Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 18. janúar 1975. SKATTMAT framtalsárið 1975 starfsstéttar reynist sannanlega verulega styttri en almennt gerist og einkennisfatnaðurinn er ein- göngu notaöur viö starfið, má vikja frá framangreindu hlunn- indámati til lækkunar, eftir nán- ari ákvörðun rikisskattstjóra hverju sinni, enda hafi komið fram rökstudd beiðni þar að lút- andi frá hlutaðeigandi aðila. Með hliðsjón af næstu máls- grein hér á undan ákveðst hlunn- indamatvegna einkennisfatnaðar flugáhaf na: Einkennisföt karla, 4.500 kr. Einkennisföt kvenna 3.100 kr. Einkennisfrakki karla 3.500 kr. Einkenniskápa kvenna 2.300 kr. Fatnaður sem ekki telst ein- kennisfatnaður skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin f járhæð i stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. 4. Afnot bifreiöa: Fyrir afnot launþega af bifreið- um, látin honum i té endurgjalds- laust af vinnuveitanda: III. Gjaldamat A. Fæði: Fæði fullorðins.....250 kr. á dag. Fæði barns, yngra en 16 ára................200 kr.ádag. Fæði sjómanna á Islenskum fiski- skipum sem sjálfir greiða fæðis- kostnað: a. Fyrir hvern dag sem Afla- tryggingasjóður greiddi fram- lag til fæðiskostnaðar fram- teljanda .........64 kr. á dag. b. Fyrir hvern róðrardag á þil- farsbátum undir 12 rúmlestum og opnum bátum, svo og öðr- um bátum á hrefnu- og hrogn- kelsaveiðum, hafi Aflatrygg- ingasjóður ekki greitt framlag til fæðiskostnaðar framtelj- anda............250 kr. ádag. B. Námsfrádráttur: Frádrátt frá tekjum náms- manna skal leyfa skv. eftirfar- n Fyrir fyrstu 10.000 km afnot . Fyrirnæstu 10.000 kmafnot. Yfir 20.000 kmafnot... 13 kr. pr. km. .15 kr. pr. km. . 11 kr. pr. km. Láti vinnuveitandi launþega i té afnot bifreiðar gegn endurgjaldi, sem lægra er en framangreint mat, skal mismunur teljast laun- þega til tekna. C. íbúðorhúsnæði sem eigandi notar sjólfur eða lætur öðrum í té ón eðlilegs endurgjalds Af ibúðarhúsnæði sem eigandi notar sjálfur eða lætur öðrum i té án eðlilegs endurgjalds skal húsaleiga metin til tekna 4% af gildandi fasteignamati húss (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þó að um leigulóð sé að ræða. A bú- jörð skal þó aðeins miða við fast- eignamat ibúðarhúsnæðisins. 1 ófullgerðum og ómetnum i- bUðum sem teknar hafa verið i notkun, skal eigin leiga reiknuð 1% á ári af kostnaðarverði i árs- lok eða hlutfallslega lægri eftir þvi, hvenær hUsið var tekið i notk- un og að hve miklu leyti. andi flokkun, fyrir heilt skólaár, enda fylgi framtölum náms- manna vottorð skóla um náms- tima, sbr. þó nánari skýringar og sérákvæði i 10. tölulið: 1. 81.000 kr: Bændaskólinn á Hvanneyri, framhaldsdeild Fiskvinnsluskólinn Gagnfræðaskólar, 4. bekkur og framhaldsdeildir Háskóli Islands HUsmæðrakennaraskóli Islands. tþróttakennaraskóli Islands Kennaraháskóli tslands Kennaraskólinn Menntaskólar Myndlista- og Handiðaskóli Is- iands, dagdeildir Teiknaraskóli á vegum Iðnskól- ans i Reykjavik, dagdeild Tónlistarskólinn i Reykjavik, planó- og söngkennaradeild Tækniskóli Islands (Meinatækni deild þó aðeins fyrir fyrsta náms- ár) Vélskóli Islands, 1. og 2. bekkur Verknámsskóli iðnaðarins Verslunarskóli Islands, 5. og 6. bekkur / 2. 