Tíminn - 31.12.1974, Qupperneq 1

Tíminn - 31.12.1974, Qupperneq 1
frtilllilHlflilll lyftarinn kominn Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SIMI (91)19460 262. tölublað — Þriðjudagur 31. des.—58. árgangur. Landvélar hf Skaftá fer hamförum Sandasel í Meðallandi einangrað — hætta á tjóni í AAeðallandi SJ—Reykjavik. Hlaup hófst I Skaftá aöfaranótt sunnudags. Hefur það farið vaxandi og var slðdegis i gær orðið með mestu Skaftárhlaupum, sem orðið hafa siðan 1955. Bærinn Sandasel i Meðallandi einangraðist i gær, og þangað er slmasambandslaust af völdum vatnavaxtanna. Nokkrar skemmdir höfðu orðiö á vegum, en alvariegar skemmdir höföu ekki orðið á nýja hringveginum, — þó var þar 70 sm djúpt vatn á kafla í gærdag. Brúin skammt frá Ásum var einna helzt talin i hættu af brúm á hringveginum, en síð- degis I gær hafði vatnið rifið sig svo út þar, að brúin var ekki I yfirvofandi hættu. Brennisteins- fnyk af hlaupinu lagði þegar á sunnudag langar leiðir, og varð hans vart á Húsavik, Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er ellefta hlaupið af þessu tagi i Skaftá á slöari árum en frá 1970 hafa þau orðið hvert ár. Upptök fyrri hiaupanna tiu hafa verið um 8 kilómetra vestnorðvestur af Grimsvötnum, og trúlega á þetta Skaftárhlaup einnig upptök sin þar. • — Sunnudaginn 4. sept 1955 varð I fyrsta skipti vart við svona hlaup I Skaftá, sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur i gær. — Það var alveg eins og núna. Fyrst barst fréttin frá Húsavik. Þar fannst brennisteinsfýla, og Húsvikingar töldu að hún væri svo megn, að hún hlyti að stafa af í gær blöktu fánar i hálfa stöng um land allt vegna útfarar þeirra, sem létu lifið i snjóflóðunum á Neskaupstað. Frá útförinni segir á bls. 3. T eldsumbrotum. Svo fannst hún i Eyjafirði og Bárðardal. Við fór- um og athugðum þetta. Þá hafði myndazt heilmikið sig I jöklinum og vatnið hlaupið undan, og það hefur siðan orðið æ ofan i æ. • — Hlaupin hafa verið misjöfn, og á sunnudaginn leit út fyrir aö þetta gæti orðið það mesta. — Ég ætlaði að fljúga yfir Grimsvatna- svæðið á sunnudag og I dag, en þaö hefur ekki verið fært, sagði Sigurður Þórarinsson I gær. Böðvar Kristjánsson i Skaftár- dal sagði siðdegis I gær, að hlaup- ið hefði farið heldur vaxandi og frá bænum Hvammi, sem er handan árinnar, þ.e. vestan meg- in og neðar en Skaftárdalur, hafði hann þær fréttir að flóöið væri orðið æði mikið. — Hlaupið kom óvanalega snarpt, sagöi Böövar. Það voru engin merki þess kl. 12 aðfaranótt sunnudags, en um morguninn var það I fullum gangi. — Hlaupið 1972 um sumarið var meira en þetta, enn sem kom- ið er, en þetta er með meiri hlaupunum. • — Það er orðið ófært hingað, sagði Böðvar, það verður það alltaf I Skaftárhlaupum. — Við eigum erfitt með að lýsa þessu þvi það sézt illa fyrir rign- ingu og þoku. • — Þetta er orðið með stærstu Skaftárhlaupum, og fer vaxandi, sagði Sæmundur Björnsson I Múla I gær. — Og hætta er orðin á skemmdum af völdum þess, þótt þær hafi ekki orðið alvarlegar enn. Vatnið fer nærri brúm á gamla þjóðveginum og yfir uppfyllingar á milli þeirra. Tómas Gislason á Melhóli i Meðallandi sagði siðdegis i gær, að hlaupið flæmdist yfir allt, en Kúðafljót hefði verið á is og mikill snjór. Sauðfé á bæjunum Melhóli og Sandaseli, sem nú er einangr- að, var i gær flutt frá fjárhúsun- um og nær bæjunum, sem standa hærra. Var þetta gert af öryggis- ástæðum. — Varnargarðarnir bjarga ennþá miklu, sagði Tómas, en fyrir neðan þá flæmist vatnið austur yfir. Um fjögurleytið i gær höfðu enn ekki orðið verulegar skemmdir á vegum i Meðallandi, en hlaupið var þá aö komast að aðalveginum gegnum sveitina. — Þetta hagar sér likt og hin stærri hlaup, sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður, þegar við náðum tali af honum um hálfsex- leytiö i gærkvöldi, en þá var hann nýkominn til Oddsteins I Hvammi, sem mælir fyrir Sigur- jón i Skaftárdal. Og voru þeir að bera saman bækur sinar. — Hlaupið hefur hækkað örlitið hér i dag, jafnt og þétt, en til þess að gera litið sagði Sigurjón. Niður við Ásaeldvatn er töluvert mikið vatn, en það hefur orðiö meira þar niður frá. Það fór mjög hátt á sunnudagskvöld og lokaði vegin- um, en það var eingöngu fyrir það, hve mikill is var i farvegin- um. Nú er isinn óðum að brotna, lyftast upp og fljóta fram, þannig að á köflum rennur áin alveg óhindruð. Þá er hægt að fara að átta sig á rennslinu. Vegurinn lokaðist austan við Flögu en varð aftur fær fyrir hádegi á mánudag. 70 sm kyrr- stætt vatn var á veginum og jakar, Framhald á 5. siðu. t gær viöraðl ekki til myndatöku eystra, en þessa loftmynd tók Gunnar V. Andrésson Ijósmyndari Timans af Skaftárhlaupinu 1972. ... ., ,, , ípirA, .skipbrots moTutas/cyli, örin sýnir Sandasel, sem einangraöist i gær, þegar vatnsflaumurinn rauf simalinur til bæjarins. Bryggjan á Flat- eyri að sökkva? Hefur sigið um allt að hálfum metra á 30 metra kafla BH-Reykjavik. — A Flateyri brá stálþili að framanverðu. Sáu steypti kanturinn brotnað frá mönnum allmjög I brún, er þeir menn, að hafskipabryggjan hafði þekjunni og uppfyllingin undir komu niöur á bryggju i gær- sigið á 25-30 metra kafla, mest um þekjunni horfin á stóru svæði. morgun, en þar er ný hafskipa- hálfan metra. Hafði stálþilið Stór krani er þarna á bryggjunni bryggja með steyptum kanti, og sprungið út og gliðnað I sundur, Framhald á 5. siöu. Tíminn óskar landsmönnum öllum órs og friðar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.