Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 16
MiÐvikudagur 8. janúar 1975 J Tíminn er peningar Auglýsitf iHmaraim fyrirgódan mut $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Aukin andstaða við friðunaráform Norðmanna af hálfu Breta, Frakka og Vestur-Þjóðverja: Er ný landhelgisdeila í uppsignngu NTB/Reuter-Osló. — Areiöan- legar fréttir hermdu i gær, aö Norömenn mættu aukinni and- stööu Breta, Frakka og Vestur- Þjóðverja viö þau áform sin aö friöa þrjú veiöisvæöi út af /'MllSSHORNA IYIILLI S, Reuter—Karió. Kamal Abdul Magd, upplýsingaráðherra Egyptaiands, fór I gær •hörðum oröum um ummæli þau, er Henry Kissinger, utanrikisráöherra Banda- rikjanna, viöhaföi I blaöaviö- tali fyrir skömmu. t viötalinu segir Kissinger ekki útilokaö, aö Bandaríkin kunni að neyðast til aö beita Arabarikin vopnavaldi. Abdul Magd sagöi á fundi meö fréttamönnum I gær, aö ummæli Kissingers væru „ónauösynleg, ekki timabær og síöast en ekki sizt óskiljan- leg”. Ráöherrann kvað um- mælin hvorki bæta sambúðina milli Bandarikjamanna og Araba né stuöla að friði i Mið- jarðarhafslöndum. Ráöherrann upplýsti, aö egypzka stjórnin heföi um- mælin enn til athugunar, en kvaö — sem fyrr segir — óskiljanlegt, hvers vegna téð ■ ummæli voru viðhöfð, þar eö þau virtust ekki þjóna neinum tilgangi. (t viötalinu leggur Kissinger áherzlu á, að beiting vopnavalds geti orðið mjög hættuleg, og þvi eigi að forðast hana í lengstu lög. En hann þvertekur ekki fyrir, að til sliks örþrifaráðs verði gripið). Abdul Magd kvað þá aðferð stórveldis, vafasama að gripa til vopna I því skyni að leysa vandamál, sem fremur væri af efnahagslegum en póli- tlskum toga spunnið. Aðspurður sagði ráð- herrann, að egypzka stjórnin vildi fá staðfestingu á, að ein- hver árangur næðist á Genfar- ráðstefnunni um frið I Miðjarðarhafslöndum, áður en hún sendi samninganefnd til Genfar. (Sovétstjórnin hefði sem kunnugt er lagt kapp á, aö Genfar-ráðstefnan kæmisamansem fyrst.) Hann kvað stjórnina ekki sjá þess nein merki I dag, að árangur næðist á ráðstefnunni. Frétta- skýrendur telja, að með þessu hafi Abdul Magd lýst yfir stuðningi við stefnu Banda- rlkjastjórnar, sem telur á þessu stigi óráölegt að kalla saman ráöstefnuna I Genf — og um leið vlsaö hugmynd Sovétstjórnarinnar á bug. NTB/Reuter-Beirut/Shtaura, Llbanon. Hafez AI-Assad Sýr landsforseti, sem nú er I opin- berri heimsókn I Libanon, gaf Libanonstjórn ioforö um aö veita henni alla þá hjálp, er þyrfti til aö verjast árásum fsraelsmanna á suöurhluta Llbanon. — Það, sem snertir Libanon, ströndum Noröur-Noregs fyrir togveiöum siöar i þessum mánuði. Svo virðist sem fyrrnefndar þrjár þjóðir, sem allar eiga aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, snertir sömuleiðis okkur Sýr- lendinga, sagði forsetinn, að loknum daglöngum viðræðum við Suleiman Franjieh Liban- onforseta. Fréttaskýrendur telja, að aðalumræðugfnið á fundi for- setanna hafi verið sú stefna Israelsstjórnar að gera skyndiárásir á suðurhluta Llbanon, ýmist til að hefna fyrir hryðjuverk palestlnskra skæruliða eða lama starfsemi þeirra. Hafez Al-Assad hélt heim- leiöis I gærkvöldi, og fylgdu hundruð Llbanonbúa honum eftir, er hann ók af stað áleiðis til Damaskus. Þess má geta, að Libanon- stjórn hefur algerlega vlsað á bug ásökunum tsraelsstjórn- ar, um, að hersveitir palestinskra skæruliða — búnar nýtizku vopnum,— hafi nýlega komið yfir til Libanon frá Sýrlandi. Reuter-Belgrad Mario Saares, utanrikisráöherra Portúgal, hitti Titó Júgóslaviuforseta aö máli I Belgrad I gær, en Soares er nú á feröalagi um Austur- Evrópu og Asiu. Af opinberri hálfu var sagt, að viðræður Soares og Tltós hefðu verið vinsamlegar. Ennfremur, að bæði tengsl rlkjanna tveggja og alþjóðamál hefði boriö á góma I viöræðunum. Soares segir I viðtali við jógóslavneskt blað , að hann vonaðist til að sambúð Júgó- slava og Portúgala verði enn betri I framtíðinni en fram að þessu. Sömuleiðis lýsir hann yfir ánægju með árangur við- ræöna sinna I Moskvu við sovézka ráðamenn og bendir I þvl sambandi á viðskipta- og loftferðasamninga, er undir- ritaðir voru meöan á Moskvu dvöl hans stóð. Soares hafi komið sér saman um sam- eiginlega afstöðu gegn friðunar- áformum norsku rlkisstjórnar- innar. (Og það er athyglisvert — ekki slzt fyrir okkur Islendinga — aö hér er aðeins um að ræða þá fyrirætlun Norðmanna að friða þrjú tiltekin veiðisvæði