Tíminn - 08.01.1975, Side 15
Miðvikudagur 8.' janúar 1975.
TÍIVIINN
15
Mark Twain:
Tumi gerist
leyni-
lögregla
og hann væri á báðum
áttum um það, hvað
hann ætti að gera. En
það var svo dimmt
úti, að við gátum ekki
séð hann greinilega.
Eftir stutta stund
gekk hann að girðing-
unni, og um leið og
hann klifraði yfir,
gægðist tunglið fram
undan skýi. Þá sáum
við, að hann bar reku
með löngu skafti á
öxlinni, og við þekkt-
um lika gömlu
vinnutreyjuna. Þá
sagði Tumi:
„Hann gengur
auðvitað i svefni.
Bara að við gætum
veitt honum eftirför
og séð hvert hann fer.
Sjáðu, nú fer hann
einmitt i átt til
tóbaksakursins —- Nú
getum við ekki séð
hann lengur. Skelfing
er þetta leiðinlegt
með hann Silas
frænda, að hann skuli
ekki geta sofið al-
mennilega rólegur”.
Við sátum langa
stund og biðum þess,
að hann kæmi aftur,
en hann kom ekki, og
ef hann kom, þá fór
hann aðra leið. Að
endingu vorum við
orðnir svo þreyttir,að
við skriðum i rúmið.
En við sváfum óró-
lega, og martröðin
pindi okkur klukku-
stundum saman. Við
vorum vaknaðir aftur
fyrir dag, þvi að nú
hafði skollið á óveður.
Það voru þrumur og
eldingar og vindurinn
hamaðisti trjánum og
regnið fossaði úr loft-
inu, svo að það var
Höfðinglegar
gjafir
FUF Reykjavík
Aöalfundur FUF I Reykjavik veröur haldinn 30. janúar næst-
komandi. Tillögur um fulltrúa i fulltrúaráö skulu berast stjórn-
inni fyrir 15. þessa mánaöar, að Rauöárstig 18, Reykjavik
Stjórnin
Frá Félagi framsóknarkvenna
í Reykjavík
Fundur um félagsmál verður n.k. fimmtudag 9. jan. kl. 21.00 að
Rauöarárstig 18.
Aðalfundur félagsins veröur 30. jan. n.k. að Hallveigarstöðum.
Stjórnin.
ÞANN 1. nóvember s.l. átti fyrir-
tækið Einar Guðfinnsson h.f. i
Bolungarvik 50 ára starfsafmæli.
Af þvi tilefni bauð Einar Guð-
finnsson öllum Bolvikingum til
kaffidrykkju. Við það tækifæri
afhentu þau hjónin, Einar og frú
Elisabet, 7 liknar- og menningar-
félögum á staðnum fjárgjafir —
150 þús. kr. hverju félagi. Félög
þessi eru Kvenfélagið Brautin,
Sjálfsbjörg, Skátafélagið Gagn-
herjar, Kvennadeild Slysavarna-
félagsins, Slysavarnadeildin
Hjálp, Ungmennafélag Bolunga-
vikur og Tónlistarfélag Bolungar-
vikur.
Tveir í
lífshdska
BH—Reykjavík — Sl. föstudag
gerðist það á Húnaflóa, að tveir
menn voru hætt komnir, er
vélbátur, er þeir voru á, sökk
skyndilega, Velktust mennirnir I
sjónum i stundarfjóröung, áður
en varðskipsmenn björguðu
þeim. Var þá mjög dregið af
öðrum manninum.
Vélbáturinn Straumur HU-5 frá
Hvammstanga, hafði skömmu
fyrir áramót slitnað upp I roki og
lent upp i f jöru en náðist út og var
þéttur til bráðabirgða. Var varð-
skiptið Albert á leiö með bátinn
til Siglufjarðar, til viðgerðar, er
hann sökk.
0 Leitað
rétt að hefja leit þegar i dag.
Við höfnina i Keflavik var múg-
ur og margmenni saman komið
til að fylgjast með leitinni að liki
Geirfinns. Tiu kafarar tóku þátt i
leitinni og var lengstum tima eytt
i að leita við svonefnda Hafskipa-
bryggju, en hún er aðeins
spölkorn frá Hafnarbúðinni, þar
sem Geirfinni var stefnt á sitt
örlagarika stefnumót 19. nóv. sl.
Aður en leit hófst við Haf-
skipabryggjuna höfðu fjórir kaf-
arar kannað gaumgæfilega
tveggja ára gamalt skipsflak en
án nokkurra visbendinga.
Haukur Guðmundsson, rann-
sóknarlögreglumaður i Keflavik
sagði i viðtali við Timann I gær,
að aðstandendur og ættingjar
Geirfinns hefðu fyrst leitað að-
stoðar hollenzka „sjáandans”, en
siðan hefði lögreglan tekið þátt i
þeirri málaleitan.
Við spurðum Hauk hvort ekki
hefði frekar verið talin ástæða til
að leita til lögreglusérfræðinga
erlendis frá, eins og t.d. Skotlands
Yard, enda heföi slikt verið gert
áður og það I umfangsminni mál-
um.
