Tíminn - 11.01.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 11.01.1975, Qupperneq 3
Laugardagur 11. janúar 1975. TÍMINN 3 Myndin er tekin innan úr ishellinum fram I opiö. ÍSHELLIRINN í KVERKFJÖLLUM gébé—Reykjavik — Þeir sem ferðazt hafa um KverkfjÖll eða Kverkjökul, hafa án efa komið I hinn sérkennilega Ishelli, sem þar er. íshellir þessi hefur myndazt þar sem áin kemur undan Kverk- jökli. Vatnið I ánni er svo heitt, aö þaö myndar stóran Ishelli, sem nær langt inn undir jökulinn. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hve hellirinn er stór, sagði Einar Guðjónscn, forstjóri Feröafélags tslands, i samtali við Timann. — Opið var um fimm til sjö metrar I þvermál, og hellirinn er misjafnlega hár, allt frá tiu til þrjátlu metra. Opið hrundi saman á siðast liðnu ári, en það hlýtur að opnast aftur, þar sem þetta breytist allt- af ár frá ári sagði Einar. Húsvikingar, sem eitt sinn voru þarna á ferö, ætluðu sér að komast inn i botn á ishellinum, en urðu frá aö snúa sökum súr- efnisleysis, þannig að enginn veit, hve langur hellirinn er. Ain, sem kemur undan jöklinum, er stundum svo heit, að unnt hefur veriö að baða sig i henni inni I Ishellinum. Þetta gerðu Hús- vikingar eitt sinn, er þeir voru þarna á ferðalagi siðla hausts. Litadýrðin I Ishellinum er mikil, en þvi miður kemur hún ekki fram á meðfylgjandi mynd, sem Einar Guöjónsen tók árið ’73. Það er orðið langt siðan hellir þessi var uppgötvaður, og hafa margir lagt þangað leið sina til að skoða þetta sérkennilega náttúru- fyrirbrigði. Rækjuveiði Vestfjarða- báta 1974 minni en 1973 HAUSTVERTÍÐ hjá rækjubátun- um á Vestfjörðum hófst I byrjun október og lauk 4.-8. desember. A siðasta hausti stunduðu 82 bátar rækjuveiöar frá Vestfjörðum, og er það 10 bátum fleira en haustið 1973. Heildaraflinn varð nú 1.921 lest, en var 2.096 lestir áriö á und- an. Frá Bildudal reru 14 bátar, og var afli þeirra i desember 14 lestir. Er aflafengur þeirra á vertiðinni þá orðinn 209 Íestir, en var 241 lest á sama tima 1973. Frá verstöðvunum við ísafjarð- ardjúp reru 55 bátar, og var afli þeirra i desember 100 lestir. Ver- tiöaraflinn er þá 1.220 lestir, en 1973 gaf haustvertiðin 1.290 lestir. Frá Hólmavik og Drangsnesi reru 13 bátar sl. haust, og lönduðu þeir 61 lest i desember. Er vertiðaraflinn þá 492 lestir, en var 565 lestir 1973. BREYTINGAR Á FLUGI TIL STOKKHÓLMS OG OSLÓ Sérstakar ferðir vegna fundar Norðurlandaróðs A timabilinu 27. janúar til 21. febrúar n.k. munu verða nokkrar breytingar á flugi islensku áætlunarflugfélaganna tilóslóog Stokkhólms. Þessar breytingar eru til komnar vegna skoðana á annari þotu Flugfélagsins sem fram fer á þessu timabili Siðari hluta janúar og febrúar er venjulega það bilabil sem minnst er um að vera I milli- landafluginu Þvi var ákveðið að breyta norðurlandafluginu þennan tima á þann veg, að það yrði framkvæmt með einni þotu, og þá yrðu kvöldferðir frá Kefla- vik til ósló og Stokkhólms. Það kom hins vegar i ljós þegar aö- gættar voru bókanir fyrir