Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 42
SUNNUDAGUR 23. janúar 2005 21 Opið í dag sunnudag 12-16 Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Opið í dag sunnudag Útsala 50% Áður Nú Ullarkápur 29.900 15.000 Mokkakápur 25.900 13.500 Ullarjakkar 9.900 4.900 Úlpur 12.900 5.900 Úlpakápur 22.900 11.500 Dúnúlpur 12.900 6.500 Mörg góð tilboð Vladimir Stanovko, rússneski læknirinn á Kárahnjúkum, segir að heimsóknirnar hafi verið svona margar vegna aðstæðna á staðnum, kulda og myrkurs, og á máli hans má skilja að verkamenn hafi ekki bara leitað sér læknis vegna slysa og sjúkdóma heldur hafi erlendu verkamennirnir komið „til að gráta“, eins og hann segir glettnis- lega. Starfsfólk heilbrigðisstöðvar- innar hefur því verið í nokkurs konar móðurhlutverki auk lækn- inga- og hjúkrunarhlutverksins, hlustað á menn frá Suður-Evrópu og veitt þeim stuðning og upp- örvun. Þetta telur Vladimir að hafi þó lagast mikið upp á síðkastið enda hafi fólk verið ráðið í sam- ræmi við aðstæður. Heilsugæsluliðið á Kárahnjúk- um skoðar alla starfsmenn sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins og segja lækn- arnir að starfsmennirnir séu yfir- leitt við góða heilsu. Athugasemdir hafi aðeins verið gerðar tvisvar, einu sinni hafi fundist fæðingar- galli hjá manni og einu sinni hafi fundist berklar. Allir geti starfað á Kárahnjúkum nema hjartasjúkl- ingar, lungnasjúklingar og menn með liðasjúkdóma. „Ég átti von á þunglyndi, kvíða og þess háttar einkennum hjá mönnunum,“ segir Þorsteinn, „en það fólk fer fljótt. Mennirnir reykja bara of mikið.“ Heilsugæslustöðin á Kára- hnjúkum hefur sólarhringsvakt og þangað koma menn í læknisskoðun, fá lyf og geta fengið fyrstu hjálp ef þörf krefur. Á nóttunni eru menn kallaðir út eftir þörfum. Ef lyfin eru ekki til á staðnum er sendur lyfseðill til Egilsstaða og þaðan fæst lyfið samdægurs. Sautján menn starfa nú á heilsu- gæslustöðinni. Þorsteinn Njálsson læknir er fulltrúi Heilbrigðisstofn- unar Austurlands og hann sinnir yfirstjórn. Næstur honum er rúss- neskur læknir, Vladimir Stanovko. Til viðbótar eru svo hjúkrunar- fræðingar, bæði íslenskir og er- lendir, og sjúkraflutningamenn. Bílaflotinn er ekki af lakara taginu og sjúkrabílarnir geta tekist á við erfiðustu aðstæður í veðri og færð á hálendinu. ghs@frettabladid.is Í MÓTTÖKUNNI Kristján G. Björnsson, sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingarnir í móttökunni, Magnolia A. Creencia og Maria Kathleen O. Malong frá Filippseyjum. Líka í móðurhlutverki Læknisheimsóknir á Kárahnjúkum voru 7.000 tals- ins í fyrra og er þá allt talið í þessu 1.600-1.700 manna þorpi. KÁRAHNJÚKAR Vélaverkstæðið á Kárahnjúkum er einstaklega snyrtilegt, svo mjög að eftir er tekið. Hvergi er olíubletti að sjá, hvað þá rusl eða skít á gólfum eða veggjum. Allur frágangur er til fyrirmyndar, verkfærum er raðað í röð og reglu í fallegar heima- smíðaðar hillur eða þau hengd upp á nagla á veggjum. Jamal Shah frá Pakistan er yfirmaður Vélaverkstæðisins en hann hefur starfað hjá Impregilo síðustu 20 árin. Hann er pakist- anskur að uppruna, ættaður frá borg um 100 kílómetra frá Islama- bad og þar býr fjölskylda hans nú. Jamal Shah hefur farið að heiman og starfað nokkrum sinn- um erlendis, ekki bara hjá Impregilo heldur líka hjá öðrum fyrirtækjum. Hann hefur próf úr tækniskóla og fékk vinnu hjá Impregilo strax að námi loknu. Jamal hefur starfað á Íslandi í eitt ár. Hann er ánægður í starf- inu og kann vel við fyrirtækið. „Þetta er gott fyrirtæki. Það sér manni fyrir öllu. Við treystum fyrirtækinu og það treystir okkur,“ segir hann. Jamal Shah á fimm börn og segist tala á hverjum degi við fjöl- skyldu sína í síma. Hann fái líka að fara heim þegar hann vilji en það sé langt flug og taki tvo daga, fyrst að fljúga til London og svo taki flugið frá London til Islama- bad níu klukkutíma. Heima í Pakistan segir hann að sé gott atvinnuástand en launin fyrir starf sitt hé r sendi hann fjölskyldunni heima. - ghs LÆKNARNIR Á KÁRAHNJÚKUM Þorsteinn Njálsson sinnir yfirstjórn á heilsugæslustöð- inni og næstur honum kemur rússneski læknirinn Vladimir Stanovko, sem hefur starfað lengi hjá Impregilo. Vélaverkstæðið er snyrtilegt Jamal Shah frá Pakistan stýrir einu snyrtilegasta vélaverkstæði landsins. Verkstæðið er á Kárahnjúkum en þar er allt á sínum stað, raðað í fallegar heimasmíðaðar hillur eða hengt á nagla og hvergi skít að sjá. JAMAL SHAH FRÁ PAKISTAN Hann stýrir vélaverkstæði Impregilo á Kárahnjúkum sem kannski er snyrtilegasta og fallegasta vélaverkstæði á landinu því þar er allt vel skipulagt og hvergi olíu eða skít að sjá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Lesandi hringdi á föstudag og óskaði eftir leiðréttingu á um- fjöllun Fréttablaðsins um mat- inn á Kárahnjúkum. Hann sagði að magnið væri rétt, 800 grömm á mann, en maturinn óætur. Sami rétturinn væri á borðum alla daga. Ef svínakjöt væri súrt væri eitthvað að. Máltíðir end- uðu venjulega á því að matnum væri hent og menn fengju sér ristað brauð. Þetta gilti um fólk af öllum þjóðernum. Í blaðinu á föstudag var talað um að matarkostnaðurinn á Kárahnjúkum væri 30-35 pró- sentum undir verðinu í öðrum Evrópulöndum. Þetta er ekki rétt. Hann er hærri en annars staðar í Evrópu sem þessu nemur. - ghs Maturinn á Kárahnjúkum: Er hann ætur eða óætur? Í LÆKNISSKOÐUN Vladimir Stanovko skoðar portúgalska verkamanninn Carlos Rolo. Sá síðarnefndi hefur verið á Kára- hnjúkum frá upphafi og var að veikjast í fyrsta skipti í tvö ár enda sagðist Stanovko ekki hafa séð hann áður. Hann var með flensulík einkenni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.