Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1975, Blaðsíða 9
og vatnsleiðslu'r hafa aukist nokkuð, sérstaklega áburðar- geymslur, verkfærageymslur og heygeymslur. Lánastarfsemi Stofnlánadeildar og Veðdeildar BUnaðarbankans gefa bezta yfir- litið um heildarbyggingarfram- kvæmdir i sveitum, vélvæðingu Og eignaskipti á jörðum. Á árinU 1974 voru veitt 1801 A- lán úr Stofnlánadeild samtals að fjárhæð kr. 912.609.000, þar af til vinnslustöðva 30 lán, að fjárhæð kr. 175.425.000, til ræktunarsam- banda til þungavinnuvélakaupa 20 lán, að fjárhæð kr. 15.171.000, til dráttarvélakaupa 581 lán, að fjárhæð kr. 113.264.000, til lax- og silungsræktar 5 lán, að fjárhæð kr. 3.337.000 og til útihúsa- bygginga, ræktunar og bústofns- auka 1165 lán, að fjárhæð kr. 605.412.000 í krónutölu hafa A-lán hækkað um kr. 484,059,000 eða 113% frá árinu 1973. Sérstaklega hafa hækkað lán til vinnslustöðva landbúnaðarins. B-lán til ibúðarhúsabygginga I sveitum voru 231, að fjárhæð kr. 136.157.000. Er það 26 lánum fleira en 1973, en lánsfjárhæðin hækkaði um 84%. Auk þess voru veitt 96 viðbótarlán úr Lifeyrissjóði bænda gegnum Stofnlánadeild að fjárhæð kr. 13.646.000 til fbúðar- húsabygginga. Úr Veðdeild Búnaðarbankans voru veitt 120 lán til jarðakaupa, að fjárhæð kr. 49.558,000, sem er þvi nær sama fjárhæð og 1973. Auk þess var lokauppgjör á lausaskuldalánum og alls veitt 17 lán, að fjárhæð kr. 7.765.000 á árinu 1974. Véla og verkfærakaup Arið 1974 voru fluttar inn 679 hjóladráttarvélar eða 89 fleiri en 1973,207heybindivélar eða 9 fleiri en árið áður, 233 heyhleðslu- vagnar eða 98 fleiri en árið 1973 og 565 sláttuvélar eða 28 fleiri en árið áður. F j árha gsa fkom a land- búnaðarins. Siðustu árin hefur fjárhagsafkoma bænda farið batnandi, en mikið vantar þó enn á, að þeir fái þær tekjur, sem þeim ber lögum samkvæmt. Hag- tiðindi sýna, að meðaltekjur bænda hafi verið kr. 510 þúsund 1972, en kr, 694 þúsund 1973. Fyrra árið námu tekjur þeirra 78,8% af tekjum kvæntra karla i viðmiðunarstéttunum, en 1973, 79,3%. Hafði þvi bilið milli þessara stétta lækkað um 0,5% frá 1972 til 1973. Enn.. liggja ekki fyrir tölur um tekjur bænda 1974 né heldur annarra starfshópa þjóðfélagsins. Samkvæmt niðurstöðum Bú- reikningastofu landbúnaðarins voru nettófjölskyldurtekjur 123 búreikningabænda af landbúnaði og annarri vinnu kr. 698 þúsund á árinu 1973. 1 þessari fjárhæð eru vinnutekjur við annað en land- búnað 59 þúsund og vaxtatekjur af eign bónda, en þær er erfitt að meta vegna óraunhæfs mats á ýmsum eignum. Vextir af eigin fé eru i búreikningum metnir kr. 135 þúsund á bónda 1973. Atvinnu- tekjur viðmiðunarstéttanna 1973 voru um kr. 830 þúsund. Fengu þvi búreikningabændur aðeins um 68% af tekjum við- miðunarstéhtanna 1973. Er þetta lakara hlutfall en árið áður, sem orsakaðist að nokkru af vaxtahækkun af eigin fé, bæði vegna almennrar vaxtahækkunar og vegna hækkaðrar krónutölu eigna t.d. hækkar búfé i mati nokkurn nokkurn veginn i sama hlutfalli og búvöruverð hækkar. Árið 1973 var gott framleiðsluár hjá bændum nema þeim, sem kartöflurækt stunda, en hækkun á rekstrarvörum varð þó mun meiri en meðalhækkun