Tíminn - 11.01.1975, Page 12

Tíminn - 11.01.1975, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur IX. janúar 1975. þótt komið væri ofsarok. Hvorugt mælti orð frá vörum. Yfir stóran stein, sem þau húktu undir, sá út á sjóinn. í fölri morgunskímunni gat glöggt að Ifta, hvílíkt æsibrim var komið. Grannar greinar elrirunnanna börðust við jörðina, og úr furulundinum uppi á hólmanum barst draugalegt gnauð. Katrín og Jóhann nötruðu og skulfu, enda bæði renn- blaut, og biðu þess, sem verða vildi, eins og hrædd börn. Ekki leið á löngu, unz þau f undu regndropa hrjóta í and- lit sér. „Nú kemur það", sagði Jóhann og tennurnar glömruðu í munni hans. „Ég vissi alltaf, að það myndi enda með þessu". Hann hafði varla lokið við setninguna, þegar ósköpin dundu yfir. Hagl og regn dundi á jörðinni samtímis. Hjónin hlupu eins og fætur toguðu inn í skóginn. Þar var helzt skjól að fá. Þau fundu loks afdrep undir stóru grenitré með slútandi greinum og fleygðu sér másandi og blásandi á jörðina í skjóli grænnar hvelf ingar. Regnið náði ekki að streyma gegnum þéttar greinar hins gamla trés, en gnýrinn af hamförum veðursins barst þeim að eyrum. Þeim fannst sem þau væru jaf n aum og hjálpar- vana og dýr, sem flýja inn í fylgsni skógarins, þegar náttúran fer í reiði sinni hamförum um jörðina. Brátt tók vatnið að hripa niður af yztu greinunum, og innan stundar myndaði það of urlítinn læk, sem ruddi sér farveg gegnum barrbeðjurnar í skógarhöllinni. Jörðin, sem virzt hafði þurr, varð á svipstundu rök og fúl, og kuldahrollur læsti sig um stirðnaða líkama þeirra, þegar þau höfðu legið þarna stundarkorn. Katrín veitti því at- hygli, að Jóhann var orðinn bláf lekkóttur í andliti, og hann skalf svo heiftarlega, að tennurnar nötruðu. „Færðu þig nær mér, Jóhann", sagði hún uppörvandi. Hann skreiðalveg til hennar, og hún lagði arminn yfir hann, hallaði höfði hans að brjósti sér og reyndi að skýla þeim báðum með treyju sinni. „Katrin", heyrði hún, að hann umlaði, er þau höfðu legið þannig þegjandi um hríð. „Ja-á", svaraði hún. „Þú ert þá ekki reið við mig?" „Nei. Hvers vegna ætti ég að vera reið við þig?" ,, Ég var svo hranalegur hérna úti á sundinu í nótt". „O— það gerði ekkert til. Það var bara hollt fyrir mig að vita, hvernig það er að hafa sjókaldan skipstjóra yf ir sér", sagði Katrín glaðlega. „Maður getur orðið svo bráður og fautalegur á sjó og æpt og öskrað, þó að maður sé ekki vitund reiður. Ég meinti ekkert illt með því. Þú, sem getur alla hluti, — þú værir auðvitað orðinn kapteinn fyrir löngu, ef þú hefðir verið karlmaður og stundaði sjó", stamaði Jóhann og hjúfraði andlitið að brjósti Katrínar. Katrín hló. „Nei. Bóndi hefði ég getað orðið, en ekki sjómaður. Ég er of sein að átta mig. Þannig hef ur allt mitt fólk verið: Það hef ur verið lengi að átta sig á hlutunum, en áttað á þeim til hlítar að lokum." „Þú hef ur líka oft látið bændakurfana á Þórsey verða sér til skammar." „O-jæja. — Er þér hræðilega kalt?" „Fæturnir eru alveg eins og rekadrumar". „Hvernig komumst við héðan, Jóhann?" „Þaðfara sjálfsagt einhverjir bátar hér framhjá þegar hann lægir, og þá verðum við að veifa". „Hvað skyldi Eiríkur hugsa?" „Honum er engin vorkunn. Hann er á þurru landi". „Það er ægilegt veður svona snemma hausts. Hugsaðu þér allt kornið sem er í skrýf um á ökrunum!" „Já— En nú er hann víst að stytta upp. Það er sjálf- sagt orðið bjart af degi". „Eigum við að skríða út og svipast um?" „Þau bröltu á f jórar