Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 17
23. janúar 2005 SUNNUDAGUR Cuban Salsa með Edwin 31.01- 03.02 4 dagar = 6 tímar Lærðu Salsa. Tískudansinn í ár. Innritun og upplýsingar í síma 551 3129 frá 16-20 H úsið er ekta íslenskt. Skammt frá lygnum sjó við Ánanaustin. Á borðstofuborðinu glepja vopnfirskar flatkökur og kinda- kæfa sem húsfreyjan fékk í far- angursnesti fyrr um morguninn, þótt kæstur hákarl hafi farið beint í kælinn. „Hann Birgir minn hefði aldrei fyrirgefið mér að afþakka hákarl- inn,“ segir hún blíðlega og starir ástföngnum augum á þriðja eigin- mann sinn og þann langbesta, eins og hún segir sjálf. Á milli þeirra er áþreifanleg rómantík; hlýja og kærleikur. Þegar uppáhellingin er komin í bollana fæ ég söguna um ást við fyrstu sýn hjá honum. Ást við aðra sýn hjá henni. Guðrún Ásmundsdóttir hefur orðið. Ástin óx á trjánum „Ég hafði verið fráskilin í ár þegar í mig hringir góð vinkona austan úr Holtum. Sagðist hafa dreymt mig um nóttina og hvort ég ætli ekki að koma í heimsókn? Ég var reyndar að mála húsið, en stóðst ég ekki mátið þegar hún segist ætla að taka sér frí til að taka á móti mér. Þigg þar dýrind- is hádegisverð og fer í útreiðar- túr. Að honum loknum vill vin- kona mín heimsækja Birgi Matth- íasson á Hrafnatóftum. Tekur með sér pönnukökupönnu og hefur bakstur í mannlausu húsinu en skömmu síðar kemur Birgir inn og segir folald hafa fæðst um nóttina. Við gengum þá út í haga og skoðum folaldið og trjáræktina hans Birgis. Á endanum gefur hann mér fallegasta tréð en segist sjálfur ætla að gróðursetja það í garðinum mínum. Svo kemur hann og gróðursetti ekki bara tréð úti í garði heldur líka ástina í hjarta mínu.“ Birgir horfir ástúðlega á eigin- konu sína rifja upp þessi örlög og segir hafa sannast að ástin vaxi á trjánum í þeirra tilfelli. „Það kom ekki til greina að Guðrún fengi tréð strax því þá hefði hún þakkað fyrir sig, kvatt og aldrei komið aftur. Ég vissi strax að ég vildi eiga hana og ákvað því að koma með tréð sjálf- ur,“ segir Birgir, bóndi í Hrafna- tóftum, en þau hjónin lifa í fjarbúð. „Eftir að ég gifti mig hef ég verið að kynnast Rangárvalla- sýslu og heimsæki Birgi þangað mikið á sumrin. Hann er svo lung- ann úr vetrinum hjá mér,“ segir Guðrún, en Birgir, sem var ó- giftur áður, segir undarleg örlög að hafa kvænst frægri leikkonu. „Mér fannst ég passa ákaflega illa inn í þessa mynd á tímabili, enda nýr heimur fyrir mér. Ég hafði reyndar einu sinni komið í leikhús áður, en þá sá ég einmitt Konu í leikstjórn Guðrúnar.“ Guðrún segir Birgi þann lang- besta af þremur eiginmönnum. „Kannski af því að við kynntumst á því tímabili ævinnar þegar hjón geta notið samveru hvors annars. Þegar maður er ungur er svo óskaplega margt sem togar; börn- in, vinnan og hvunndagsstreðið, en nú er komin kyrrð í tilveruna. Ég held að ekkert sé stórkostlegra þegar maður eldist en að eiga félaga sem reynist manni vel.“ Best að hafa Guð í sínu liði Þótt Guðrún sé borgarbarn og Birgir kunni best við sig í sveit- inni er ljóst að þar fer mikill heimsmaður. Á Hrafnatóftum reisti hann gróðurhús sem aðal- lega hefur verið samkomustaður fyrir Guðrúnu og gesti þeirra hjóna. „Eitt sinn var hér biskup frá Singapore, mikill vinur minn, sem prédikaði í Kálfholtskirkju. Mér þótti leitt að kirkjugestir fengju ekki tækifæri til að spjalla við biskupinn eftir messuna og bauð öllum heim á Hrafnatóftir, í nýja gróðurhúsið. Og Birgir – í stað þess að taka því illa og benda á uppvaskið frá því í hádeginu – tók strax vel í hugmyndina og fór í kaupfélagið að kaupa osta, kökur og kex. Svo fylltist gróðurhúsið og úr varð merkasta partí, en þá sagði ein konan: „Ég held það eigi aldrei eftir að verða trjárækt hér í gróðurhúsinu. Það á bara eftir að verða mannrækt!