Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. Janúar 1975. ItMINN Martin Luther King — var rannsóknin á þvi, hver myrti hann, með óeðiilegum hætti? RANNSÓKN BANDA- RÍSKRA MORÐMÁLA Á DAGSKRÁ Á NÝ HVERJIR drápu John F. Kennedy, Martin Luther King, Róbert Kennedy og Malcolm X? Umræður um þetta hafa blossað upp á ný í Bandarflíjunum. Langt er frá þvi, að menn telji sannleikann hafa komið i ljós, og margt þykir tortryggilegt i rannsókn þessara mála. Einn þeirra, sem nú hafa tekið til máls að nýju, er lögfræðingurinn og blaða- maðurinn Wayne Chastain, sem fylgzt hefur nákvæmlega með öllu, sem varðar morðið á Martin Luther King, og var sjálfur nærstaddur, er hann var ráðinn af dögum. Nú er væntanleg bók eftir Wayne Chastain, þar sem um það er fjallað, hverjir voru hinir raun- verulegu banamenn Martins Luthers og Kennedy-bræðr- anna. Telur hann sig hafa i höndum frásagnir nýrra vitna, er kippa muni með öllu fótunum undan þeim sönnunargögnum, er menn þóttust hafa gegn þeim, er átti að hafa ráðið Martin Luther King af dögum. Hér koma einkum við sögu tveir menn — Ghormley, sem hefur verið varalögreglustjóri i Shelby-amti I Tennessee, og dr. Herbert L. MacDonnel, próf- essor i glæpafræðum við háskól- ann i New York, sem auk þess er skotvopnasérfræðingur. Þessir menn hafa þegar borið vitni fyrir sambandsdómstóli i Memphis. Sá hét James Earl Ray, sem látinn var heita banamaður Martins Luthers Kings. Þvi er haldið fram, að honum hafi verið varnað að njóta eðlilegrar varnar i máli sinu. Morðið var framið 4. aprfl 1968, og 10. april játaði Ray sig sekan eftir undarlega stutta rannsókn málsins, og var dæmdur til fangelsisvistar i niutiu og niu ár. Ray hefur haldið þvi fram, að verjandi sinn hafi þröngvað sér til þess að gera þessa játningu, og neitar nú að hafa átt þar nokkurn hlut að. Hann hafi orðið leiksoppur öflugra samsæris- manna, sem létu ráða King af dögum. Sekt Rays var talin byggjast á þvi, að morðvopnið fannst, ásamt munum, er Ray átti, I stigagangi. Nú bendir allt til þess, að böggullinn með eigum Rays hafi verið settur þarna, áður en morðið var framið. En skotið, sem átti að hafa orðið blökkumannaforingj- anum að bana, var álitið hafa komið úr salernisglugga á annarri hæð i gistihúsi i grennd- inni, er klukkan var eina minútu gengin i sjö. Ray átti að hafa setzt að i næsta herbergi, og kallast John Willard, nokkrum klukkustundum fyrr þennan sama dag. Gangur málsins eftir að banaskotinu var hleypt af, átti að hafa verið sá, að Ray hefði hlaupið inn I hverfið með riffil sinn, vafið utan um hann laki, stungið honum i leðurhylki og sett ofan i pappakassa. Siðan átti hann að hafa drifið föt sin, kiki og útvarpstæki niður i ferðatösku og hlaupið niður stigann. Á hlaupum hefði riffil- hlaupið rekizt út um pappakass- ann, og þess vegna hefði hann hent öllu frá sér neðan við stig- ann og gengið að bil, sem hann átti úti fyrir. Sönnunargögn töldust þessi: Fingraför Rays á riffilhlaup- inu, útvarpstækið, sem verið hafði i eigu hans, er hann var i rikisfangelsinu i Missouri, föt Rays voru i töskunni, en þó einnig föt annars manns minni (en aldrei var það nefnt i rétt- inum), fingraför Rays voru á sjónaukanum, og búðarþjónn i Memphis þóttist þekkja, að Ray væri maðurinn, er hefði keypt hann þennan sama dag, og á sængurlakinu voru þræðir af sama tagi og voru i fóðrinu á bifreið Rays. Lögregluþjónn einn, N.E. Zachary að nafni, þóttist fyrstur 'bafa fundið þessa munf fimmtán til tuttugu minútum eff.ir að morðið var framið. Nú hefur komið á daginn, að annar maður fann þá um svipað leyti eða kannski tveimur minútum eftir að morðið var framið. En áður hafði hann verið utan dyra, ásamt fleiri lögregluþjónum, og 'á þeim tima hafði hann ekki orðið þess var, að neinn kæmi út úr gistihúsinu. En hvað sem þvi liður, þá er talið óhugsandi, að morðingjanum hafi nægt tvær mínútur, eða þaðan af skemmri timi, til þess að þrifa það, sem hann tók úr svefnher- berginu, búa um það, hlaupa út og komast undan I bfl. Zachary sá, sem ranglega þóttist fyrstur hafa fundið munina, er nú borgarstjóri I Lula I Mississippi. Að dómi MacDonnels, próf- essors og skotvopnasér- fræðings, getur kúlan, sem varð Martin Luther King að bana, ekki verið úr riffli þeim, sem fannst þarna I gistihúsinu. Þetta telur hann sig hafa sannað með rannsóknum á aðstöðunni I sal- erninu og útreikningum á stefnu kúlunnar. A grundvelli þessa og fleiri atriða gerast nú þær raddir háværar, er fullyrða, að þarna hafi verið að verki samsæris- menn, sem gert hafi sér mikið ómak til þess að leiða Ray i gildru og láta lita svo út sem hann væri hinn seki. Og þegar horft er til annarra pólitiskra morða i Bandarikjunum um svipað leyti og margra undar- legra og tvisýnna atvika i sambandi við rannsókn þeirra, læðist margt að mönnum. Er ekki margt óupplýst i sambandi við þessi morð öll — og sumt harla tortryggilegt um meðferð þeirra? r Öaýr og góð SX-434 2 CHANNEL RECEIVER PIONEER I þessusettierueftirtalintæki: SA-500A magnari meðfjölda möguleika og er vel byggður með tilliti til endingar. PL-IO plötuspilari, einfaldur i smíðum en sérlega sterkbyggður spilari og tveir 20 watta CS— R 100 hátalarar, sem hafa fengiðgóða dóma hl jómtækjanotenda, sem meðal annars hafa sagt um þá að þeir séu meðal þeirra beztu í sinum flokki. VERÐIÐ A FRAMANGREINDU SETTI ER ADEINS KR. 66.900 Góðir greiðslu- skilmálar Viðgerðar og tækni- þjónusta á staðnum ■ ■■■.:■ . ■„ : ■. ...-.■. .- HLJOMTÆKJADEILD Laugavegi 66 * Sími 1-43-88

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.