Tíminn - 04.01.1975, Page 9

Tíminn - 04.01.1975, Page 9
Laugardagur 4. janúar 1975 TÍMINN 9 k FLOKKSÞINGINU sumri, én umferðin hjá okkur var oft svo mikil, að við sjálft lá að gera þyrfti gangbraut yfir veginn fyrir gripi þeirra bænda, sem áttu land beggja megin, þvi að sjaldan myndaðist það hlé i bilaumferð- ina, að þeir kæmust yfir. — Þótt mikil þörf sé á, að þjóð- vegurinn sjálfur sé i sem beztu ástandi, má ekki gleyma hliðar- vegunum. Hvað þá snertir hefur ástandið verið heldur slæmt og litlar úrbætur verið gerðar. Sjálf- sagt segir fólk um land allt sömu söguna i þessum efnum, og það er ef til vill ekki óeðlilegt i þjóðfé- lagi, sem er i jafnörri uppbygg- ingu og hið islenzka. En þörfin á bættri aðstöðu er eigi að siður afar mikil. Þá þarf líka að hraða byggingu nýrrar brúar á ölfusár- ósa, en sú brú er hreinlega lifs- spursmál fyrir þorpin austan ölfusár og kæmi auk þess til með að bæta mjög aðstöðu sveitanna. — Ekki alls yfir löngu var keyptur nýr skuttugari til Þor- lákshafnar og hafnaraðstaðan þar hefur verið bætt mikið. Þar standa nú yfir miklar hafnar- framkvæmdir. Annars er það sér- staða á Suðurlandi, að þar er eng- in höfn á mjög löngu bili þ.e. allt frá Stokkseyri til Hafnar á Hornafirði, og við leggjum áherzlu á, að nefndin, sem kom á rannsaka þau mál, komist sem fyrst á laggirnar. — Félag ungra framsóknar- manna í minni heimabyggð verð- ur 25 ára i ár og ætlum við að minnast þess með veizluhöldum. Starfsemi félagsins hefur ætið verið i miklum blóma, og félags- starf okkar verið sérstaklega lif- legt, og vona ég að svo megi verða áfram. Baldvin Baldursson, Norðurlandl eystra: „Samvinnuhreyfingin hefur átt stóran þátt i allri upp- byggingu....” Baldvin Baldursson bóndi á Rangá i Suður-Þingeyjarsýslu var einn fulltrúa Noröurlands- kjördæmis eystra á flokksþingi framsóknarmanna. Baldvin sagði, að breyting hefði oröið á högum fólks i sinum heimahögum og gætti þess þar mjög, að meira og betur hefði verið hlynnt að dreifbýlinu á undanförnum árum en oftast áöur. — Húsavik er t.d. i mjög örum vexti. Þar eru og hafa verið mikl- ar framkvæmdir og hefur oft fremur skort fólk en fé til þess að koma öllu þvi I framkvæmd, sem ráögert hefur verið. Þetta má beinlinis rekja til byggðastefnu siöustu rikisstjórnar. í raun hefur ekki rikt atvinnuleysi hjá okkur áður, en velmegunin hefur verið sérstaklega mikil nú siöustu árin. A Húsavik er mikil og vaxandi smábátaútgerð en bátaútgerðin hefur löngum verið meðal stærstu þáttanna i atvinnulifi þar. Þar er lika fiskiðjusamlag, sem unnið er að stækkun á. Fyrir forgöngu Kaupfélags Þingeyinga hefur verið reist þar nýtizku sláturhús, sem er meðal hinna beztu á land- inu og fleira mætti nefna. En þaö er athyglisvert i þessu sambandi, hversu mikinn þátt samvinnufé- lögin og samvinnuhreyfingin hafa átt I allri uppbyggingu á þessum stöðum. — Hvað samgöngumál i minni heimabyggð snertir þá hefur margt verið að gert á undanförn- um árum. En betru má ef duga skal, þvi að uppbygging vega hefur mjög mikið aö segja á þess- um slóðum, sérstaklega fyrir þá, sem búa i snóþyngstu héruðun- um. — Nokkuð vel hefur verið hug- að að skólamálum undanfarið. Tveir nýir skólar hafa risið á skömmum tima þ.e. Stórutjarn- arskóli og Hafralækjarskóli og þar er einnig nýbyggt iþróttahús. Við erum heldur ekki beinlínis óánægðir með heilbrigðisþjón- ustuna, þvi að á Húsavlk er nýtt sjúkrahús og ágætis aðstaöa. En eitt af þvi, sem veldur okkur hvað mestri óánægju er