann var óvenjulega há- vaxinn og þrekinn. Ein sagan, sem um hann gekk, var á þá leið, að hann hefði tekið stóran hest — ekki bara grasaö honum, heldur tekiö hann upp. Maria Lóvónla giftist Óliver Óliversen, sem kom úr hinum alþekkta Nýstofuhóp i Þrænda- lögum. Þau eignuðust fjögur börn, en þrjú þeirra dóu. Aðeins einn sonur Slgauna- drottningarinnar er á lifi. Nú er svo komið, að hún hefur fast aðsetur á vetrum þar sem heitir Norðsinni, milli Gjövlkur og Fagraness. En hún bregður sér eitthvað dag hvern, jafnt vet- ur sem sumar. Það er samt ekki lengur hestvagn, sem hún situr I. Fyrir nokkrum áratugum var Sigaunum bannað að nota hesta. Þess vegna á það nú bil, sem flytur Sigaunana byggðarlaga á milli, og hvar sem Jóhann Alexander, sonur Mariu, er á ferð með konu sinni, önnu, situr gamla konan aftur I. María er mjög andvlg þvi, að Sigaunar venzlist fólki, sem hefur fasta búsetu. — Foreldrar minir og allir gömlu Slgaunarnir kunnu þvl illa, þegar fólk af þeirra kynþætti festi ráð sitt i einhverri byggðinni. Það var blóðblöndun, og það hlýzt aldrei neitt gott af blóðblöndum, man ég, að móðir min sagði stundum, segir Maria. Ég er sömu skoðunar — alveg á sama máli. Ég neita þvi að visu ekki, að ég veitdeiliá Sigaunastúlkum, sem hafa gifzt mönnum með fasta búsetu og virðist vegna vel. En mér er samt sem áður ekki að skapi, þegar ungar stúlkur úr okkar hópi koma til min og spyrja mig ráða, af þvl að þær langar til þess að giftast einhverjum bóndanum. Ég tel þær glataðar okkur, er fara þá leiðina. Slgaunar eiga að vera út af fyrir sig, og þeir, sem fasta búsetu hafa, út af fyrir sig. Það held ég sé bezt. Sigaunadrottningin giftist I Melhúsi I Suður-Þrændalögum. Þar voru þau skráð hjón, hún og Oliver, hjá fógetanum. En Sigaunar hefja ekki ævinlega hjónaband með svo formlegum hætti. Þegar brúðhjónin höfðu verið hjá fógetanum, bættu þau lika við þeirri vigslu, sem tiökazt hefur verið um aldaraðir meðal Slgauna. Þá hófst brúðkaups- veizla á grænni flöt, þar sem Sígaunarnir höfðu slegiö tjöldum, samkvæmt eldfornri siövenju, sem erfzt hefur frá kynslóö til kynslóðar. — Áöur en dansinn hófst, segir Slgaunadrottningin, föðmuðust við öliver, eins og Slgauna er háttur, og siöan gengum við hátíðlega þrjá hringi I kringum bálið, sem kveikt haföi veriö, og allir fylgdu okkur eftir með augunum með alvöruþrungnum svip. Frá bálinu héldum við svo út i birkiskóginn og þar gengum við tvisvar kringum faliegustu hrisluna. Þá var siöunum fullnægt. Við vorum óumdeilan- lega saman vlgð. Trúlofun fór aftur á móti fram á ofureinfaldan hátt. En þess eru „Þaö er mér mikil gleði aö hafa, þrátt fyrir allt, veriötil ofurlftils gagns I veröldinni”. gegn borgun. Ég átti fimmtiu aura — það var aleigan þennan maidag. En bóndinn skellti hurðinni á mig. — Helvítis Sigaunahyski! öskraöi hann. Hér færð þö ekki mjólkur- dropa, hvaö marga sveltandi krakkagrislinga, sem þú ert með. — Búróbeng, æpti ég á móti — bóndadjöfull! En ég held að hann hafi ekki heyrt það. Jenny virtist vera að lognast út af i fanginu á mér. Það var ekki ævinlega, aö sú mjólk, sem við iengum keypta hjá stórbændun- um, væri sem bezt, og nú vissi ég, að barnið hafði hræöilegan maga- verk. Magakrampi I ungbörnum er ógnin, sem alltaf vofir yfir Slgaunakonum. Ég get ekki einu sinni gizkað á, hversu mörg börn hafa dáið i búöum okkar af þeim sökum. Nú vorum við orðin hrædd, ég og Oliver, og afréðum að spenna hestinn fyrir vagninn og aka að næsta bæ. Þegar fólkið á þeim bænum vissi, hvernig Jennýju leið, var okkur hleypt inn, og það var sent eftir lækni til Lifangurs. En áður en læknirinn kom, lognaðist barnið út af i fanginu á mér. Viö Oliver létum sem ekkert væri, þar til Marta Ulrikka var sofnuð um kvöldið. Við kveinkuð- um okkur svo við að segja henni, að nú haföi fækkað I fjöl- skyldunni.Við vorum svo fá, og öllum þótti okkur svo vænt hverju um annað. En það var hljótt I tjaldinu við lækinn þessa nótt og dapurleg glóöin, þegar eldurinn kulnaði I rökkri mainæt- urinnar. Við Oliver sátum hlið viö hliö, hölluðum okkur hvort að ööru og grétum. Og þá var það, sem ég óskaði þess, að ég væri bóndakona, og þyrfti ekki að ganga betlandi milli bæja og biðja um dropa af mjólk, sem i ofanálag var hættuleg smábörn- um. En þetta er lika i eina skiptið, sem ég hef óskað þess að vera eitthvað annað en ég er, segir María, Sigaunadrottningin. Það, sem hér hefur verið sagt, er kafli úr bók, sem út kom I Noregi i haust um drottningu norskra þjóðvega, Sigauna- drottninguna, sem kölluð er. Hún hefur frá fyrsta degi lifað flökku- lifi, jafnt í friði, sem ófriði,á krepputlmum, sem á velgengnisárum, og ævinlega átt við að striöa fordóma og óvild búsetufólks og jafnvel beinar ofsóknir á þvi skeiði, er nasistar voru mestu ráðandi. I bókinni lýsir hún blæbrigða- riku lifi slnu frá þeim vordegi, er hún fæddist á Sóleyri og hóf sam- dægurs ævilanga reisu sina um þjóðvegina. Hún var sklrð I litilli byggð I Sviþjóð, og bernsku-' og æskuárin entust henni til þess að sækja heim svo að segja hvert einasta byggðarlag um endi- langan Noreg. Faðir hennar var hinn sögufrægi Sigaunakóngur, Stóri- Jóhann, sem dó i elliheimili á Sóleyri árið 1946. Það var þá að eigin sögn 112 ára gamall, prest- urinn taldi hann vera 108 ára, en

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.