Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 1
H M Í H A N D B O L T A T Ú N I S BEST BORGIÐ INNAN ALÞJÓÐ- LEGRA STOFNANA Thorvald Stol- tenberg sagði í gær að hags- munum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og SÞ, NATO og Evrópusambandsins. Sjá síðu 2 45 GÆTU MISST VINNUNA Mikill uggur er á Stöðvarfirði eftir að stærsti atvinnurekandinn, Sam- herji, tilkynnti að mögulega verði landvinnslan í bænum lögð niður. Sjá síðu 4 FULL ÁSTÆÐA TIL AUKINS EFTIR- LITS Eftirlit með erlendu ólög- legu vinnuafli hér á landi er á hendi lögreglu, segir dómsmála- ráðherra. Ráðuneyti hans hefur ekki haft þessi mál til skoðunar að undanförnu. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 23. janúar 2005 – 21. tölublað – 5. árgangur HLÝINDI UM ALLT Í KVÖLD HANN ER AÐ HLÝNA. Vaxandi sunnanátt. Skúrir vestan til í fyrstu en síðan rigning með kvöldinu. Frostlaust á öllu landinu í kvöld. Sjá síðu 4. MARTRÖÐ Í JANÚAR Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir Matröð á jólanótt í Loft- kastalanum klukkan átta í kvöld. Allt landið 18-49 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 62% 38% HM í handbolta í Túnis: SÍÐA 34 ▲ Strákarnir okkar spila á móti Tékkum í kvöld SÍÐUR 24 & 26 ▲ Guðrún Ásmundsdóttir Aldrei verið hamingjusamari SÍÐUR 16 – 17 ▲ DEILA Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lög- námsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópa- vogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsl- una um landið. K ó p a v o g u r hafi keypt vatnsréttindi í V a t n s e n d a - krika. „Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu,“ segir Gunnar I. „Við erum hins vegar að stofna vatns- veitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega.“ Gunnar I. segir mjög sérkenni- legt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. „Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkj- un og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt.“ Málið í heild sinni er alveg fá- ránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. „Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi.“ Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykja- víkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnáms- beiðninni frá þar sem óbyggða- nefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið. trausti@frettabladid.is Gælir við köttinn Mura Kötturinn Muri, sem nefndur er eftir Steingrími Árnasyni, leikur stórt hlutverk í nýju myndbandi Bjarkar Guðmundsdóttur. Þar fær hann að leika ástmann Bjarkar. Að sögn eigandans er Muri mjög hlýðinn og elskar að fara í bíltúra. Borgarfulltrúar leiti sér sálfræðihjálpar Formaður bæjarráðs Kópavogs segir að vegna minnimáttarkenndar gagnvart Kópavogi ættu borgarfulltrúar R-listans kannski að leita sér sálfræðihjálpar. Reykjavíkurborg meinar Kópavogi að leggja vatnsleiðslu um land sitt. Iðnaðarráðuneytið er með málið til skoðunar. GUNNAR I. BIRGISSON Daginn eftir að auglýsing Þjóð- arhreyfingarinnar birtist í New York Times kom frétt í sama blaði þar sem bandarískur emb- ættismaður, sem vill ekki láta nafns síns getið, heldur því fram að Ísland sé ekki lengur á lista yfir banda- menn Bandaríkjanna í Írak. Upphaflegi listinn, þar sem Ís- land var nefnt meðal ríkja sem studdu innrásina, gegni engu hlutverki lengur hjá Banda- ríkjastjórn. Fréttin, sem var frá Reuters- fréttastofunni, birtist einnig í flestum helstu fjölmiðlum heims í gær. Sjá síðu 2 Á SKÍÐUM Í KRINGLUNNI Akureyringurinn Helgi Heiðar Jóhannesson bar sigurorð af Ísfirðingnum Einari Ólafssyni á innanhússmóti í gönguskíðum sem haldið var í gær. Um 50 metra langri snjóbraut var komið fyrir í Kringlunni svo hægt væri að halda keppnina. Fjöldi Kringlugesta fylgdist með keppninni og er ekki annað að sjá en uppátækið hafi mælst vel fyrir. „Hinir viljugu“: Ísland ekki lengur á lista Uppreisnarhreyfingar Palestínumanna: Hafa fallist á vopnahlé GAZABORG Abu Muhammed, einn af talsmönnum píslarvottar- sveitanna Al Aksa , sagði í gær að sveitirnar gætu fallist á vopnahlé, svo framarlega sem Ísraelsmenn samþykkja einnig að hætta árás- um á Palestínumenn og leysi jafn- framt palestínska fanga úr haldi. Yfirlýsingin frá Al Aksa-hreyf- ingunni kemur beint í kjölfarið á yfirlýsingu frá Hamas-samtökun- um um að árásum verði hætt og landamæri Ísraels verði viður- kennd sem og samkomulagi Palestínustjórnar við samtökin Jihad um vopnahlé. Yfirlýsingar þessara þriggja samtaka benda til þess að Mahmoudd Abbas, forseti stjórn- ar Palestínumanna, hafi náð nokkrum árangri í tilraunum sínum til þess að sannfæra þessar vopnuðu sveitir um að láta af árásum á Ísraelsmenn, sem gæti orðið fyrsta skrefið í áttina til þess að binda enda á fjögurra ára blóðug átök. Undanfarna daga hefur Abbas átt fjölmarga fundi með fulltrúum samtakanna þriggja, Hamas, Jihad og Al Aksa. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.