Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.01.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. janúar 197S TÍMINN AAerkur aldarferill rakinn KVENNASKÖLINN i REYKJAVIK 1874-1974. Almenna bókafélagiö 1974. 335 bls. ÞETTA ER MIKIÐ RIT, þar sem margir höfundar eiga efni. Bókin hefst á gagnmerkri rit- gerö um fyrsta skólastjóra kvennaskólans, frú Þóru Mel- steö, er hún skrifuö. af núver- andi skólastjóra, frú Guðrúnu P. Helgadóttur. Aðalsteinn Eiriksson skrifar langa grein, sem heitir Saga skólans, Sigrið- ur Briem Thorsteinsson skrifar um Ingibjörgu H. Bjarnason, Björg Einarsdóttir skrifar um Ragnheiöi Jónsdóttur og Sig- laug Asgrimsdóttir skrifar við- tal við Guðrúnu P. Helgadóttur, skólastjóra. Auk þessa er svo birt Avarp til Islendinga, dag- sett I Reykjavík 18. marz 1871, þar sem sýnt er fram á nauðsyn þess, ,,að ungar stúlkur hér á landi geti öðlazt alla þá mennt- un til munns og handa, sem prýöir konur og sæmir þeim, og gjörir þær hæfar til fagurrar og heillaríkrar starfsemi á heimil- um þeirra, einkum sem hús- mæður." Hér er verið að undir- búa jarðveginn fyrir kvenna- skóla I Reykjavik. — Þá er birt reglugerð kvennaskólans 1882, enn fremur skólasöngurinn, nemendafjöldi frá 1874-1974, kennslu- og próf greinar f rá 1874- 1974, skólanefnda- og kennara- tal, og nemendatal. Þar að auki eru svo heimildir og skýringar og eftirmáli, sem frú Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri hefur skrifað. Ótalinn er enn mikill fjöldi mynda af starfsfólki og námsmeyjum, — og satt að segja væri engum karlmanni lá- andi, þótt honum yrði litið úr lestri á þeim opnum bókarinn- ar, þar sem allan þennan glæsi- leika ber fyrir augu. Af þvi sem rakið hefur verið hér að framan, er ljóst, að það er ekki neitt smáræðis efni, sem bókin hefur aö flytja, og auðvit- að meö öllu vonlaust, að gera þvi verðug skil i einni blaða- grein. Grein frú Guðrúnar P. Helga- dóttur um Þóru Melsteð er ágætlega skrifuð. Viö fáum þar glögga innsýn I líf og hugsunar- hátt fólks, sem uppi var fyrir hálfri annarri öld, þegar dömur Þóra Melsteð, fyrsti skóla- stjóri Kvennaskólans I Reykjavik. gátu ekki veriö þekktar fyrir að nota orð eins og „benklæder" i sendibréfum sin á milli. — Við fáum að fylgjast með föður Þóru, Grimi Jónssyni amt- manni, erfiðleikum hans, áhyggjum og veraldarvafstri, bæði i Danmörku og á Islandi, unz hann loks andast norður á Möðruvöllum 7. júni 1849, hálf- um mánuði eftir að um það bil sextlu manna hópur „aðallega Skagfirðingar" höfðu sótt hann heim og hrópað hann af. Vafa- laust hefur hann verið saddur lifdaga, og svo mikið var vist, að J>ar lauk stormasamri ævi. ókunnugum lesanda er mikill ávinningur af lýsingunni á for- eldrum Þóru Melsteð og þeim vandkvæðum, sem þau áttu við að striða um dagana. Þetta hjálpar okkur mikið til þess að skilja Þóru og meta viðhorf hennar og störf sanngjarnlega. Hún viröist hafa verið fremur þunglynd, átt erfitt meö að um- gangast aðra, og hætt til þess að fara hjá sér, þegar ókunnugir voru viðstaddir. Þetta gæti aö einhverju leyti hafa verið áskapað og meðfætt, en ekki má heldur vanmeta uppeldisáhrif og þann tiðaranda sem bannar ungum stúlkum að nota jafn- saklaust orð og „benklæder." Ætla mætti, að skólastjóra- staða væri ekki heppileg fyrir manneskju með skapgerð Þóru Melsteð. Hitt er þó vist, að nemendur hennar bera henni vel söguna, og það bendir ekki til annars en aö samstarf henn- ar og námsmeyjanna hafi veriö gott i hvívetna. Um þetta segir svo i ritgerð Guðrúnar P. Helgadóttur: „Námsmeyjar Þóru, sem enn eru á Hfi, lýsa henni mjög á eina lund. Hún hafi borið mikla persónu, komið prúömannalega fram, og þegar finna þurfti að, hafi hún gert það hógværlega. Fæstar muna eftir særindum eða leiðindum, meöan á dvöl þeirra stóð, en fátt hafi veriö gert til skemmtunar. Þeim ber saman um, að for- stöðukonan hafi lltið skipt sér af stúlkunum hverri fyrir sig, en gengið um og litið vel eftir