Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 1
HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SjMI (91)19460 í DAG Ibúar Breið- holts hættir að trúa — sjá bls. 6 • Afstaða Póstmanna- félagsins — s\á bls. 5 ii „Ekki borið undir okkur — segir Baldur AAöller um leitina í Keflavík TÍMINN náði i gærkvöldi tali af Baldri Möiler ráðuneytis- stjóra og spurði hann, hvað hann vildi segja sem embættismaður I dómsmála- ráðuneytinu um þá stefnu, sem rannsókn Geirfinns- málsins i Keflavik heioi tekið, er umfangsmikil leit væri hafin eftir leiðsögn einhvers „sjáanda" i Hollandi. — Út af fyrir sig höfum við ekki sérstakar meiningar um slika hluti, svaraði Baldur, og þetta hefur ekki verið borið undir okkur. Ég veit ekki glöggt, hvernig þetta er til komið, en ég býst við að vita meira um það slðdegis á morgun. Þetta verkar sjálfsagt ankannalega á ýmsa, én er að sjálfsögðu háð persónulegu mati, hvort vert er að fara eftir ábendingum af sliku tagi. Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar 5. tölublað — Miðvikudagur 8. janúar 1975 —59. árgangur. _t SH_2~V—_u"_ --II-' — Landvélarhf Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Mófmælir veiðileyfi dansks loðnuskips Á annað hundrað skipa til loðnuveiða FB—Reykjavik Sjávarútvegsráð- herra hafa nú borizt mótmæli frá fundi Skips.tjóra- og stýrimanna- félagsins öldunnar, sem mót- mælti harðlega þeirri ákvöröun alþingis að veita sjávarútvegs- ráðherra heimild til að veita danska skipinu ms. tsafold leyfi til veiða i islenzkri landhelgi á komandi loðnuvertlð. Á fundinum var skorað á sjávarútvegsráðherra að nota ekki þessa heimild, og töldu fundarmenn, að slik leyfisveiting eða leyfisveitingar gætu haft hinar alvarlegustu afleiðingar i för með sér. Enn fremur fof- dæmdi fundurinn þá málsmeð ferð alþingis að leita ei umsagnar viðkomandi stéttarfélaga um svo alvarlegt mál, áður en afgreiðsla átti sér stað. Timinn sneri sér til Páls Guð- mundssonar, skipstjóra á Guð- mundi ¦ RE, sem er formaður öldunnar, og spurði hann nánar út I þetta mál. Hann sagði, að sjó- menn teldu. hér vera um hættu- legt fordæmi að ræða á sama tima og íslendingar stæðu i baráttu fyrir landhelginni, eins og nú er gert. Páll sagði, að þar sem fsafold væridanskt skip, sem sigldi undir dönsku flaggi, hefði það veiði- heimildir I Norðursjó og I Skagerak, þar sem íslenzkum skipum væri ekki heimilt að veiða, og einnig annars staðar á veiðisvæðum EFTA-rikja, þar sem islenzk skip hafa ekki leyfi til að veiða. Isafold hafði einnig leyfi til að veiða hvaða fisktegundir sem er á þessum svæðum, en islenzkir bátar hafa einungis fengið leyfi til þess að veiða sild til Danmerkur meö sérstökum veiðiheimildum. Eitt af þvi, sem nefnt hefur verið leyfisveitingu ísafoldar til málsbótar er það að á skipinu verða tslendingar, trúlega 16 manna áhöfn, sem kemur til Frh. á bls. 15 Komið upp um smyglhring: Smygluðu a.m.k. 3000 lítrum af spíra FB—Reykjavik — Kvisazt hefur að tveir menn hafi verið úr- skurðaðir I gæzluvarðhald I Reykjavik vegna smygls á sl. ári. Munu þeir hafa smyglað alls um 3000 litrum af 96% spira, en sölu- verðs hvers litra er um 2500 krónur, svo heildarverðmæti er um 7,8 milljónir. Sumu af þessu var fleygt I sjóinn á brúsum, og siðan sótt á bátum, en annað kom til hafnar með farskipum. Lögreglan I Keflavlk og toll- gæzlan á Keflavlkurflugvelli hafa unnið að uppljóstrun þessa máls. En-þar sem fleiri menn eru við- riðnir málið en þessir tveir sem ekki hefur náðzt til enn og reyndist ekki unnt að fá frekari upplýsingar um málið I gær. Einn aðilinn að þessu smygl- máli mun enn vera erlendis. Geirfinnsmálið: LEITAÐ I KEFLAVIK ALLT HVAÐ AF TEKUR — þó að hollenski ,,sjáandinn" neiti því, að hann hafi rætt þetta mál við blaðamenn Gsal—Reykjavlk — í gærdag stóð yfir mjög itarleg leit I Keflavlkur- höfn að liki Geirfinns Einarsson- ar úr Keflavik. Astæðan fyrir þessari miklu og raunar óvæntu Menn úr björgunarsveitiiiiii Stakki I Keflavik og Slysavarnafélagi is- lands tóku þátt I undirbúningi og skipulagningu leitarinnar, og hér sjást nokkrir þeirra setja gúmmibát á flot I Keflavfkurhöfn I gærdag. Tlma- mynd: Gunnar. leit I gærdag er sú, að Morgun- blaðið skýröi frá þvl I gærmorgun að Geirfinn væri að finna I 800-1000 metra fjarlægð frá heim- ili hans, —og voru upplýsingarn- ar hafðar eftir hollenzka „sjáand- anum" Croiset, sem blaðið átti samtai við. Þegar haft var samband við Hoilendinginn af lögregluyfirvöldum og hann innt- ur eftir þvi, hvort upplýsingarnar væru frá honum sjálfum, sagðist hann ekki minnast þess að hafa talað um þetta mál við blaða- menn. Leitin i gær bar engan árangur. Hvort samtalið við Croiset er uppspuni einn skal látið ósagt, en innan fárra daga er væntanleg segulbandsspóla frá sjáandanum, þar sem hann skýrir lögregluyfir- völdum frá athugunum sinum og niöurstöðum þeirra. Fyrr verður ekki skorið úr þvi hvort heimildir umrædds dagblaðs eru réttar. Þegar Timamenn voru staddir I Keflavik I gærdag hittu þeir Valtý Sigurðsson, fulltrúa bæjarfógeta að máli. Sagði hann, að þegar borist hefðu þær upplýsingar að Morgunblaðið hefði i hyggju að birta viðtal við Croiset, — hefðu yfirvöld þegar haft samband við hann og hefði „sjáandinn" að- spurður sagt, að hann minntist þess ekki að hafa rætt mál þetta við "blaöamenn. Skýrði „sjá- andinn" viðmælanda sinum frá þvl, að búið væri að taka upp á segulbandsspólu þær upplýsing- ar, sem hann gæti látið i té og væri spólan á leið til lögreglunnar 1 Keflavlk. — Við reiknum með þvl, að þetta sé svar Hollendingsins, sem birtist I blaðinu, þvi vel má vera að þeir hafi talað við fulltrúa hans eða einhvern annan er þessu var kunnugur, — og þvi þótti okkur Frh. á bls. 15 Mikil leit stóð y fir I gærdag að liki Geirfinns Einarssonar, og töku 10 kafarar þátt I leitinni. Hér á myndinni sjast nokkrir þeirra við undir- búning köfunarinnar. Timamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.