búvöru- verðs. Meðalláburðarmagn á bú varð 92% minna 1973 en árið áður, en kjarnfóðurnotkun varð að magni til 9,4% meiri 1973, en 1972. í krónutölu hækkaði áburðurinn 36%, en kjarnfóðrið um 61% Vélakostnaðurinn hækkaði um 51%, en framleiðslu- kostnaðurinn hækkaði alls um 53%, en framleiðslutekjur aðeins 40% Fjölskyldulaun af land- búnaði hækkuðu aðeins um kr. 124 þúsund eða 24%. Ástæða er að geta þess, að meðalbúreikningabúið fer stækk- andi. A siðustu 4 árum hefur meðal búreikningabúið stækkað um 70 ærgildi. Sú stækkun gerð- ist siðustu 2 árin (þ.e. 1972 og 1973) eftir að árferði batnaði. A þessum 4 árum hefur vinnu- stundum fækkað um 200 klst, eða um 4% á búi að meðaltali, en vegna bústækkunarinnar hefur vinna á bústærðareikningum, ærgildi, lækkað úr 12,3 klst i 10,2 klst. eða um 17% Slikt sýnir frá- bæra framför og glæsilega fram- leiðiaukningu, sem mun or- sakast af aukinni tæknivæðingu annarsvegar og að fleiri og fleiri bú verða af hagkvæmri stærð miðað við aðstæður. Ádeilur á landbúnaðinn. Deilur og metingur milli at- vinnuvega þjóðarinnar er leiðin- leg og ófrjó iðja. Landbúnaðurinn — móðuratvinnuvegur þjóðarinnar frá fyrstu tið til þessa dags — hefur stundum orðið fyrir aðkasti, jafnvel talinn ómagi á þjóðinni. Eitt sinn var þvi haldið fram, að það væri þjóðarbúinu hagkvæmara að kosta bændur og skyldulið þeirra á hóteli i Reykjavik heldur en, að þeir væru að framleiða búvörur. Þetta var þá tekið sem spaug, enda ekki hótel i Reykjavik til að hýsa þá fáu bændur, sem brýnt erindu áttu til höfuðstaðarins eða aðra gesti, fyrr en bændur bættu sjálfir nokkuð úr skák með þvi að reisa myndarlegt, fyrsta flokks hótel i höfuðstaðnum, þar sem ekki aðeins væri boðlegt bændum aö búa heldur einnig erlendum tignargestum. Þessa byggingu kostuðu bændur af sinum lágu tekjum, en hinir tekjuháu þétt- býlisbúar biðu enn um skeið áður en þeir lögðu i að byggja gistihús til viðbótar i höfuðstaðnum. Nokkuð ber á þvi, að sér- vitringar á öllum aldri og ungir hvatvisir menn, sem telja sig eina vita, hvernig leysa skuli vanda- mál þjóðlifsins, hafi rætt og ritað um landbúnað og einstaka þætti hans, oft af litlum skilningi, en mikil fáfræði. Þegar slikir menn skrifa undir fullu nafni og ef þeir eru ekki ráðnir eða kjörnir full- trúar einhverra samtaka eða stétta má láta bulli þeirra ósvarað. öðru máli gegnir þegar ritstjórar stórblaða er gefin eru út eða studd eru af fjölmennum stjórnmálaflokkum, rita I leiðara sina niðrandi fjarstæður og rugl um ákveðna atvinnuvegi þjóðarinnar. Að visu getur flestum mönnum skjátlast, rit- stjórum sem öðrum, og sett saman einhverja staðleysu eða vanhugsaða hugmynd og birt á opinberum vettvangi, en þá sjá slikir menn jafnan sóma sinni þvi að biðjast afsökunar á fljót- ræðinu. Nú fyrir skömmu skeði það, að birt var i dagblaðinu Visi einhver ósvifnasta árás á islenzkan land- búnað, sem sést hefur á prenti hér á landi, merkt með stöfum rit- stjórans, enda mun hann kjark- maður eins og margir niðjar Kristjáns rika i Stóradal. í rit- smið þessari var komist að þeirri niðurstöðu, að skattborgararnir greiddu svo mikið til islenzkra bænda, að hagkvæmara, væri, að