Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 23. janúar 2005 19 Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói sl. fimmtu- dagskvöld lék ungur fiðluleikari, Akiko Suwanai, einleik með hljómsveitinni. Stjórnandi var Rumon Gamba. Tónleikarnir hófust með Sin- fóníu nr. 6 eftir Joseph Haydn. Það er gott til þess að vita að Haydn skuli eiga upp á pallborðið um þessar mundir. Þessi tiltekna sinfónía er að vísu ekki meðal þeirra efnisríkustu, en hefur þó sitt létta aðdráttarafl, auk þess sem verk af þessu tagi, þar sem allt heyrist og allt sést, gera miklar kröfur um nákvæmni og er holl æfing fyrir hvaða hljómsveit sem er. Leiðarar hljómsveitarinn- ar fengu að spreyta sig á einleiks- slaufum og stóðu sig allir vel en einkum þó konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og spiluðu þær báðar með tilþrifum. Að leik loknum bauð hljómsveit- arstjóri einleikurum að standa upp til að taka á móti þökkum áheyrenda, öllum nema Áshildi, sem virtist af einhverjum ástæð- um gleymast. Er henni því þakkað hér með. Fiðlukonsert Sergejs Prokofiev er um margt glæsilegt verk á ytra borði en skortir dýpt þegar grannt er hlustað. Stefjaefni er í sjálfu sér gott en svör tónskáldsins við hinni erfiðu og sígildu spurningu, hvað svo?, eru í rauninni ekki nógu hugmyndarík. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að hin unga jap- anska Akiko Suwanai léki verkið af mikilli list. Tónn hennar er óvenjulega mikill og voldugur. Sumpart er það Höfrungnum að þakka, Stradivari fiðlunni sem hún lék á, en auðvitað fyrst og fremst henni sjálfri. Leikur hennar var mjög nákvæmur og skýr og vel skiljanlegt hvers vegna hún sigraði í Tsjækovskí keppninni ung að árum. Síðast á efnisskránni var Sin- fónía nr. 6 eftir Dimitrí Sjosta- kovítsj. Það er alkunna að fagur- tónlist blómstraði í Sovétríkjun- um gömlu. Það er einnig stað- reynd og umhugsunarefni fyrir lýðræðissinna að hrun Sovétríkj- anna var mikið áfall fyrir fagra tónlist á Vesturlöndum. Það var sem þá hefði brostið síðasta við- spyrnan við plebbagangi markað- arins, sem síðan hefur flætt yfir allt. Sjostakovítsj er afar merki- legt tónskáld fyrir margra hluta sakir. Einn dularfyllsti eiginleiki margra verka hans er hve sterk- lega þau gefa til kynna hlutlægan samfélagslegan boðskap enda þótt ekkert á ytra borði þeirra beri slík merki. Þessar spurning- ar vakna strax þegar hlustað er á sjöttu sinfóníuna. Hvað er maður- inn að segja? Er þetta harmur yfir hlutskipti rússnesku þjóðarinnar eða er þetta háð og skens? Hann skyldi þó ekki vera að gera grín að Stalín? Það er réttur hvers hlustanda að gefa sín svör eftir sínum aðstæðum. Þess vegna á svona tónlist erindi til allra manna. Þótt verkið sé ekki kafla- skipt með hefðbundnum hætti er það sinfónískt eftir skilgreiningu Mahlers. Það fer víða og segir jafnframt heila sögu. Byggingin er heildstæð frá upphafi til enda, þráðurinn sem Leopold Mozart talaði um slitnar aldrei, rök- semdafærslan er fullkomin í lokin. Vel tókst að koma þessu öllu til skila á tónleikunum. Stjórnandinn Rumon Gamba þekkti verkið greinilega vel, vissi hvert hann vildi stefna og hreif hljómsveitina með sér og áheyrendur einnig. Þetta voru góðir tónleikar. ■ Háð og harmur FINNUR TORFI STEFÁNSSON SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS/ HÁSKÓLABÍÓ EINLEIKARI: AKIKO SUWANAI HLJÓMSVEITARSTJÓRI: RUMON GAMBA [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol og afstæðiskenning Ein- steins: Svarthol eru dularfull og spenn- andi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum al- mennu afstæðiskenningar Einsteins en hafa síðan fundist í náttúrunni. Samkvæmt skilgreiningu eru þau svæði í tímarúminu þar sem þyngd- araflið er svo sterkt að ekkert getur sloppið þaðan, ekki einu sinni ljós- geislar. Á Vísindavefnum er til þó nokkuð efni um svarthol, til dæmis svar við spurningunni „Hvað er svarthol?