Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 8. janúar 1975. Séö yfir Hóla- og Feilahverfi. Þar vantar tilfinnanlega IþróttaaOstöðu. vekja athygli á þvi, að þetta er neyðaróp frá ibúum Breiðholts- hverfa, Fella- og Hólahverfis. Koðnar íþrótta- félagið niður? Sá vandi, sem aðstöðuleysið i sambandi við iþróttamannvirki veldur, er tviþættur i Breiðholts- hverfum. Annars vegar er um það aö ræða, að öll iþróttakennsla I skólunum er stórskert, og þá kennslu, sem veitt er á þessu sviöi, þarf að sækja út fyrir hverf- ið, sbr. lýsingu forráðamanna þessara félagasamtaka i bréfi til borgarráðs. Hinn vandinn er sá, sem snýr að iþróttafélaginu i hverfinu. Það er staðreynd, að meðan þetta nýja iþróttafélag, sem hefur haslað sér völl i Breið- holtshverfi III, getur ekki boðið upp á neina iþróttaaðstöðu, eru vaxtarskilyrði þess næsta lítil, og sjálfir hafa forystumenn þess fé- lags bent á, að verði ekki gerð einhver bragarbót i þessum efn- um, muni fara svo, að börn og unglingar i hverfinu muni i vax- andi mæli leita úr fyrir hverfið til annarra iþróttafélaga, og gæti það þá orðið þessu nýja iþróttafé- lagi næstum óbætanlegt tjón ef svo yrði. Vanrækslusyndir íha Idsins Sú ályktunartillaga, sem ég hef fjallaö hér um er hófsamleg. — Lögð er á það áherzla, að leitazt verði við að halda framkvæmdum áfram við sundlaugarbygginguna og allt verði gert til þess að ljúka byggingu iþróttahúss við Fella- skóla sem fyrst. Bæði ég og aðrir gerum okkur grein fyrir þvi, að það er kannski erfiðara nú en oft áður aö standa myndarlega að framkvæmdum. Það held ég að allir geri sér ljóst. En á það ber að lita, að hér er um vanrækslusynd- ir af hálfu borgaryfirvalda að ræða, sem bæta verður úr. Þetta er vandi, sem borgaryfirvöld hafa velt á undan sér. Samstaöa til æskulýðsstarf- semi i svokölluðum Fellahelli er út af fyrir sig gott framtak og til mikilla hagsbóta fyrir unglingana IBreiðholti, en þaðer enn brýnná, að Iþróttaaöstaða I hverfinu verði bætt hið fyrsta. Það er þess vegna, sem við borgarfulltrúar minnihlutans höfðum lagt fram þá ályktunartillögu, sem ég hef gert grein fyrir”. Þegar fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1975 var af- greidd á siðari fundi borgarstjórnar i desem- ber, fluttu borgarfull- trúar minnihlutaflokk- anna nokkrar sameigin- legar ályktunartillögur, m.a. um iþróttaaðstöðu i Breiðholtshverf um. Gerði Alfreð Þorsteins- son (F) greinfyrir þeirri tillögu. 1 ræðu sinni sagði Alfreð m.a.: „Eins og sakir standa er nú ekki um aðra iþróttaaðstöðu i Breiðholtshverfum að ræða en þá iþróttaaðstöðu, sem fyrir hendi er i iþróttahúsi i Breiðholtsskóla, og enn fremur er um einn ófullkom- inn knattspyrnuvöll að ræða i Breiðholtshverfi I. Af þessu sést, aö borgaryfirvöld hafa ekki af miklu að státa i þessum efnum i þessum stærstu hverfum borgar- innar, þar sem barnafjöldi er jafnframt mestur. 