rikið sendi hverjum bónda ávisun, að fjárhæð eina milljón króna, til þess að bændur hættu að framleiða búvöru. Væri slikt gert þá gæti þjóðin öll setið um ókomin ár i stórveizlu, þar sem á borðum væru innfluttar búvörur auðvitað af beztu tegund og ódýr- ari en nokkur landbúnaðarvara, sem framleidd væri hér á landi. Ef einhver vandi yrði með greiðslu á veizlureikningum og þessum milljónum til bænda, þá átti að kippa þvi i lag, með þvi að fá erlenda aðila, til að reisa hér svo sem 20 álbræðslur. Það myndi borga brúsann. öll var þessi ritsmið eintóm vit- leysa svo sem að telja allar niður- greiðslur búvöru styrk til bænda og öll framlög samkvæmt fjár- lögum, sem þar eru talin til land- búnaðar styrk til bænda, en þar eru meðal annars gjaldaliðir, eins og bændaskólarnir en aðrir fagskólar eru taldir til kostnaðar við menntamál, en ekki til þeirrar atvinnugreinar, sem þeir þjóna, Iðnskólinn er t.d. ekki talinn kostnaður við iönað, sjómanna- skólinn ekki til kostnaðar við sjávarútveg o.s.frv. Þá er fram- lag til skógræktar talið til land- búnaðar og fleiri liðir, sem alls ekki eru beinn stuðningur við bú vöruframleiðslu. öll þessi ritsmið var hrakin með festu og rökum i blaðagrein af formanni Stéttar- sambands bænda og i leiðurum i Timanum. En það kom ekki að haldí. Ritstjóri Visis endurtók bara fjarstæður sinar i stað þess að biðjast afsökunar á frum- hláupi sinu. Satt að segja ætlaði ég mér ekki að svara þessum ádeilum. Mér kom ekki til hugar i upphafi, annað en þetta frum- hlaup ritstjórans, og þeir sem hafa ráðið hann til starfa eða bera ábyrgð á málflutningi blaðsins myndu þagga niður i honum, en svo hefur ekki orðið. Visismenn virðast bara ánægðir með verk ritstjóra sins. Þó er þakkarvert að alllöngu eftir fyrstu árásina i Visi var mál- staður landbúnaðarins tekinn upp og varinn myndarlega i leiðara i Morgunblaðinu. Sá leiðari var þó nafnlaus, svo að enginn veit með vissu hver þorði þar að taka upp hanzkann gegn þvi afli, sem stendur bak við rit- stjóra Vísis. Ég átti von á, að leið- andi sjálfstæðisir.enn i land- búnaðarmálum myndu ganga fram fyrir skjöldu og svara þessum ómaklegu árásum á land- búnaðinn i Visi. sjálfum, svo þannig mætti á að ósi stemma. En sú von brást. Skal ég þvi reyna að gera þessu máli nokkur skil ef vera mætti, að það yki skilning hins almenna borgara, hvar i flokki sem hann stendur, i vandamálum ekki aðeins landbúnaðarins heldur og annarra atvinnugreina, og hvernig reynt hefur verið að leysa þau, að beztu manna yfirsýn landi og þjóð til heilla, en ég held að allir — lika ritstjóri Visis — skilji, að afkoma þjóðarinnar byggist á, að atvinnuvegirnir gangi og allir, sem geta, vinni að framleiðslu eða þjónustustörfum. Mér er ljóst, að það er þyrnir i augum margra mætra manna, hve há fjárhæð eyðist árlega i uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, og er það raunar eina atriðið i ádeil- um Visis, sem er svaravert. En fólki finnst þessi fjárhæð há af þvi, hve landbúnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein. tJtflutn- ingsuppbætur á landbúnaðar- vörur geta ekki iögum sam- kvæmt orðið hærri fjárhæð en 10% af