Fréttablaðið - 23.01.2005, Síða 1
H M Í H A N D B O L T A
T Ú N I S
BEST BORGIÐ INNAN ALÞJÓÐ-
LEGRA STOFNANA Thorvald Stol-
tenberg sagði í gær að hags-
munum Norðurlandaþjóðanna er
best borgið innan alþjóðlegra
stofnana líkt og SÞ, NATO og
Evrópusambandsins. Sjá síðu 2
45 GÆTU MISST VINNUNA Mikill
uggur er á Stöðvarfirði eftir að
stærsti atvinnurekandinn, Sam-
herji, tilkynnti að mögulega
verði landvinnslan í bænum lögð
niður. Sjá síðu 4
FULL ÁSTÆÐA TIL AUKINS EFTIR-
LITS Eftirlit með erlendu ólög-
legu vinnuafli hér á landi er á
hendi lögreglu, segir dómsmála-
ráðherra. Ráðuneyti hans hefur
ekki haft þessi mál til skoðunar
að undanförnu. Sjá síðu 6
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 24
Sjónvarp 32
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
23. janúar 2005 – 21. tölublað – 5. árgangur
HLÝINDI UM ALLT Í KVÖLD
HANN ER AÐ HLÝNA. Vaxandi
sunnanátt. Skúrir vestan til í fyrstu en síðan
rigning með kvöldinu. Frostlaust á öllu
landinu í kvöld. Sjá síðu 4.
MARTRÖÐ Í JANÚAR Leikfélag
Menntaskólans við Hamrahlíð
sýnir Matröð á jólanótt í Loft-
kastalanum klukkan átta í kvöld.
Allt landið
18-49 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
62%
38% HM í handbolta í Túnis:
SÍÐA 34
▲
Strákarnir okkar spila á
móti Tékkum í kvöld
SÍÐUR 24 & 26
▲
Guðrún Ásmundsdóttir
Aldrei verið
hamingjusamari
SÍÐUR 16 – 17
▲
DEILA Bæjaryfirvöld í Kópavogi
hafa sent iðnaðarráðuneytinu lög-
námsbeiðni til að geta farið með
vatnslögn frá borholum bæjarins
í Vatnsendakrikum yfir land
Reykjavíkurborgar í Heiðmörk.
Borgaryfirvöld meinuðu Kópa-
vogsbæ um heimild til að leggja
leiðsluna yfir land sitt í fyrra og
samningaviðræður um málið
sigldu í strand.
Gunnar I. Birgisson, formaður
bæjarráðs Kópavogs, segir málið
allt vera með ólíkindum. Skýrt sé
kveðið á um það í vatnalögum að
bænum sé heimilt að leggja leiðsl-
una um landið.
K ó p a v o g u r
hafi keypt
vatnsréttindi í
V a t n s e n d a -
krika.
„Þeir vilja
láta okkur
kaupa vatn af
sér með góðu
eða illu,“ segir
Gunnar I. „Við
erum hins vegar að stofna vatns-
veitu því það er mjög hagkvæmt
fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það
myndi þýða að vatnsskatturinn
á bæjarbúa lækkar verulega.“
Gunnar I. segir mjög sérkenni-
legt og óþekkt að sveitarfélag
neiti öðru sveitarfélagi um að fara
með vatnsleiðslu um land.
„Orkuveita Reykjavíkur er
núna að byggja Hellisheiðarvirkj-
un og þarf að fara með leiðslur
þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli
við neitum þeim ekki bara um það.
Mér finnst það allt eins líklegt.“
Málið í heild sinni er alveg fá-
ránlegt og í raun grátbroslegt að
sögn Gunnars I.
