Tíminn - 11.01.1975, Page 8

Tíminn - 11.01.1975, Page 8
8 , Laugardagur 11. janúar 1975. Laugardagur 11. janúar 1975. TÍMINN 9 TiMiNr; EVRÓPA 2% [VENEZUELA ■i 2% wm m : : ífííf m: m m ■fíff;. m III ■ m II 1 ■ ííSi: II x-:* ÍÍSÍ ■ Um fátt hefur veriö meira rætt og ritaö undanfariö ár en þá gifurlcgu hækkun oliuverös, sem orðin er á heimsmarkaöi. Olian hefur ekki aöeins tvöfaldazt eða þrefaldazt i verði, á einu ári, heldur fjórfaldazt. Arabaþjóöir- nar, sem framleiða nálægt heimingi alirar oliu i heiminum, hafa beitt oliunni, sem vopni og haldiö ýmsum helztu iönaðar ríkjum heims i úlfakreppu. bæöi meö takmörkunum á framleiðslu og hækkun á verði. Þessi þróun hefur sennilega komiö hvaö verst viö iðnriki Vestur-Evrópu, sem kaupa meginhluta allrar oliu sinnar frá M iö-Austurlondum . Segja má, aö hækkun oliuverösins hafi kippt stoöunum undan efna- hag þeirra aö miklu leyti, og hún á sinn mikla þátt i stóraukinni veröbólgu I viökomandi löndum. En hækkun oliuverðsins hefur einnig haft i för með sér aukinn áhuga þjóða á nýtingu annarra orkulinda. Nú er orðið hagkvæmt að nýta ýmsar þær orkulindir, sem alls ekki svaraði kostnaði að hagnýta, meðan oliuverðið var enn lágt. Augu tslendinga hafa opnazt fyrir hinum miklu auð- æfum, sem þeir eiga ónotuð, t.d. i formi óbeizlaðrar fall- og varma- orku. En þetta ástand hefur lika hleypt auknum krafti i oliu- vinnslu nágranna okkar Norð- manna á Norðursjávarsvæðinu. Eins og mönnum er kunnugt hafa tslendingar um langt árabil keypt meginhluta allrar oliu. er þeir nota, af Rússum. Hækkunin á oliu hér heima fyrir hefur orðið glfurlega mikil, en við höfum þó ekki þurft að liða neinn oliuskort. En eftir að oliuvinnslan undan ströndum Noregs hófst og farið var að leggja meira kapp á hana, hefur spurningin um það, hvort ekki væri hagkvæmt fyrir okkur íslendinga að minnka oliukaup af Rússum og snúa okkur til Norö- manna með langtimasamninga orðið æ meira áberandi. Timinn sneri sér til Vilhjálms Jónssonar forstjóra Olfufélagsins h.f., og spurði hann álits i þessum efnum. 20% gjaldeyristekna til kaupa á oliu — Við Islendingar veröum að kaupa oliu þaðan, sem hag- kvæmast verð býðst á hverjum tlma, sagði Vilhjálmur, og leggja áherzlu á það, að kaupin þjóni sem bezt hagsmunum þjóöarinnar. Þetta er orðið okkur enn mikilvægara nú, þegar oliu- verðið er orðið svo hátt, að 20% af gjaldeyristekjum okkar renna til kaupa á þeirri einu vörutegund. — Ég er alveg fordómalaus um það, frá hvaða þjóð helzt beri að kaupa oliu, en hvað snertir spurn- inguna um oliukaup af Norð- mönnum, langar mig aö benda á þrjú atriði. a) Þótt fundizt hafi verulegt magn oliu á yfirráðasvæði Norð- manna i Norðursjó, er enn langt i, aö sú olia komist á markaðinn. Þaö var árið 1970, að olía fannst á Ekofisksvæðinu i Norðursjó. Norska fyrirtækiö Petronord á Ástand og horfur f olíumálum Rætt við Vilhjálm Jónsson, forstjóra Olíufélagsins Timamynd Gunnar aðeins 20% þeirrar oliu, sem þar fæst, og það verður ekki fyrr, en lokið er lagningu oliuleiðslu til Bretlands, að