símaþjónust- an. Hún er allsendis ófullnægj- andi og oft er alls ekki hægt að ná sambandi gegnum sima. — Ekki er hægt að segja, að ástandiö i orkumálum sé veru- lega slæmt, en þörf er á að full- nægja m jög ört vaxandi orkuþörf. Hin mikla uppbygging, sem orðið hefur, aðallega á Akureyri og Húsavik hefur i för með sér meiri aukningu á orkuþörf en áætlað var. I þvi sambandi einblinum við á Kröfluvirkjun, en hún mun koma okkur til góða, þegar hún kemst I notkun. Þá ber að geta þeirra borana, sem geröar hafa verið á Hveravöllum I Reykja- hverfi. Þær gáfu betri raun en nokkur hafði þorað að vona og erum við mjög vakandi fyrir öll- um möguleikum til nýtingar þeirrar orku. Jafnvel hefur komið til tals, að Akureyringar fengju sina hitaveitu frá Hveravöllum, en sá möguleiki er enn aðeins á viðræðustigi. — Horfurnar I landbúnaðinum nú eru nokkuð tvisýnar. Hin giifurlega áburðarhækkun getur komið sér afar illa fyrir bændur og okkur er nær útilokað að festa kaup á áburði á þessu verði, nema þess gæti verulega á verði framleiðslunnar. Ég er sjálfur úr þvi héraði, þar sem landbúnaður er meststundaður. Ég hef á þessu flokksþingi orðið var við vilja til að efla hag landbúnaðarins og vil lýsa yfir ánægju minni og gleði meö þá afstöðu. Jóna Hjaltadóttir fra Ytri- Njarðvik var einn af fuiltrúum Reykjaneskjördæmis á flokkas- þinginu. Hún kvaðst ánægö með störf þingsins og vera þess full- Jóna Hjaltadóttir úr Reykjanes- kjördæmi: „Hin öra fólksfjölgun hefur haft I för með sér viss vandamál....” viss að slik þing heföu miklu hlut- verki að gegna. Þar kæmu saman fulltrúar frá hinum ýmsu lands- hlutum og kynntust sjónarmiðum hvers annars. Oft vildi brenna við, að fólk sæi ekki langt út fyrir hagsmuni eigin heimabyggðar, en þing, þar sem fólk kemur sam- an og skiptist á skoðunum, eru vel til þess fallin að ráða bót á þvi og vikka sjóndeildarkringinn. — úr minni heimabyggð held ég að allt sé tiltölulega gott að frétta. Að visu hafa ekki orðiö þar jafnmiklar breytingar i fram- faraátt eins og viða úti á lands- byggöinni, en þess ber að gæta i þvi sambandi, að athafnalif hefur ætið verið mikið á Suðurnesjum og yfirleittalltaf nóg að gera fyrir fólkið, sem þar býr. — Af framkvæmdum að und- anförnu ber sennilega hæst hafn- arbæturnar i Grindavik. Þar hefur á skömmum tima tekizt að vinna mjög gott verk og er höfnin þar nú orðin meðal þeirra beztu. Suöurnesin hafa heldur ekki verið afskipt I útgerð og hefur þeirra hlutur orðið góður t.d. viðvikjandi skuttogurum. —• Þá er vert að geta hitaveitu- framkvæmdanna i kjördæminu. Boranir eftir heitu vatni hafa ver- ið gerðar á Svartsengi og hafnar eru hitaveituframkvæmdir á Suðurnesjum. í Kópavogi, Hafn- arfirði og Garðahreppi er lika unnið að lagningu hitaveitu, svo að búast má við að hitaveita verði komin um mikinn hluta kjördæm- isins innan tiðar. A Kjalarnesinu og I Kjósinni munu Ibúarnir hafa mikinn áhuga á rafhitun, en eng- ar framkvæmdir eru þó hafnar á þvi sviði. — Mjög mikiðhefur verið gert i vegamálum kjördæmisins siðustu árin og er nú viða búið að leggja varanlegt slitlag á vegi. Á Vatns- leysuströndinni er ástandið i þessum málum þó ekki nógu gott og sama má segja um Kjósa- hrepp. Er vonandi, að það standi til bóta sem fyrst. — Hin öra fólksfjölgun, sem orðið hefur á þessum hluta lands- ins hefur að sjálfsögöu haft I för með sér viss vandamál. Þótt mik- ið sé gert t.d. i skólamálum og byggðir séu nýir skólar og iþróttahús þá eru þeir fljótir að fyllast og