Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. janúar 1975. rilVIINN 23 Kaupir íbúð handa tengdamóður sinni fyrir happdrættisvinninginn — rætt við vinningshafa og sagt frá happdrætti Háskólans Páll H. Pálsson framkvæmdastjóri happdrættis Háskóla tslands (f miöiö) og Guölaugur Þorvaldsson háskólarektor (lengst t.h.) ásamt nokkrum stærstu vinningshöfum happdrættisins á sföasta ári. Gsal-Reykjavik. — Arlegur fagnaöur happdrættis Háskóla tsiands varhaldinn fyrir skömma og voru nokkrir af stærstu vinninghöfum siöasta árs meðal heiöursgesta. Nokkrir af stærstu vinningshöfum áttu þó ekki heimangengt, og má þar nefna hjónin Þóru Halldórsdóttur og Gunnar Sveinbjörnsson, Geröa- hreppi, sem áttu raöir af „fern- um” og fengu á þær 4 milljónir og 400 þús. á siöasta ári. Ennfremur var óskaö eftir nærveru Elínar Þóru Sigurbjörnsdóttur frá Grimsey, en hún hlaut eina miiljón I ágúst, en Elin sá sér ekki fært aö koma. Hangikjöt þá ibúð núna Hjónin Valgeröur Hjartardóttir og Kristján Sveinsson unnu fjórar milljónir I happdrættinu á árinu og sögöu þau blaöamanni Timans i fagnaöinum, aö einu sinni áöur heföu þau hlotiö vinning á þennan miöa. — Þaö var á árinu 1957 og kom þúsund króna vinningur upp á miöann, sagöi Valgeröur. — Hvaö viö geröum viö peningana? Við keyptum okkur hangikjöt fyrir þá, og gátum jafnframt leyft okkur þann munaö aö fara á árshátiö án þess aö þurfa aö taka lán. — Þaö hefur alltaf verið ákveöið hvaö skyldi veröa gert viö stóra vinninginn, þegar hann kæmi upp á þennan miöa, hélt Valgerður áfram, en sneri sér siöan aö manni slnum og spuröi: Eigum viöaðsegja þeim, hvað við ætlum aö gera viö andviröi vinningsins? Viö höfum ákveöið aö kaupa Ibúö fyrir tengdamóöur mina, sagði Valgeröur, eftir að maöur hennar haföi svaraö spurningunni ját- andi. Kristján fræddi okkur á þvi, að þessi miöi væri búinn að vera I eigu sinnar fjölskyldu svo að segja frá stofnun Háskóla- Anna Arnadóttir hefur starfað hjá happdrættinu i rúm 32 ár. happdrættisins og hefði faðir hans átt hann lengi vel. • — Þaö er dálitið undarlegt, en þegar viö fengum þennan vinning hringdi maður heim til okkar og spuröi eftir Kristjáni. Hann kynnti sig ekki og ég sagöi hon- um, aö Kristjáns væri að vænta heim um klukkan 6. Þegar Kristján kom heim um þetta leyti sagöi ég viö hann: „Maöurinn frá happdrættinu hringdi.” Stuttu siðar hringir maðurinn og tilkynnir Kristjáni, að hann hefði hlotið stóra vinninginn. Valgerður og Kristján sögðu okkur, að þau heföu sjálf ekki þurft á þessum peningum að halda, þvi þau ættu „ibúö og fullt af stelpum,” eins og Valgerður komst að orði. Fitjað upp á nýjungum Happdrætti Háskóla Islands er nú aö hefja 42. starfsár sitt. Ariö 1970 var gerð sú meginbreyting á rekstri happdrættisins, aö allir miöarnir voru geröir aö heiimiöum og auökenndir meö bókstöfunum, E, F, G og H.Hin mikla söluaukning undanfarinna fimm ára sýnir, að viöskiptavinum hefur falliö þessi breyting vel i geð. Meö útgáfu fjögurra samstæöra miöa