umtalsvert magn kemst á markaðinn. Ég held þvi, að vart sé ástæða til að gera þvi skóna, að Norðmenn bjóði hag- stæöa samninga i nánustu fram- tið. b) Eins og öllum er kunnugt eru orkumálin i mikilli óvissu og erfitt að sjá fyrir þróun þeirra. Ég tel þvi afar varhugavert að gera nokkra langtimasamninga um oliukaup nú. c) Ég er alls ekki viss um, að rikisstjórn Noregs muni selja oliu á lægra verði en hægt er að fá hana hjá öðrum aðiljum. í þvi sambandi langar mig að vitna i upplýsingar, sem fram komu i blaðaviðtali, er Dagens Nyheter átti við Erik Grafström, for- mann sænska orkuráðsins, fyrir skömmu. Hann sagði, að Sviar hefðu ekki notfært sér þá samn- inga, sem þeir gerðu s.l. vor við oliuframleiðslurikin Lýbiu og Kuwait, vegna þess að olia keypt beint af rikisstjórnum oliufram- leiöslurikjanna væri dýrari en olia, sem fjölþjóða oliufyrirtækin settu á markaöinn. Astæðuna kvað Grafström þá, að þótt fjölþjóða oliufyrirtækin keyptu oliu af þessum rikisstjórn- um á sama verði og selt væri til annarra aðilja, hefðu þau jafn- framt aðgang að eigin fram- leiðslu, þannig að meðalverðið frá þeim yrði til muna lægra en frá ríkisstjórnum oliufram- leiöslulandanna. — En þetta atriði á eftir að breytast, þvi aðoliurikin taka nú framleiðsluna I eigin hendur i æ rikara mæli, i stað þess að láta fjölþjóöa oliufyrirtækjum hana eftir gegn vissum skatti eða hlut- deild i hagnaði. Hreinsun oliunnar — Sú hugmynd hefur komið fram, sagði Vilhjálmur, að Islendingar fælu oliuhreinsunar- stöðvum I Vestur-Evrópu að vinna úr þeirri jarðoliu, sem þeir hugsanlega kynnu að kaupa af Norðmönnum. Ég tel þá hug- mynd vart raunhæfa, þvi að með þeim hætti yrðu kaupin öll gerð flóknari, og sennilega óhag- kvæmari. — Fyrst yrði að flytja jarð- oliuna frá oliusvæðunum til hreinsunarstöðvarinnar. Þar þyrfti siðan að semja um hreins- un og sölu á töluverðum hluta þeirrar oliu, sem út úr hrein- sunarstöðinni kemur, þvi að hlut- föllin af hreinsaðri oliu henta ekki okkar þörfum. — tJr hverjum 100 tonnum af jarðoliu, sem hreinsuð er, fást aöeins 40 tonn af gasoliu og þotu- eldsneyti á móti 22 af bilabensini og 38 af svartoliu, en við þurfum á mun hærra hlutfalli af gasoliu að halda. Hlutföllin á hinum Islenzka markaði eru þannig að viö þurfum 68 tonn af gasoliu og þotueldsneyti á móti 13 af bila- bensini og 19 af svartoliu. Við þyrftum því að semja við hreins- unarstöðina um ráðstöfun á þvi umframmagni bilabensins og svartoliu, sem við getum ekki notað. — Þegar lausn hefði fengizt á þessu vandamáli, þyrftum við siðan að annast flutning oliunnar til Islands, og ég held, að slikir samningar gætu aldrei orðið jafn- hagstæðir og þeir, sem við gerum beint við oliuhreinsunarstöðvar- nar. Meginhluti oliunnar keyptur af Rússum. — Undanfarin 22 ár höfum við keypt allt bilabensin, alla svart- oliu og 80% allrar gasoliu af Sovétmönnum. Frá Vestur- löndum höfum við á hinn bóginn keypt allt þotu- og flugvélaeld- sneyti, allar smuroliur og 20% af þeirri gasoliu, sem við notum. — Rússar hafa séð um alla