verðmæti búvörurfram- ieiðsiunnar við sláturhúsdyr eða mjólkurstöðvarvegg. Skal tekið ákveðið dæmi. Verð- lagsárið 1973-’74, þ.e. frá 1. sept. 1973 til 31. ágúst 1974 var fram- leiðsluverðmæti landbúnaðar, komið að stöðvarvegg og slátur- húsi kr. 9.270.000.000,- Hámarks útflutningsuppbætur á þvi tima- bili geta þvi orðið kr. 927.000.000. og þær verða það vegna þess, að þetta var mikið framleiðsluár. Þetta er að visu allhá fjárhæð, þótt hver króna sé orðin harla verðlitil, en hvað fæst fyrir þetta framlag. Fyrir það fæst mikil! gjaldeyrissparnaður og veruleg gjaldeyrisöflun. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu íslands. voru á árinu 1973 fluttar út óunnar landbúnaðarvörur, þar með talinn æðardúnn og hert selskinn fyrir kr. 808,6 milljónir, og unnar landbúnaðarvörur þ.e. loðsútaðar gærur og húðir, lopi teppi, prjónles o.fl., fyrir kr, 824,7 milljónir. Samtals gerir þetta kr, 1.633.3 milljónir eða sem svarar 8,5% af heildarútflutningsverð- mælti sjávarafurða unninna og óunninna. Nam sú fjárhæð 19,2 milljörðum eða rúmlega tvöföldu verðmæti allrar land- búnaðarframleiðslunnar. Væri nú þannig búið að islenzkum land- búnaði með lögboðum eða á annan hátt, að enginn afgangur væri til útflutnings þá myndi þurfa að eyða miklum gjaldeyri i fyrsta lagi til kaupa á mjólk að vetrarlagi, til kaupa á kjötvörum I erfiðari árum og til kaupa á verulegu magni ullar og skinna fyrir islenzka iðnaðinn. Ég reyni ekki að áætla, hve mikill gjald- eyrir færi i þau kaup, en það myndinema miklum fjárhæðum i mörgum árum, þótt ekki sé minnst á Visisvitleysuna, að hætta búvörurframleiðslu i landinu. Gjaldeyrisöflun hefur ávallt verið eitt veigamesta atriðið i islenzku atvinnulifi, af bvi hve mjög við erum háðir við- skiptum við aðrar þjóðir. Aöeins eitt er eins mikilvægt eða mikilvægara en gjaldeyrisöflun, það er að afla þeirra lifsnauð- synja i landinu sjálfu, sem þjóðin getur ekki verið án og getur framleitt hér. Nóg þarf samt að kaupa og flytja inn i landið. Nú skal enginn halda, að hinn lifsnauðsynlegi aðalgjaldeyris aflandi atvinnuv. þjóðarinnar sjávarútvegurinn, leysi öll sin vandamál án þess að koma við vasa skattborgaranna, þótt á framleiðslu sjávarútvegsins séu lagðir miklir skattar i út- flutningsgjöldum og með öðru móti til að standa undir ýmis- konar fjárfestingar og verð- miðlunar- og styrkjastarfsemi innan sjávarútvegsins. En það nægir bara ekki alltaf. Ef alvar- lega ábjátar með verðfalli sjávarafurða á erlendum mörk- uðum eða aflabrestur verður, þá er si ofan i æ ráðist á islenzku krónuna til að bjarga þessum mikilvæga atvinnuvegi. Svo kemur einnig fyrir, að sum út- gerðarfyrirtæki, bera sig ekki, þótt þau séu talin hreinasta lifs- nauösyn fyrir viðkomandi byggöarlög og séu það. Vil ég þar nefna m.a ýmsar bæjarútgerðir. Þá greiða borgararnir hallann með útsvörum sinum. Frá minu sjónarmiði, og ég vona, að ýmsir aðrir að athuguðu máli séu mér sammála, er mér ekkert óljúfara að greiða rikinu skatt, sem notað- ur er til að auka gjaldeyrisöflun beint eða óbeint, heldur en greiða útsvar til bæjarfélagsins i sama Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.