6g hygg, að menn hafi almennt gert sér grein fyrir þvi, aö við svo búið má ekki standa, og þess vegna voru tals- verðar vonir bundnar við það, þegar ákveðið var, við byggingu nýrra skóla i Breiðholtshverfi III, að haga framkvæmdum þannig, að iþróttamannvirki yrðu tekin þar i fyrri áfanga. Þannig var með nokkurri framsýni ákveðið, að annar áfangi Fellaskóla yrði bygging iþróttahúss, og 1. áfangi Fjölbrautaskólans yrði bygging iþróttamannvirkja, knattspyrnu- vallar og sundlaugar, ásamt til- heyrandi búningsaðstöðu. Sundlaugarbygingu frestað Þrátt fyrir þessi góðu fyrirheit, þá hefur ekki verið staðið við þessi áform. Það þekkja allir sorgarsöguna um iþróttahús Fellaskóla, sem frestað hefur verið hvað eftir annað, og nú sið- ast er þvi lofað, að iþróttahúsið verði tilbúið i febrúar n.k., þó að þeir, sem fylgzt hafa með fram- kvæmdum þar, leyfi sér að efast um að við það verði staðið. Þess ber að geta, að unnið hefur verið við gerð knattspyrnuvallar i Breiðholti III, og má ætla, að hann verði tekinn I notkun næsta sumar, þó að sá galli sé á gjöf Njarðar, að alla búningsaðstöðu vantar við þann völl. En siðasta reiðarslagið i Breiðholtshverfum er, að nú virðist horfið frá þvi að byggja sundlaug i hverfinu i bili. Þ.e., aðþetta verkefni hefur verið sett til hliðar, og aðeins mjög lit- i) f járhæð virðist ætluð til verks- ins á þeirri fjárhagsáætlun, sem hér liggur frammi, en áður hafði veriö stefnt að þvi, aö þessi sund- laug yrði tekin i notkun á næsta ári. Sérstaöa Breiðholts Það má vel vera, að einhverj- um finnist að það skipti kannski ekki svo miklu máli, hvort iþróttaaðstaða risi I hverfum eins og Breiöholtshverfum tveimur til þremur árum siðar, allt hafi sinn meðgöngutima, og þannig hafi önnur hverfi orðið að biða eftir sinni aðstöðu i sambandi við Iþróttir og æskulýðsstarfsemi. Það er rétt, að mörg önnur hverfi hafa orðið að biða kannski miklu lengur en Breiðholtshverfi eftir Iþróttaaðstööu, en það hefur svo oft verið bent á sérstöðu Breið- holtshverfa, að óþarft ætti að vera að endurtaka þau rök nú. Og það má minna á það, að i umræð- um hér i borgarstjórninni, þegar þessi mál hafa verið rædd, þ.e.a.s. aðstaða til æskulýðsstarf- semi og iþróttastarfsemi, hafa menn yfirleitt verið sammála um, að þetta væru brýn verkefni, sem vinna bæri aö eins fljótt og kostur væri. Og ég leyíi mér að minna á þaö, að á borgarstjórn- arfundi I janúar 1973 var m.a. samþykkt eftirfarandi: „Þá lýsir borgarstjórn yfir vilja sinum til að bæta aðstöðu til ýmiss konar félagsaðstöðu i Breiðholtshverf- um, t.d. iþróttaaðstöðu og að- stöðu fyrir æskulýösstarfsemi.” Hættir að trúa loforðunum Þrátt fyrir það, að menn hafi verið sammála um nauðsyn þess að byggja upp aðstöðu i Breiö- holtshverfum hvað viðvikur Iþróttaaðstöðu, þá hefur, eins og éghef greint frá, harla litið gerzt, eða okkur hefur orðið harla litið ágengt. Satt beztað segja eru Ibú- ar Breiðholtshverfa orðnir mjög langeygir eftir framkvæmdum, og mér liggur við að segja, að þeir séu beinlinis hættir að trúa þvi, að staöið verði við þau loforð, sem gefin hafa verið, og i þvi sam- bandi leyfi ég mér að vitna til bréfs, sem ibúar i Breiðholts- hverfi III sendu til borgarráðs nú fyrir nokkrum dögum, en það er undirritað af formönnum Fram- faráfélags Breiðholts III, iþrótta- félags I hverfinu og kvenfélagsins I hverfinu. 