flutninga þaðan um árabil, en Islendingar tekið á leigu skip á heimsmarkaði til að flytja oliu frá Vesturlöndum. Þvi hefur stund- um verið haldið fram, að gæði rússneska bensinsíns og oliunnar væru ekki sambærileg við gæði slikra vara frá öðrum oliu- löndum. Það er ekki rétt, og rúss- neska olian hefur staðizt allar þær gæðakröfur, sem gerðar eru i samningum, og ekkert verið út á hana að setja undanfarin ár. 3 dreifingaraðilar — keppa þó ekki á verð- lagsgrundvelli — Já, það er rétt, sagði Vilhjálmur, að oft hefur verið á það deilt, að þrir aðiljar annist dreifingu og smásölu á olium hér innan lands, en keppi þó ekki á verðlagsgrundvelli. Þvi hefur veriðhaldið fram, að slikt kerfi sé óhagkvæmt og til þess eins fallið aö auka kostnað við sölu og dréifingu. — 1 þessu sambandi vil ég benda á samanburð við Noreg, en mér hafa nýlega borizt skýrslur um oliusölu þaðan. Þar kemur fram, að álagning á bensini og allur dreifingarkostnaður i Noregi er um 14% af heildarverði, en hér á landi er hann innan við 12%. Þessar tölur benda ekki til þess að oliuverzlun hér á landi sé rekin á óhagkvæman hátt, og aðrar tölur, sem mér hafa borizt benda til að álagning og dreifingarkostnaður á olíuvörur sé lægri hér en I flestum ná- grannalöndunum. Ég hef þvi enga trú á því, að ríkisfyrirtæki gæti annazt dreifinguna á hag- kvæmari hátt en nú er gert. — Strjálbýli landsins gerir kröfur til öflugs dreifingarkerfis, þvi að ekki má verða of löng leið milli sölustaða. Bensinsala þyrfti að vera i hverju þorpi, og auk þess er bensln eða disilolia eða hvort tveggja nú notað á svo til hverjum bæ til sveita. — Þess er ekki nokkur kostur, að fyrirtækin þrjú keppi á verð- lagsgrundvelli, þvi að rikið gerir samninga við Rússana og fram- selur þá siðan oliufélögunum til framkvæmda. Verðlagsnefnd ákveður síðan útsöluverð á aðal- söluvörum félaganna.Samkeppn- in milli oliufélaganna er þvi ekki um verð eða gæði, heldur á sviði þjónustu. — Islenzk stjórnvöld hafa undanfarin 22 ár talið nauðsyn- legt að skapa með oliukaupum möguleika á sölu okkar eigin afurða til Sovétrikjanna. Nú siðustu ár hefur verið svo, að þessi viðskipti hafa nokkurn veginn haldizt I hendur, þ.e. verð- mæti söluafurða okkar hefur verið nokkuð jafnt og verðmæti þeirrar ollu, sem við kaupum af Rússum. — En eftir hinar geysilegu hækkanir á oliuverði, sem urðu fyrir rúmu ári, er nú svo*komið, að Rússar kaupa aðeins af okkur vörur fyrir u.þ.b. þriðjunginn af verðmæti oliunnar, sem viö kaupum af þeim. Ef Rússar auka ekki til mikilla muna kaup á Islenzkum vörum, er auðvitað engin ástæða til þess að kaupa jafnmikið olíumagn af Rússum og gert hefur verið og sjálfsagt að athuga, hvort fá mætti olíuna með betri kjörum annars staðar. Útlitið á oliumörkuðum eftir siðustu hækkun frá Arabalöndunum Það er mjög erfitt, sagði Vilhjálmur, að spá nokkru um þróun oliuverðs i heimlnum næstu mánuði eða ár. En ég held, að við getum vart vænzt þess, að oliu- verð lækki aftur á næstunni. — Oliumálaráðherra sam- einuðu furstadæmanna I Arabiu sagði