öllu." (Bls. 74). „Algengustu lýsingarorðin, sem þær nota, eru þau, að Þóra hafi verið alvarleg og virðuleg. Þær telja, að hún hafi sjaldan skipt skapi né sýnt neinar svip- breytingar, en þeim ber saman um, að hún hafi viljaö þeim vel." (Bls. 76). Það væri ákaflega freistandi að dvelja lengur við ritgeröina um Þóru Melsteð, en umsögn i dagblaði eru þröng takmörk sett. Ég býst við, að ritgerðin hefði grætt á þvi, ef höfundurinn hefði i upphafi rakið helztu ævi- atriði Þóru Melsteð frá vöggu til grafar i stuttu, samþjöppuðu máli, likt og t.d. próf. Sigurður Nordal geröi, þegar hann skrif- aði sina miklu ritgerð um Stephan G. Stephansson á sin- um tima. Eftir slíkan inngang ætti lesandi, sem áður var Htt kunnugur ævi og störfum Þóru Melsteð, auðveldara með að átta sig á efninu og væri fljótari að skilja samhengi atburðanna. Ritgerð Aðalsteins Eirfksson- ar, Saga skólans, tekur yfir 119 blaðsíður bókarinnar. Eins og nafnið bendir til, er þar fyrst og fremst rakin saga skólans frá upphafi til þessa dags. En greinin er miklu meira en saga kvennaskólans I þrengstu merk- ingu. Hinum þjóðfélagslega bakgrunni er ekki gleymt. „Fyrsti vottur nýs tlma hér á landi var starf Lúðviks Harboe og Jóns Thorchillius, sem voru hér árin 1741-1745, en smátt og smátt seildist þó veraldarvaldiö með tilstyrk skynsemisstefn- unnar til fræðslumálanna. Um þaö leyti, sem kvennaskóli komst á I Reykjavik, réð amt- maðurinn jafnmiklu og biskup- inn i þeim efnum, en saman Guorún P. Helgadóttir, núver- ándi skólastjóri Kvennaskól- ans I Reykjavik. nefndust þessir tveir embættis- menn stiftsyfirvöld." (Bls. 90). Vitanlega urðu annað slagið árekstrar viö yfirvöldin, þau reyndustoft treg i taumi, þegar fjármálin voru annars vegar, en auk þess kom fleira til. „Saga Kvennaskólans i Reykjavik á áratugnum 1880- 1890 einkenndist mjög af hörð- um deilum milli frú Þóru og for- stöðunefndar skólans. Deilurn- ar voru öðrum þræði persónu- legar, en fyrst og fremst snerust þær um stöðu skólans og yfir- ráðin yfir honum. Annars vegar deildu forstöðukonan og skóla- nefndin, en hins vegar nefndin og amtsráð Suðuramtsins." (Bls. 136). Það hefur vist aldrei verið áhyggjulaust verk að stjórna mennta- og menningarstofnun- um, en jafnvist er hitt, að Kvennaskólinn i Reykjavik hef- ur staðið af sér þær öldur, sem i kringum hann hafa risið á aldarlöngum ferli hans. Aðal- steinn Eiriksson kemst svo að oröi undir lok ritgerðar sinnar: „Þannig voru menn i byrjun andsnúnir skólanum af ætt- jarðarást einni saman, vegna þess að þeir héldu, að skólinn ætlaði að ganga erinda Dana á íslandi. A öðrum timum hafa menn verið skólanum andsnún- ir, af þvi að þeir óttuðust vöxt borgarinnar á kostnað sveitanna, eða þá að skólinn væri tæki hinna betur megandi til þess að viðhalda forréttind- um sinum. Sumt fólk er sannfært um, að með rekstri skólans sé stuðlað að hinu gagn- stæða við tilgang hans, nefni- lega að viðhalda misrétti kynj- anna. Litlar likur eru til þess, að slik andstaða gegn skólanum þverri i framtíöinni, en einmitt fyrir það er liklegt, að hann haldi vöku sinni og verði upp- hafi sinu sifellt likur og vaxi af andstóðunni. öþarfi er þvi fyrir skólann að kvarta, þótt hann hafi á ferli sinum átt við ýmis- legt mótlæti að striða." Þótt hér hafi aðeins verið rætt um tvær fyrstu greinar bókar- innar, táknar þaö ekki, að aðrar greinar hennar séu ekki fullrar athygli verðar. Fróðlegt er að lesa greinina um Ingibjörgu H. Bjarnason, sem tók við skóla- stjórninni af Þóru Melsteð en Ingibjörg mun vera fyrsta Is- lenzka konan, sem lokið hefur prófi I leikfimi. Eftir dag Ingibjargar H. Bjarnason tók Ragnheiöur Jónsdóttur við skólanum. I skólastjóratlð hennar varð sú gagngera breyting á högum skólans, að hann var gerður að rlkisskóla með nýju fræðslulög- unum, sem tóku gildi árið 1947. Taldi Ragnheiður, að sú ráð- stöfun væri „hinn mesti ávinn- ingur fyrir skólann." Og auð- vitað gerbreyttust þá öll viðhorf