þessar ferðir, að sárafáir farþegar ætluðu að fljúga með þeim. Þvi yar ákveöið að þær skyldu felldar niður, en annar háttur hafður á fluginu á þvi timabili sem að ofan greinir. Flogið verður á sunnu- dögum samkvæmt áætlun og er brottför frá Keflavlk til ósló kl. 8. að morgni. A þriðjudögum eru bein flug til ósló og er brottför frá Keflavik kl. 9:10. Sama dag er flug frá ósló til Keflavikur. Á FISKIFÉLAGIÐ sendir nú frá sér bráðabirgöatölur um afla tslend- inga á árinu 1974 og saman- burðartölur fyrir árið 1973. Þess skal strax getið til að taka af tvi mæli, að tölur ársins 1974 eru byggðar á bráðabirgðayfirliti trúnaðarmanna, og eiga þvi ef- laust eftir aö taka einhverjum breytingum. Tölur um afla hrognkelsa eru laugardögum er beint flug Ósló/Keflavik, samkvæmt vetraráætlun. A þvi timabili sem breytingin á sér stað munu farþegar frá Framhald á 10. siðu. aætlaöar meö tilliti til framleiðslu grásleppuhrogna. Sildaraflanum var að mestu leyti landað er- lendis. I öðrum afla ber mest á spærlingi. Heildaraflinn 1974 er sá fjórði mesti sem um getur I sögu fiskveiða Islendinga. Meira aflamagn barst á land 1964, 971 þús. lestir, 1965 1199 og 1966 1243 þús. lestir. HEILDARAFLI 1974 þús. lestir af óslægðum fiski 1973 Þús lestir af óslægöum fiski I. Þorskafli: a) Bátaafli 249.3 292.3 b) Togaraafli 152.3 97.4 Samtals 401.6 389.7 II. Sildarafli: 40.3 43.4 III. Loðnuafli 462.0 441.5 IV. Rækjuafli: 6.5 7.3 V. Humarafli: 2.0 2.8 VI. Hörpudiskur: 2.9 4.7 VII. Hrógnkelsi: 3.8 4.5 VIII. Annar afli: 19.4 12.3 HEILDARAFLI: SAMTALS 938.5 906.1 Afli skuttogaranna á Vestfjörðum 18.581 I, A ARINU 1974 voru gerðir út 7 skuttogarar frá Vestfjörðum, og var heildarafli þeirra á árinu 18.581 lest (slægður fiskur). Skiptist aflinn þannig á milli skipa: Bessi, Súöavik, 3.656 lestir Július Geirmundsson, Isafirði, 3.119 lestir Guöbjartur, Isafiröi, 3.058 lestir rramnes I., Þingeyri, 3.045 lestir Páll Pálsson, Hnifsdal, 2.755 lestir Guðbjörg, ísafirði, 2.624 lestir (frá 22/3) Trausti, Suðureyri, 324 lestir (frá 6/10) Aflinn 1974 hinn fjórði mesti í sögunni ♦ Ný tilraun með innflutning sauðnauta? Nýlega mælti Stefán Val- geirsson alþingismaður fyrir frumvarpi um innflutning og eldi sauðnauta. Markmið frumvarpsins er að fá úr þvi skorið, hvort hérlend náttúru- skilyrði henti þessari dýrategund, og þá jafn- framt, hvort ræktun þeirra geti orðið arð- vænleg bú- grein hér- lendis. 1 framsöguræðu sinni gat Stefán Valgeirsson þess, að hérværiekki um nýtt mál að ræða. Tilraun heföi veriö gerð meö innflutning sauönauts- kálfa frá Grænlandi 1929, en hún hefði misheppnazt. Sömu- leiðis hefði misheppnazt inn- flutningur sauðnautskálfa frá Noregi árið eftir. Sagði Stefán, að dýraiæknar teldu, að hægt væri að koma I veg fyrir þá sjúkdóma, sem urðu þessum dýrum að aldurtila fyrir rúm- um fjórum áratugum, og nú væru margir áhugasamir um að gera enn eina tilraun með innflutning sauðnauta. Hefðu sumir bent á, að I Noröur-ísa- fjaröarsýslu væri kjörið land fyrir sauðnautshjaröir. Nóið