nýlega i blaðaviðtali i Beirut, að fjölþjóðlegu oliufélögin notuðu ágóða, sem þau hefðu af sölu hinnar arabisku oliu, til að leita ollu annars staðar, sem þau siðan gætu notað I stað hinnar arabisku. I því sambandi benti hann á oliuleit, sem gerð hefur verið, i Norðursjónum og Ishafinu. „Okkar auðlegð er minnkuð með hagnaði þessara olíufélaga, og það fjármagn siðan notað til að losna við að kaupa okkar oliu. Þetta getum við alls ekki sam- þykkt” sagði ráðherrann. — Arabar hafa fjórfaldað oliu- verð á einu ári og sett gjaldeyris- kerfi heimsins úr skorðum. Nú sjá þeir, að fjölþjóðlegu oliu- félögin eru llklegasti aðilinn til að ógna veldi þeirra, bæði með þvi að finna nýjar oliulindir og þróa aðrar orkulindir. Þess vegna hafa Arabaríkin nú hafið geysimikla áróðursherferð gegn fjölþjóðlegu oliufélögunum og leitast við að minnka það fé, sem þau hafa handa á milli, til að leita nýrra orkulinda. Hér er þvi enn komin fram ný barátta, sem áreiðanlega á eftir að heyrast mikið um i fréttum næstu mánuðina. íslendingar lítt gefnir fyrir sparnað — Nú er hálfgert kreppuástand viöa um heim, sagði Vilhjálmur, og undirrótarinnar er að nokkru að leita i hirini snöggu hækkun oliuverðs.Það er llka ljóst, að verði raunveruleg heimskrepps, munu oliudollarar Araba i Vesturlöndum verða harla litils virði. — Auðvitað verður allt gert til að koma i veg fyrir að raunveru- legt kreppuástand myndist. A Vesturlöndum er nú mikið talað um að spara oliu. og jafnvel i Bandarikjunum eru uppi áætlanir um að skammta bilabensin eða hækka verð þess mjög mikið til að draga úr notkuninni. — Hér á íslandi er aftur á móti ákatlega litið talað um sparnað, þó að viðskiptakjör landsmanna hafi sennilega versnað um meira en 10.000 milljónir á s.l. ári. Enn hafa ekki komið fram heildar- reikningar yfir rýrnun viöskipta- kjara, en gert er ráö fyrir, að hún nemi u.þ.b. 50.000 kr. á hvert mannsbarn á Islandi. — Arið 1974 eyddum við u.þ.b. 8.000 milljónum króna meira I gjaldeyri, en okkur tókst að afla, og ekki veit ég, hvar fá á viðlika upphæð i ár til að halda öllu gang- andi I sama farinu. — Mér finnst full ástæða til þess að almenningi á Islandi sé gerð betri grein fyrir ástandi og horfum I efnahagsmálum. Virðist oft sem auðveldara sé að fá upplýsingar um stöðu annarra þjóða á þessu sviði en okkar eigin. Ég tel rétt, að sagði Vilhjálmur Jónsson að lokum, að birtar verði opinberlega tölur um það, hversu mikið viðskiptakjörin hafa rýrn- aö á s.l. ári, og jafnframt spá um gjaldeyrisþörf og gjaldeyrisöflun á árinu 1975. —HJ mÉm S-t,.'-'- spiliki :: ■’mm ■ KANADA 2% | ^r M' I _______ : ■ : LáJ SOVÉTRÍKIN OG ÖNNUR KOMMÚNISTARIKI ' HHyyi5% WMWfUA BANDARIKI NORÐUR I AMERIKU M IMi INDÓNESIA m i2%m AFRlKA MIÐ-AUSTURLÖND 53% 16% SSS! - . ■ í"¥v, iMEXIKÓ, VESTUR-INDIURTjjgS ÖNNUR SUÐUR-AMERIKURIKI 3% E^ON Þetta kort sýnir i grófum dráttum, hvernig þekktar oliuauðlindir skiptast milli heimshluta. Meira enhelmingur þekktra oiiulinda er I Mið-Austurlöndum. m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.