Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 8. janúar 1975. ir hurf u undir þiljur hver af öðrum. Jóhanni og Katrínu óx kjarkur, þegar fækkaði á þilfarinu, og nú áræddu þau að virða skipiðalmennilega fyrir sér. Gegnum kringlótta gluggana á setusalnum sáu þau, að fyrirfólkið sat við blómskreytt borð og kringum þau tiplaði lagleg þerna á hælaháum skóm og reiddi fram kaffi og vín. Það virtist hlýtt og notalegt að sitja þarna inni á rauðum flos- bekkjunum. Karlmennirnir reyktu vindla, og andlit þeirra urðu því rjóðari og sællegri sem lengra leið á kvöldið og blómin og fjaðrirnar á höttum kvennanna sveif luðust því f jörlegar sem gleðskapurinn stóð lengur. En úti varð vistin æ ömurlegri. ,,Það eru tvær litlar káetur miðskipa. Þangað skulum við fara", sagði Jóhann. ,,önnur er handa kvenfólki og þangað f erð þú, en ég f er inn í reykingaklef ann". Þau kvöddust, og Katrín kom sér fyrir í lítilli kytru, þar sem fimm eða sex aðrar konur sátu við sögulestur. Þar var þröngt, en hlýtt og notalegt að hreiðra um sig á leðurbekknum. Fáar mínútur voru liðnar, en stýrimaðurinn, sem Katrín hafði oftsinnis séð á bryggjunni í Þórsey,kom inn og innti eftir farseðlunum. ,,Ég hef engan farseðil", sagði Katrín. „Eruð þér á öðru eða þriðja farrými?" spurði hann. „Hvað munar það miklu á verðinu?" „Það munar tveim mörkum til Bómarsunds". „Á þriðja farrými þá — tvo seðla". Stýrimaðurinn reif svo smásnepla úr farseðlaheftinu og sagði hryssingslega um leið og hann rétti henni þá: „Svo farið þér héðan. Þessi klef i er ætlaður farþegum á öðru farrými". Katrín tók hnýti sitt undrandi og haltraði út í næðing- inn á þilfarinu. Þar hímdi þá Jóhann líka með höfuðið niðri á bringu og hendurnar í buxnavösunum. Andlit hans var korggrátt,og þunnar buxnaskálmarnar börðust við magra fótleggina í gjólunni. „Hvers vegna ertu hérna úti í kuldanum, Jóhann?" sagði Katrín. Hann kipttist við og reyndi að sýnast glaðlegur, en það mistókst svo gersamlega, að hann varð jafnvel enn aumkunarlegri en áður. „ Ég er að horfa út á Sviðið. Guð má vita, hvort sjómennskunni minni er ekki lokið". „Rak stýrimaðurinn þig út úr klefanum?" „Ja — hann sagði, að hann væri einungis ætlaður far- þegum á öðru farrými". „Er þá ekkert afdrep til handa okkur?" „Nei. En við getum farið niður á neðra þilfarið, og þar er heldur hlýrra". Þau kjöguðu niður á afturþiljurnar, en þar var ágjöf, svo, að þau hurfu fram á milliþiljurnar, sem voru yfir- byggðar. Þar var dimmt og óvistlegt og tunnur og pokar í hverjum kima. Úti við annan borðstokkinn stóðu fáeinar nautkindur, bundnar á klafa. Hey og hálmi var stráð undir þær, og megna mykjulykt lagði frá þeim. Öðru hverju stöppuðu gripirnir í gólf ið og ráku upp öskur, sem yfirgnæfði þunga dynki afIvélarinnar. Þau Katrín og Jóhann settust á kartöflupoka og hjúfruðu sig hvort að öðru eins og lítil börn. Það lagði þægilegan yl frá vélarrúminu, en andrúmsloftið var viðurstyggilegt. Loks sofnuðu þau við tilbreytingarlaust buldur vélar- innar með höfuðið hvort á annars öxl og vöknuðu ekki aftur f yrr en eimpípurnar gauluðu til merkis um það, að skipið væri komið til hafnar. „Hvar erum viðnúna, Jóhann. Viðerum þó ekki komin of langt", hrópaði Katrín og spratt á fætur. „Nei-nei, nei-nei". Hann gægðist út yfir borðstokkinn. „Við erum einmitt að komast til Bómarsunds". „ Auðvitað er það f ráleitt að verða að fara hér af skip- inu, þegar það fer beina leið til Þórseyjar