Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 22

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 22
22 TÍYIIW Sunnudagur 12. janúar 1975. Dr. Jakob Jónsson: Ekki drottnari, heldur samverkamaður Kveðjupredikun, flutt í Hallgrímskirkju í Reykjavík 5. janúar 1975 legs anda. Ög i öðru lagi, að ég I. Kor. 1, 24-25 1 dag er siðasti messudagur jólanna, ef miðað er við islenzka hefð. Jólastjarnan, sem lýsir vitringunum úr Austurlöndum á leið þeirra yfir eyðimörkina, endurskin enn i ljósum jólatrésins i kórnum. Sálmar dagsins óma enn af jóla- gleðinni. Mér virðist þvi, að það eigi vel við að rifja upp fyrir sér orö postulans: „Ekki er svo, að vér drottnum yfir trú yðar, heldur erum vér samverka- menn að gleðiyðar”. A undanförnum jólavikum höfum vér prestarnir verið samverkamenn að gleði jólanna, sem i raun og veru er ekki annað en trúargleði kristinna manna, trúlkuð með sérstökum hætti. En megin- ástæðan til þess, að ég vel einmitt þessi ritningarorð að ræðutexta i dag, er fyrst og fremst, að þessi orö voru ræðu- texti minn, þegar faðir minn setti mig inn i starfið sem að- stoðarprest sinn á Djúpavogi fyrir rúmum 46 árum. Mér finnst tilhlýðilegt að gera það einnig i dag, þegar ég kveð Hall- grímssöfnuð. Það var furðu-rikt i gamla fólkinu, að prestanir ættu að drottna yfir trú þess. Og enn i dag má ekki heyrast ráðlegging úr predikunarstól eða frá kirkjulegum fundi, án þess að fólk haldi, að nú ætli klerka- valdið að fara að ráöa yfir þvi, skipa þvi fyrir. „Þessu á maður vist að trúa”. sagði gömul kona á Djúpavogi við mig um eitt- hvert atriði i kenningum kirkjunnar, sem hún gat ekki samþykkt. Þannig hugsuðu margir. Það var þvi andleg hressing fyrir oss stúdentana fyrir 50 árum að koma i guð- fræðideild háskólans og finna þann anda, sem þar rikti. Kennararnir héldu fram frjálsri hugsun, frjálsri guðfræði, virðingu fyrir andlegu frelsi. Þeir vildu búa oss undir að verða samverkamenn aö gleði fólksins. Ahrif námsáranna hafa setið svo fast i mér, að mér hefur aldrei óaö, þótt kristin trúarhugsun og kristin trúar- játning væri fjölbreytt i orð- færi og formi. Hún var það þegar i upphafi. Það sýnir Nýja testamentið bezt, ef þaö er lesið ofan i kjölinn. Þar ræðast við hinir ólikustu menn. Það er ekki laust við, aö ég finni til þess, hversu litið er um trúar- legar og guðfræðilegar rök- ræður á siðustu árum á tslandi II Þegar ég var ungur, öðlaðist ég vissa tegund af andlegri reynslu, sem i trúarbragða- fræöunum hefur verið kennd við mystik, dulsæi, og af þvi leiddi tvennt t fyrsta lagi, aö ég veit með óyggjandi vissu um tilverú and- veit, að innan undir hinni fjöl- breytilegu flokka- og stefnu- greiningu, sem lýtur ytri tak- mörkum, er maðurinn fyrst og fremst maður. 