Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 7. janúar 1975. TÍMINN 7 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — augiýsingasími 19523. Verð i iausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Játningar Ragnars og AAagnúsar Sá háttur virðist nú tekinn upp aftur i Alþýðu bandalaginu, að forustumenn þess séu látnir afneita fyrri verkum sinum og orðum, ef þau stangast eitthvað á við „linuna”, sem ákveðið hefur verið að fylgja. Slikar játningar voru al- gengar hjá Alþýðubandalagsmönnum fyrr á timum, eins og glöggt kemur i ljós, ef flett er i Verkalýðsblaðinu. Þær féllu svo niður um skeið en hafa nú bersýnilega verið teknar upp að nýju. Gamlar venjur ganga stundum aftur með nýjum herrum. Nýjasta dæmið um þetta er áramótagrein Ragnars Arnalds og útlegging Þjóðviljans á henni. Áramótagrein Ragnars snýst að miklu leyti um það, að ómerkja fyrstu frásögn hans af slitum viðræðnanna um myndun nýrrar vinstri stjórnar á siðastl. sumri. Ragnar kenndi þá Alþýðuflokknum fyrst og fremst um, að slitnaði upp úr viðræðunum. Þjóðviljinn birti þá fyrirsögn með stærsta letri sinu til að staðfesta þennan framburð Ragnars. Nú þykir það hins vegar ekki lengur henta að halda þessu fram. Nú er búið að ákveða i æðsta ráði flokksins að kenna Framsóknarflokknum um, að viðræðurnar fóru út um þúfur. Þess vegna verður Ragnar að fara að skrifa söguna upp á ný og ógilda það, sem hann hefur áður sagt. 1 hinni nýju sögu Ragnars er Alþýðuflokkurinn litið eða ekkert nefndur, þótt hann væri áður talinn sökudólgurinn. Nú snýst sagnan orðið nær eingöngu um Framsóknarflokkinn. í tilefni af þessari nýju útgáfu Ragnars skal það eitt látið nægja að sinni, að visa til upprunalegrar frásagnar hans og Gylfa Þ. Gislasonar. Þær bera það ljóst með sér, að viðræðurnar um vinstri stjórn strönduðu á sameiginlegum óvilja þeirra afla, sem mestu réðu i Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Báðum var það sameiginlegt að vilja ekki bera ábyrgð á stjórn á erfiðum timum. En svo mjög sem æðsta ráð Alþýðubanda- lagsins lætur nú Ragnar Arnalds afneita fyrri frásögnum og orðum, þá er þó Magnús Kjartansson enn grálegar leikinn i sambandi við fyrirhugaða málmblendiverksmiðju i Hvalfirði. Magnús Kjartansson á ótvirætt þann heiður, að hafa haft forustu um þetta mál og lagt megingrundvöll að þvi samningsuppkasti, sem hefur verið gert við ameriska málm- blendihringinn. I þessu uppkasti er að finna margt, sem er til lofs Magnúsi og þeim, sem hafa unnið að þessu máli með honum. Það var lika vitanlegt, að fyrir réttu ári voru allir þing- menn Alþýðubandalagsins þessu máli fylgjandi, nema tveir. Nú hefur hins vegar verið snúið við blaðinu og ákveðið að Alþýðu- bandalagið verði á móti málinu. Magnúsi Kjartanssyni hafa þvi verið settir þeir kostir að snúast gegn þvi eða að hljóta bannfæringu æðsta ráðsins. Magnús hefur kosið sama kost ogRagnar Arnalds. Hann vitnar nú orðið gegn þvi máli, sem hann er höfundur að, en það má Magnús eiga, að hann gerir það á þann hátt, að augljóst er, að honum er það óljúft. Sama verður varla sagt um Ragnar. En báðir beygja þeir sig undir flokksagann. ERLENT YFIRLIT Fulbright varar við efnahagskreppunni Hvetur Bandaríkjamenn til hófsemi og sparnaðar Fulbright heldur ræöuna i Fuiton. NÚUM áramótin lauk þing- ferli þess bandariska öldunga- deildarþingmannsins, sem hefur orðið þekktastur utan Bandarikjanna vegna afskipta sinna af alþjóðamálum. Hér er að sjálfsögðu átt við J. William Fulbright, sem hefur verið formaður utanrikis- nefndar deildarinnar siðan 1959. Vafalaust hefur hann verið fjölfróðastur og skarpskyggnastur þeirra Bandarikjamanna, sem fjölluðu um utanrikismál á þessum tima. Hann átti sæti i fulltrúadeild Bandarikjaþings 1943-’44, en þá var hann kosinn öldungadeildarmaður og var það óslitið þangað til um ára- mótin. Hann féll i prófkjöri á siðastl. vori fyrir efnilegum stjórnmálamanni og mun ald- ur hans hafa ráðið mestu um þau Urslit, en Fulbright verður sjötugur 9. april næstkomandi. Álit hans má nokkuð ráða af þvi, að bæði Nixon og Ford buöu honum sendiherra- stöðuna I London, en hann hafnaði þvi. Þótt Fulbright hafi tilheyrt flokki demókrata, hefurhann ekki látið það ráða afstöðu sinni til alþjóðamála. Hann var gagnrýninn á kalda- striðskenningu Achesons og Trumans og hann snerist gegn þeim Rusk og Johnson i Viet- nammálinu. Það er skoðun hans, að af þeim forsetum, sem hafa farið með völd siðan hann tók sæti á þingi, hafi Eisenhower verið farsælastur og raunsæjastur á vettvangi alþjóðamála. T.d. lét Fulbright nýlega svo ummælt i blaðaviðtali, að einn merk- asti atburðurinn i stjórnmála- sögu Bandarikjanna