Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 4
4 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR ÚTBOÐ „Í útboðsgögnunum voru engin skilyrði um að fyrirtæki mættu skila inn aðeins einu til- boði og í ljósi þess skiluðu nokkrir inn fleiri tilboðum og við getum ekki gert athugasemdir við það,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garða- bæ, um gagnrýni á útboð bæjar- ins á byggingarlóðum við Bjark- arás. „Ég get ekki séð að þetta hafi haft truflandi áhrif á niður- stöðuna,“ bætir hún við. Einar Sveinbjörnsson, fulltrúi Framsóknar í bæjarráði, er ósammála Ásdísi og segir það ekki tíðkast í almennum verk- útboðum að það sé hægt að gera fleiri en eitt tilboð og að bæjar- yfirvöld hefðu átt að gera það ljóst. Þá segir Einar að það sé vafasamt að gengið hafi verið til samninga við Frjálsa fjárfesting- arbankann um kaup á byggingar- lóðum þar sem hann hafi ekki uppfyllt skilmála um reynslu af byggingu og sölu á húsnæði. „Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur reynslu af samstarfi við verktakafyrirtæki,“ segir Ásdís Halla og bendir á að ekki sé búið að semja við bankann. „Hann á eftir að velja sér samstarfsaðila í þetta verkefni og við erum að kanna hver það verður áður en við tökum afstöðu til þess hvort við tökum tilboði þeirra eða ekki.“ - bs 45 gætu misst vinnuna Mikill uggur er á Stöðvarfirði eftir að stærsti atvinnurekandinn, Samherji, tilkynnti að mögulega verði landvinnslan í bænum lögð niður. Um 270 manns búa á Stöðvarfirði. ATVINNUMÁL „Þetta kemur kannski ekki á óvart en ég ætla að vona að svona mörg störf tapist ekki. Mað- ur getur rétt ímyndað sér ef ann- að eins hlutfall starfa myndi glat- ast á einu bretti á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Kristján L. Möll- er, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðaustur-kjördæmi um fréttir þess efnis að Samherji muni hugsanlega leggja niður landvinnslu á Stöðvarfirði. Um 270 manns búa á Stöðvar- firði og ef Samherji leggur niður landvinnsluna gætu 45 manns sem vinna í 35 stöðugildum tapað vinnunni, sem yrði mikil blóðtaka fyrir sveitarfélagið. „Þetta eru slæmar fréttir og það yrði auðvitað mikið áfall fyrir íbúa á Stöðvar- firði ef stærsti atvinnuveitand- inn hættir land- vinnslu þar,“ segir Guðmundur Þorgrímsson, odd- viti sveitarstjórn- ar Austurbyggð- ar. Guðmundur segir að þar sem fréttirnar séu nýj- ar hafi ekki gefist tóm til að ræða þetta mál innan s v e i t a r s t j ó r n - ar.“Ég geri ráð fyrir að næsta skref verði að óska eftir fundi með Samherja til að afla upplýs- inga um málið. Við getum ekki rætt neina valkosti þangað til við höfum fengið nánari upplýsingar og kannað málið ofan í kjölinn.“ Kristján segir málið vera grafalvarlegt og til marks um hvernig stjórnvöld láti sig litla staði á landsbyggðinni litlu varða. „Þetta kemur ekki á óvart miðað við gengisskráning- una. Kristján segir að ástandið á Stöðvarfirði sé því miður í sam- ræmi við það sem er að gerast hringinn í kringum landið og á það hafi hann bent áður. „Í haust sáum við hvernig nokkrar rækjuútgerð- ir urðu að leggja upp laupana og í desember töpuðust 50 störf í Mývatnssveit. Það dugir skammt fyrir ráðherra að benda bara á stóriðju á Austurlandi sem dæmi um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Hún leysir ekki þau áföll sem eru að dynja á stöð- um eins og Stöðvarfirði eða í Mývatnssveit.