1 djúpi allra mánnssálna undantekningar- laust eru sömu öflin að verki, sama barátta milli góðs og ills, — og alls staðar er sama þörfin fyrir innra samband við guð. Þess vegna finn ég skyldleika viö alla trúaða menn, og hefi getað átt uppbyggilegar við- ræður og bænarstundir með fólki af mörgum kirkjudeildum og fólki af öðrum trúar- brögðum. Alls staðarer að verki sá hinn sami guð, sem Jesús Kristur hefur opinberað mér sem föður, drottin og bróður. Hvernig, sem mennirnir hugsa sér guð, verður guð aldrei annað en faðir drottins vors Jesú Krists og faðir vor. Og þvi kaus ég mér ungur það ævistarf að þjóna þeirri kirkju, sem hefur veriökölluð til að boða hann. Ég veit vel, að mörgum fannst fyrir fimm áratugum, að margs hefði þjóð vor frekar þörf en presta. En i raun og veru er dæmið ofur- auðvelt. An trúar getur maðurinn ekki verið. Sé trúin bæld niður, verður trúarlifið sjúkt, — og upp á yfirborðið kemur alls konar villigróður, sem veldur tjóni i þjóðllfi og samllfi mannanna yfirleitt, jafnvel djöflatrú. En trú, sem starfar i kærleika, hún færir oss lifsgleði og lifsþrek. Það er sannleikur, sem llfið hefur gefið mér næg tækifæri til að kynnast, Ég hefi verið vottur þess, hvernig trúin styrkir syrgjendur og gefur, sjúkum þrek. Ég hefi séð, hvernig trúin á guðlega forsjón varðveitir kjarkinn i baráttu lifsins. Ég hefi séö æðri kraft lyfta mönnum upp úr eymd og spill- ingu, ég hefi séð bænina — ekki sizt — fyrirbænina gera krafta- verk. Ég hefi fengið að sjá, hvernig kærleikurinn, endur- nærður af guðs krafti, knúði venjulegt fólk til sjálfsfórnar umburðalyndis, fyrirgefningar, ástúöar, sem á yfirborðingu sýndist ofurefli mannlegu eðli og mannlegum mætti. Þrátt fyrir allt, sem að syndugu mannkyni má finna, mun hver einastiprestur fá tækifæri til að sjá svo margt göfugt og dásam- legt i fari fólksins, að slikt hlýtur aö styrkja trú hans á það, að maöurinn sé fær um að veita guðs kærleika það andsvar sem við á. III Vér erum samverkamenn að gleði yðar, sagði postulinn forðum. Þeir eru orðnir margir, sem ég hefi unnið með á löngum embættisferli. Ég þjónaði aðeins nokkra mánuði hjá sveitungum minum i Hofs- prestakalli i Álftafirði. En ég er þakklátur fyrir uppeldisáhrifin og umhverfi æsku minnar. Þar var mér ungum kennt, að mannúðin, nánungans kær- leikurinn væri hin æðsta trúar- játning, og um leið hin erfiðasta. Og ég var alinn upp innan um gott fólk, þar sem glaðværð, hjálpfýsi og góðvild manna á meðal eru skýrustu einkenni sambúðarinnar. Næst verður mér hugsað til áranna á Noröfirði. Þar rikti landnáms- andi, róttækur framfarahugur, næm réttlætistilfinning i sam- félagsmálum og um leið lifstrú, sem átti sér rætur i kristnum og kirkjulegum erfðum margra kynslóða, sem vissu, hvað það var að búa þar, sem skammt er milli fjalls og fjöru. Mér kemur þvi alls ekki á óvart sá kjarkur og stórhugur, sem nú er talaö um, að einkenni Norðfirðinga i öröugleikum þeirra. Ég vænti þess, aö öll hin islenzka þjóð eigi eftir að bregðast vel við og greiða þá skuld, sem hún á Noröfirðingum að gjalda. — Frá Norðfirði lá leið min til Vesturheims. Þar var hópur fólks, sem i fjarlægum heims- hluta þráði enn að varðveita samband sitt við móðurkirkjuna Islenzku. En einmitt þar öölaðist ég reynslu, sem ekki er venjuleg meðal islenzkra presta. Þar fékk ég að finna fyrir þvi, hvað það er að vera prestur I