Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. janúar 1975. TÍIMINN 15 Skyldutrygg- ingarvegna tjóns af völdum nóttúru- hamfara HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur skipað nefnd, sem fær það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag skyldutrygginga, er bæti tjón á húseignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, svo sem jarð- skjálfta, eldgosa, snjóflóða, skriðufalla, flóða og ofviðra, og semja frumvarp til laga um slik- ar tryggingar. í nefndina hafa verið skipaðir þeir Asgeir Ólafsson forstjóri, sem er formaður nefndarinnar, Bjarni Þórðarson trygginga- fræðingur og Benedikt Sigurjóns- son hæstaréttardómari. Lögð er áherzla á það, að nefndin hraöi störfum eftir þvi sem föng eru á. Ein í jeppa þangað til að það yrði gert, sagði Gylfi. 1 Húnavatnssýslu hittum viö svo fólk i bifreið, sem var að koma að sunna, og sagði það okkur, að heiðin hefði verið rudd þá um daginn, svo að við ákváðum að halda rakleiðis áfram. Það var þvi komið undir mið- nætti á fimmtudagskvöld, þegar haldið var á heiðina. Þegar upp á hana kom, var kominn mikill skafrenningur og snjókoma, og sáu þau sér ekki annað fært, en að stöðva bifreiðina og biða eftir að heiðin yrði rudd. Kristin og Gylfi sögðu, að bif- reiðin hefði ekki festst, og að þau hefðu lagt henni á bersvæði, svo að ekki skefldi að henni, og það hefðu þau gert af ótta við kol- sýring. Einnig gátu þau hitað bif- reiðina upp öðru hverju, þannig að ekki varð þeim kalt. — Við höfðum svefnpoka meö- ferðis, og mat, þannig að það fór alls ekki illa um okkur, og mér finnst þetta alls ekkert I frásögur færandi, sagði Kristín. Þarna biðu þau svo allan föstu- daginn, en þegar liða tók á daginn fór veðrinu að slota, og vonuðust þau þá til að ýtan kæmi, en sú von brást. Undir miðnætti, á föstudagskvöld var komið ágætis- veður, og ákváðu þá Gylfi og Jónatan að ganga til byggða og athuga, hvað ruðningi liði, en Kristln og sonur hennar urðu eftir I bifreiðinni. Þeir komu að Brú eftir um það bil tveggja og hálfs tima göngu, en þetta er um 13 km vegalengd. Þar fengu þeir að hringja til Gunnars Sæmundssonar I Hrúta tungu, en hann er með ýtu, og sér um að ryðja heiöina. Var þegar I stað haldið upp á heiðina á ný, og komu þeir að bifreiðinni um klukkan fjögur um nóttina. — Við vorum fimm tima ein i bifreiðinni, sagði Kristin, og þaö fór vel um okkur. Við gátum búið um okkur i svefnpokum, þvi að bifreiðin er stór og rúmgóð, Sigurður litli var orðinn heldur leiður á að biða, en var annars rólegur allan timann. Vel gekk aö ryðja veginn að bif- reiðinni, og var ferðafólkið komiö að Brú kl. tæplega 5 á laugar- dagsmorgun. Þar biðu þau I bif- reiöinni, unz lokið hafði verið viö að ryðja heiðina og þau gátu haldið áfram ferð sinni. Til Reykjavikur komu þau svo um klukkan þrjú á laugardag. Þar með var lokið rúmlega tveggja sólarhringa ferð þeirra, og ferðafólkið var hvildinni sannarlega fegiö. — Okkur finnst þetta ekki i frá- sögur færandi, sögðu þau Gylfi og Kristin. Við erum vön að fara þessa leið og förum hana oft. Það tók okkur einu sinni sex tima að komast yfir Holtavörðuheiðina, en aldrei hefur ferðin þó sótzt eins seint og nú. Við vorum að sjálf- sögðu orðin nokkuð þreytt og dösuð,en að öðru leyti leið okkur vel. 0 Sement sagði hann, að viðræður stæðu nú yfir um sementskaupin milli Sementsverksmiðjunnar og steypustöðvanna, svo að litið væri hægt að segja um þessi mál fyrst um sinn. Svavar sagði að ekki væri hægt að bera saman viðskipti kaup- félaganna og verksmiðjunnar annars vegar og steypustöðvanna og hennar hins vegar. Kaupfélögin væru smásöluaðilar, sem önnuðust dreifingu sements- ins, og tækju þau sölulaun fyrir að annast þá dreifingu, eins og gerist og gengur um smásöluaðila. Hins vegar væri sementið flutt til steypustöðvanna i lausu og I stór- um stll. Á hinn bóginn sagði hann það rétt athugað hjá steypustöðv- unum, að erlendis gilti oftast sú regla, að sement væri ódýrara, þegar það væri selt I lausu, heldur en I pokum, og teldi sements- verksmiðjan sig lika selja það ódýrara á þann hátt. Sementsverksmiðjan framleiðir um 100 þúsund lestir af sementi á ári, og flytur auk þess inn um 30 þúsund lestir. 