Tíminn - 11.01.1975, Síða 7

Tíminn - 11.01.1975, Síða 7
Laugardagur 11. janúar 1975. TÍMINN 7 tltgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 35.00. ^ Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. „En sú von brást" Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri gerði árásirnar á landbúnaðinn að umtalsefni i ára- mótayfirliti sinu. Búnaðarmálastjóri sagði m.a.: „Nokkuð ber á þvi, að sérvitringar á öllum aldri og ungir hvatvisir menn, sem telja sig eina vita, hvernig leysa skuli vandamál þjóðlifsins, hafi rætt og ritað um landbúnað og einstaka þætti hans, oft af litlum skilningi en mikilli fáfræði. Þegar slikir menn skrifa undir fullu nafni og ef þeir eru ekki ráðnir eða kjörnir fulltrúar einhverra samtaka eða stétta má láta bulli þeirra ósvarað. öðru máli gegngir, þegar ritstjórar stórblaða, er gefin eru út eða studd eru af fjölmennum stjómmálaflokkum, rita i leiðara sina niðrandi fjarstæður og rugl um ákveðna atvinnuvegi þjóðarinnar. Að visu get- ur flestum mönnum skjátlast, ritstjórum sem öðrum, og sett saman einhverja staðleysu eða vanhugsaða hugmynd og birt á opinberum vettvangi, en þá sjá slikir menn jafnan sóma sinn i þvi að biðjast afsökunar á fljótræðinu. Nú fyrir skömmu skeði það, að birt var i dag- blaðinu Visi einhver ósvifnasta árás á is- lenzkan landbúnað, sem sést hefur á prenti hér á landi, merkt með stöfum ritstjórans, enda mun hann kjarkmaður eins og margir niðjar Kristjáns rika i Stóradal. f ritsmið þessari var komizt að þeirri niðurstöðu, að skatt- borgararnir greiddu svo mikið til islenzkra bænda,að hagkvæmara væri, að rikið sendi hverjum bónda ávisun, að fjárhæð eina milljón króna, til þess að bændur hættu að framleiða búvöru. Væri slíkt gert þá gæti þjóðin öll setið um ókomin ár i stórveizlu, þar sem á borðum væru innfluttar búvörur auðvitað af beztu teg- und og ódýrari en nokkur landbúnaðarvara sem framleidd væri hér á landi. Ef einhver vandi yrði með greiðslu á veizlureikningnum og þessum milljónum til bænda, þá átti að kippa þvi i lag, með þvi að fá erlenda aðila, til að reisa hér svo sem 20 álbræðslur. Það myndi borga brúsann.” Búnaðarmálastjóri sagði enn fremur: ,,öll þessi ritsmið var hrakin með festu og rökum i blaðagrein af formanni Stéttarsam- bands bænda og i leiðurum i Timanum. En það kom ekki að haldi. Ritstjóri Visis endurtók bara fjarstæður sinar i stað þess að biðjast af- sökunar á frumhlaupi sinu. Satt að segja ætlaði ég mér ekki að svara þessum ádeilum. Mér kom ekki til hugar i upphafi annað en að þetta væri frumhlaup ritstjórans, og þeir sem hafa ráðið hann til starfa eða bera ábyrgð á mál- flutningi blaðsins myndu þagga niður i honum, en svo hefur ekki orðið. Visismenn virðast bara ánægðir með verk ritstjóra sins. Þó er þakkar- vert, að alllöngu eftir fyrstu árásina i Visi var málstaður landbúnaðarins tekinn upp og var- inn myndarlega i Morgunblaðinu. Sá leiðari var þó nafnlaus, svo að enginn veit með vissu, hver þorði þar að taka upp hanzkann gegn þvi afli, sem stendur bak við ritstjóra Visis. Ég átti von á, að leiðandi sjálfstæðismenn i land- búnaðarmálum myndu ganga fram fyrir skjöldu og svara þessum ómaklegu árásum á landbúnaðinn i Visi sjálfum, svo þannig mætti á að ósi stemma. En sú von brást.” Já, sú von brást. Þ.