landi, sem er að fara i styrjöld. Það er viðkvæm reynsla fyrir kristinn prest, að kveðja fermingardrengi sina við messugjörð vestur á prerínum, til þess að vita þá senda burt til blóðsúthellinga, og loks sundurtætta af manna völdum. Ef til vill er þetta ein ástæöan fyrir þvi, að mig sviður alltaf undan þeirri tilhugsun, að þjóð min sé meðlimur i hem aöarbandalagi og enn séu herstöðvar á Islenzkri grund. IV Slðasti áfanginn i prestsferli minum hefir verið hér I Reykjavik. Alþingi lagði á sínum tima Hallgrimssöfnuði sérstakar skyldur á herðar með byggingu Hallgrimskirkju. Þessi ákvörðun hefir haft tvenns konar áhrif á starf vort. Vér höfum að sumu leyti orðið á eftir öðrum söfnuðum, hvað aðstöðu snertir, sökum þess, að vér höfum orðið að standa að viðameiri framkvæmdum heldur en einum söfnuði er ætlandi. En nú njótum vér einnig þeirrar gleði, að byggingu Hallgrimskirkju er svo langt komið, að enginn þarf lengur að óttast að verkinu verði ekki lokið á sinum tima. Og ég get ekki farið svo úr þessum ræðustól, að ég láti ekki i ljósi gleði mina yfir þvi, að kirkjan nýtur velvildar af hálfu fólks úr öllum stjórnmála- flokkum, úr öllum stéttum og af öllum aldursskeiðum. Annað, sem hefir einkennt starf liðinna áratuga, er sam- eiginlegt öllum prestum og söfnuðum I höfuðstað lands- ins.Þar á ég við margs konar breytingar I starfsháttum frá þvl, sem áður var. Þegar ég forðum hóf starf mitt á Norð- firöi, voru t.d. barnaguðs- þjónustur nýjung, og dásam- legar eru minningar frá þvi starfi bæði þar og hér.'En á fyrstu prestsskaparárum minum hér voru að myndast ungmennafélög i sambandi við söfnuðina. Ég get ekki stillt mig um að rifja hér upp þá gleði, sem ég átti með ungu fólki I kristilegu ungmennafélagi Hall- grlmskirkju, meðan það starf- aði. I huga minum er alltaf bæði eftirsjá og sjálfsásökun vegna þess, að það skyldi leggjast niður. En aðstaðan var slæm. Fundir haldnir hingað og þangað t.d. i verksmiðjum. Námskeiðin I Nýja-testa- mentisfræðum, sem ég hafði bundið miklar vonir við, hlaut ég að hætta við eftir einn vetur, af heilsufarsástæðum. En eitt af þvi, sem mér finnst gleðilegast af þvi, sem telja mátti til nýj- unga I starfi, er hin reglubundna þjónusta við sjúkrahúsin, sem við prestarnir hófum saman, svo að segja i byrjun starfs, og hefir haldið áfram til þessa dags. Lengi voru þrjú sjúkrahús i sókninni. En ég get ekki lýst þvi, hvilik uppörvun það hefir verið mér að finna þann anda, sem ég alla tið hefi notið og þann skilning, sem ég þar hefi mætt af hálfu lækna, hjúkrunar- fólks og sjúklinga. Loks var það nýjung i safnaðarmálum, að kvenfélag var stofnað. Upptökin áttu nokkrar konur i söfnuð- inum, en þetta félag hefir reynzt kirkjunni sannarlegur aflgjafi. Og það getur engum dulizt, að i félagsstarfinu sjálfu hefir það gert háar menningarkröfur, og með þeim hætti fengið til sam- vinnu við kirkjuna suma hina mestu snillinga, sem þjóðin á I hópi tónlistamanna, mynda- smiða,^ menntamanna og leikara. Þannig gæti ég haldið áfram að telja, læt hér staðar numið. Það fólk er orðið