ætið skortir eitthvað á. Nýr iðnskóli er kominn á laggirn- ar i Keflavik og reistur hefur ver- ið nýr skóli i Flensborg. Þá eru komnar menntadeildir við skól- ana bæði i Hafnafirði og Kópavogi og það sem ég fagna sérstaklega er aukin fullorðinsfræðsla, sem boðið er upp á hjá námsflokkum m.a. i Hafnarfirði. — Sú þróun, sem sennilega hefur verið hvað hægust, er I heilsugæzlumálum. Svo virðist sem heilsugæzlustöðvar úti á landsbyggðinni gangi fyrir og hægt hefur gengið með byggingu sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva I okkar kjördæmi. — Annars held ég, aö mjög erf- itt sé að vinna aö ýmsum hags- munum okkar kjördæmis. Gall- inn er sá, aö hagsmunir þéttbýlis- ins annars vegar og dreifbýlisins hins vegar vilja svo oft stangast á og getur reynzt erfitt að fara bil beggja. — Ég er þó að mörgu leyti mjög ánægð með að búa á Suður- nesjum. Skólabörn hafa þar næga atvinnu i skólaleyfum sinum og það er fjárhagslegra hagkvæm- ara en að búa i Reykjavik. Við er- um lika nógu nærri höfuðborginni til að sækja þangað ýmislegt, sem ekki finnst annars staðar og erum þvi nokkuð vel i sveit sett. — Hvað horfur nú snertir er ég fremur bjartsýn. Hjá okkur er næg atvinna og mér virðist allt fremur stefna i framfaraátt, svo að ég álít að við þurfum engu að kviða. Ólafur Þórðarson, Vestfjarða- kjördæmi: „Margir kostir við að búa úti á landi....” ólafur Þórðarson skólastjóri á Suðureyri viö Súgandafjörð var meðal fulltrúanna úr Vestfjarða- kjördæmi. Olafur sagði, að allt til þessa hefði fólki á Vestfjörðum fremur fækkað og auk þess væri ætið um nokkra tilfærslu milli hinna ein- stöku þorpa að ræða. Atvinnuá- standið hefði lengst af verið þann- ig, að timabilsbundin hlé, þar sem enga vinnu var að fá, mynd- uðust, en þetta heföi breytzt mjög með tilkomu skuttogaranna. — Við vonum lika að hagur Vestfjarða batni með útfærslu landhelginnar, þvi að fyrir utan Vestfirði eru Halamiðin, sem Bretar hafa ávallt veitt hvað mest á. Annars eru ýmsar blikur á lofti vegna hinna miklu viðskipta- kjarabreytinga, sem oröiö hafa, og afleiöingar þeirra fyrir staði eins og Vestfirðina er erfitt aö sjá fyrir. Ýmislegt kemur þó harðar niður á okkur en öðrum t.d. eru nær allar Ibúðir hitaðar með oliu. En það eru margir félagsfræði- legir þættir, sem áhrif hafa á þró- un byggðarinnar. Lágmarkskröf- ur verður að gera i ýmsum efnum svo sem á sviði heilbrigðis-, lög- gæzlu-, samgöngu- og skólamála, ef lifvænlegt á að vera i ákveðnu byggðarlagi. Þá hafa húsnæðis- málin afgerandi áhrif, þvi að þar sem Ibúöarhúsnæði er byggt þar býr fólk. Breiðholtsframkvæmd- irnar hafa t.d. haft i för með sér aukna mismunun á þessu sviði og tel ég að þau lánakjör og sú fyrir- greiösla, sem þar var veitt, eigi rétt á sér viöar um land. En viö væntum þess, aö leiguhúsnæðis- byggingarnar, sem hafnar eru, á vegum Húsnæöismálastjórnar séu spor i rétta átt. — Alltaf þegar eg ræði hags- munamál Vestfirðinga, legg ég á það höfuöáherzlu, að áður en inn- lend stjórn hóf framkvæmdir til uppbyggingar atvinnuveganna, var nokkuð jöfn dreifing fólks um allt land. Það var skilyröi þess að nýta mætti kosti landsins alls á þeirra tima mælikvarða og ég er sannfærður um að svo er engu að slður nú. Það hvarflar jafnvel stundum aö manni, hvort við eig- um rétt til landsins alls, þegar svo margir úti i heimi eiga um sárt að binda og offjölgun hrjáir mann- kynið, ef við viljum ekki byggja það allt upp. Hið einhæfa atvinnulif, sem er viðast hvar á Vestfjörðum