fyrir tog- veiðum, en ekki að færa út fisk- veiöilögsögu sina, eins og þeir hafa þó boðað). Fréttaskýrendur búast viö, að boðaö verði til ráðstefnu þjóð- anna fjögurra um friðunaráform norsku stjórnarinnar, þá llklega slöar I þessum mánuði. Á ráð- stefnunni verði reynt til þrautar aö ná samkomulagi milli fjór- veldanna, sem öll eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu. Jens Evensen hafréttarmála- ráðherra ræddi I gær við fulltrúa Frakka um friðunaráformin I norska utanrikisráðuneytinu I Osló. 1 dag á hann svo viðræður við brezka sendinefnd og siðar I vikunni vestur-þýzka sendinefnd. Talsmaður Evensens sagði I gær um hugmynd Frakka um sameiginlega ráðstefnu fjórveld- anna, að norsk stjórnvöld tækju ekki afstöðu til hennar að svo stöddu. Fyrst yrði að ræða málin til hlltar á öðrum grundvelli, þ.e. i þeim viöræðum, sem nú standa yfir. A gær sátu þeir Evensen og Ei- vind Bolle sjávarútvegsráðherra fund með nefnd norska stórþings- ins, er fjallar um friöunar- áformin. En norska stjórnin hefur sem kunnugt er lagt fram tillögu þess efnis fyrir norska þingið. Engar fréttir bárust af fundi þingnefndarinnar, en óstaðfestar fréttir hermdu, að svo gæti fariö, að friðunaráformunum yröi frestað — unz reynt hefði verið til þrautar að ná samkomulagi viö þær þjóðir, sem að framan eru nefndar. Evensen, Noregs. hafréttarmálaráðherra Aukið atvinnuleysi Danmörku i NTB-Kaupmannahöfn. — Atvinnuleysi eykst sifellt i Dan- mörku. t tölum, sem birtar voru af ' opinbcrri hálfu I gær, kemur fram, að I vikunni fyrir jól voru u.þ.b. 130 þús. Danir atvinnu- lausir. Sú tala samsvarar 11,6% af öllu vinnufæru fólki i landinu. Atvinnuleysi jókst því um 0,6% frá vikunni áður. t byrjun þessa árs er svo búizt við, að tala at- vinnulausra hækki enn. Atvinnuástandið skipar að sjálfsögðu veglegan sess I kosningabaráttu þeirri, er nú stendur yfir i Danmörku. (Danskir kjósendur ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa til þjóðþings). Fréttaskýrendur eru þó flestir furðu lostnir vegna þess litla gaums, er danskur al- menningur virðist gefa þeim örðugleikum, er að steðja. Astæðan er e.t.v. sú, að atvinnu- leysisbætur eru mjög háar I Danmörku, þannig að sá, sem at- vinnulaus er, fær litlu lægri laun en sá, sem vinnur fullan vinnu- dag. En þó er líklegt, að óvissa, sú, er rikir I dönskum efnahags- málum, hafi einhver áhrif á kjós- endur, þegar þeir geriða atkvæði á morgun. Fyrsta flugvélarrán á Heathrow-flugvelli: HÓTAÐI AÐ SVIPTA SJÁLFAN SIG OG FJÓRA AÐRA LÍFI — nema hann fengi greidd 100 þús. pund Reuter-London/Paris. — Maöur nokkur I siöum kufli aö arabisk- um siö hertók i gær flugvél á Heathrow-flugvelli viö London. Flugvélaræninginn, sem sagöur var vopnaöur byssu og sprengju, skipaöi flugstjóranum aö fljúga vélinni til Parisar, en frönsk yfir- völd neituöu aö veita henni lendingarleyfi Talsmaður brezka flugfélags- ins BEA, en flugvélin er I eigu þess, hvað fjögurra manna áhöfn vélarinnar vera á valdi flugvélar- ræningjans, en öllum farþeg- unum tókst að komast frá borði skömmu eftir lendingu á Heathrow-velli. Mikill viðbúnaður var á flug- vellinum I gær, m.a. voru flug- vallarstarfsmenn, sem venjulega bera ekki vopn, vopnaðir I skyndi. öryggisverðir slógu hring um flugvélina, og séræfðar skyttur tóku sér stöðu I nánd við hana. Yfirvöld gættu þess þó, að styggja ekki flugvélaræningjann. Þetta er I fyrsta sinn sem flug- vélarrán á sér stað á Heathrow- velli. Árið 1970 gerðu nokkrir arablskir skæruliðar, undir forystu ungrar stúlku Leilu Khaled að nafni, tilraun til að ræna flugvél á flugvellinum, en sú tilraun rann út I sandinn. Talsmenn lögreglu á Orly-flug- velli við París sögðu siðdegis I gær, að frönsk yfirvöld hefðu neitað að veita brezku flugvéfinni lendingarleyfi á flugvellinum. Rétt áöur en Timinn fór i prent- un I gærkvöldi bárust fréttir frá Heathrow-flugvelli þess efnis, aö flugvéiarræninginn hótaöi aö sprengja flugvéiina I loft upp, nema honum yröu greidd 100 þús. pund (rúmar 27 millj. fsl. króna). Flugstjórinn, sem kom þessari kröfu ræningjans á framfæri gegnum talstöö, bætti viö, styrkri röddu: — Þaö þarf aö gera eitthvaö, og þaö sem fyrst. Hann (þ.e. ræninginn) er farinn aö ókyrrast. Blaðburðarfólk vantar á: Bergstaðastræti Suðurlandsbraut Túnin Voga Sundlaugaveg Kleppsveg (frá 118) Upplýsingar í síma 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.