“ og bendum við lesendum á að kynna sér það nánar á vefnum. Massi efnis hverfur ekki í svartholum Eitt af því sem gerir svarthol svona spennandi er sú staðreynd að ekkert efni sem berst inn fyrir sjóndeild (e. event horizon) svarthols á þaðan afturkvæmt. En þótt athugendur í fjarska geti ekki séð efnið lengur er strangt til tekið ekki rétt að segja að það hverfi, að minnsta kosti ekki sporlaust! Massi efnisins hverfur til dæmis ekki heldur bætist hann við massa svartholsins. Það sama gildir um rafhleðslu og hverfiþunga. Það er líka mikilvægt að gera greinar- mun á mismunandi athugendum því að svartholum er lýst með almennu afstæðiskenningunni og þar gildir gamla klisjan: allt er afstætt. Athug- andi sem fellur með efninu inn í svartholið verður ekki var við neitt sérstakt þegar farið er inn fyrir sjóndeildina. Frá hans bæjardyrum séð hverfur efnið alls ekki. Svarthol senda frá sér varmageislun Ef eingöngu er stuðst við sígilda eðl- isfræði og almennu afstæðiskenn- inguna kemur ekkert út úr svarthol- um. Ef skammtaáhrif eru hins vegar tekin með í reikninginn eins og Stephen Hawking gerði árið 1975 kemur í ljós að svarthol senda frá sér varmageislun sem nefnd hefur verið Hawking-geislun. Svarthol hafa einkennandi hita- stig sem nefnist Hawking-hitastig og vex það í öfugu hlutfalli við massa svartholsins. Þetta hitastig er venjulega afar lágt, fyrir svarthol sem hefur sama massa og sólin okkar er það til dæmis aðeins sextíu nanókelvín eða sextíu milljörðustu hlutar af Celsíus-gráðu yfir alkuli, en alkul er -273,15 °C. Þetta er svo lágt hitastig að nánast er útilokað að nokkurn tíma verði hægt að mæla Hawking-geislun frá slíkum svart- holum. Líftími svarthola Ef ekkert nýtt efni fellur inn í svart- hol minnka þau með tímanum vegna útgeislunarinnar og gufa að lokum alveg upp. Eftir því sem massinn minnkar eykst hitastigið og útgeisl- unin þar með. Það tekur venjulegt svarthol þó afar langan tíma að gufa upp því áætlað er að líftími svart- hols sem hefur sama massa og sólin sé 1071 sekúndur eða um það bil 1053 sinnum lengri en aldur al- heimsins. Upplýsingagáta Hawkings Þar sem svarthol senda frá sér geisl- un gæti mönnum dottið í hug að fræðilega væri unnt að lesa úr geisl- uninni upplýsingar um þá hluti sem hafa fallið inn í svartholið. Þannig væri hægt að endurheimta það sem áður var talið týnt og tröllum gefið. Slíkar heimtur brjóta hins vegar í bága við reglur skammtafræðinnar um tímaþróun. Það er vegna þess að varmageislun frá svartholi er alltaf blandað skammtaástand, en ef efni í hreinu ástandi hafði fallið inn ætti samkvæmt tímaþróun í skammta- fræði að koma hreint ástand út aftur. Þessi „þversögn“ kallast upplýsinga- gáta Hawkings og er mikilvægt vandamál í nútímaeðlisfræði sem ekki er hægt að fjalla ítarlega um í þessu svari. Áhugasömum lesendum er bent á nýlega grein eftir Lárus Thorlacius sem kallast „Svarthol og skammtafræði“ og birtist í Tímariti um raunvísindi og stærðfræði. Greinin er aðgengileg á slóðinni: http://www.raust.is/2004/2/14/ Kristján Rúnar Kristjánsson, doktorsnemi í eðlisfræði við HÍ. AIKIKO SUWANAI Tónn hennar er óvenjulega mikill og voldugur. SVARTHOL Teikning listamanns á svart- holi og efni umhverfis það. Hverfur allt í svartholum? Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur? Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svör við mörgum spurningum um svarthol, skammtafræði og annað efni tengt því, meðal annars: Hvernig myndast svarthol, verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol, hvað er skammtafræði og hvað gerist ef efni fellur inn í sérstæðuna? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Garðar heitir maður á miðjum aldri. Hann var ágætlega dug- legur frá fyrsta degi og því ágætlega eftirsóttur til starfa, einkum líkamlegra. Fyrir ára- tugum, ekki mörgum, var ég á togara, var hleramaður, sem þótti upphefð. Garðar var ráð- inn um borð og var gerður að að- stoðarmanni mínum. Við áttum því nokkur samskipti, einungis góð. Svo skildu leiðir. Garðar var áfram til sjós, ekki ég. Löngu síðar hittumst við á förn- um vegi. Það var sumar og veðrið eins fallegt og það best gerist hér hjá okkur. Garðar var greinilega ekki að flýta sér, ekki ég heldur. Við tókum tal saman, hann var fámáll en svaraði öllu sem ég spurði um. Svo sem að hann var enn sjómaður, giftur og tveggja barna faðir. Glaður og stoltur. Undi hag sínum vel. En hvers vegna ertu í landi? Ég tók sumarfrí, svaraði hann. Þú ert aldeilis heppinn með veðrið, sagði ég í ágætri tilraun til að halda gagnslitlu en kurt- eisislegu samtali okkar áfram. Sumarfrí, já og á að fara eitt- hvert, spurði ég. Garðar leit til himins, brosti fallega, lygndi aftur augum og sagði: „Ég ætla að fara með fjölskylduna og bílinn með Norrænu til Noregs og keyra þaðan yfir til Bandaríkjanna. Þangað hef ég aldrei komið.“ ■ Saga af... ferðadraumi SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR með Sigurjóni VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.