Þ. Eigil Steinmitz, Weekendavisen: Giscard semur sig ekki að hefðbundnum venjum Hann vill fá að ráða sjálfur háttum sínum SÖNGVARINN Jacques Dutronc samdi fyrir nokkrum árum söng, sem varö vinsæll i Frakklandi. Hann hófst á oröunum „II est cinq heures”, eöa klukkan er fimm. Söngur- inn fjallaöi um hina árrisulu starfsmenn, sorphreinsunar- menn, blaöburöarfölk, bakara o.s.frv., en þetta fólk veröur sjaldnast á vegi hins almenna borgarbúa. Þessi söngur er kominn á kreik á ný og nú er Giscard d’Estaing forseti meöal nátt- hrafnanna eöa öllu heldur morgunhananna, en nætur- feröir hans frá Elyséehöll hafa veriö umræöuefni Parisarbúa undangengna tvo eöa þrjá mánuöi. Þegar söngurinn var saminn var de Gaulle forseti. Enginn gekk þess dulinn, að hann svaf i Elyséehöll. öðru máli gegnir um Giscard og hann þykir áhugaveröari i þessu efni. „NÆST á undan d’Estaing sat I Elýséehöll maöur, sem vann mjög litiö af.þvi aö hann var sjúkur. Nú situr þar „geimkarl”, sem vinnur einn- ig litiö, þar sem hann fær vart við sig ráöið vegna likamlegr- ar hreysti”. Þaö var hið háöska blaö „Le Canard Enchainé”, sem viöhaföi þessi miöur vingjarnlegu orö um Giscard. I hinu viðlesna tima- riti „La Nation” gat aö lita þessi niöurlagsorö i grein um forsetann: „Hvaö girnist forsetinn oe Giscard d’Estaing ööru sinni á hann að hafa eyöilagt bil sinn og komið til Elyséehallar i lögregluvagni, og veriö i stökustu vandræöum meö aö sannfæra næturvörð- inn um, aö hann væri I raun og veru forsetinn sjálfur á heim- leiö úr einum sinna leyndar- dómsfullu næturleiðangra. Þegar forsetinn hverfur frá Elyséehöll skilur hann eftir innsiglað bréf, sem segir frá, hvar hann sé aö finna — þó þvi aöeins, að þjóöarnauðsyn krefjist eftirgrenslan. Þegar japönsku hryöjuverkamenn- imir tóku gisla i franska sendiráöinu I Amsterdam 13. september i haust lentu þeir Chirac og dómsmálaráðherr- ann i miklum erfiðleikum viö aö finna forsetann. hvaöhefir hann yfirleitt girnzt umfram setu i sæti þvi, sem hann nú skipar? Nú, þegar hann er orðinn forseti, — og viö stuöluðum að þvi að hann yrði þaö — veröum viö að minna hann á, að starf forseta er ekki bundið timanum kl 9 að morgni til 5 eftir hádegi.” UMRÆÐURNAR hófust fyrir alvöru meö grein I „Le Mond”, sem vakti almenna athygli, en hún sýndi eiginlega enga andúö á forsetanum. En greinin var athyglisverö þeg- ar þess er gætt, hver afstaða blaösins er yfirleitt og hvers álits þaö nýtur. Fyrirsögn greinarinnar var: „Konungur, sem er einn um vald sitt”. 1 greininni stóö meöal annars: „Margir lita svo á, aö Frakklandi sé I raun og veru ekki stjórnaö og forseti lýö- veldisins segi ráöherrum sin- um ekki fyrir verkum. Þetta tólk telur, aö æösti maöur rikisins beiti ekki valdinu og sú forusta, sem þjóöin á heimtingu á, fyrirfinnst yfir- leitt ekki”. Blaöiö „Le Mond” leggur áherzlu á, aö Giscard hafi aldrei dregiö dul á, aö hann vilji vera gersamlega sjálf- ráöur um einkalif sitt. Blaða- maöurinn upplýsir, aö forset- inn sofi stundum i Elyséehöll, en ekki oft. Venjulega sofi hann I einkaibúö sinni, þar sem hann neyti matar sins aö öllum jafnaöi. Viö og viö sofi hann I Petit Trianon, fyrrver- andi konungshöll i Versölum, en stundum sé hann dag eftir dag I veiöikofa einum. LENGI haföi verið tæpt á þessu efni i Paris, en eftir að greinin birtist I „Le Mond” varö þaö á allra vörum. önnur blöö tóku undir og lýstu ör- væntingu öryggisvaröanna, sem aldrei væru á þvi hreina um, hvar forsetinn væri. Sagt er, að hann hafi lent i árekstri viö mjólkurbil á einni morgunreisu sinni I Paris. Þessu hefir aö visu veriö and- mælt opinberlega, en ekki á sérlega sannfærandi hátt. VITANLEGA hafa nætur- feröir forsetans oröið tilefni margs konar sögusagna um ástarævintýri. Giscard hefir raunar aldrei andmælt þvi, aö hann dáist að fögrum konum, en ekkert sérstakt bendir þó til, að hann eigi sér leynda ást- mey. Óvönduö blöö, sem Frakkar lesa en trúa yfirleitt ekki, hafa undangengnar vikur bendlað forsetann viö ljósmyndara, greifafrú