Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. janúar 1975. TÍMINN 7 r V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Löndunarbannið í grein, sem Gunnar G. Schram birti i Mbl. i gær, færir hann rök að þvi, að löndunarbannið á islenzkum fiski sé ólögmætt að alþjóðalögum. í upphafi greinarinnar segir Gunnar: ,,Svo sem kunnugt er var vestur-þýzki togarinn ,,Arcturus” tekinn að ólöglegum veiðum innan is- lenzku fiskveiðilögsögunnar þann 24. nóvember siðastliðinn. Nokkrum dögum seinna lýstu stjórnir norðvesturfylkja landsins yfir löndunar- banni á islenzkum fiski i vestur-þýzkum höfnum og var fullt samráð haft við samtök vestur-þýzkra togaraeigenda um þessa ráðstöfun. Enn var hér þó aðeins um hálfopin- bera ráðstöfun að ræða, þar sem vestur-þýzka sambandsstjórnin i Bonn hafði ekki látið frá sér heyra um löndunarbannið. En þann 3. desember sl. tjáði von Schenk, yfirmaður þjóðréttardeildar vestur-þýzka utanrikisráðuneytisins, Árna Tryggvasyni, ambassador íslands i Bonn, að vestur-þýzka rikisstjórnin væri samþykk löndunarbanninu. Með þvi að lýsa yfir þessu samþykki sinu skapaði vestur-þýzka stjórnin sér þjóðréttarlega ábyrgð á löndunarbanninu, sem fram að þeim tima hafði ekki verið um að ræða i málinu. Á sin- um tima var ekki um slika ábyrgð að ræða af hálfu Bretlands, er löndunarbann var sett á is- lenzkan fisk i brezkum höfnum á öndverðum sjötta áratugnum. Brezka rikisstjórnin marglýsti þvi yfir, að hún stæði ekki að baki þvi löndunar- banni, heldur hafnarverkamenn, og gæti þvi ekki borið ábyrgð á þvi tjóni, sem það olli islenzkum aðilum”. Gunnar G. Schram rekur þessu næst ákvæði ýmissa samninga, sem bæði ísland og Vestur-Þýzkaland eru aðilar að, eins og t.d. Gatt- samningsins, samningsins um Efnahagssam- vinnu- og framfarastofnunina (OECD), og fleiri. Gunnar segir að lokum: ,,En spyrja má i þessu sambandi: Leysir það ekki vestur-þýzk stjórnvöld undan allri ábyrgð i þessu efni, að taka vesturþýzka togarans er umdeilanleg að þjóðarétti og V.-Þjóðverjar hafa hingað til neitað að viðurkenna 50 milna fisk- veiðilögsöguna? Þessari spurningu verður að svara afdráttarlaust neitandi. Jafnvel þótt vestur-þýzk stjórnvöld hafi neitað að viðurkenna 50 milna lögsöguna og telja töku togarans algjör- lega ólöglega veitir það þeim engan rétt til þess að brjóta skýlaus ákvæði bæði alþjóðlegra og gagkvæmra viðskiptasamninga, sem þeir eru aðilar að. I samningunum sjálfum er tæmandi um það fjallað af hvaða orsökum samningsaðilar geti gripið til ákveðinna verndar- eða refsiað- gjörða gagnvart öðrum samningsaðilum. Deilur um mörk fiskveiðilögsögunnar eru hvergi meðal þeirra atriða, og þvi alveg fráleitt að slik deila geti löghelgað samningsbrot á vettvangi alþjóðlegra viðskiptasamninga. Deilur um land- helgismál verður að sækja á öðrum vettvangi.” Ekki verðurannað séð en að Gunnar G. Schram hafi rök að mæla, þegar hann heldur þvi fram, að löndunarbannið sé ólöglegt að alþjóðalögum. Þvi hlýtur að koma til athugunar hvernig þessu lög- broti verði helzt mætt. Oddur Ólafsson alþm. hef- ur lagt til i Mbl., að þessu verði svarað með þvi að fella niður tollfrelsiá vörum til varnarliðsins, þar sem V-Þýzkaland sé Nató-land og dvöl varnar- liðsins þvi m.a. i þágu þess. Gunnar Sveinsson og Halldór Ásgrimsson hafa hins vegar lagt til að sérstakt yfirfærslugjald verði lagt á vestur-þýzkar vörur. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kínverskur sósíal- • • / PL r ismi i Eþiopiu? Stúdentar hafa verið settir í landbúnaðarvinnu MARGT þykir nú benda til þess, aö herforingjarnir, sem hafa tekiB völdin I Eþíópiu, ætli að koma þar á sósialísku skipulagi eftir kinverskri fyrirmynd. Svo virðist bæði þar og viðar i Afriku að hers- höfðingjar, sem hafa sölsað undir sig völdin, telji sig geta lært meira af Kinverjum en Rússum eða Bandarikja- mönnum. Þetta gildir ekki sizt um fordæmi Kinverja i land- búnaðarmálum og uppeldis- málum. Það hefur vakið óskipta athygli i Afriku hvernig Kinverjum hefur tek- izt að sigrast á matarskortin- um og afstýrt mannfalli af völdum hungurs, sem áður var daglegt brauð hjá þeim. Þá þykir hinum afrikönsku valdhöfum það ekki siður til fyrirmyndar, hvernig Kin- verjar tengja saman vinnu og nám hjá stúdentum. Sá, sem hefur orðið einna hrifnastur af þessu fordæmi Kinverja, er Joseph Mobuta, einræðisherra i Zaire (áður belgiska Kongó). Hann hefur nýlega fyrirskipað viðtæka þjóðnýtingu, endur- skipulagningu landbúnaðar- ins, vinnuskyldu stúdenta og afnám trúarbragðakennslu. Bersýnilegt þykir af þessu, að Mobuta hyggst taka sér kin- verska sósialismann að veru- legu leyti til fyrirmyndar, enda hefur hann heimsótt Kina og haft orð á þvi, að sú för hafi orðið honum lærdóms- rik. 1 fyrstu var það ætlun flestra ráðamanna i Afriku að koma á vestrænum lýðræðis- háttum og kapitalisku efna- hagskerfi. Það kom fljótt i ljós, að sökum þekkingarleys- is og reynsluleysis var ekki jarðvegur fyrir lýðræði eða þingræði i þessum löndum, a.m.k. ekki á þessu stigi, og hið kapitaliska hagkerfi gafst ekki vel. Viðast hefur sú til- raun að koma á vestrænu þingræði endað með þvi, að hershöfðingjar hafa gripið völdin. Þeir hafa siðan verið leitandi eftir einhverju hentugu stjórnkerfi. Sósialism inn, eins og hann hefur verið framkvæmdur i Sovétrikjun- um, hefur ekki freistað þeirra, og lögðu þó Rússar fram fé og fyrirhöfn til að útbreiða kenn- ingarsinar i Afriku. Kinverski sósialisminn virðist falla þeim betur i geð, enda aðstæður lika á ýmsan hátt svipaðri i Kina og Afriku en I Sovétríkjunum eða vestrænum löndum. Ein- ræði virðist lika standa enn fastari fótum i Kina en öðrum kommúnistalöndum, eins og Mao-dýrkunin sýnir gleggst. HERFORING JARNIR I Eþiópiu virtust I fyrstu óráðn- ir i þvi hvað gera skyldi eftir að þeir höfðu hrakið Haile Se- lassie keisara frá völdum. Það, sem vakti fyrir þeim öll- um, var að tryggja landinu betri stjórn, en hitt voru þeir ekki eins sammála um hverjir stjórnhættirnir ættu að vera. Þeir höfðu myndað sérstakt ráð, skipað 120 mönnum, sem skyldu marka stjórnarstefn- una og tilnefna rikisstjórnina, en