0 Gjaldskrá fylgjast sérstaklega með rekstri og fjárfestingum stofnunarinnar og hvernig þessar áætlanir reyndust i framkvæmd. Til þess skipaði ráðuneytiö þriggja manna nefnd, sem skal vera póst- og simamálastjóra til ráðuneytis og fjalla með honum bæði um reksturs- og fjár- festingarmál stofnunarinnar og einnig um gjaldskrár- og skipu- lagsbreytingar i stofnuninni. I nefndina voru skipaðir Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, sem er formaður, Lárus Jónsson, alþm. og Gamaliel Sveinsson, viðskipta- fræðingur. Jón Skúlason póst- og sima- málastjóri sagði i gær, að reksturshalli pósts- og sima um áramótin hafi numið 900-1000 milljónum króna, og eru þá giró- peningarnir meðtaldir. Miðast hin nýja gjaldskráning við það að hægt verði að ná endum saman fyrir næstu áramót. 0 Landbúnaður tilgangi, en verst er mér við að láta sifellt kroppa I sparifé lands- manna með gengisfellingum, þótt nauðsynlegt sé talið til að unnt sé að afla gjaldeyris. Ég vildi heldur greiða hærri skatta og styrkja at- vinnuvegina beint en að gera krónuna einskis virði, eins og is- lenzka þjóðin er vel á vegi meö að gera. En svo vikið sé aftur að Visis vitleysunni þá má geta þess, að ætti að draga stórlega úr land- búnaðarframleiðslu eða hætta henni alveg þá þyrfti að senda fleirum en bændum ávisun til að lifa á eða útvega þeim vinnu i ál- verum eða annarsstaðar. Ég hygg að allt að þvl jafnmargt fóík vinni að þjónustu við land- búnaðinn og við iðnað úr búvöru eins og við framleiðsluna sjálfa. Hvar stæðu ibúar Selfoss, Borgarness, Búðardals, Blöndu- óss, Akureyrar, Egilsstaða o.s.frv. ef enginn landbúnaður væri stundaöur hér á landi. Það aumkunarverðasta við Visisbullið er þó undirlægju- hátturinn við hið erlenda fjár- málavald. Að vilja leysa vanda þjóðfélagsins i atvinnumálum _ með þvi aö bjóða erlendum aðilum að reisa hér stóriðjuver, og selja þeim eöa hálfgefa þeim hina dýrmætu orku þjóðarinnar. Slikur hugsunarháttur sæmir ekki Islendingum. Hann ber vott um úrkynjun, sem leiöir til glötunar sjálfstæðis þjóðarinnar ef hann er ekki bældur niður af þjóðhollum öflum. Það sem þjóðinni riður mest á er að standa saman um að halda atvinnuvegunum i höndum Islendinga, og að allt erlendt fjár- magn, sem fengið er að láni til framkvæmda hér á landi verði al gjörlega undir stjórn Islendinga sjálfra, Þeir sem yfir óbeizlaðri orku ráða ættu að gera það að skilyrði áður en I virkjanir er ráðist, að orkan verði beizluð I þágu Islendinga sjálfra, en ekki handa útlendingum. Vandamál land- búnaðarins Bændur og forvigismenn þeirra þurfa við mörg vandamál að fást i náinni framtið. Er enginn timi til að gera þeim skil hér, en drepa skal á nokkur þeirra. Það þarf að koma til móts, við bændur i þeim byggðarlögum, þar sem erfiðar samgöngur o.fl. hafa orsakað að framfarir hafa orðið litlar að undanförnu og skipuleggja þar eðlilegar framkvæmdir byggðinni til blessunar bæði sveitabýlunum og þorpunum i viðkomandi byggðarlögum. Það má ekki einblina á að hefja þar stórbúskap á hverju býli i skyndi heldur stuðla að þvi fyrst og fremst, að framleidd sé næg bú- vara, t.d. mjólk fyrir viðkomandi byggðarlög, jafnvel þótt þar sé gott undir sauðbú. Það þarf að rækta landið áður en byggð eru peningshús yfir fjölda fénaðar, það þarf að aðstoða fólkið á þessum afskekktu stöðum til ibúðarhúsabygginga, svo það geti unað við sitt landbúnað, nýtingu hlunninda og vinnu við sjávarafla og hverskonar þjónustu i byggðarlaginu. Við þurfum að halda öllu landinu i byggð, en i svipinn er ekki sérstök ástæða til aö stefna að stóraukinni búvöru- framleiðslu a.m.k. ekki ef til þess þarf aukin kaup á innfluttum rán- dýrum rekstrarvörum. Það er nauðsynlegt að leita stöðugt nýrra markaða fyrir þá búvöru, sem flytja þarf úr landi og skipu- leggja framleiðsluna þannig, að sem minnst þurfi að flytja út af þeirri búvöru, sem er erfiðast að selja fyrir skaplegt verð. Verndun