1 þessu bréfi segir m.a_: „Bréf þetta er sent vegna þess alvarlega ástands, sem rikir I sundkennslumálum barna I Breð- holtshverfi. I skipulaginu er gert ráð fyrir stórri sundlaug fyrir væntanlegan fjölbrautaskóla I Breiðholti III, en þess er ekki að vænta, að sú laug komist i notkun á næstu árum”. Þá segir enn fremur siðar i þessu bréfi: „Til þess að ráða bót á þessu neyðar- ástandi, leggja stjórnir undirrit- aðra félaga til, að byggð verði strax I vor einföld og ódýr sund- laug við Fellaskóla, þannig að hægt sé að nota búningsherbergin þar fyrir sundlaugina lika”. Skóla úr skóla, án iþróttakennslu. Þarna benda sem sé þessir aðil- ar, sem þekkja málið bezt og gerzt, á það alvarlega ástand, sem rikir i þessum málum, og þetta kemur eiginlega enn betur fram i ööru bréfi frá Framfarafé- laginu, þar sem sett eru upp á lista þau brýnustu verkefni, sem vinna þarf að i Breiðholti III, en þar eru skólar, ásamt iþrótta- og sundaðstöðu efst á blaði. Þar seg- ir i bréfi, með leyfi forseta: „Þau börn, sem fluttu fyrst i hverfið, voru fyrst i Breiðholtsskóla, sem þá var án allrar leikfimiaðstöðu, þau eru nú i Fellaskóla án leik- fimishúss’ og mörg þeirra fara nú Alfreð Þorsteinsson. I vetur i Hólabrekkuskóla, sem verður án allrar leikfimiaðstöðu fyrst um sinn, og munu sennilega ekki fá afnot af húsinu við Fella- skóla, þar sem það verður fullnýtt svo til strax”. Neyðaróp ibúa Breiðholts Varðandi þaö er kemur fram i fyrra bréfinu, sem ég las, er það alvarlegast, að ibúarnir eru bein- linis hættir að trúa þvi, að staðið verði við fyrirheit, sem gefin hafa verið. Þeir óska eftir bráða- birgðasundlaug, af þvi að þeir reikna alls ekki með þvi, að fram- kvæmdir hefjist i bráð við aðal- sundlaugina. Ég vil ekki leggja dóm á þaö, hvort rétt sé að koma upp þessari bráðabirgðaaðstöðu, þvi að sú hætta er ávallt fyrir hendi, þegar gerð er bráða- birgðaaðstaða, aö aðalverkefnið tefjist lengur en nauðsynlegt er. Og ég vil ekki trúa þvi, að Reykjavikurborg treysti sér ekki til að byggja umrædda sundlaug á næstu 2 árum, en það er rétt að „Þrátt fyrir eindregnar ósk- ir ibúa Breiðholtshverfa um iþróttaaðstöðu, hefur fram- kvæmdum á þvi sviði miðaö mjög hægt áfram, og hefur t.d. ekki tekizt að ljúka neinu iþróttamannvirki I Fella- og Hólahverfi. Fyrir jafnstór hverfi er þaö mjög alvarlegt, að ekki skuli vera fyrir hendi iþróttaaöstaða af neinu tagi, hvorki fyrir skólabörn né starfandi íþróttafélag i hverf- unum. Leiðir þetta af sér, að börn og unglingar búa við mjög skerta iþróttakennslu og þurfa auk þess að sækja íþróttatlma i önnur hverfi borgarinnar. Má i þvi sam- bandi nefna sérstaklega sund- kennslu. Vegna þess alvarlega ástands, sem rikir I þessum máium, samþykkir borgar- stjórn að leitazt verði við aö fyigja upphaflegri áætlun um byggingu sundlaugar viö væntaniegan fjölbrautarskóla, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir, að framkvæmdum Ijúki á næsta ári (1975). Jafn- framt leggur borgarstjórn áhcrzlu á það, að fram- kvæmdum við Iþróttahús Feilaskóla verði hraðað svo, að unnt verði að taka húsið i notkun hið fyrsta.” Eftirtaldir bdtar eru til söiu i þvi ástandi sem þeir nú eru i: 1. v.s. ELLA SH-145, 11 rúml. 2. v.s. GUÐRÚN MARÍA SH-74, 52 rúml. 3. v.s. ÞÓRVEIG GK-222, 52 rúml. Upplýsingar i sima 24310. Fiskveiðasjóður íslands. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi: íbúar Breiðholts eru hættir að trúa loforðum Sjálfstæðis- flokksins um íþróttaaðstöðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.