“,“ segir Guðrún hlæjandi yfir því hve gesturinn reyndist sannspár. Þau Birgir höfðu verið saman í þrjú ár áður en þau gengu í það heilaga fyrir áratug. Það var Birgir sem gaf tóninn þar. „Tvær fullorðnar manneskjur þurfa að gefa sér góðan tíma til að ná saman, því ekki er aftur snúið þegar hjónabandið er innsiglað. Ég er ekki maður skilnaða eða slíkra uppákoma. Svoleiðis hefur maður þroskast með árunum.“ Guðrún segist hiklaust hafa viljað giftast í þriðja sinn. „Því ég er trúuð og finnst hjónabandið mikilvægast af öllu. Fyrir Guði er það dýrmætur sáttmáli og hjóna- bandið það helgasta í tilverunni. Hafi maður Guð í liði sínu á mað- ur séns. Auðvitað mistekst okkur manneskjunum stundum en ef við höfum Guð með okkur eru meiri líkur á að hjónabandið haldi.“ Hún segir skipbrot hjónabands jafnframt mestu þrekraun mann- eskjunnar. „Margir segjast hafa skilið í góðu; að allt hafi farið vel, en ég segi hiklaust að þá sé fólk að ljúga því það hafi gengið í gegn- um ægilegustu reynslu lífs síns. Nútíminn vill gera hjónaskilnað léttvægan en skilnaður er brenn- andi eldur. Hjónabandið verður alltaf vandleikið. Ást þarf að fá að gróa í rólegheitunum, rétt eins og tréð sem Birgir gaf mér. Eftir stendur maður með öll árin sín, alla vinina, virðingu fyrir þeim góðu mönnum sem ég var gift og börnin okkar þrjú, því hvert einasta þeirra hefur verið gleði lífs míns.“ Í fóstri hjá Birni afa Þriggja ára missti Guðrún móður sína úr krabbameini, rúmlega fertuga að aldri. Faðir hennar, þá kominn á sjötugsaldur, bugaðist við konumissinn. Guðrún og bróð- ir hennar Páll fóru því í fóstur þar til Guðrún varð tíu ára að hún fór aftur til pabba síns. „Þá uppgötvaði ég að það að vera blóðskyldur einhverjum skiptir ekki máli. Það fólk sem reyndist mér best var mér alls óskylt. Við systkinin fórum í fóst- ur hjá ágætisfólki í Grafarholti þar sem ég eignaðist vin í gömlum manni sem sá hvað ég var um- komulaus og ákvað að þessi litla stúlka yrði sín. Hann tók mig að sér, lék við mig, kenndi mér að lesa og skrifa, en ég kallaði hann afa. Hefði ég gert eitthvað af mér fór ég til afa og faldi mig undir skegginu hans. Eftir að ég varð unglingur og heimsótti Grafarholt lét Björn afi mig ávallt lesa upp- hátt fyrir sig. Mér fannst það hall- ærislegt og eitt sinn sleppti ég því að kveðja hann til að losna við lesturinn. Það var í síðasta skipt- ið. Svo var hann dáinn. Seinna fékk ég í hendurnar gulnaðan bréfabunka með bréfum Björns til pabba sem öll voru um mig. Í síðasta bréfinu skrifar hann: „Fuglinn minn var floginn, án þess að kveðja“. Það var átakan- legt að lesa, en hann var fyrsta manneskjan sem ég kynntist sem einblíndi ekki bara á eigið hold og blóð, heldur sá hvar þörfin er.“ Fann Guð í Oxford Guðrún fékk leikaradellu á ung- lingsárunum og sótti um í Leik- listarskóla Lárusar Pálssonar að- eins fimmtán ára gömul. „Í viðtalinu laug ég til um aldur svo ég kæmist inn. Ég sé ekki eft- ir því og komst inn í síðasta hollið sem þessi merki kennari tók að sér. Eftir þriggja ára nám hjá Lárusi tók ég inntökupróf í Leik- listarskóla Þjóðleikhússins og eftir útskrift þar fór ég utan til Englands í frekara leiklistarnám. Þetta voru mörg ár í námi, en gáfu mér mikið.“ Eftir tíu ára sviðsleik fór Guðrún út í leikstjórn. Þar komst hún að því að ekki þýddi fyrir konu að sitja frammi í sal og skipa fyrir. „Maður þurfti að sjarmera, vera lítill í sér, með rök augu og Aldrei verið hamingjusamari Í Alfræðibókinni er Guðrún Ásmundsdóttir sögð gamanleikkona. Hún segir það upphefð. Að góður gamanleikur sé alltaf byggður á svörtum bakgrunni; mikilli lífsreynslu. Að alvara búi á bak við alla fyndni. Að húmoristar séu þeir sem geri grín að sjálfum sér. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir kynntist báðum grímum Guðrúnar. GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR, EIN DÁÐASTA LEIKKONA ÞJÓÐARINNAR Líf Guðrúnar hefur verið stráð sorgum og gleði, en leik- húsið hefur átt hana frá fimmtán ára aldri, þegar hún svindlaði sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar með því að segja ósatt til um aldur sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.