og nýting náttúrugæða. Þjóðinni er orðið ljóst, að bráð nauðsyn er að vernda og viðhalda náttúrugæðum landsins og eigi siður lifríkinu I hafinu kringum landið og lifsskilyrðum þar. En mikið vantar á að enn hafi tekist að koma á þvl skipulagi, sem nauðsynlegt er til þess að verndum, viðhald og aukning Verndun og nýting náttúrugæða. Þjóðinni er oröið ljóst, að bráð nauðsyn er að vernda og viðhalda náttúrugæðum landsins og eigi slður lifrikinu I hafinu kringum landið og lifsskilyrðum þar. En mikiö vantar á að enn hafi tekist aö koma á þvi skipulagi, sem nauðsynlegt er til þess að verndun, viðhald og aukning náttúrugæðanna fari saman viö hagkvæmustu nýtingu hinna sömu gæða. En sliku skipulagi þarf að koma á bæði til sjós og lands. Það er t.d. ömurlegt að mörg silungsvötn, eru nú I bili litils virði vegna vannýtingar á undanförnum árum. Búnaðarfélag Islands mun á hinu nýbyrjaða ári ráða I þjónustu sina landnýtingarráðu- naut, sem er mikilvægt framfara- spor. Eins munu nokkrar land- búnaðarstofnanir. Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, Land- græðsla rikisins Bændaskólinn á Hvanneyri og Búnðarfélag Islands hefja af fullum krafti beitartilraunir á nokkrum stöðum á landinu, sem á að svara hvaða áhrif mismunandi beitarþungi hefurannarsvegará gróðurinn en hins vegar á fénaðinn við hin ólikustu beitarskilyrði og til við- bótar hvaöa áhrif notkun áburðar hefur á beitarþol, gróðursam- félagið og notagildi landsins. Við vitum aö gróður má auka með áburöarnotkun frá strönd til hárra heiða, en viö vitum ekki enn nóg um varanleg áhrif áburðarnotkunar og hagkvæmni, en eitt er vist að hæfilegt samspil milli gróðursins og beitarfénaðar hið lifræna eðlilega samband er landinu, búfénu og þjóöinni fyrir beztu, Megi hið nýbyrjaða ár verða gjöfult og gott. »»•••••••• Tíminn er peningar | Auglýsicf : í Tímanum >•—•••M—i Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar efnir til skemmtikvölds i Hlégarði, fimmtudaginn 16. jan. kl. 20.30. Ólafur Jóhannesson flytur ávarp. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur. Karl Einarsson fer með gamanmál, að lokum verður spiluð. framsóknarvist. Guðmundur G. Þórarinsson stjórnar, mjög glæsileg verðlaun. Stjórnin.~ ' FUF Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn 30. janúar næst- komandi. Tillögur um fulltrúa i fulltrúaráö skulu berast stjórn- inni fyrir 15. þessa mánaðar, að Rauðárstig 18, Reykjavik ^_______________________________________Stjórnin ^ /------------------------- Fró Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur um félagsmál verður n.k. fimmtudag 9. jan. kl. 21.00 að Rauðarárstig 18. Aðalfundur félagsins verður 30. jan. n.k. að Hallveigarstöðum. Stjórnin. 0 Flugið sögu er að segja um Vestmanna- eyjar, Þangað hefur ekki verið flogið siðan fyrir áramót, en fjórar ferðir voru áætlaðar þangað I gær. A laugardaginn stöðvuðust tvær flugvélar á Akureyri og komust ekki suður fyrr en á sunnudag. Auk þess voru farnar sjö ferðir til Akureyrar á sunnu dag, þar af ein einnig til Egils- staða. Þá voru áætlaðar 2 ferðir til Egilsstaða I gær, 4 til Húsavikur til Sauðárkróks, 4 til Húsavlkur, ef fært yrði og 3 til Patreks- fjarðar. Eins og áður er sagt, er það floti fimm Fokker-véla, sem annast allt þetta flug. Nú er skólafólk óðum að koma til Reykjavíkur utan af landi eftir hátiðarnar, þvi að skólar hefjast flestir að nýju nú I byrjun vikunnar. Þýzkukennsla fyrir börn 7-14 ára hefst laugardaginn 18. janúar i Hliðaskóla (inngangur frá Hamrahlið). Innritað verður laugardag 11. janúar kl. 10-10,30. Innritunargjald 1000 kr. Félagið Germania. EEE VINRUDE NY SENDING: Norseman (21 hestafl) og Trail Blazer (30 hestöfl) t> ÞORHF ■ . ! REYKJAVIK SKOLAVOROUSTÍG 25 Breyttar ferðir AKRABORGAR frá 9. janúar til 15. marz 1975: Frá Akranesi kl. 8.30. Frá Reykjavík kl. 10.00 Frá Akranesi kl. 15.00 Frá Reykjavik kl. 17.30. Bilar eru fluttir með öllum ferðum. Af- greiðsla i Reykjavik, simi 1-64-20, á Akranesi 2275. H.f. Skallagrimur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.