eina og kvikmynda- leikkonuna Mireille Darc, sem kunn er úr mörgum kynlifs- myndum. Enn má nefna eigin- konu kvikmyndaframleiöanda eins. Giscard notaöi bil hans I einni næturferöa sinna, en það er næsta kátlegt vegna þess, aö kvikmyndaframleiöandinn hefir ávallt sagt, að hann væri reiðubúinn aö lána konu sina hverjum sem væri, en engum bilinn sinn! Hinar leyndardómsfullu næturferðir forsetans hafa fengiö á sig nýjan og stórpóli- tiskan blæ sfðustu daga. Ef trúa má blaðinu „Le Canard Enchainé”, sem yfirleitt byggir á traustum heimildum, hefir Giscard sakað Israels- menn um aö valda vafasöm- um sögusögnum um einkalif sitt. Hann á aö hafa sagt á einkafundi meö þremur frönskum blaöamönnum, aö tilraunirnar til aö ata hann auri væru óbeint andsvar viö stefnu hans I málefnum land- anna fyrir botni Miöjarðar- hafsins, en Israelsmenn teldu hann draga taum Araba. FRAKKAR segja löngum, aö framgangsmáti manna ráöi úrslitum. Það var óneitanlega óvenjuleg og nýstárleg framkoma Gis- cards, sem aflaöi honum vin- sælda fyrir forsetakosn- ingarnar og fyrst eftir að þær voru um garö gengnar. Ný- lega sagöi einn vina forsetans: „Sumir andmæltu Pompidou fyrir aö fara ávallt eftir viö- teknum venjum, en þeir hinir sömu gefa Giscard nú aö sök, hvaö hann er dásamlega laus við að lúta viöteknum venj- um”. Þetta hefir komið fram meö ýmsu móti, en ef til vill veldur eitt atriði meiri gremju meðal stjórnmálamanna og i frönsku samkvæmislifi en allt annaö. Opinberar móttökur og glæst- ar kvöldveizlur i Elyséehöll eru nú eins fáar og framast er unnt. Giscard kærði sig ekkert um þá opinberu mynd, sem sýnir fyrst og fremst orður og önnur heiöursmerki. Hann lét meðal annars taka mynd af sér I dyrum Elyséehallar, þegar golan ýföi hár hans. Hann breytti skrúðgöngum Bastilludagsins á þann hátt, aö þær bæru minni hernaðar- blæ en áður. 4 Við og viö lætur forsetinn sjá sig á litlum veitingastööum i Paris, og er þá með syni sin- um einum og ekki i fylgd neinna öryggisvarða. Enn- fremur hefir hann sést viöra hundinn sinn I garðinum viö Elyséehöllina. Hann eyöir stundum heilum nóttum i félagsskap listamanna og vinstrisinnaöra rithöfunda — og þar er efalaust aö finna eina skýringuna á næturferöa- lögum hans. FRÖKKUM geðjaðist mjög vel aö þessu öllu fyrst i staö, en nú er tortryggni þeirra vakin. I þessu sambandi má ekki gleyma þvi, að Frakkar eru aö sannfæringu óbilandi lýöveldissinnar, en elska eigi aö slður allt konunglegt, og vilja I hjarta sinu helzt, aö húsbóndinn I Elyséehöllinni komi fram sem eins konar kon- ungur. Þeirri staðreynd veröur ekki móti mælt, aö Giscard hefir erdurbætt og gjörbreytt öllu starfi i Elyséehöllinni, sem reka ber eins og viö- skiptafyrirtæki eins og hann hefir sjálfur komizt aö oröi. Það er einnig staöreynd, aö hann hefur störf sin stundvis- lega klukkan niu morgun hvern á fundi meö helztu ráö- gjöfum sinum, sem allir eru hagfræðingar, og meðal þeirra eru þrjár konur. A miö- vikudögum heldur forsetinn fund meö öllum ráðherrunum, en þrisvar til fjórum sinnum I viku ræöir hann við einstaka ráöherra. Þeim er þó meinilla viö aðþurfa aö dvelja I Elysée- höll. Svo er mál með vexti, aö þegar Giscard var búinn aö brýna fyrir þjóöinni aö spara oliu, lét hann lækka hitann i Elyséehöllinni svo mjög, aö starfsliö allt og hann sjálfur þjáist af sifelldri ofkælingu. Giscard hefir hvað eftir annaö lýst yfir aö hann liti ekki á forsetaembættiö sem köllun, heldur aðeins sem hvert annað starf. Og hann krefst þess hiklaust, aö fá aö lifa sinu einkalifi sem einstak- lingur. Þetta veldur öllum vandræöunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.