eftirlit strax í upphafi í framhaldi af þvi sagöi Stefán: ,,Ef sleppa ætti þessum skepnum lausum, yrðu litlar nytjar af þeim, en það hlýtur að vera ein meginröksemdin fyrir innflutningi á nýjum dýrastofni til landsins, að I framtiðinni séu Hkur fyrir, að hann muni skila arði, jafn- framt sem við með slikum innflutningi gerðum dýralifið fjölbreyttara. Ég held lika, að það væri ekki hyggilegt aö sleppa hend- inni af þessum dýrum, a.m.k. ekki fyrstu árin. Það þarf aö fylgjast með því, hvort þessi dýr smitast af einhverjum bú- ;fjársjúkdómum frá okkar húsdýrum, og veita þeim Iæknishjálp eftir þörfum. Ekki verður þaö gert, ef þessi dýr ganga hér villt. Þaö vill nú lika svo til, að komin er veru- leg reynsla á það i öðrum löndum aö hafa sauðnaut i girðingum, svo hægt sé að fyigjast með þeim og hafa af þeim nytjar. Þetta er gert t.d. i Kanada, Bandarikjunum, Alaska og Norður-Noregi. Nytjar af þessum dýrum er fyrst og fremst ullin, sem er mjög verðmæt.” Ný búgrein, ef vel tekst til Ef vel tekst til um innflutn- ing sauðnauta nú, er hugsan- legt, aö ný og arðvænleg bú- grein bætist við islenzkan landbúnað. Ekki er aðeins um það að ræða, að ullin sé verð- mæt heldur er kjötið einnig taiið gott, en það er talið mjög likt nautgripakjöti. Fróðlegt verður að fylgjast meö fram- gangi þessa máls á Alþingi, en frumvarpið er flutt að ósk Búnaðarfélags tslands. —a.þ. NÝ SLÖKKVISTÖÐ TEKIN í NOTKUN Á FLATEYRI KS—Flateyri — Skömmu fyrir áramótin var nýja slökkvistööin á Flateyri tekin i notkun. Hafði slökkviliðið lengi búið við lélegan húsakost, en fyrrverandi hrepps- nefnd kom byggingu þessarar slökkvistöðvar á rekspök, og er slökkviliðinu hér nú búin hin bezta aðstaða. Hafði slökkviliöið eignazt nýjan og góðan slökkvi- liðsbil, en hann hafði staðið úti þangað til nýja stöðin var afhent. Flateyringar eru mjög ánægðir með nýju slökkvistööina, enda er ástand allt annað hvað varðar æfingar slökkviliðsins og geymslu allra áhalda. Slökkviliðsstjóri er Steinar Guömundsson og varaslökkviliðsstjóri Bragi Halldórsson. Tamningandmskeið Léttfeta hefst senn Gó—Sauðárkróki. — 1 dag, föstu- dag, er hér stillt veður og 15 stiga frost. Hestum er gefið út. Eins og undanfarin ár mun hesta- mannafélagið Léttfeti gangast fyrir tamninganámskeiði, og hefst það i byrjun febrúar. Tamningamenn verða Jóhann Þorsteinsson frá Reykjavik og Halldór Steingrimsson á Laufhóli. Tamningagjaldinu er mjög I hóf stillt, og er það að þessu sinni 9 þúsund krónur. Þeir sem hug hafa á að koma hestum i tamningu, geta snúið sér til einhvers stjórnarmanna Létt- feta, en formaður er Sveinn Guð- mundsson. Dregið í bilahappdrætti DREGIÐ hefur verið i happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Upp komu eftirtalin númer: R-48155 Chevrolet Nova R-44931 Toyota Corona R-30015 Mazda 616 1-281 Renault 12 G-8006 Austin Mini Félagið þakkar öllum þeim, sem keyptu miða og hafa þannig stutt að starfsemi félagsins. Styrktarfélag Vangefinna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.