— Nei, okkur hefur ekki fundizt
vera ástæða til þess. Það er álit
manna, að ekki myndu hafa
fengizt menn til að fást við svona
smámál á þeirra mælikvarða, —
enda þyrfti sá maður marga
mánuði til að kynna sér aðstæöur
allar.
Tók Haukur þaö fram, að
kostnaður við að leita til Hol-
lendingsins væri enginn, þar sem
hann tæki enga þóknun fyrir mál
af þessu tagi.
— Það var þvi eðlileg ráðstöfn-
un hjá okkur, að minum dómi, að
leita til þessa manns, þó ekki væri
nema vegna aðstandenda.
Hollendingurinn Gerard Crois-
et hefur áður fengizt við lögreglu-
mál og nokkur þeirra hefur hon-
um tekizt að upplýsa. Það sætir
hins vegar mikilli furðu, að hann
skuli gefa blaðamönnum upp-
lýsingar, áður en hann lætur lög-
reglunni þær i té, — eins og málin
standa núna, neitar hann öllu
sliku og segist ekki minnast þess
aö hafa talað við blaðamenn um
þetta mál.
Félög þessi vilja færa þeim
hjónum, Einari og frú Elisabetu,
kærar þakkir fyrir velvilja þann,
sem þau hjónin hafa sýnt félags-
málum Bolvikinga bæði fyrr og
siðar, en þau hafa ávallt verið
virkir þátttakendur i félagslifi i
Bolungarvik og stutt félagsstarf-
semi þar með ráðum og dáð.
0 AAótmæli
meða að greiöa opinber gjöld hér
á landi. Enn fremur er leyfið háð
þeim skilyrðum, að ísafold landi
afla sinum á þeim stöðum, þar
sem minna er um landanir
islenzkra skipa.
Isafold er nýtt skip, sem fer á
sina fyrstu vertið hér við land, ef
af verður. Páll sagðist vita þess
dæmi, að sænskir aðilar, sem eru
með skip I smiðum, hefðu leitað
eftir þvi að fá á þau Islenzkar
áhafnir, og ef til vill hefðu þeir þá
I huga möguleikana á þvi að fá
leyfi fyrir þessi skip til þess að
veiða hér við land. Væri illt til
þess að vita aö erlend skip sem
sigldu undir erlendu flaggi og
gætu stundað veiðar heima fyrir,
þegar það væri þeim hagstætt,
gætu siðan komiö hingað til lands
og tekið hér blómann úr ver-
tiðinni við strendur landsins. Ef
þessi skip ættu svo einnig að fá
hlutdeild i sjóðum, sem islenzkir
sjómenn væru aðilar að og sitja
að öllu leyti viö sama borð og
Islenzkir sjómenn, væri það al-
gjörlega óviðunandi. Gæti þetta
þá orðið til þess, aö islenzkir sjó-
menn létu skrá skip sin erlendis,
og færu út i aö haga veiðum
sinum á þann hátt, sem hverju
sinni væri þeim hagstæðast.
Páll sagði enn fremur, að vitað
væri, að Færeyingar hefðu sótt
um veiðileyfi hér, en ekki fengið
þau.
Um loðnuvertiðina, sem fram-
undan er, sagði Páll, að búast
mætti við að á annað hundrað
skip myndu taka þátt I henni, eða
svipuð tala og i fyrra. Loðnuverð
er enn ekki ákveðið, en hann
sagði menn vona, að það yrði birt
sem allra fyrst, þótt þvi væri ekki
ætlað að gilda nema um
skamman tlma I einu, svo vertið
gæti hafizt. Leitarskipið Arni
Friðriksson er komið austur og i
þann veginn að hefja loðnuleit, en
veöur hefur enn verið svo slæmt,
að leit hefur ekki getað hafizt.
Mosfellssveit
Föstudaginn 16. jan. kl. 20.30. verður haldið glæsilegt skemmti-
kvöld i Hlégarði I Mosfellssveit. Dagskrá Ólafur Jóhannesson
flytur ávarp. Guðmundur Jónsson syngur einsöng. Karl Einars-
son fer með gamanmál.
Siðan verður spiluð framsóknarvist. Fyrsta kvöldið i þriggja
kvölda keppni. Guðmundur G. Þórarinsson stjórnar. Góð kvöld-
verðlaun. Heildarvinningur er glæsileg sólarferð til Kanarieyja
með Sunnu.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar.
} Auglýsítf
iTimanum
I
••••••••
••—•••#♦♦•<
Hér gefur að lita hinn nýja og glæsiiega farkost Þyrluflugs hf., en hann kom með Brúarfossi frá Banda-
rikjunum á nýársdag, og mun nú vera tilbúinn að hefja flugferðir, aö sögn flugmannsins, Lúövlks Karis-
sonar. Þyrla þessi tekur 11 farþega á skemmri leiðum, en t.d. til Akureyrar tekur hún 8 farþega. Flugþoi
hennar er hálf fimmta kiukkustund og flughraðinn 150 km á klst. Timamynd: Gunnar.