til reksturs skólans, þar sem kennarar hans sátu nú við sama borö og aðrir opinberir starfs- menn. Þá er loks eftir að minnast á viðtalið, sem Sigurlaug As- grímsdóttir skrifar við Guðrúnu P. Helgadóttur, núverandi skólastjóra kvennaskólans. Þetta er ákaflega fróðleg grein og skemmtileg aflestrar, ekki sizt kaflinn um minningar Guðrúnar frá Vifilsstöðum, en eins og mörgum mun kunnugt, er hún dóttir Helga Ingvarsson- ar, fyrrum yfirlæknis á Vifils- stöðum, þess þjóðkunna sæmdarmanns. Og það sem hún segir okkur um kennslu sina og störf i þágu skólans, eykur og fyllir þá mynd, sem við höfðum af kvennaskólanum. Þetta greinarkorn átti aldrei að vera neinn dómur um Kvennaskólann i Reykjavtk. Við vitum öll, að hann reis á legg við erfiðar aðstæður, þegar skilningur á almennri menntun — ekki sizt stúlkna — var allur annar en nú. Auðvitað hefur gata hans ekki alltaf verið bein og slétt, enda dettur engum i hug, að menntastofnun geti starfað i heila öld, án þess að þurfa að kljást við margvisleg vandamál. En hvort sem mönnum kann að þykja Kvennaskólinn I Reykjavik góður eða slæmur, þá er hitt vist, að bókin, þar sem saga hans er sögð, er góð bók. Hún er ekki aðeins saga kvennaskólans, heldur er hún lika þjóðfélagslýsing og aldar- spegill, mér liggur við að segja, tslandssaga i hnotskurn. Hún er heimildarrit, sem er aðstand- endum sinum til sóma. — VS. íslenzkar frímerkjaútgáfur 1975 Gosiö í Vestmannaeyjum útgáfur næsta árs hefjast með því, að gefin verða út tvö frimerki hinn 23. janúar, á 2 ára afmæli eldgossins I Vest- mmmm mannaeyjum. Bæði merkin eru með myndum frá Heimaey. — Sú fyrri sýnir Helgaf ell og giga- röðina, sem myndaðist ut frá fellinu i upphafi goss. Enn fremur sést yfir höfnina kaupstaoinn sjálfan, eins og og hann leit þá út. Merkiö er 20 krónur aö verðgildi. Hitt merkið sýnir okkur svo sama stað, eða þvi sem næst, og hvernig útlits er i Vestmannaeyjum að gosi loknu. Nú tróna fjöllin tvö, Eldfell og Helgafell, yfir bænum. Hraunbreiðan liggur yfir hluta hans, og enn eldar úr nýja fellinu. Merki þetta er 25 krónur að verðgildi. Frlmerki þessi eru gerð eftir litskyggnum Sigurgeirs Jónas- sonar og Hjálmars R. Bárðar- sonar, sem valdar voru úr miklum fjölda mynda. Fyrstadagsstimplun merkj- anna fer fram i Reykjavfk, að venju og einnig meö sérstökum stimpli i Vestmannaeyjum, en stimpilinn gerði Margrét Arna- dóttir, sem á heiöurinn af nær öllu þeim sérstimplum, sem séð hafa dagsins ljós á undan- förnum árum. Evrópumerki I ár hefir verið ákveðið, að Evrópumerkin i CEPT-lönd- unum skuli gerð eftir mál- verkum. Þessi merki koma að vanda út um mánaðamótin april-mai og verða i tveimur verögildum. Það voru mikil framför, þegar CEPT-löndin hættu á síðasta ári að vera öll með sama myndefni á Evrópumerkjunum, af þvi aö slik útgáfa var orðin alltof einhæf. Nú fær útgáfan yfir sig allt annan og persónulegri blæ hjá hverri þjóð, og það hlýtur að auka ánægjuna við söfnun peirra. Hvernig væri, að nota hér á landi myndir eins og Goðunum kastað eftir Kjarval og A förnum vegi eftir Ninu Tryggvadóttur? Rauöi Kross islands 50 ára Thorvaldsensfélagið 100 ára Nii erum við að fara inn á nýja braut. Það er að sameina undir eina útgáfu afmæli fleiri en eins félags, i stað þess að dreifa þeim á margar útgáfur. Þetta er svo sem ekkert einsdæmi. Bretar hafa gert þetta um hrið, og þaö hefur gefizt vel. Þvi þa ekki að taka upp það, sem vel hefir reynzt annars staðar. Rauði krossinn á 50 ára afmæli á þessu ári og er vissu- lega þess veröugur, að þeirra timamóta sé minnzt. Myndefni merkisins hefir ekki verið ákveðiö ennþá. Þá á hinn þarfi kvennafélags- skapur, Thorvaldssenfélagið, 100 ára afmæli á árinu þær ágætu konur eru þess vel maklegar að þeirra veröi óafmáanlega getið i frimerkja- söguna. Þær hafa raunar gert félagsskap sinn ódauðlegan með jólamerkjaútgáfu sinni Sigurður H. Þorsteinssori. FRAMHALD.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.