Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 8. janúar 1975. TÍMINN n í viku- lokin ísland leikur í riðli með Svíum og Færeyingum í NM ÍSLENZKA landsliöiö i hand- knattleik, sem tekur þátt i Noröurlandamótinu I Dan- mörku i byrjun febrúar, veröur valiö nú I vikuiokin. Birgir Björnsson, landsliös- einvaldur og þjálfari liösins sagöi i gær, aö hann myndi velja meirihlutann af leik- mönnum liösins þá, en siöan myndi hann fullmanna liöiö, fijötlega. Islendingar leika i riöli meö Svium og Færeyingum i NM, en i hinum riðlinum veröa Danir, Finnar og Norðmenn. Sænska liðið undirbýr sig vel fyrir NM — um siðustu helgi lék liðið tvo landsleiki gegn V- Þjóðverjum i V-Þýzkalandi. Fyrri leikurinn, sem fram fór I Minden, lauk með sigri V- Þjóðverja 15:12. Sviar sigruðu V-Þjóðverja siðan i Neumuenster 16:14. -SOS # Gruyff og Co. töpuðu — fyrir Real Madrid REAL MADRID heldur sigur- göngu sinni áfram i spönsku deildarkeppninni. 120 þús. áhorfendur sáu liöiö sigra Johann Cruyff og félaga hans i Barcelona-liöinu 1:0 i Madrid. Markiö var sjálfsmark skoraö af bakveröinum Jesus de la Cruz. V-þýzku heimsmeistararnir Gunter Netzer og Paul Breitner voru menn Madrid- liðsins, en mest bar á þeim Johann Cruyff og landa hans Johann Neeskens hjá Barcelona. -SOS „Við aetlum okkur aftur á toppinn" — segir Birgir Björnsson, þjálfari FH-liðsins, sem mætir Fram í Firðinum í kvöld ★ Gunnar Einarsson leikur ekki með FH „VID ætlum okkur aftur á toppinn i deildinni”, sagöi Birgir Björnsson þjálfari íslands- meistara FH, sem mæta Framurum I kvöld I Firöinum. — Viö höfum misst of mikiö af stigum”. Leikurinn Ikvöid veröur örugglega tvisýnn og spennandi, eins og alltaf þegar FH og Fram mætast. FH-ingar leika ekki meö sitt sterkasta Siö — Gunnar Einarsson leikur ekki meö i kvöld, þar eö hann er ný kominn út af sjúkrahúsi, þar sem nef- og ennisgöngin voru hreinsuö. Birgir sagði, að FH-liðið væri I góðri æfingu, en þeir hafa einbeitt sér að því að æfa fyrir Evrópu- leikina gegn a-þýzka liðinu ASK Frankfurt, upp á síðkastið. En FH-liöiö leikur fyrri leikinn i Evrópukeppninni hér heima. 18. janúar n.k. — siöari leikurinn veröur leikinn um mánaðamótin janúar — febrúari A-Þýzkalandi. FH-liðið mætir Fram kl. 21:30 i kvöld, en áður leika Grótta og Víkingur. I kvöld leika FH-- stúlkurnar gegn Fram I 1. deild kvenna og hefst sá leikur kl. 19:15. -SOS Clough til Forest — hann stjórnar liðinu gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld BRIAN CLOUGH mun stjórna Nottingham Forest gegn Totten- ham á White Hart Lane I Lundúnum i kvöld, þegar liöin mætast aftur i bikarkeppn- inni. Clough tók viö starfi fram- kvæmdastjóra Forest, um helgina, eftir aö hann haf&i talað viö formann félagsins. Jim Wilmer. Eins og menn rnuna, þá var Clough rekinn frá Leeds fyrir þremur mánuðum. Brian Clough var staddur á City Ground I Nottingham á laugar- daginn, þegar Forest gerði jafn- tefli viö Tottenham 1:1. Eftir leikinn hrópuðu áhangendur Forest: — „Við viljum Clough, við viljum Clough”. Nottingham Forest er fimmta félagiö, sem Clough er framkvæmdastjóri hjá hin voru: Hartlepool, Derby, Brighton og Leeds. -SOS Staf- ford áfram — en Manchester United úr leik í bikarkeppninni Utandeildarliöiö Stafford sló Rotherham út úr ensku bikar- keppninni I gærkvöldi, þegar li&iö sigra&i 2:0 á heimavelli Rotherham. Manchester Uni- ted mátti þola tap gegn litla Walsall 2:3, eftir aö fram- lengja þurfti leiknum, þvi aö staöan var 1:1 eftir venjuiegan leiktima. Úrslit leikja i gærkvöldi, urðu þessi: Altrinchan-Everton 0:2 Middlesb.