Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 9
Það þarf svolítið að hafa fyrir því að vera Íslendingur. Svo sem að ferðast; líta í kringum sig og at- huga hvort aðrar þjóðir hafi það ekki bara heldur skítt – að minnsta kosti miðað við okkur, fámenna þjóð í fallegu landi. Eða – og það er jafnvel enn betra – að bjóða út- lendingum heim á klakann; láta þá hrífast almennilega ... Efalítið er engin þjóð jafn upp- tekin við að bera sig saman við aðrar þjóðir og Íslendingar. Og allt stafar það líklega af fremur þrá- látum efasemdum um að eyjan í norðri sé almennilega byggileg. Við erum sumsé ekki alveg viss um vistfræðina; hnatt- staðan er altént svolítið háskaleg, ef ekki hlægileg. Nú er það auðvitað í besta falli hranalegt að kalla nokkra eyju Ísland. Í samanburði við til dæmis Jersey, Möltu, Mallorca og Kanarí er Ísland í besta falli fremur fráhrindandi nafn. Jafnvel Svalbarði er meira aðlaðandi, að ekki sé talað um Bjarnarey, Jan Mayen – og náttúrlega Grænland. En við sitjum uppi með þetta nafn; Ísland. Það er út af fyrir sig áfall. Og eilíflega – á tali við útlendinga úti í stóru borg- um meginlandanna – byrj- um við samtalið á því að það sé ekkert svo sérstak- lega kalt á Íslandi. Og nafnið eigi eiginlega ekki við. Suma veturna frysti jafnvel ekkert í Reykjavík, en það sé einmitt höfuð- borgin; mjög lifandi borg og langtum skemmtilegri – segi útlendingar – en fjöl- mennari borgir Evrópu og Ameríku ... eiginlega svona 24 hour party zoo. Sjaldnast hvarflar að okkur að útlendingum sé ekki sama um landið okkur. Þá skal varða um allt það sem íslenskt er. Þeir skulu hafa áhuga. Þetta er eiginlega svolítið erfitt. Svolítil byrði. Sönnunarbyrði. Ekki einasta skulu útlendingar verða sannfærðir um það í eitt skipti fyrir öll að Ísland sé á meðal byggilegustu landa heims, heldur skulu þeir ekki velkjast í vafa um það eina sekúndu úr lífi sínu að þjóðin sem byggir þetta land sé á meðal þeirra gáfuðustu og falleg- ustu og ríkustu í allri veröldinni – og gott ef ekki veraldarsögunni. Samanlagðri. Það er af þessum sökum sem ótrúlegur fjöldi Íslendinga hefur komið leitarorðinu „Iceland“ fyrir í forritunum sínum og hrífst og kippist til eins og tveir á Richter þegar orðið dúkkar upp á skjánum. Þá er ekki sjaldan verið að fjalla um dásemdir Bláa lónsins, eða nötrandi næturlífið á Laugaveg inum ... já, eða bara kaupæði land- ans sem lýkur ekki í stórmörkuð- unum heima, heldur í stórmörkuð- unum ytra sem þessi furðulega þjóð kaupir í heilu lagi, gömlum konungsveldum til sárrar gremju. Þetta er klikkuð þjóð – segja greinarnar sem birtast í The Sunday Times og Le Nouvel Observateur, já eða bara Aften- posten – eftir að gáttaðir blaða- menn hafa flengst um grundir túndrunnar í boði íslenska ferða- málaráðsins og Flugleiða. Já, klikkuð ... a wild nation ... crazy vikings ... og okkur finnst ekki svo ónýtt að sjá þessi orð birtast á skjánum okkar, þökk sé Google. Brosum vinalega, hrífumst ... Því ... það að vera klikkaður í svona skrýtnu landi ... er eigin- lega sönnun þess að þetta sé allt í lagi. Einhvers konar fjarvistar- sönnun ... eða vottorð í leikfimi alheimsins. Einkunnin „einstök þjóð“ er fullnægjandi, unaðsleg, ólýsanleg. Og þegar útlendingar eru tilbúnir að segja að við séum „svo öðruvísi og villt og skemmti- leg“ eða að „ég hef aldrei kynnst öðru eins energíi hjá nokkurri þjóð“ þá brýst hamingja okkar fram í barnslegu flissi sem getur í sumum tilvikum verið hamslaust, en alltaf þó falslaust. Það er nokkurn veginn toppurinn á tilveru Íslend- ings að fara með útlending um landið sitt; koma við í Námaskarði, skjótast