fætur og skriðu út úr fylgsni sínu og teygðu úr stirðnuðum limum sínum. Jóhann gat varla staðið á fótunum. Hann skjögraði að stórum steini og settist þar. Sjóinn hafði heldur lægt við rigninguna, en hvítfextar öldurnar voru þó enn býsna nöturlegar í grárri árdagskímunni. Þau horfðu um stund þögul yfir sjóinn. „Við misstum meðulin okkar líka," sagði Katrín. „O svei! Þess háttar glundur hefði nú ekki orðið að miklu gagni", sagði Jóhann fyrirleglega. „Það er verra með bátinn hans Seffers". „Heldurðu, aðhonum skoli ekki einhvers staðar upp?" „Fjalirnar úr honum rekur sjálfsagt við einhvern hólmann". Það birti nú meira og meira. En það var jaf n kalt f yrir því, skýjaður himinn og þungabrim við ströndina. Hjónin reikuðu þegjandi um hólmann og tylltu sér öðru hverju niður. Þau gerðu sér engar vonir um, að til bátsferða sæist meðan veðrið var svona vont,þvi að stórir bátar áttu ekki leið framhjá þessum hólma, og litlum kænum, er helzt var að vænta á þessum slóðum, var ekki róið til fiskjar nema í lygnu. Þau voru bæði orðin svöng, en forðuðust þó að hafa orð á því. Þorsta sinn gátu þau 1, iiflili Laugardagur 11. janúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8. 15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Veðriö og við kl. 8.50: Markús A. Einarsson veð- urfræðingur talar. Morgun- stund barnanna kl. 9.15: Finnborg örnólfsdóttir les söguna „Maggi, Mari og Matthias” eftir Hans Petterson (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir Umsjón: Jón . Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XI. Atli Heimir Sveinsson sér •um þáttinn. 15.00 Vikan framundan 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir Islenskt málDr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Gunnar Stefánsson les fyrri hluta sögunnar „Ákvæöa- skáldsins” eftir Sigurbjörn S-veinsson. 18.00 Söngvar i léttum dúr Til- kynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Tveir á tali Valgeir Sigurðsson ræðir við Gunn- ar Eggertsson tollvörð. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Galdratrú og djöflar: — sfðari þáttur Hrafn Gunn- laugsson tók, saman. Les- ari: Randver Þorláksson 21.20 Frá tónleikum I Selfoss- kirkju 29. f.m. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli Dag- skrárlok. Laugardagur ll.janúar 16.30 íþróttir Knattspyrnu- kennsla 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aörar íþróttir M.a. myndir frá badmintonmóti i Reykjavik, og kjöri iþrótta- manns ársins og leik 1R og Gróttu I fyrstu deild i handb. Rætt er við Birgi Björnsson og Einar Bollason. 18.30 Lina Langsokkur Sænsk framhaldsmynd fyrir börn og unglinga, byggð á sam- nefndri sögu eftir Astrid Lindgren. 2. þáttur. Þýð- andi Kristin Mantyla. Áður á dagskrá i október 1972. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili Breskur gamanmynda- flokkur. t greipum réttvis- innar Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ugla sat á kvisti Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaöur Jónas R. Jónsson. 21.35 Dagbók önnu Frank Bandarisk biómynd frá ár- inu 1959, byggð á dagbók hollenskrar gyðingastúlku. Leikstjóri George Stevens. Aðalhlutverk Mille Perkins, Joseph Schildkraut, Shelley Winters og Richard Beym- er. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist i Amsterdam i heimsstyrjöldinni sfðari og lýsir lifi gyðingafjöl- skyldna, sem lifa i felum vegna ofsókna nasista. 00.05 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.