-Wycombe 1:0 Q.P.R.-Southend 2:0 Rotherham-Stafford 0:2 Hull-Fulham 2:2(1:1) Millwall-Bury 1:1(0:0) Walsall-Manc.Utd. 3:2(1:1) York-Arsenal 1:3(1:1) Fjórum siöustu leikjunum jurfti að framlengja og er staðan eins og hún var eftir venjulegan leiktima (inn i sviga). —SOS „Þetta er ekki slæmt brot" segir Jimmy Robertson //Þetta er ekki slæmt brot", sagði Stoke-leik- maðurinn JIMMY RO- BERTSON, sem fótbrotn- aði í leik gegn Coventry 26. desember s.l. — Ég verð orðinn góður eftir fimm vikur. Þá kem ég aftur til að hjálpa Stoke að hljóta Englandsmeistaratitilinn. ALAN TAYLOR, framlinumaö- urinn, sem West Ham keypti frá Rochdale á 40 þús. pund, er ekki búinn að ná sér eftir meiðslin, sem hann hlaut i leik gegn Stoke um jólin. — Ég verð oröinn góður i byrjun febrúar, sagði Taylor. Fimm félög hafa nú áhuga á 18 ára gömlum miðveröi, BARRY DOMINEY, sem hefur vakiö mikla athygli hjá Colchester upp á siökastið. Þaö eru félögin, Arsenal, Chelsea, Southampton, Birmingham og Norwich. SHEFFIELD UNITED hefur PETER OSGOOD... Chelsea vill lita á listann yfir markhæstu menn i ensku knattspyrninni: 1. deild: JIMMY ROBERTSON. boðið 100 þús pund i ALAN BUCKLEY, hinn mikla marka- skorara Walsall, sem hefur skor- að 18 mörk á keppnistimabilinu. Fyrst við erum farnir að tala um markaskorara, þá skulum við MacDonald, Newcastle 13 Kidd, Arsenal 13 Foggon, Middlesbro. 12 James, Burnley 12 2. deild: Gragdon, AstonV 19 Channon, Southampt. 14 Boyer, Norwich 13 „Pop” Robson, Sunderl. 13 3. deild: Eastoe, Swindon 20 McNeill, Hereford 19 Rafferv, Plymouth .... 19 Buckley, Walsall 18 4. deilu: Clarke, Mansf 20 Habbin, Reading 16 James, Chester 14 SOS. Bi irrr lin Q ham býðurí S1 teii n — félagið vill borga 200 þús. pund fyrir hann FREDDIE GOODWIN, framkvæmdastjóri Birmingham, hefur nú mikinn áhuga á að fá skozka landsliðsmanninn COLIN STEIN í lið sitt. Hann hefur nú boðið Coventry 200 þús. pund fyrir Stein. Birmingham vantar nú nauðsynlega miðherja til að skora mörk. DENIS ROFE, hinn snjalli bak- vörður Leicester, mun að öllum likindum leika með Leicester gegn Everton á laugardaginn, en hann hefur átt við meiðsli að striða sl. tvo mánuði. Rofe mun styrkja mikið Leicester-liðið, sem er nú i alvarlegri fallhættu. CHELSEA hefur haft mikinn áhuga upp á siökastiö að fá markaskorarann PETER OS- GOOD aftur til sin. Félagið er tilbúið að láta Southampton fá þrjá leikmenn — miðvallarspilar- ann PETER HOUSEMANN og framlinuspilarann BILL GARN- ER og TOMMY BALDWIN — i skiptum fyrir OSGOOD. — SOS. Dómari á aðal- hlutverki Varð íslenzka liðinu að falli islenzka landsliöiö i körfu- knattleik tapaöi fyrir Norö- mönnum 81:83 i gærkvöldi I Osló. Tapa&i liöiö þvi bá&um landsleikjunum gegn Norö- mönnum, en fyrri landsleikur- inn fór fram á mánudags- kvöldiö og var sá leikur mjög sögulegur. Unglingalands- liöiö. sem sigra&i Norömenn á mánudagskvöldiö 72:68, tapaöi I gærkvöldi 61:73. Norskur dómari kom I veg fyrir að islenzka landsliöið i körfuknattleik, tækist að vinna sigur yfir Norðmönnum á mánudagskvöldiö i Osló. Norðmenn unnu þá sigur yfir islenzka liðinu 88:81. Aðeins þrir leikmenn islenzka liðsins léku inn á vellinum undir lokin, þar sem norski dómar- inn var búinn að koma hinum öllum út af meö 5 villur. Það er ekki annaö hægt að segja, en að islenzkir körfu- knattleiksmenn standi i ströngu þessa dagana. A sunnudaginn hrelltu Danir þá i alþjóðlegu móti i Kaupmanna- höfn og siðan kemur þetta i Osló.þar sem norskur dómari gerir þeim lifið leitt. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.