af hverju númeri er viö* skiptavininum gefinn kostur á aö ráöa sjálfur, hve hátt hann spilar. Meö þvi að eiga fleiri en einn miöa af númerinu, getur hann tvöfaldaö, þrefaldað, eða fjór- faldað vinningsupphæðina. Þannig hafa oröið til oröin „tvennur,” „þrennur” og „fernur” um samstæða miöa af sama númeri. I upphafi varö þess vart, aö margir viðskiptavinir happdrættisins óskuðu að eiga sem flesta miöa af númerinu sinu. Og á seinasta ári seldust þrennur og fernur upp. Þess vegna er þaö mjög eölileg þróun, aö nú er gefinn út nýr miöi I beinu framhaldi af fernunum. Er þessi miði meö fimmföldu verðgildi og hefur hlotiö nafniö „fimmfaldur trompmiöi.” Er hann auðkenndur með bókstafn- um B og kostar 1,500 krónur á mánuði, en gefur fimmfaldan vinning, þannig aö lægsti vinning- ur veröur 25.000 krónur, en sá hæsti 10 milljónir króna I desem- ber. A þennan hátt er viöskipta- vininum sjálfum gefinn kostur á aö ákveöa, fyrir hve háa fjárhæö hann spilar. Þar með ræður hann sjálfur, hvort hann vill spila upp á tvær milljónir króna, fjórar milljónir, eða allt upp I átján milljónir króna, sem er hæsti vinningsmöguleiki I desember n.k. ef sami maöur á fernu og trompmiöa I sama númeri. Meö tilkomu þessa nýja B- flokks hækkar vinningaskráin geysilega og verður tæpur einn og hálfur milljaröur króna. Eins og aö undanförnu greiðir happdrættiö 70% af veltunni i vinninga og er það hæsta vinningshlutfall i heimi. Samtals veröur vinningaskránni skipt i 135.000 vinninga, eöa einn vinning fyrir hvern fulltiöa tslending. „Hittumst hér aftur á ári.” t hófi Háskólahappdrættisins voru ennfremur mættir þrir fulltrúar starfshóps á Bifreiða- stöð Reykjavikur, Gunnar Scheving og kona hans Borghild- ur Kristjánsdóttir, Bjarni Gott- skálksson og kona hans Kristhild Gottskálksson og Þorbjörn Ind- riðason. — Viö erum fimm félagar, sem erum meö 100 miða samtals og á siöasta ári fengum viö hálfa aðra milljón í vinninga — en það ár var jafnframt fyrsta árið sem við lögöum fimm saman i „púkkið”, upplýstu þeir blm. Timans. Sögðu þeir, að þeir hefðu allir áöur spilað i happdrættinu, en tekiö sig saman i byrjun siðasta ár og þeir sæu svo sannarlega ekki eftir þeirri breytingu. „Vonandi hittumst við hérna aftur að ári”, sagöi einn þeirra. Sögðu þeir, að 25. janúar n.k. myndu þeir skipta ágóöanum frá siöasta ári — en voru heldur treg- ir til aö skýra frá þvi i hvað þeir ætluöu að verja peningunum. Þó fengum viö þaö út úr Þorbirni, að hann ætlaöi að skipta um bfl. Hvað er gert fyrir hagnaðinn? Áætlað er, að hagnaður af happdrættisrekstrinum hafi I fyrsta sinn farið yfir 100 millj. kr. áriö 1974. Af honum renna 20% i rikissjóð og er þeim hluta eingöngu variö I þágu bygginga- framkvæmda fyrir rannsókna- stofnanir atvinnuveganna þ.e. sjávarútvegs, landbúnaðar, iönaöar og byggingastarfsemi. Þannig njóta hagnýtar rann- sóknir i þágu þessara atvinnu- greina beint Happdrættis Háskóla Islands. Auk þess nýtur þjóöin öll beint og óbeint happdrættis- hagnaöarins, þar sem 80% af hon- um renna til framkvæmda Há- skóla tslands.