Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. janúar 1975. TÍMINN 9 ndirstaða skólastarfsins nemendur um nemendum, að þurfa að fara lit, hvernig sem viðrar? — Nei, þvert á móti hefur það verið okkar reynsla, að þeir hlakki til útivistarinnar. Að visu má segja, að það séu alltaf ein- hverjir sem liti útivistina horn- auga, — en það er mikill minni- hluti. Langflestir vilja komast út, — þeir vita að þetta styrkir þá, og þau viröast flest öll skilja það, að útivistartiminn er nauðsynlegur i skólastarfinu. Félagslif — Hvernig er svo kvöldunum varið? — Eins og gefur að skilja, er það æði misjafnt, og eins og ég hef áður sagt, er hér i skólanum mik- ið félagslif og flestir nemendur eru i einhverju félagslifi á kvöld- in. Hér við skólann er Iþróttasalur, að visu mjög litill og þar er stundaðblak, badminton og aðrar Iþróttagreinar, sem gera ekki kröfur til mikils húsrýmis. Margir klúbbar eru starfandi við skólann, s.s. ljósmyndaklúbb- ur, listaklúbbur, tónlistarklúbb- ur, bridgeklúbbur, leiklistar- klúbbur, Iþróttaklúbbur, svo nokkrir séu nefndir. Þá er gaman að geta þess, að hér er starfrækt björgunarsveit nemenda og fyrir skömmu var hér haldin þriggja daga æfing fyrir sveitina i björgunarstörfum og slysahjálp. Siðasta daginn var farið I leit að tilbúnu flugslysi uppi á fjöllum. Það hefur þegar sýnt sig, að þeir nemendur, sem hafa verið hér I björgunarsveitinni, veröa virkir félagar I björgunarsveitum i sinum heimabyggöum, þegar náminu lýkur. Námið hefur alltaf verið þungt — Hvað margir nemendur eru I Samvinnuskólanum I ár? — Þeir eru 78, og þar sem þetta er ekki stærri hópur, er hægt að fylgjast töluvert náið með hverj- um einstökum. Þetta leiðir af sér, að við getum örvað hvern og einn nemenda, ef þess er talin þörf, — og kannski gerir þetta útslagiö á það, hversu gott orð skólinn hefur á sér. Námið I Samvinnuskólanum hefur alltaf verið þungt, en tekur yfirleitt einhverjum breytingum á hverju ári, og i haust þegar ég tók við skólastjórastöðunni, gerði ég nokkrar breytingar, — að visu aðeins smávægilegar. Ég lét auka yfirferö I stærðfræði, — og það getur vissulega virkað sem þyngra nám fyrir suma, og I öðru lagi minnkaði ég litillega yfirferö i sögu. Það hefur aldrei þýtt fyrir slaka námsmenn að sækja þenn- an skóla, enda er aðsóknin það mikil að skólanum, að inn i hann kemst aðeins gott fólk. O — Skipa samvinnumál stóran hluta af náminu? — Já, — fræðsla um samvinnu- mál hefur alltaf verið hluti af náminu i skólanum. Ég hef rekið mig á, — mér til mikillar ánægju, — að nemendur sem ekki höfðu áhuga á samvinnumálum, fá áhuga á þessum málum eftir skólavist sina hér. Eftir að skólinn fluttist frá Reykjavik hingað I Bifröst, hygg ég, — þó ég hafi litlar upplýsingar þar að lútandi, — að fleiri nemendur hafa farið til starfa hjá samvinnuhreyfingunni, heldur en meðan skólinn var I Reykjavik. Margir nemendur hafa unnið i kaupfélögum 2-3 ár áður en þeir komu i skólann, og kaupfélögin fá yfirleitt þennan starfskraft aftur. Aberandi er, að nemendur út- skrifaðir úr Samvinnuskólanum taka oft sæti i ýmsum félags- málastjórnum. Þeir eru margir hverjir i sveitastjórnum, bæjar- stjórnum og i forsvari fyrir hin ýmsu félagasamtök, — og ég hygg, að ástæðan fyrir þessu sé hin mikla rækt sem lögð hefur verið á félagslif og félagsmál hér I skólanum. „Áfengislög” Sam- vinnuskólans — Svo við snúum okkur að öðru. Kom ekki annað slagið upp vandamál vegna áfengisneyzlu og jafnvel fikniefnaneyzlu? — Vandamál I sambandi við áfengi skjóta varla upp kollinum, og fikniefni hef ég aldrei orðið var við hér I skólanum. Það má i þessu sambandi geta þess, að mikill agi hefur alltaf verið i þessum skóla. Sú stefna var tekin að banna alla áfengis- neyzlu i skólanum, — og brjóti nemandi þetta bann, varðar þaö undantekningalaust brottrekstri. Sumum kann eflaust að sýnast þetta harkalegt boð I skóla þar sem nemendur eru á aldrinum 16- 24 ára. Forsenda bannsins er þó einföld: Skólinn er jafnframt heimili allra, — og það vita allir, aö áfengisvandamál á heimilum er ills viti og hafa mörg heimilin lagzt i rúst vegna þess eins. 1 öðru lagi er skólinn vinnustaður og það tiðkast ekki aö fólki á vinnu- stöðum sé leyft að hafa áfengi um hönd. Þetta eru forsendur þess, að hér varðar áfengisneyzla brott- rekstri. Afengi á ekki heima inn- an veggja skólans og undan- tekningalítið hafa nemendur virt þessa skoðun forráöamanna skól- ans I gegnum öll árin. Þriggja vikna annir — Ég geri mér þaö alveg ljóst, að margir nemendur hér I skólan- um hafa i árabil haft áfengi um hönd, þegar þeir fóru á böll, — og það kemur skólanum ekkert viö. Hins vegar tel ég aö þeim sé Texti: Gunnar Salvarsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Útivistartimarnir eru mjög vinsælir Iskóianum. Hér er mynd frá einum slikum tima. , ■ dBj m 1 tJw ^1 Kf •" V J Jm ■ ^ A. Jk Kúlunni kastað I útivistartlma. hollt að virða þá staðreynd, að á heimili og vinnustað er áfengi óæskilegur förunautur og þau munu eflaust finna þetta sjálf þegar þau hafa stofnað eigin heimili. — Kristján Eysteinsson Guðmundur Arnaldsson félags- málakennari Marla Jónsdóttir Skúli Ingvarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.