yfir Kjöl, kíkja á Gullfoss, gutla í Strokki og stökkva svo algallaður inn í nætur- lífið í lauslátustu borg heims og fylla á öll sín vit og vitleysu. Skilja svo við ringlaðan manninn í Leifs- stöð sem hefur aldrei upp- lifað annað eins ... allt frá hrútspungum að hrífandi stelpum, eyðumörkum til þessa undarlega kjarrs sem heimamenn kalla skóga. Og planta þar einni hríslu til vitnis um ævar- andi Íslandstryggð. Taka jafnvel ásatrú í ofboðlítilli kirkju, kaupa selskinns- frakka í duty free. Svona þjóð, sem þarf sí- felldlega að vera að sanna sig, af því hún er ekki nógu stór til að hugsa um annað en sjálfa sig, já, svona þjóð lifir fyrir það að aðrar þjóðir klappi henni á bak- ið. Að vísu vill hún helst geta stjórnað klappinu sjálf ... en þegar því slepp- ir sér hún að minnsta kosti til þess að klappið verði aðeins skilið á einn hátt; að útlendingar séu hrifnir, uppveðraðir og elskir að landi og þjóð. Það er ekki svo ónýtt. Þetta þjóðareinkenni birtist okkur árlega, mánaðarlega, oftast vikulega, stundum daglega. Og nú nýlega urðum við þessa vör þegar flestum ráðherrum rík- isstjórnarinnar var boðið til frum- sýningar á amerískum sjónvarps- þætti sem var að hluta til tekinn á Íslandi. Hvergi í heiminum setjast ráðamenn niður með popp og kók og komast við þegar þyrlan hefur sig yfir Háafoss. Og segjast bara aldrei hafa séð aðra eins Íslands- kynningu; ja hérna og jeminn góði. Milljarðavirði. Þetta er svo klikkað, einstakt, æðislegt. Og íslenskt. ■ Það er mikill misskilningur ef einhverjum dettur í hug að ágreiningurinn um veru Íslands á lista hinna viljuga þjóða sé úr sögunni nú þegar bandarísk stjórnvöld hafa skipt þeim lista út fyrir annan þar sem á eru hernámsþjóðirnar í Írak. Það hefur að vísu ekki verið opinberlega staðfest af fulltrúum Hvíta húss- ins að listi hinna viljugu hafi verið lagður af því þegar þetta er skrifað er sú frétt höfð eftir ónafngreindum háttsettum emb- ættismanni í liði Bush. Það er hins vegar athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að fyrsta fréttin af því að listinn heyri sögunni til kom fram á föstudaginn í kjölfar birtingar auglýsingar Þjóð- arhreyfingarinnar í New York Times, þar sem beðist var afsök- unar á stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Það varð því aldrei að sú auglýsing hefði ekkert upp á sig eins og margir gagnrýnendur hennar héldu fram. Í fréttum af nýja listanum, sem á eru þær 28 þjóðir sem eru með hernámslið í Írak, kemur fram athyglisverð söguleg upp- rifjun á hinum listanum, þessum sem stjórnarherrar okkar og spunameistarar þeirra vilja meina að ekki hafi verið leitað sam- þykkis fyrir að nafn Íslands yrði sett á. Eða svo rifjuð séu aftur upp í þessum dálki skrif Péturs Gunnarssonar, skrifstofu- stjóra þingflokks framsóknarmanna á vef Framsóknarflokks- ins fyrir skömmu: „Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista, það var almannatengslaákvörðun, tekin í Hvíta húsinu, í því skyni að koma pólitískum skilaboðum á framfæri á einfald- an hátt við bandarískan almenning.“ En hvernig var þessi margnefndi listi viljugu settur saman? Jú, í fréttum af endalokum hans er minnt á að hann samanstóð af 45 þjóðum sem lýst höfðu yfir stuðningi við innrás Banda- ríkjanna og Bretlands. Þar af voru 15 þjóðir sem vildu ekki að nafn þeirra kæmi fram. Sem sagt, Ísland var eitt af 30 löndum heimsins sem lýstu því yfir opinberlega að landið styddi innrás í Írak og ef við eigum að taka Pétur Gunnarsson trúanlegan var það gert að íslenskum stjórnvöldum forspurðum. Ef við gefum okkur að svo hafi verið, hlýtur að vakna spurning um hvort rík- isstjórn