margt, sem ég stend i þakkarskuld við. Enginn prestur heldur úppi helgi- þjónustu án samvinnu við aðra starfsmenn kirkjunnar, — sam- vinnu um söng og hljómlist. Samvinnu um bænagjörð og samvinnu um eftirlit, samvinnu við þá, sem annast hina svonefndu veraldlegu hlið safnaðarmálanna. Og að endingu samvinnu við þá, sem annast hina svonefndu verald- legu hlið safnaðarmálanna. Og að endingu samvinnu við aðra presta. En einnig i sálgæzlu- starfinu utan kirkjuveggjanna á prestur samvinnu við fjölda Dr. Jakob Jónsson. fólks i ótal starfsgreinum. Kennara, togaraskipstjóra, verzlunarmenn, o.s.frv. Ég hef tekið hér þann kostinn að nefna engin nöfn, ég veit hvar ég ætti að byrja, en ekki, hvar ég ætti að enda, en ég bið góðan guð að blessa það allt, nær og fjær. Það er engin leið að ná til allra þeirra, sem ég stend i þakkar- skuld við. Enginn veit betur en ég sjálfur, hversu mikið hefir ýmist mistekizt eða verið vanrækt I verkahring minum. En niðurstaða reynslu minnar er sú, að preststarfið hafi veitt mér meiri tækifæri til góðs og stærri möguleika heldur en ég hefi haft vit á að nota eða dug til að sinna. Prestur I Reykjavík er eins og bóndi, sem býr á land- námsjörð, en ræður aðeins við litla skák. En sú bæn, sem mér er efst i hug a, er þetta sálmvers eftir sira Jón á Bægisá: Veit mér, ó guð, að viðmigsegi, þá veröld dæmist, ein hólpin önd: Sæll vertu, sem frá vondum vegi vísaðir mér á dýðrarlönd. Þaö verður lofsælt liknamál, leiðrétt að hafa villta sál. Bóndi einn austur I Norðfirði var að flytja búferlum frá bæ. Dóttursonur hans sagði mér, að áður en hann yfirgaf húsin tóm og auð, hafi hann gengið inn i bæjargöngin og flutt þar fyrir- bæn fyrir þeim, sem ættu eftir aö eiga þar heima eftir sinn dag. Þegar ég nú yfirgef embætti mitt, skil ég ekki eftir auðan bæ. Ég skil aðeins eftir eitt sæti autt, og það er þegar ákveðið, hver i það setzt. Ungi prestur- inn, sem viö tekur af mér, er fermingarbarn mitt i Hallgrimskirkju, og sem góður vinur hefir hann stundum aðstoðað mig, er þörf var á. Til hans ber ég fullt traust, Trúar- einlægni hans þekki ég þegar frá bernsku- og æskuárum, og ég veit, að hann gengur að starfi með iðni og atorku. En ég vil i fullri alvöru minna söfnuðinn á, að hvorki hann né nokkur annar prestur er svo mikill af sjálfum sér, að hann hafi ekki þörf fyrir samstarf af hálfu safnaðarins, bæöi i kirkjurækni, sálgæzlu og slðasten ekki sizt með fyrirbæn. Að svo mæltu fel ég bæði hann og alla presta, sem starfa munu við kirkjuna guðs eilifu miskunn, — og hins sama bið ég til handa söfnuðinum og kirkju landsins i heild. Amen. Vélamaður óskast Stórólfsvallabúið, graskögglaverksmiðja, óskar eftir að ráða mann til vélaviðhalds og vélgæzlu. Æskilegt að hann hafi járnsmiða eða bif- vélavirkjaréttindi eða sé vanur viðgerða- vinnu. Upplýsingar hjá Stórólfsvallabúinu i Hvolhreppi. Simi 99-5163. W”! 'fJ jT v SSil Viö höfum opnaö ánýeftirvel ^ heppnaóar breytingar Biauðbær Veitingahús við Óðinstag ■ sími 20490 VERID VELKOMIN!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.