Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 47
26 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kom- inn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöll- inni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. „Það er ekki boðlegt að gefa að- eins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfar- arnir hljótum að mótmæla,“ sagði Viggó sem er annars mjög já- kvæður út í aðstæður hér í Túnis. „Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lög- reglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitt- hvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og ann- að eftir því.“ Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. „Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður,“ sagði Viggó sem er vel meðvit- aður um mikilvægi leiksins í dag. „Hann er gríðarlega mikil- vægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. henry@frettabladid.is VIGGÓ SIGURÐSSON Segir íslenska liðið verða að byrja vel á heimsmeistaramótinu í Túnis. Lykilleikur gegn Tékkum Landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson segir sína menn klára í slaginn fyrir fyrsta leikinn gegn Tékkum í dag. HENRY BIRGIR GUNNARSSON HM í Túnis LEIKIR Í DAG A-RIÐILL TÚNIS-ANGÓLA kl. 16.00 FRAKKLAND–CANADA kl. 18.00 DANMÖRK–GRIKKLAND kl. 20.00 B-RIÐILL TÉKKLAND–ÍSLAND kl. 16.00 RÚSSLAND–ALSÍR kl. 18.00 SLÓVENÍA–KÚVEIT kl. 20.00 C-RIÐILL KRÓATÍA–ARGENTÍNA kl. 16.00 SPÁNN–JAPAN kl. 18.00 NOREGUR–BRASILÍA kl. 20.00 D-RIÐILL ÞÝSKALAND–EGYPTALAND kl. 16.00 SERBÍA/SVARTFJ.–KATAR kl. 18.00 NOREGUR–BRASILÍA kl. 20.00 Ólafur Stefánsson hefur lagt vonbrigðin á Ólympíuleikunum í Aþenu á hilluna og er ánægður með hópinn: Ungu strákarnir gefa nýja sýn á lífið HANDBOLTI Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reynd- ar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiks- maður þjóðarinnar hefur lagt von- brigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. „Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður von- andi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum,“ sagði Ólafur sem hefur augljós- lega gaman af ungu strákunum. „Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað.“ Ólafur var óvenju yfirlýs- ingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleik- unum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lág- stemmdari að þessu sinni. „Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eig- um að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann.“ Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. „Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki,“ sagði Ólafur léttur í bragði. henry@frettabladid.is ÓLAFUR STEFÁNSSON Á við meiðsli að stríða í nára en segist verða klár í slaginn í dag. H M Í H A N D B O L T A T Ú N I S H M Í H A N D B O L T A T Ú N I S SKRIFAR UM HM Í HANDBOLTA FRÁ TÚNIS Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir stemninguna vera fína í hópnum: Mjög bjartsýnn fyrir mótið HANDBOLTI Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði hefur fengið vænan skerf af gagnrýni eftir síðustu mót og því er nokkur pressa á honum fyrir þetta mót. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálf- ari hefur tröllatrú á Degi og ætl- ast til þess að hann skili lykilhlut- verki í þessu móti. Dagur var brattur þegar blaðamaður hitti hann eftir æfingu í Túnis í gær. „Þetta leggst allt ágætlega í mig og höllin fín þótt hún sé svo- lítið skrýtin,“ sagði Dagur en El Menzah-íþróttahöllin er hringlaga og völlurinn er eins og gryfja fyrir neðan áhorfendastúkuna. Alls tekur höllin 3500 í sæti. „Við byrjum mótið á 4 stiga leik og það skiptir miklu máli upp á sjálfstraust og annað að vinna þann leik,“ sagði Dagur og bætti við að það kæmi mikill ferskleiki með nýju mönnunum í hópnum. „Það er alltaf fín stemning í landsliðshópnum en það koma ferskir vindar með þessum strák- um. Þeir eru margir hverjir á svipuðum aldri og rífa svolítið upp fíflaganginn sem er bara já- kvætt. Ég er mjög bjartsýnn fyrir þetta mót því við erum vel undir- búnir og einbeittir,“ sagði Dagur Sigurðsson. henry@frettabladid.is DAGUR SIGURÐSSON Segir íslenska liðið vera vel undirbúið og einbeitt. Einar Hólmgeirsson: Klár í slag- inn gegn Tékkum HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson æfði í fyrsta skipti af einhverjum krafti í gær og komst ágætlega frá æfingunni. Hann kenndi sér lítils meins og Brynjólfur Jóns- son, læknir landsliðsins, var mjög bjartsýnn á að Einar gæti spilað á mótinu. Viggó Sigurðsson landsliðs- þjálfari var ánægður með að fá Einar aftur til leiks og hann mun láta Einar spila gegn Tékkum. „Hann verður með. Það er ekki spurning. Það er fínt stand á mannskapnum og allir eru frískir og klárir í slaginn,“ sagði Viggó. - hbg EINAR HÓLMGEIRSSON með gegn Tékkum í dag. Ísland-Tékkland: Hreiðar og Vilhjálmur hvíla HANDBOLTI Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari mun ekki tilkynna það fyrr en á hádegi í dag hvaða tveir leikmenn hvíla í leiknum gegn Tékkum í dag. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er þó búist við því að það verði markvörður- inn Hreiðar Guðmundsson úr ÍR og stórskyttan Vilhjálmur Hall- dórsson úr Val en alls mega fjórt- án leikmenn vera á skýrslu í hverjum leik. ■ HREIÐAR GUÐMUNDSSON Hvílir væntanlega gegn Tékkum í dag ásamt Vilhjálmi Halldórssyni. KRÓATAR BESTIR Flestir hallast að því að Króatar verji heimsmeistaratitil sinn í Túnis. Veðmál á HM í Túnis: Króötum spáð sigri HANDBOLTI Þýski veðbankinn bet- andwin.de spáir því að heims- og Ólympíumeistarar Króatíu standi uppi sem sigurvegarar á heims- meistaramótinu í Túnis sem hefst í dag. Þýska fyrirtækið telur mögu- leika Króata vera 3,75/1. Í næstu sætum á eftir koma Frakkar, Spánverjar, Danir og Rússar en íslenska landsliðið er talið vera með ellefta sterkasta liðið á mót- inu í Túnis. Möguleikar íslenska liðsins eru 34/1. Fjögur lið, Ástral- ía, Kanada, Katar og Kúveit skera sig nokkuð úr en möguleikar þeirra á sigri eru taldir vera 1001/1. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.