þ.e. til nýbygginga, til viðhalds húsa, til lóöafram- kvæmda og viöhalds, til tækja- kaupa og kaupa alls kyns búnaðar i skólahúsnæðiö. Háskóla Islands er það mikil nauösyn, aö hagnaður af happdrættisrekstrinum aukist i samræmi viö hækkaöan byggingakostnaö og helst meira, ef takast á aö koma upp þeim byggingum, sem nrfúðsyn er á næstu árin án þess að spara fé til óhjákvæmilegs viöhalds og tækjakaupa. Auk þeirra 50 millj. kr. sem áætlaö er að verja i tækjakaup, búnaö og viöhald húsa og lóöa áriö 1975, er áætlaö aö verja til byggingaframkvæmda allt aö 120 millj. kr. aöallega i 2. áfanga verkfræði- og raunvisinda- deildarhúss, og fyrstu fram- kvæmdir á Landspitalalóðinni, sem nú eru aö hefjast. Til þess að framkvæmdaáætlunin geti staöist, þarf hagnaður af happdrættisrekstrinum að aukast verulega i ár. Miklar likur eru einnig til þess aö svo verði, þvi að hinn nýi trompmiði hefur fallið fólki vel I geð. Auk þess vilja flestir stuðla aö bættri menntun barna sinna, vitandi það að menntun er ekki aöeins undir búningur aö starfi, heldur einnig lifsnautnin frjóa, sent auögar III fólks, og má þvi kosta mikils til Hjá Happdrætti Háskóla Is- lands rikir sú bjartsýni, aþ Há skóla tslands og rannsóknastofn unum atvinnuveganna verö skilað 120-140 millj. kr. hagnaöi al happdrættisrekstri áriö 1975. Auk framkvæmda, sem nú eru i gangi verður aö ráöast i nýjar þegar árið 1976, bæöi nýjar byggingar fyrir læknadeild og verkfræði- og raunvisindadeild. en ekki síður almennt kennsluhú- snæði, sem nú er að veröa mikil) skortur á. „Þetta er eitt stór heimili” Sá starfsmaöur happdrættis Háskóla tslands, sem hefur starfaölengst hjá fyrirtækinu, er Anna Árnadóttir, sem hefur unnið samfleytt i rúm 32 ár hjá happdrættinu, — og alla tiö á aöalskrifstofunni. Viö hittum önnu aö máli i hófinu og sagöi hún okkur, að fyrsti vinnudagur sinn hjá happdrættinu hefði veriö 15. september 1942. — A þeim tima var hæsti vinning- ur, sem hægt var að hljóta á einn miöa 50 þúsund krónur — og þessi stóri vinningur var aöeins dreginn út i desembermánuði. Hæstu vinningarnir i öðrum mánuöum á þessum árum voru tlu þúsund króna vinningar — og þá var happdrættisárið lengi vel ekki nema tiu mánuðir, byrjað i marz og endað i desember. Hlut- fallslega var 50 þúsund kr. vinningurinn þá mun stærri vinningur á einn miða, heldur en hægt er að hljóta i dag. Þá var þaö leikur einn að kaupa sér einbýlishús fyrir 50 þúsund — en i dag er mest hægt aö hljóta tvær milljónir á einn miöa. Sagöi Anna, að þá hefðu verið gefin út 25 þúsund númer, sem skiptust i heilmiöa, hálfmiða og kvartmiða, en siöan heföi þetta breytzt. — Upplag miðanna var siöan aukiöum fimm þúsund númer ár- lega, þar til komin voru 60 þúsund númer, en þá voru gerðar breytingar. Við eigum svo góðan og hugmyndarikan fram- kvæmdastjóra, og allar hans breytingarhafa orðið fyrirtækinu og viðskiptavinum þess til góðs. Ekki sagöist Anna muna eftir