Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 9
MiOvikudagur 8. janúar 1975. TÍMINN 9 Oft erfitt að finna heimildir um sögu kvenna, þær eru oft vandlega faldar í ritverkum, og meiri hluti þess, sem skrifað hefur verið um konur, hefur birzt í dagblöðum og tímaritum Kvennasögusafn íslands stofnað Else Mia Einarsdóttir og Anna Sigurðardóttir glugga I eitt af ritum safnsins. Timamyndir Gunnar. SJ-Reykjavík. Kvennasögusafn Islands var stofnaO 1. janúar 1975, á fyrsta degi kvennaárs Sameinuöu þjóöanna. Stofn safnsins er bækur, timarit, handrit og önnur skjöl, sem Anna Sigurðardóttir hefur gef- ið. Hliðstæð söfn eru starfandi i sumum nágrannalöndum okkar, og er tilgangur þeirra sá sami, að stuðla að rannsóknum á sögu kvenna. Kvennasögusafn Islands mun safna islenzkum bókum og rit- gerðum, handritum og ööru skráðu efni, sem konur varðar. Erlendar bækur og timarit um sérmál kvenna verður einnig að finna i safninu. Lögð verður áherzla á að leita uppi heimildir um konur og hvetja fólk til að halda til haga sérhverju þvi, sem getur varpað ljósi á lif islenzkra kvenna og störf þeirra að fornu og nýju. Má þar tilnefna ljósmyndir, teikningar eða myndir af kon'- um, dagbækur þeirra, bréf og minnisblöð. Kvennasögusafn íslands mun þannig vinna að þvi að forða frá glötun heimildum um konur og benda mönnum á að láta mikil- væg skjöl og gögn til varðveizlu I fslenzkum bóka- og skjalasöfn- um. Þá kvöð má láta fylgja gjöfum til safna, að ekki sé leyfilegt að opna skjalapakkana eða hagnýta sér innihald þeirra fyrr en eftir tiltekinn árafjölda. Kvennasögusafnið vonast eftir góðum undirtektum hjá al- menningi og sér i lagi hjá kven- félögum viðs vegar um landið. Einnig vonast safnið eftir góðri samvinnu við bóka- og skjala- söfn landsins. Ábendingar um heimildir verða alltaf vel þegnar, og ekki er að efa að um allauðugan garð er að gresja hér á landi um fróðleik um konur, ef vel er að gáð. Safnið gerir skrá yfir rit og gögn, sem eru i eigu þess og ætlunin er að hafa á takteinum upplýsingar um heimildir kvennasögulegs efnis i öðrum söfnum. Blaðamönnum, fræðimönnum og öörum, sem áhuga hafa á aö afla sér heimilda um sögu Is- Anna Sigurðardóttir i Kvennasögusafni islands, sem er til húsa i einu herbergi á heimili hennar. borgar. t upphafi átti safnið að- eins tvær hillur af bókum, en nú fylla rit þess fjórar hæðir i húsi þess i Westminster hverfinu. Þar er m.a. fyrsta bókin, sem kom út um réttindi kvenna á Bretlandseyjum — árið 1632. Stjórnendur kvennasögusafna á Noröurlöndum og áhugafólk um stofnun slikra safna héldu með sér fund i fyrra. A næstunni verður annar slikur fundur i Kaupmannahöfn og verða þar lögð drög að sameiginlegum meginreglum, skráningu og flokkun efnissafnanna. Stofnendur Kvennasögusafns tslands hafa sótt um fjár- veitingu til starfsemi þess til Alþingis, en hafa engar undir- tektir fengið enn sem komið er. lenzkra kvenna, mun safnið veita alla þá aðstoð, sem þvi er unnt. Húsakynni Kvennasögusafns íslands verða fyrst um sinn á heimili önnu Sigurðardóttur að Hjarðarhaga 26. Pósthólf safnsins er 7005 i Reykjavlk. Stofnendur Kvennasögusafns íslands, eru þrjár konur: Anna Sigurðardóttir, Hjarðarhaga 26, simi 12204 og bókasafns- fræðingarnir Else Mia Einars- dóttir, Granaskjóli 25, simi 24698 og Svanlaug Baldurs- dóttir, en hún dvelst erlendis I vetur. Veita þær frekari upplýsingar um safnið. Kvennasögusöfn eru til á Norðurlöndunum og viðar, og Sþ hafa m.a. hvatt til að slikum söfnum yrði komið upp i aðildarrikjunum til þess að gera kvennaárið sem áhrifarikast. Merkilegt kvennasögusafn var stofnað I Gautaborg 1958. Úrklippusafn þess er mikils virði I viðleitninni til að miðla þekkingu og fróðleik um hag kvenna og kjör á ýmsum tim- um. Sannleikurinn er sá, að meirihluti þess semliefur verið skrifað um konur fram á þennan dag, hefur birzt i dagblöðum og timaritum. Kvennasögusafn tók til starfa i Landsbókasafni Arósa 1964 og Konunglega bókhlaðan i Kaupmannahöfn safnar bókum og skjölum kvennasögulegs eðlis. 1 safni Akademiunnar I Abo eru varðveitt skjöl og gögn margra finnskra kvenfélaga. Einkaskjalasafnið i Osló hef- ur fengiðstyrk til þriggja ára úr Visindasjóði Noregs til að afla og safna heimildum um sögu kvenna i landinu, brautryðjend- ur og forystukonur kven- réttindabaráttunnar. Kvenna- saga hefur nýlega verið gerö að sérstakri námsgrein við Oslóar- háskóla. og eru tiu karlar meðal stúdenta, sem leggja stund á hana. Færeyskar konur hafa sótt um styrk til Landsþingsins til að koma á fót kvennasögusafni I Færeyjum. Fawcett bókasafnið hefur starfað I Bretlandi siðan 1926 og er nú til húsa I veglegri byggingu I hjarta Lundúna- Nokkuö hefur dregizt, að vinn- ingur i Landshappdrætti Kauða kross Islands væri sótt- ur. Nú hefur eigandi vinnings- miöans, Hörður ólafsson, Njálsgötu 71, R., gefiö sig fram og veitt vinningnum, Bronco bifreiö og húsvagni, viötöku. Höröur ólafsson er öryrki, hefur lengi átt viö van- heilsu aö striöa en vinnur nú á Múlalundi. Gerir vinningur þessi honum kleift að endur- bæta Ibúð sina eða fá sér nýja. Myndin sýnir, þegar fram- kvæmdastjóri Rauða kross islands afhendir Heröi vinn- inginn, sem sést I baksýn. Morgunblaðs- ritstjórum fækkar UNDANFARIN árhafa ritstjórar Morgunblaðsins verið þrir, þeir Matthias Jóhannesson, Styrmir Gunnarsson og Eyjólfur K. Jóns- son. Nú um áramótin lét Eyjólfur af störfum. Ekki hefur verið ráðinn maður i hans staö, þannig, að eftirleiöis verða ritstjórar blaðsins aöeins tveir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.