og leggst meira að segja upp að bryggjunni heima", tautaði Katrín í barm sér. „O-já, o-já. — Hvar geymirðu farseðlana. Og komdu þér nú upp á framþiljurnar og vertu fljót í land, því að þeir stanza ekki margar mínútur hér". Skipreika Þau voru komin aftur til Bómarsunds. En nú breiddi haustnóttin dökka blæju sína yfir landið og öldugjálfrið lét óhugnanlega í eyrum. Rauð og græn skipsl jósin lýstu um stund gegnum myrkrið og urpu gliti á bylgjurnar. En innan skamms var báturinn horf inn bak við lítinn hólma, og þau Katrín og Jóhann stóðu ein á ströndinni. Bæjarbú- ar, sem komið höfðu niður á bryggjuna, voru farnir sína leið. Þau skálmuðu út grýtta ströndina í myrkrinu, unz þau fundu kænu sína. Þau ýttu henni á flot, og Katrín settist undir árar. Hún hvimaði kviðin út yfir dökkan voginn og mælti: „ Ég get róið, en hvert eigum við að stef na, veif ég ekki fremur en steinninn þarna. Það verður þú að segja til um". Og nú kemst ég vað tima-. 8. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 715 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg Ornólfsdöttir les söguna „Maggi, Mari og Matthias” eftir Hans Petterson (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Frá kirkjustöðum fyrir austan kl. 10.25: Sr. Agúst Sigurðsson talar um Hofteig á Jökuldal. Kirkjutónlist kl. 10.50. Morguntónleikar kl. 11.00: Lamoureux hljóm- sveitin leikur Pastoral svltu eftir Chabrier / Sinfóniu- hljómsveitin i Liege leikur „Iberiu”, hljómsveitarþætti eftir Debussy / Artur Rubinstein og Sinfóniu- hljómsveitin i Flladelfiu leika Fantasiu um pólsk stef op. 13 eftir Chopin. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Söng- eyjan” eftir Ykio Mishima. Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Rósa Ingólfsdóttir leikkona les (3) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar.. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 P.opphornið 17.10 tJtvarpssaga barnanna: „Anna Heiða vinnur afrek” eftir Rúnu Gislad. Edda Gisladóttir les sögulok (8) 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Upphaf eingyðistrúar. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Utvarpssagan: „Dag- renning” eftir Romain Rol- land. Þórarinn Björnsson islenskaði. Anna Kristin Arngrimsdóttir les (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Bók- menntaþáttur i umsjá Þor- leifs Haukssonar. 22.45 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 2330 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Björninn Jógi Bandarísk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Gluggar Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 Vesturfararnir 3. þáttur endurtekinn i stað Filahirð-- isins, sem fellur út að þessu sinni. 19.35 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum Breskur teikni- myndaflokkur i 16 þáttum byggður á samnefndri sögu eftir Jules Verne um sér- vitringinn Fileas Fogg og hnattreisu hans. 1. þáttur. Þýöandi Heba Júliusdóttir. 21.00 Vesturfararnir Sænsk framhaldsmynd, byggð á samnefndum sagnaflokki eftir Vilhelm Moberg. 4. þáttur. Landið sem beið þeirra Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision) 21.50 Heimsókn Handan við Hraundranga Þáttur þessi var kvikmyndaður að Staðarbakka i Hörgárdal, þar sem sjónvarpsmenn dvöldust daglangt og fylgd- ust með hversdagsstörfum fólksins I skammdeginu. Þátturinn var á dagskrá á annan dag jóla. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.