Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. janúar 1975. I'ÍMINN 11 Hérer mjög mikill iþróttaáhugi og iþróttaklúbburinn er fjöl- mennastur af klúbbunum. Það háir hins vegar iþróttunum mjög, aö hér er lélegur og litill iþrótta- salur, en nemendur meta hann þó mikils. Það er t.d. mjög miklum erfiðleikum háð að stunda i Iþróttasalnum nokkrar hópiþrótt- ir að gagni. Þau eru ekki mörg liðin, sem sækja gull i greipar iþróttalið- anna hér, — og má eflaust rekja sigra Bifrestinga að miklu leyti til iþróttasalarins, þar sem utanað- komandi lið þekkja a|ici þá aðstöðu að leika i jafn litlum sal. ■ — Þú hefur einnig stjórn á útvistartimunum. Hvað getur þú sagt okkur af þeim? — Ég vil fyrst taka það skýrt fram, að þessir útivistartimar hafa fengið sérlega góðar undir- tektir hjá nemendum. Ég reyni eftir þvi sem hægt er, aö skipuleggja hvern tima svona i stórum dráttum. í haust var mikið farið i gönguferðir um nágrennið og einn daginn var farin mikil ferð og gengið á Vikrafell. Ferðin tók um fjóra tima og all flestir skiluðu sér upp á topp fjallsins, en það er 6-700 metra hátt. Þetta var nokkuð löng og erfið ganga. Þegar snjóa leysir er hugmyndin, að þeir nemendur sem hvað harðastir eru i fjall- göngum, gangi á Baulu, sem er rúmir 900 metrar á hæð. Auk gönguferðanna eru frjálsar iþróttir iðkaðar i útivistartimun- um, — hlaup, stökk og kastgrein- ar. Það má nefna, að komið hefur verið á föstum sundferðum að Varmalandi og það eru mjög lif- legar ferðir og vel sóttar. 1 einni slikri ferð fyrir nokkru var form. Iþróttaklúbbsins að taka tima á nokkrum nemendum i sundi og stóð á laugarbakkanum, — að sjálfsögðu i fullum skrúða. Nokkrir strákar laumuðust að honum og hentu honum I laugina, — og þá kom i ljós að hann kunni lika að synda! Þetta er eingöngu til gamans sagt, en sýnir þó kannski örlitið þann skemmtilega anda, sem rikir I öllu félagslifinu i skólan- um, sagði Guðmundur að lokum. Leiklistarklúbbur Við Timamehn tókum næst tali nokkra nemendur Samvinnuskól- ans og fyrstan hittum við Kristján Eysteinsson, formann leiklistar- klúbbsins. — Það hefur verið reynt, sagði Kristján, að taka fyrir i leiklistar- klúbbnum eitt stórt verkefni á hverjum vetri og er það tekið fyrir strax að hausti, þannig að það verði tilbúið til sýninga á mikilli hátið, sem hér er ávallt haldin 1. desember. Eftir nýár eru smærri verkefni tekin fyrir, eins og t .d. einþáttungar og svo er undirbúnið eitthvað sérstakt fyrir aðra stóra hátið i skólanum, sem er afmælishátið skólans og ber hún upp á I marzlok. Þegar lægð kemur i starfsemi klúbbsins er reynt að vera með fundi um leiklistarleg efni, upplestra og önnur undirstöðuat- riði i framsögn. Þá er og liður i starfi klúbbsins að sjá um eina kvöldvöku. Skólafélagið Ómar óskarsson, heitir for- maður skólafélagsins og hittum við hann næstan að máli. — Aðalhlutverk stjórnar skóla- félagsins er að sjá um, að starf- semi klúbbanna dreifist yfir vetr- artimann og að allir nemendur séu virkir I félagsstarfi. Stjórnin undirbýr og skipuleggur siðan málfundi, sem haldnir eru á þriggja vikna fresti, auk þess sem hún hefur i mörgu öðru að snúast, eins og t.d. fjármálum. Kaupfélagið Eina launaða starfið i umsjón nemenda skólans er svonefndur kaupfélagsstjóri, en i þvi embætti situr Skúli Ingvarsson. — Kaupfélagið er pöntunar- félag nemenda, sagði hann við Timamenn, við kaupum inn sæl- gæti, ritföng, gos og margt annað, sem of langt mál væri að rekja hér. Sagði Skúli, að kaupfélagið Skólastjórafjölskyldan, t.f.v. Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, Bergþór, Þorgerður og Haukur Ingibergsson. væri nær alveg sjálfstætt fyrirtæki i skólanum og væri til dæmis ekki háð stjórn félagsins að neinu leyti. • — Ef einhver gróði verður af sölunni er hann notaður til styrkt- ar ferðalags annars bekkinga, sagði Skúli. íþróttafélagið, björgun- arsveitin og slökkviliðið Finnur Ingólfsson heitir einn, og er hann formaður fþrótta- félagsins og björgunarsveitarinn- ar, —auk þess sem okkur var tjáð að hann væri veðurfræöingur. Menn urðu mjög vandræðalegir og hlógu jafnvel að okkur þegar við spurðum þá um það, hvers vegna hann Finnur væri kallaður veðurfræðingur. Hversu mjög sem við reyndum að fá vitneskju um þetta atriði, varð okkur ekk- ert ágengt. Við sáum þvi þann kost vænstan, að spyrja „veður- fræðinginn” sjálfan um þetta atriði. Svar hans var á þessa leið: — Ætli það sé ekki vegna þess hve veðurglöggur ég er. — Spáir þú fyrir veðri, spurðum við. — Ég spái góðum vetri. Ekkert annað fékkst upp úr honum og þar með gáfumst við upp. Við snerum okkur að öðru og spurðum Finn um starfsemi iþróttaklúbbsins. — Klúbburinn er langfjölmenn- asti klúbbur skólans og nærri þvi hver einasti nemandi, sem tekur einhvern þátt i iþróttastarfinu. Stjórn klúbbsins skipuleggur afnot af iþróttasalnum. Finnur sagði að háð væri skólamót I blaki og knattspyrnu og auk þess væri keppt við aðra skóla i Borgarfirði. Um björgunarsveitina sagði Finnur, að hún væri hugsuð sem varasveit björgunarsveitarinnar Heiðar i Þverárþingi. — Hingað fengum við kennara fyrir nokkru, Hálfdán Henrysson, erindreka SVFl, og hann kenndi okkur hjálp i viðlögum, auk þess sem hann kenndi á áttavita og svo voru ýmsar æfingar gerðar þessu samfara. Ég tel, að björgunar- sveitin hafi glætt mjög áhuga nemenda á björgunarstörfum og þess eru mörg dæmi, að þeir nemendur sem hafa verið i björg- unarsveitinni hér, verði virkir i björgunarsveitum i sinum heima- byggöum þegar þeir eru farnir héðan. — Þá má nefna það, að hér er starfandi slökkvilið, sem hefur það að meginverkefni að fá nemendur til að ákveða svör viö eftirfarandispurningu: Hvaðá að gera ef eldur brýstút iskólanum? Viðhöfum haldið brunaæfingar og við verðum að halda fólki vakandi gagnvart eldhættu. Meðstjórnandi Að lokum hittum við eina stúlku., Mariu Jónsdóttur, meðstjórnenda í stjórn skóla- félagsins, en Maria er nemandi i 1. bekk, og á heima á Dalvik. — Ég vissi satt bezt að segja afskaplega litið um þennan skóla, þegar ég kom hingað i haust, — annað en að ég vissi að þessi skóli var talinn mjög góður. Hér er mjög mikið félagslif og margir klúbbar starfandi. Ahugi minn beinist þó að mestu aö einum ákveðnum klúbbi, þ.e. listaklúbbinum. Tvær lokaspurningar Samvinnuskólaspjalli okkar Timamanna er lokið að mestu. Okkur langaði þó að spyrja nemendur tveggja spurninga i lokin. Fyrri spurningin var þessi: Hvaða augum litið þið á „áfengislög” Samvinnuskólans? Eðlilega voru svörin misjafn- lega orðuð, en ef þau eru dregin saman i eitt gæti það orðið á þessa leið: — Við litum á þær reglur sem hér gilda um meðferð áfengis, sem sjálfsagðan hlut og við viröum þessar reglur. I þessum skóla rikir mjög góður andi og i helgarfriunum fær hver nemandi tækifæri til að fá útrás fyrir aðrar skemmtanaþarfir heldur en þær sem hér fá útrás. Nemendur not- færa sér flestir þessi helgarfrí og þeir geta þá slett úr klaufunum. Hér rikir ákaflega góð sam- staða með nemendum og i heild má fullyröa, að þetta sé yfirleitt mjög samstæður hópur. Hin spurning okkar var á þessa leið: Er mikill flokkspólitiskur áhugi i skólanum? Svörin voru eitthvað á þessa leið: — Nei, það ber mjög litið á sliku, —en hins vegar eru pólitisk mál hér eins og annars staðar oft til umræðu, en flokkapólitik er ekki I hávegum höfð, hér þótt auðvitað hafi nemendur sinar skoðanir. Samvinnuspjalli Timans er Einangrun — Frysti- og kæliklefar Tökum aö okkur aö einangra frysti- og kæliklefa. Skiptum ura einangrun i eldri klefum. Notum eingöngu sprautaöa polyurethane einangrun. Tökum aö okkur hvers konar húsnæöi. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavík — Simi 7-21-63 á kvöldin. lokiðað þessu sinni. Timinn hefur hlaupið frá okkur, eða við frá honum og okkur þvi ekki lengur til setunnar boðið. Við þökkum öllum fyrir greinargóðar upplýsingar og kveðjum viðmæl- endur okkar. —Gsal— 1> TUNGSRAM 0 LJOSA PERUR Kúlu- og kertaperur Heildsölubirgðir fyrirliggjandi RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum I dag. Auk þess fáið þér frían álpapplr með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville f alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Hringbroul 121 . Sfmi 10-600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.