„Þótt Reykjavík sé stærsta
sveitarfélag landsins getur það
ekki kúgað hvern sem er í krafti
stærðarinnar. Borgarfulltrúar
Reykjavíkurlistans ættu kannski
að leita sér sálfræðihjálpar vegna
minnimáttakenndar gagnvart
Kópavogi.“
Borgaryfirvöld líta svo á að
Vatnsendakrikar séu eign Reykja-
víkur því þeir hafi verið teknir
eignarnámi árið 1949 og bætur
greiddar fyrir. Gunnar Eydal
borgarlögmaður segist telja að
ráðuneytinu beri að vísa lögnáms-
beiðninni frá þar sem óbyggða-
nefnd eigi eftir að úrskurða um
svæðið. trausti@frettabladid.is
Gælir við köttinn Mura
Kötturinn Muri, sem nefndur er eftir Steingrími Árnasyni, leikur stórt hlutverk í nýju myndbandi Bjarkar Guðmundsdóttur.
Þar fær hann að leika ástmann Bjarkar. Að sögn eigandans er Muri mjög hlýðinn og elskar að fara í bíltúra.
Borgarfulltrúar leiti
sér sálfræðihjálpar
Formaður bæjarráðs Kópavogs segir að vegna minnimáttarkenndar gagnvart Kópavogi ættu
borgarfulltrúar R-listans kannski að leita sér sálfræðihjálpar. Reykjavíkurborg meinar Kópavogi
að leggja vatnsleiðslu um land sitt. Iðnaðarráðuneytið er með málið til skoðunar.
GUNNAR I.
BIRGISSON
Daginn eftir að auglýsing Þjóð-
arhreyfingarinnar birtist í New
York Times kom frétt í sama
blaði þar sem bandarískur emb-
ættismaður, sem vill
ekki láta nafns síns
getið, heldur því fram að Ísland
sé ekki lengur á lista yfir banda-
menn Bandaríkjanna í Írak.
Upphaflegi listinn, þar sem Ís-
land var nefnt meðal ríkja sem
studdu innrásina, gegni engu
hlutverki lengur hjá Banda-
ríkjastjórn.
Fréttin, sem var frá Reuters-
fréttastofunni, birtist einnig í
flestum helstu fjölmiðlum
heims í gær. Sjá síðu 2
Á SKÍÐUM Í KRINGLUNNI Akureyringurinn Helgi Heiðar Jóhannesson bar sigurorð af Ísfirðingnum Einari Ólafssyni á innanhússmóti í
gönguskíðum sem haldið var í gær. Um 50 metra langri snjóbraut var komið fyrir í Kringlunni svo hægt væri að halda keppnina. Fjöldi
Kringlugesta fylgdist með keppninni og er ekki annað að sjá en uppátækið hafi mælst vel fyrir.
„Hinir viljugu“:
Ísland ekki lengur á lista
Uppreisnarhreyfingar
Palestínumanna:
Hafa fallist á
vopnahlé
GAZABORG Abu Muhammed, einn
af talsmönnum píslarvottar-
sveitanna Al Aksa , sagði í gær að
sveitirnar gætu fallist á vopnahlé,
svo framarlega sem Ísraelsmenn
samþykkja einnig að hætta árás-
um á Palestínumenn og leysi jafn-
framt palestínska fanga úr haldi.
Yfirlýsingin frá Al Aksa-hreyf-
ingunni kemur beint í kjölfarið á
yfirlýsingu frá Hamas-samtökun-
um um að árásum verði hætt og
landamæri Ísraels verði viður-
kennd sem og samkomulagi
Palestínustjórnar við samtökin
Jihad um vopnahlé.
Yfirlýsingar þessara þriggja
samtaka benda til þess að
Mahmoudd Abbas, forseti stjórn-
ar Palestínumanna, hafi náð
nokkrum árangri í tilraunum
sínum til þess að sannfæra þessar
vopnuðu sveitir um að láta af
árásum á Ísraelsmenn, sem gæti
orðið fyrsta skrefið í áttina til
þess að binda enda á fjögurra ára
blóðug átök.
Undanfarna daga hefur Abbas
átt fjölmarga fundi með fulltrúum
samtakanna þriggja, Hamas,
Jihad og Al Aksa. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M