Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 21
Draumastarfið Ef þú hefur sérstakt starf í huga skaltu kanna hvað þú þarft að gera til að fá starfið. Hins vegar ef þú hefur allt sem til þarf í starfið nægir jafnvel að fara og spyrja hreinlega hvort starfið sé á lausu og láta vita af áhuga þínum, í stað þess að bíða heima eftir því að starfið verði auglýst..[ ] Láta aðra um að skíra ærnar Guðríður Baldvinsdóttir húsfreyja í Lóni í Kelduhverfi hefur í mörg horn að líta. Verkaskiptingin er nútímaleg á heimilinu. Gugga vinnur að bústörfum eftir þörfum og Einar er liðtækur við þrif og önnur inniverk. Ný könnun sýnir að Bretar mæta vel í vinnuna. Verkalýðsfélag í Bretlandi lét gera könnun fyrir stuttu og kom þar í ljós að Bretar taka sér fæsta veikindafrídaga úr vinnu af öllum Evrópusambandsþjóðum að Dön- um undanskildum. Hins vegar kom í ljós að fimmtán prósent veikindadaga væru tekin þótt starfsmenn væru ekki veikir í raun. Litið var á tólf lönd í Evrópu- sambandinu við gerð könnun- innar og kom fram að Bretar eru meðal þeirra sem eru ólíkleg- astir til að taka sér frí vegna veikinda sem vara í stuttan tíma. Portúgalir eru hins vegar dugleg- astir í að taka sér veikinda- frídaga. ■ Þeir sem opna vefsíðuna sim- net.is/lon á internetinu sjá mynd af reisulegum norðlenskum sveitabæ og ægifagurt umhverfi hans birtast. Þetta er Lón í Kelduhverfi. Húsfreyjan þar, Guðríður Bald- vinsdóttir, skógfræðingur heldur úti fróðlegri síðu um lífið í sveit- inni en hún og bóndi hennar, Einar Björnsson, eru með sauðfjárbú- skap og skógrækt. Reyndar vinna þau bæði utan búsins líka, hún sem svæðisstjóri Norðurlandsskóga í Þingeyjarsýslum og hann af og til í fiskeldinu Rifósi, í sveitarstjórnar- málum og í bókhaldi fyrir bændur. Þótt hægt sé að komast að mörgu með því að skoða síðuna slóum við á þráðinn til Guðríðar, eða Guggu, eins og hún er kölluð, til að forvitnast meira um hennar hagi. Í ljós kemur að hún er að byrja að vinna aftur utan heimilis- ins eftir fæðingarorlof og keyrir því til Húsavíkur flesta daga, um 40 kílómetra leið. Dóttirin Ásdís er heima hjá pabba. Eitt af því sem athygli vekur á heimasíðunni er „kind vikunnar“ sem birt er mynd af og óskað eftir nafni á. „Meiningin var að fá ættingja og vini í lið með sér við nafngiftirnar því þeir eru auð- vitað dreifðir um landið en það koma tillögur úr öllum áttum sem við veljum síðan úr,“ segir Gugga. Hún telur netkosninguna gera þeim Einari léttara að muna nöfn- in, en það er talsverð stúdía að læra að þekkja 400 ær ekki síst af því að stutt er síðan þau fengu þennan fjárstofn. „Við þurftum að skera niður vegna riðu 1999 en keyptum fé af bóndanum á Vík- ingavatni og fluttum það hingað haustið 2002,“ útskýrir hún. Þegar haft er á orði að ærnar séu prúðar á lagðinn eftir myndunum að dæma hlær hún. „Þær eru rúnar tvisvar á ári þannig að þær hald- ast vel snyrtar.“ Hjónin í Lóni hófu tilraun með kornrækt á síðasta sumri og Gugga segir uppskeruna gefast vel. „Féð rífur kornið í sig svo því finnst það gott. Það var notað í fengieldi í haust og ánum verður gefið það aftur með vorinu. Svo á eftir að koma í ljós hvernig það reynist, til dæmis hvort frjósemin eykst.