Íslands hafi ekki gert athugasemdir við þá málsmeð- ferð bandarískra stjórnvalda? Eða eigum við að trúa því að litið sé á okkur Íslendinga sem slíka taglhnýtinga að ekki taki því að spyrja okkur álits? Og að þeir sem hér fara með völd láti slíkt yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust? Þótt listi hinna viljugu tilheyri ef til vill fortíðinni skulda Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þjóðinni svör við þess- um spurningum, að minnsta kosti þeim yfirgnæfandi meiri- hluta landsmanna sem er og hefur alla tíð verið mótfallinn stuðningi Íslands við innrásina í Írak. ■ 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR NOKKUR ORÐ JÓN KALDAL Listi hinna viljugu er úr sögunni en ágreiningurinn ekki. Málinu ekki lokið FRÁ DEGI TIL DAGS Eða eigum við að trúa því að litið sé á okkur Íslendinga sem slíka taglhnýtinga að ekki taki því að spyrja okkur álits? Og að þeir sem hér fara með völd láti slíkt yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust? ,, ER ALLT Í DRASLI HEIMA? Hefurðu ekki tíma til að taka til? Eða nennirðu því kannski ekki? Er allt á öðrum endanum hjá þér eða einhverjum sem þú þekkir? Er fólk hætt að koma í heimsókn? Ekki örvænta, það er hjálp innan seilingar. Sagafilm er að leita að heimilum í nýja þáttaröð fyrir Skjá 1, þar sem við sópum út og breytum heimili í höll. Vertu með og hafðu samband við okkur hjá alltidrasli@sagafilm.is eða í síma 515 4600. Því verra sem ástandið er því betra! Tilboð sem ekki er hægt að hafna! Einn í vörninni Alþingi er að koma saman og þing- menn, margir hverjir, hafa verið í hálf- gerðu þagnarbindindi. Fastlega er búist við að þeir verði eins og kýr að vori, skvetti úr klaufunum. Halldór Ásgríms- son þarf örugglega að treysta á að halda ró sinni, einkum og sér í lagi þar sem hann hefur ekki Davíð Oddsson sér til hjálpar, þar sem hann er í fríi. Þannig að Davíð er ekki til staðar og bjargar því ekki málunum með ógleymanlegum setningum eins og afturhaldskommatittaflokkur eða öðrum ámóta. Halldór gegnir hvoru- tveggja starfi forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra og verður trúlega einn í miðju varnarinnar. Óheppilegt Þegar hafði lygnt lítið eitt um Íraksmál- ið og stjórnarflokkana urðu Guðna Ágústssyni á mikil mistök. Hann virtist vera að fríspila sig frá málinu en var rekinn út á völlinn aftur og stendur þar enn, illa klæddur eða ber. Hans eigin flokksmenn keppast um að benda á nekt hans, þar fer Valgerður Sverris- dóttir fremst. Í skjóli Framsóknar Meðan framsóknarmenn segja eitt í dag og annað næsta dag, svo sem Guðni og Hjálmar Árnason, lifa átök samfylkingarfólks í skjóli af stórum átakaskugga Framsóknar. Það verður ekki lengi og víst er að átökin þar eiga eftir að herðast, opinberast og verða sárari. Enn hefur ekki verið bent á að málefni innan þess flokks kalli á upp- gjör milli formanns og varaformanns. Þess vegna bíðum við og sjáum hvort flokksfólk kjósi um fleira en stíl. Meðan herðist hnúturinn. sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja- vík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf sími 585 8330 Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Annarra þjóða klapp á bakið TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Efalítið er engin þjóð jafn upptekin við að bera sig saman við aðrar þjóðir og Íslendingar. Og allt stafar það líklega af fremur þrálátum efasemd- um um að eyjan í norðri sé almennilega byggileg. Við erum sumsé ekki alveg viss um vistfræðina; hnattstaðan er altént svolítið háskaleg, ef ekki hlægileg. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.