á þessum tima, hafi gerzt, þegar Eisen- hower neitaði að senda banda- riskan her til aðstoðar Frökk- um i Vletnam. Hvað sem um Eisenhowermá segja sem for- seta, fylgdi hann ótviræðri friðarstefnu, eins og sést á framansögðu, og einnig þvi, að hann samdi um vopnahlé I Kóreu, og stöðvaði árásarstrið Breta og Frakka i Egypta- landi. Þá telur Fulbright, að Kissinger hafi verið hæfasti utanrikisráðherra Banda- rikjanna á þessum tima, enda féllu skoðanir þeirra mjög saman. Kissinger átti ekki annan betri stuðningsmann I utanrikisnefndinni en Fulbright. FULBRIGHT hefur sem formaður utanrikisnefndar- innar vafalitið haft meiri áhrif utan þings en innan. Hann lét aðallega heyra til sin opinber- lega I ræðu eða riti eða á opn- um fundum nefndarinnar. Þannig hafði hann mikil áhrif, þvi að hann setti skoðanir sinar fram skýrt og skipulega. Hins vegar lagði hann litla stund á áróður meðal þing- manna. Af þessum ástæðum var sagt um hann, að hann hefði aldrei hætt að vera prófessor. Fulbright var kominn af fátækum ættum, en reyndist ungur frábær náms- maður, og fékk þvi riflega námsstyrki, m.a. til náms við Oxfordháskóla. Hann varð lagaprófessor við háskólann 1 Arkansas 31 árs gamall, og rektor skólans þremur árum siöar. Hann þótti góður kennari. Hann kunni vel að meta námsstyrkinn, sem hann fékk til dvalar i Bretlandi. Hann átti þvi meginþátt i því, að komið var á fót stofnun' til að styrkja efnilega útlendinga til náms i Bandarikjunum. Þessi stofnun ber nafn hans. Það hefur stundum verið sagt um Fulbright, að hann væri I senn alþjóðasinni og einangrunarsinni. Þetta má til sanns vegar færa. Hann vildi taka virkan þátt i alþjóðlegu samstarfi og var alla tið eindreginn stuðningsmaður Sameinuðu þjóðanna. En hann varaði við of miklum afskipt- um stórvelda af alþjóðamál- um. Hann sagði, að of miklu valdi fylgdi sú hætta að of- metnast og ætla sér enn stærri hlut en eðlilegt væri. Þetta hefði um skeið einkennt utan- rikisstefnu Bandarikjanna alltof mikið. Stórveldi þyrfti ekki siður en aðrir að sniða sér stakk eftir vexti. Vietnam- styrjöldin sannaði Banda- rikjunum þessa kenningu i verki. Siöustu misserin hefur Fulbright sérstaklega varað við þvi, að Bandarikin drægj ust inn I styrjöld i Austur- löndum nær. Hann hefur hvatt til þess, að Bandarikin beittu áhrifum sinum á þann veg, að tsrael léti herteknu land- svæðin af hendi og viður- kenndi eðlilegan sjálfs- ákvörðunarrétt Palestinu- manna, en siðan tækju stór- veldin ábyrgð á landamærum tsraels, og sjálfstæði þess væri jafnt viðurkennd af Aröbum og öðrum. Gamli borgar- hlutinn i Jerúsalem yrði settur undir alþjóðlega stjórn. Fyrir þetta hefur Fulbright hlotið mikla gagnrýni tsraels- manna. Siöustu mánuðina hef- ur Fulbright svo varað við þvi að Bandarikin drægjust inn i styrjöld vegna oliumálanna. Hann hefur sagt, aö áhrifamikil öfl i Bandarikjun-. um vildu nota oliuverðlagið til að gera innrás við Persaflóa og hernema oliulindirnar þar. Af sliku gæti hlotizt, að Bandarikin drægjust inn i enn lengri og hættulegri styrjöld en Vietnamstyrjöldina. ANNARS hefur Fulbright að undanförnu lýst mestum áhyggjum vegna efnahags- málanna. t tilefni af aldaraf- mæli Churchills, var hann ný- lega fenginn til að halda ræðu i háskólanum i Fulton, en þar flutti Churchill 5. marz 1946 hina frægu ræðu sina, þegar hann ræddi um járntjaldið, sem búið væri að draga milli austurs og vesturs i Evrópu. Þetta varð siðasta meirihátt- ar ræðan, sem Fulbright flutti sem öldungadeildarmaður. Ræða hans var viðvörunar- ræða ekki siður en hin fræga ræða Churchills. En það, sem - Fulbright varaöi við, var fyrst og fremst ástand efnahags- mála i heiminum og ekki sizt i lýðræðisrikjunum. Þetta ástand gæti hæglega grafið undan lýöræðinu og skapað stjórnarfarslegt öngþveiti. Hann sagði það rangt, að kenna oliuframleiðslurikjun- um einum um, heldur ættu Bandarikjamenn sinn þátt I þessu með þvi að hafa lifað um efni fram og kæmi þeim það nú Ikoll. Leiðin til úrbóta væri að taka upp hófsamari lifnaðarhætti. Þá hvatti hann enn einu sinni til þess, að saminn yrði friður i Austur- löndum nær á þeim grund- velli, sem áöur er greindur. Annars gætu Bandarikin fljót- , lega dregizt inn I styrjöld þar. < Við blaðamenn, sem nýlega hafa rætt við Fulbright, hefur hann látið i ljós þá skoðun að Bandarikjamenn horfðust nú i augu við meiri hættu og vanda en nokkru sinni áður slðan hann tók sæti á þingi i miöri siöari heimsstyrjöldinni. Hins vegar sagðist hann ekki efast um getu Bandarikjamanna til að sigrast á erfiðleikunum og hættunni, ef farið væri að með festu og gát. -Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.