hefur marga galla. Fjöldi fólks vildi búa á ýmsum stöðum á Vestfjörð- um, ef um fjölbreyttara atvinnu- lif væri að ræða. Viða i sjávar- þorpunum er vinnuálagið einnig alltof mikið og á það e.t.v. sinn þátt i þvi, að þeir sem geta aflað sér nægra tekna méð dagtekjum einum, leita fremur til staða, þar sem frekari tækifæri gefast til notkunar fritimans. Landbúnaður á Vestfjöröum hefur átt i mikilli vök að verjast og á enn. En þess misskilnings hefur lika gætt, að menn álita tölu eyðibýla segja alla sögu um þró- un búskapar á Vestfjöröum. Oft vill gleymast að margar jarðirn- ar lágu að sjó og ábúendur þeirra lifðu ekki siður af sjávargagni en búskap. Það var þvi ekki óeðli legt, þegar útgerðin fór að þjapp ast saman og þorpin mynduðust, að jarðir færu annað hvort I eyði eða sameinuðust öðrum jörðum. En hættan er sú, að þeir sem bú- skap stunda treysti sér ekki leng- ur til að stunda hann, vegna þess hversu mikil grisjunin er orðin. Ég vil láta það koma skýrt fram, að aðstaða til framleiðslu mjólkurafurða er ekki jafn hent ug á Vestfj. og t.d. á Suður- landi eða i Eyjafirði. Þess vegna ætti með réttu að greiða mjólk bænda á Vestfjörðum hærra verði, innan þess ramma þó, að ekki leiddi til meiri framleiðslu mjólkur en neytt er á svæðinu. Þjóðhagslega sér ábyggilega ekki ódýrara að flytja mjólkina um langan veg vestur, og væri pen- ingunum betur varið til aö styrkja mjólkurframleiöslu fyrir vestan, svo að hún annaöi eftirspurn. Ég vil leggja mikla áherzlu á þetta, þvi að á norðursvæðinu eru mjólkurmálin að komast á tölu- vert alvarlegt stig og gæti jafnvel farið svo, að fleiri bændur felldu kýr sinar og sneru sér að sauð- fjárrækt eða öðrum búgreinum, veröi ekkert að gert. Annars er ég ákaflega bjart sýnn á framtið. matvælafram- leiðslu. í heimi offjölgunar hlýtur slik framleiðsla að eiga mjög mikla framtið fyrir sér En e.t.v. höfum við íslendingar einskorðað okkur um of við að leita markaða meðal rikustu þjóða heims. Ef svo fer eins og stutt virðist að biða, að fiskmjöl verði framleitt til manneldis, hef ég þá trú, að selja megi það til fátækra þjóöa sem matvæli, i stað þess að selja það til riku landanna sem skepnu- fóöur, og auk þess er slikt sið- ferðilega virðingarverðara markmið. Til þess að við tryggj- um okkar framtið á sviði mat- vælaframleiðslu þurfum viö ann- ars vegar að varast mengun og þá eitrun, sem henni fylgir og hins vegar að ná yfirráðym yfir það stóru hafsvæði kringum landið, aö við ráðum yfir lifi okkar aðal- nytjafiska. Svo að ég viki að framkvæmd- um I kjördæminu nú síðustu árin, þá hafa þær verið töluveröar. Fjöldi ibúðarhúsa hefur verið reistur viða um kjördæmið, benda má á mikla uppbyggingu hraðfrystiiðnaðarins og ekki má gleyma skuttogurunum, sem bætzt hafa i flota Vestfirðinga. Ég sé ekki ástæðu til aö ætla annað en uppbygging dreifbýlis- ins haldi áfram, sagði ólafur að lokum. Kostir þess að búa úti á landsbyggðinni eru margir þótt þeirra sé sjaldnast getið. 1 þorp- unum eru hinar stuttu vegalengd- ir t.d. mikið hagsmunamál. Þar fer litill timi i að komast i og úr vinnu og innan þeirra má komast flestra sinna ferða fótgangandi. Ég tel lika, að visst samfélagslegt öryggi sé fólgið i þeirri staðreynd að allir þekkja alla, þótt sumum kunni að virðast það galli. Það má heldur ekki gleymast, að hraði nútimans hefur ekki heltek- ið mannlifið i þorpunum á sama hátt og i borgunum og ég tel það ótviræðan kost.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.