“ Að sjálfsögðu ræktar skóg- fræðingurinn skóg. 25 hektarar voru teknir undir skógrækt vorið 2002 svo hún er skammt á veg komin. „Við þurfum bara að bíða í nokkra áratugi eftir að geta notað skóginn til beitar,“ segir Gugga létt í bragði og er greinilega ekki á leiðinni úr sveitinni enda kveðst hún hafa valið háskólanám með tilliti til þess að starf að því loknu væri ekki bundið höfuðborgar- svæðinu. Því er hún að lokum spurð hvað heilli hana mest við sveitalífið. „Friðurinn, náttúran og mannlífið,“ svarar hún og bæt- ir við. „Fólk hefur tíma fyrir sig og sína. Allir þekkja alla og allir eru reiðubúnir að hjálpa öllum.“ gun@frettabladid.is Fyrirtæki hafa þurft að flytja inn iðnaðarmenn að undan- förnu en nú fer nemendum í byggingariðngreinum fjölgandi. „Ég tel fyrirsjáanlegan skort á byggingariðnaðarmönnum hér á landi miðað við þær framkvæmd- ir sem standa yfir og verða boðnar út á næstunni,“ segir Páll Daníel Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá fyrirtæk- inu Eykt sem er stór verktaki í byggingariðnaði. Hann segir Eykt þó hafa gengið ágætlega að manna sín verk og að yfir 90% starfsmanna þess séu íslenskir. Eyjólfur Bjarnason, byggingar- tæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins er sammála Páli um að iðnaðarmenn vanti um þessar mundir og segir innflutning á þeim vera staðreynd, enda mikið af verkefnum í gangi vítt og breitt um landið. Mun meira en var fyrir fjórum til fimm árum. Eyjólfur segir þá ánægjulegu þróun vera í skólamálum að fleiri sæki nú í nám í byggingariðn- greinum en undanfarin ár og það staðfestir Baldur Gíslason, skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík. „Nemendum hefur fjölgað veru- lega á síðustu misserum í bygg- ingagreinum, til dæmis húsa- smíði, málun og múrverki,“ segir Baldur sem kveðst hafa þurft að bæta við sig kennurum af þessum ástæðum. „Það er ekkert nýtt að þetta gangi í sveiflum en þróunin er sérlega ánægjuleg núna,“ segir hann og upplýsir að um helmingi fleiri séu að hefja nám í bygging- ariðngreinum nú á vorönnn en undanfarin ár. „Við vitum ekki enn hvaða sérgreinar þeir nem- endur velja síðan því grunnnámið er það sama í byrjun,“ segir hann. Ekki vill hann fullyrða neitt um ástæður fjölgunarinnar en nefnir bæði aukna eftirspurn í þjóðfélag- inu eftir sérmenntun á þessum sviðum og einnig nýja námsskrá skólans sem virðist falla mönnum í geð. gun@frettabladid.is Skortur er á byggingariðnaðarmönnum Danir og Bretar harðir af sér Fyrirtæki þar sem flestir starfsmenn taka sér frí vegna veikinda sem vara í stuttan tíma: 1. Portúgal 2. Ítalía 3. Belgía 4. Þýskaland 5. Frakkland 6. Holland FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Hér er byggt við Elliðavatn. Iðnnemar verða að tileinka sér nákvæmni í mælingum. Þjóðminjasafn Íslands vill ráða í starf Kynningarfulltrúa Helstu verkefni kynningarfulltrúa eru kynningar- mál, almannatengsl og útgáfumál. Starf kynning- arfulltrúa felur í sér mótun á stefnu safnsins í kynningarmálum og almannatengslum og mótun, útfærslu og framkvæmd á kynningarherferð á starfsemi safnsins. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar n.k. Ítarlegar upplýsingar um starfið og kröfur um menntun og reynslu er að finna í auglýsingu Þjóðminjasafnsins á vefsíðunni www.starfatorg.is. Umsóknir með ferilskrá, afritum prófskírteina og meðmæl- um/upplýsingum um meðmælendur skulu berast til skrif- stofu safnsins að Lyngási 7, 210 Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.