þetta var hvergi nærri ein- litur hópur. Þeir völdu vinsæl- an hershöfðingja, Aman Andom, til þess að verða stjórnandi landsins, en hann virðist hafa ætlað sér meiri völd en hinir róttækari með- limir herforingjaráðsins, sem hefur gengið undir nafninu Dergue, ætluðust til. Meðal annars var ágreiningur milli hans og þeirra um afstöðuna til uppreisnarinnar I Eritreu. Andom vildi semja við upp- reisnarmenn, en róttæku her- foringjarnir vildu bæla hana niður með harðri hendi. Skyndilega var ákveðið i Dergue að láta til skarar skriða. Arla morguns 23. nóvember voru 60 af helztu fyrrverandi valda- mönnum Eþiópiu teknir af lifi, en þeir höfðu verið i haldi um skeið. Andom var samtimis felldur af hermönnum, sem réðust á heimili hans. Allir voru þessir menn teknir af lifi án dóms og laga, og vakti þessi atburður þvi furðu og andúð um allan heim. Mörg Afrikuriki sendu stjórnendum Eþiópiu mótmæli og viðvörun og hétu þeir þá þvi, að frekari aftökur yrðu ekki fram- kvæmdar án dóms og laga. Jafnframt var tilkynnt, að Teferi Benti hershöfðingi, sem er 53 ára gamall, hefði verið Teferi Benti skipaður æðsti maður rikisins. Teferi Benti, sem m.a. hefur farið með herstjórn i Eritreu, er þó ekki talinn hinn raun- verulegi stjórnandi landsins, heldur er talið, að það sé Mengistu Haile Mariam, 35 ára gamall herforingi, en hann er sagður fyrirliði hins róttæka meirihluta I Dergue. Eitt fyrsta verk Dergue eftir aftökurnar og valdatöku Teferis, var að fyrirskipa aukna þjóðnýtingu og að senda menntaskólanema og stúdenta i höfuðborginni, 20 þúsund talsins, út i sveit, þar sem þeir eiga að vinna næstu niu mánuðina. Þetta er ekki sizt talið merki þess, að Mengisti hafi fordæmi Kin- verja i huga, en jafnframt get- ur verið heppilegt fyrir hann að losna við stúdentana úr höfuðborginni, þvi að þeir hafa oft staðið fyrir uppþotum þar. EN ÞÓTT hinir nýju vald- hafar I Eþiópiu, hyggist stefna I áttina til kinversks sósial- isma, er sennilegt, að þeir fari sér hægt i þvi næstu mánuði. Ástæðan er sú, að þeir þurfa áður að koma á friði i Eritreu. Eritrea, sem er á strönd Rauða hafsins, var itölsk ný- lenda frá 1890-1941, en þá her- námu Bretar hana og fóru þar með stjórn til 1952, er Samein- uðu þjóðirnar tóku við henni og fólu Eþiópiu hana. Arið 1962 var Eritrea svo formlega inn- limuð I Eþiópiu. tbúarnir þar hafa illa unað yfirráðum Eþiópiumanna og hafa þvi ris ið upp tvær uppreisnar- hreyfingar þar, sem nú virð- ast hafa sameinað krafta sina og njóta m.a. fjárhagslegs stuðnings frá Líbýu. Mengistu og Teferi hafa viljað beita vopnavaldi til að berja upp- reisnina niður en virðast nú hafa fallizt á að reyna samn- ingaleiðina. Mun það hafa ýtt undir þá ákvörðun, að fyrri fylgismenn Haile Selassies hafa myndað mótspyrnu- hreyfingu i Tigrehéraði. Ef uppreisnarmenn i Eritreu og Tigre sameinuðust gæti nýja stjórnin i Eþiópiu orðið völt i sessi. Það er þvi mikilvægt fyrir hana, að friður komist á i Eritreu. Þ.Þ. Uppdráttur af Eþióplu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.