Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 20
Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is 4,15%Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 67 26 12 /2 00 4 Tvítug stúlka á og rekur hina rótgrónu snyrtistofu Salon Ritz á Laugavegi 66. „Ég er búin að vera með reksturinn í tvo mánuði og þetta gengur mjög vel, jafnvel betur en ég átti von á,“ segir Helga Sigurð- ardóttir snyrtifræðingur á Salon Ritz sem gerði sér lítið fyrir og keypti snyrtistofuna í haust, aðeins tvítug að aldri. Þegar undr- ast er yfir áræði hennar segir hún. „Þetta hefur alltaf verið efst í huga mér frá því ég var í grunnskóla svo þegar ég komst að því að stofan væri til sölu ákvað ég að skella mér út í þetta. Auðvitað tekur þetta í en er líka heilmikið fjör.“ Helga lærði fræðin í Snyrtiskólanum í Kópavogi og kveðst hafa unnið á Salon Ritz síðustu mánuðina á samningnum því meist- arinn hennar hafi verið þar. „Ég kláraði samninginn á föstudegi og tók svo við stof- unni mánudeginum á eftir,“ upplýsir hún. Salon Ritz er á annarri hæð við Lauga- veginn og því er útsýni gott úr gluggun- um. „Mörgum finnst skemmtilegt að sitja hér og horfa á mannlífið og þeir sem koma nýir inn minnast allir á það,“ segir Helga brosandi. Hún kveðst hafa tekið við mörgum föstum viðskiptavinum enda hafi stofan verið við lýði frá því áður en Helga fæddist eða frá 1981. Helga er spurð hvernig henni hafi gengið að fjár- magna kaupin, enda ekki á hverjum degi sem svo ung stúlka kaupir sér atvinnu- fyrirtæki. „Ég fékk að sjálfsögðu fjár- hagslega aðstoð og það var lítið mál. Ég er að minnsta kosti ekki á leiðinni í nein vandræði enn þá,“ segir hin unga at- hafnakona sem tók við stofunni rétt fyrir jólatörnina og undirbýr sig fyrir aðra törn í kringum árshátíðirnar. Eftir það taka fermingarnar við, þannig að framundan er nóg af verkefnum. gun@frettabladid.is Tekur í en er líka heilmikið fjör atvinna@frettabladid.is Atvinnuleysi var að jafnaði um 3,1 pró- sent af áætluðum mannafla á vinnu- markaði á árinu 2004 samkvæmt samantekt Vinnu- málastofnunar um skráð atvinnuleysi. Að jafnaði voru 4.564 manns á atvinnuleysisskrá á árinu sem leið. Atvinnuleysi karla var 2,6 prósent en kvenna 3,8 prósent. Atvinnuleysi karla hefur minnk- að töluvert frá árinu 2003 þeg- ar það var þrjú prósent. At- vinnuleysi kvenna hefur einnig minnkað, þó ekki eins mikið, en árið 2003 voru 3,9 prósent kvenna atvinnulausar. Hægt er að nálgast skýrslu um atvinnu- ástand í desember 2004 á vef Vinnumálastofnunar, vinnumalastofnun.is. Ísafjarðarbær greiddi síðasta mánuð út laun samkvæmt nýju starfsmati og er þar með eitt fyrsta stærri sveitarfélaga til að ganga frá uppgjöri launa á grundvelli hins nýja starfsmats. Innleiðing starfsmatsins er í um 100 sveitarfélögum og félagar í um 50 stéttarfélögum eiga þar hlut að máli. Alls námu launa- greiðslurnar 31 millj.kr. án launatengdra gjalda sem greiddar voru til nærri 300 starfs- manna. Í kjarasamn- ingum 2001 var samið um innleiðingu á nýju starfsmatskerfi sem gildir frá 1. desember 2002 og átti að geta leitt til 2-4% hækkunar launa. Launin hækka mjög misjafnt eftir einstökum störfum. Mörg störf hækka meira en 4%, önnur störf minna en 2% og enn önn- ur standa í stað eða lækka jafn- vel. Þó er tryggt samkvæmt kjarasamningum að enginn starfsmaður, sem nú er í starfi, lækkar í launum við innleiðingu starfsmatsins. Þetta kemur fram á vef Ísafjarðarbæjar. Iðgjöld til Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur hækkuðu tölu- vert á milli ára og félagsmönn- um á atvinnuleysisskrá fækkað sem bendir til um betra árferði eins og kemur fram á heima- síðu félagsins, vr.is. Í desember á síðasta ári voru átján prósent færri félagar Verzlunarfélagsins skráðir atvinnulausir en í sama mánuði árið 2003. Einnig eru heildariðgjöld félagsins á árinu 2004 tólf prósent hærri en árið á undan, miðað við níu mán- aða uppgjör félagsins. Að stærstum hluta er þessi aukn- ing tilkomin vegna launahækk- ana félagsmanna á árinu en þær skiluðu átta prósent hærri heildariðgjöldum en árið 2003. Helgu hefur dreymt um eigið fyrirtæki frá því hún var í grunnskóla. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Húsfreyjan í Lóni í Kelduhverfi BLS. 2 Skortur á byggingariðnaðarmönnum BLS. 2 Danir og Bretar harðir af sér BLS. 2 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 10 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 109 stk. Keypt & selt 15 stk. Þjónusta 14 stk. Heilsa 16 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 19 stk. Atvinna 20 stk. Tilkynningar 1 stk. Góðan dag! Í dag er sunnudagur 23. janúar, 23. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 11,05 13.35 16.06 AKUREYRI 11.13 13.20 15.28 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Kynningarfulltrúi Bifvélavrikjar Sölumaður Skólaliðar Tölvunarfræðingur Kerfisfræðingur Stærðfræðikennari Aðstoðardeildarstjóri Umsjónakennari Hjúkrunarfræðingar Störf við ræstingar Leikskólakennarar Lyfsali Stuðningsfulltrúi Deildarstjóri Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is Land Rover Freelander árg 2/’00 ek. 106 þús, beinsk, V 1320 þús. Uppl í síma 6699532 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.