neinni sérstakri sögu sem væri á- berandi eftirminnilegust i starfi sinu hjá happdrættinu, en hins vegar sagði hún, að þar væru margar stundirnar, sem væru henni minnisstæðar á starfsferli sinum. — Þaö getur enginn gleymt þeim mörgu mönnum, sem ljómaö hafa af þakklæti, þegar þeir hafa hreppt stóran vinning og hvaö vinningarnir hafa verið mörgum mikil og kærkomin hjálp, þegar t.d. átt hefur i hlut fólk, sem var aö byggja. Sagöi Anna, að oft heföi það vakiö furöu sina, hvað fólk væri tryggt happdrættinu og hvað þaö héldi miöum sinum, þótt fjárhag- urinn væri bágur — en það sýndi einungis aö fólk vissi, aö pening- unum væri vel varið, auk þess sem vinningshlutfalliö heföi alltaf verið mjög hátt. ----Happdrætti Háskólans er vaxandi fyrirtæki og ég vil segja, aö þaö sé mestmegnis okkar dug- lega framkvæmdarstjóra aö þakka. Mér hefur alltaf liðiö vel I þessu starfi minu og starfsfólk fyrirtækisins er eins og ein stór fjölskylda. 1 stjórn fyrirtækisins hafa ávallt vaíist sérlega góðir menn og mér þykir alltaf mjög vænt um alla þessa „menn mina”, sagöi Anna Arnadóttir aö lokum. Eru vinningarnir of háir? Um þaö má vitaskuld deila. Hitt er staöreynd, aö i upphafi, þ.e áriö 1934, var hæsti vinningur I desember 50 þúsund kr., og nam hann 9.52% af heildarveltu sam- kvæmt vinningaskrá. Arið 1950 var hæsti vinningur 75 þús. kr. og haföi verið það frá árinu 1943, en þessi upphæö nam aðeins 2,93% af heildarveltunni. Árið 1960, þegar hæsti vinningur I desember er 500 þús. krónur, er þetta hlutfall oröiö 2,71% áriö 1970, þegar hæsti vinningurinn er 1 millj. kr. nem- ur hann 0,41% af heildarveltunni, og áriö 1975, þegar hæsti vinning- urinn er 2 millj. kr. I desember er hann aöeins 0,15% af heildar- veltu samkvæmt vinningaskrá. Sá, sem á fernu og trompmiða i sama númeri (sem enginn er nauöbeygöur til) á mögueika á 18 millj. kr. vinningi I desember, en sú upphæð er aðeins 1,35% heildarveltunnar, samkvæmt vinningaskrá, þ.e. sjö sinnum lægra hlutfall en 50 þús. kr. vinningurinn var áriö 1934. Ef hæsti vinningurinn heföi hækkað eftir visitölu vöru og þjónustu væri hann ekki 2 millj. kr. i dag, heldur 5.3 millj. kr. (sem mætti nifalda með fernu og trompmiða) og hann væri 8,7 millj. kr. ef hann hefði veriö hækkaður i sama hlutfalli og lág- markskaup Dagsbrúnar. Meö tilliti til þess, sem nú hefur verið sagt og meö þvi að lita á vinningaskrána, þar sem 5 þúsund kr. 10. þús. kr. og 50 þús. kr. vinningar eru 85% heildar- vinninganna, ætti að vera ljóst, að Happdrætti Háskóla Islands leggur ekki megináherzlu á háa vinninga, heldur miðlungs- vinninga og lága vinninga, sem gefur jafnframt þeim, sem vilja, möguleika á tvöföldun- upp i níföldun , enda er engin launung á þvi, að hér er um happdrætti aö ræða. Valgerður Iljartardóttir og Kristján Sveinsson hrepptu fjórar milljónir i desember, og hér á myndinni sjást þessi heppnu hjón með Páli H. Pálssyni framkvæmdarstjóra happdrættisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.