“ bergsteinn@frettabladid.is Peningagjafir: Bresk börn best sett BRETLAND, AP Bresk börn og ung- lingar eru allra evrópskra barna duglegust við að nauða í foreldr- um sínum um peninga. Þetta kemur fram í úttekt Datamonitor á því hversu mikið fé íbúar Evrópuríkja láta börn sín hafa. Bresk börn á aldrinum tíu til sautján ára fá andvirði um 90 þús- und króna á ári samanlagt í vasa- pening og peningagjafir. Sænsk börn fá næstmest, andvirði um 85 þúsund króna. Spænsk börn fá meira en helmingi minna, and- virði 38 þúsund króna. Ekki kom fram hversu mikið íslensk börn fá. ■ Hafnarfjarðarleikhúsið: Samningur til fimm ára LEIKHÚS Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hermóðs og Háð- varar, undirrituðu samning til næstu fimm ára um stuðning ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar við starfsemi leikhússins. Hermóður og Háðvör er rúm- lega tíu ára gamalt leikfélag og Hilmar Jónsson leikhússtjóri segir samninginn skipta miklu máli. „Við fengum upphaflega styrk til að setja upp Himnaríki eftir Árna Ibsen sem sló í gegn. Síðan hefur verið þróun í styrkveitingum til okkar og þessi samningur til næstu fimm ára er stórt stökk fyrir okkur.“ - bs,,Þetta eru slæmar fréttir og það yrði auðvitað mikið áfall fyrir íbúa á Stöðvarfirði ef stærsti atvinnuveit- andinn hættir land- vinnslu þar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Tengsl við skæruliða: Dani í haldi Ísraela ÍSRAEL, AP Dönskum ríkisborgara, sem grunaður er um tengsl við líbanska Hezbollahskæruliða, er haldið í fangelsi af ísraelskum yfirvöldum. Maðurinn var hand- tekinn 6. janúar en ekki var upp- lýst um handtöku hans fyrr en á fimmtudag og hefur það vakið reiði danskra yfirvalda. Danska utanríkisráðuneytið kvartaði undan því við ísraelsk stjórnvöld að fulltrúum sínum hefði verið meinaður aðgangur að manninum og ásökunum á hendur honum haldið leyndum. Tveir ísraelskir arabar voru teknir í kjölfar handtöku manns- ins. ■ Héraðsdómur Reykjaness: Stútar bak við rimla DÓMSMÁL Tveir menn fæddir árin 1947 og 1949 voru í Héraðsdómi Reykjaness dæmdir í þrjátíu daga fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt fyrir ölvun- arakstur. Áfengismagn annars manns- ins mældist 2,02 prómill en 2,8 prómill hjá hinum. Báðir höfðu mennirnir áður hlotið dóm og verið sviptir ökuréttindum, sem hafði ítrekunaráhrif. Mönnun- um var báðum gert að greiða all- an sakarkostnað. - hrs ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Segir að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi reynslu af samstarfi við verktakafyrirtæki og standist því skilmála. Bæjarstjóri um útboð: Engin truflandi áhrif KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,61 62,91 116,63 117,19 81,31 81,77 10,92 10,98 9,92 9,98 8,98 9,04 0,6036 0,6072 94,89 95,45 GENGI GJALDMIÐLA 21.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,92 +0,09% BÍLVELTA Í JÖKULDAL Engan sakaði þegar fólksbifreið með fjórum innanborðs valt í Jökul- dal í gær. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði voru hálkublettir á leiðinni þar sem bíllinn valt. Bíllinn valt á hliðina í snjóskafl og skemmdist ekkert. Vélsleðaslys: Drengur slasaðist SLYS Drengur á sjöunda ári slas- aðist þegar vélsleði sem hann og faðir hans voru á fór fram af lítilli hengju skammt frá flug- vellinum á Hólmavík á fimmta tímanum í gærdag. Faðir drengsins óttaðist að drengur- inn væri alvarlega slasaður og óskaði eftir aðstoð. Björgunar- sveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út og fóru björgunar- sveitarmenn á vélsleðum með lækni á vettvang. Við fyrstu skoðun var útlit fyrir að betur hafi farið en á horfðist og meiðsl drengsins lítilsháttar. Hann var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðis- stofnun Hólmavíkur til nánari skoðunar og var kominn þangað 45 mínútum eftir slysið. - bs FRÁ STÖÐVARFIRÐI Samherji er stærsti atvinnurekandinn á Stöðvarfirði og veitir um 40 manns vinnu í landi. KRISTJÁN L. MÖLLER Segir málið alvarlegt og því miður ein- kennandi fyrir þróun á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.