67.000 kr: Fóstruskóli Sumargjafar Gagnfræðaskólar, 3. bekkur Héraðsskólar, 3. bekkur Húsnæðraskólar Loftskeytaskólinn Lýðháskólinn i Skálholti Miðskólar, 3. bekkur Samvinnuskólinn Stýrimannaskólinn, 2. og 3. bekk- ur, farmannadeild Stýrimannaskólinn, 2. bekkur, fiskimannadeild Vélskóli Islands, 3. bekkur Verslunarskóli tslands, 1.—4. bekkur 3. 50.000 kr: Gagnfræðaskólar, 1. og 2. bekkur Héraðsskólar, 1. og 2. bekkur Miðskólar, 1. og 2. bekkur Stýrimannaskólinn, 1. bekkur farmanna- og fiskimannadeilda Unglingaskólar 4. Samfelldir skólar: a. 50.000 kr. fyrir heilt ár: Bændaskólar Garðyrkjuskólinn á Reykjum b. 36.000 kr. fyrir heilt ár: HjUkrunarskóli tslands HjUkrunarskóli I tengslum við Borgarspitalann I Reykjavik Leiklistarskóli samtaka á- hugamanna um leikiist Ljósmæðraskóli fslands Námsflokkar Reykjavikur, til gagnfræðaprófs C. 30.000 kr. fyrir heilt ár: Meistaraskóli Jðnskólans i Reykjavík d. 25.000 kr. fyrir heilt ár: Námsflokkar Reykjavlkur, til miðskólaprófs og verslunar- og skrifstofustarfa Póst- og simaskólinn, sim- virkjadeild á fyrsta ári Röntgentæknaskóli Sjukraliðaskóli Þroskaþjálfaskóli 5. 4 mánaöa skólar og styttri: Hámarksfrádráttur 30.000 kr. fyrir 4 mánuöi. Aöööru leyti eftir mánaða- fjölda. Til þessara skóla teljast: Hótel- og veitingaskóli íslands, sbr. 1 og 2. tl. 3. gr. laga nr. 6/1971 Iðnskólar Stýrimannaskólinn, undirbún- ingsdeild Stýrimannaskólinn, varðskipa- deild Teiknaraskóli á vegum Iðnskól- ans i Reykjavik, siðdegisdeild Vogaskóli, miðskólanámskeið 6. Námskeið og annað nám utan hins almenna skóla- kerfis: a. Maður sem stundar nám utan hins almenna skólakerfis og lýkur prófum við skóla þá er greinir I liðum 1 og 2, á rétt á námsfrádrætti skv. þeim lið- um I hlutfalli við námsárangur á skattárinu. Þó skal sá frá- dráttur aldrei hærri en sem heilsársfrádrætti nemur, enda þótt námsárangur (I stigum) sé hærri en sá námsárangur sem talinn er vera tilsvarandi við heilsársnám. Auk þessa fái nemandi frádrátt sem nemur greiddum námskeiðsgjöldum. b. Dagnámskeið sem stendur yfir eigi skemur en 16 vikur, enda sé ekki unnið með náminu, frá- dráttur 1.800 kr. fyrir hverja viku sem námskeiöið stendur yfir. c. Kvöldnámskeið, dagnámskeið og innlendir bréfaskólar, þeg- ar unnið er með náminu, frá- dráttur nemi greiddum nám- skeiðsgjoldum. d. Sumarnámskeið erlendis leyf- ist ekki til frádráttar nema um framhaldsmenntun sé að ræða, pn frádráttur vegna hennar skal fara eftir mati hverju sinni. 7. Háskólanám erlendis: Vestur-Evrópa 180.000 kr. Austur-Evrópa. Athugist sérstak- lega hverju sinni vegna náms- launafyrirkomulags. Norður-Amerlka 245.000 kr. 8. Annað nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af skólum hérlendis. Atvinnuflugnám: Frádráttur eftir mati hverju sinni. 10. Nánari skýringar og sérákvæði: a. Námsfrádrátt skv. töluliöum 1 — 5 og 7 skal miða við þann skóla (og bekk) sem nám er hafið i að hausti og skiptir þvi eigi máli, hvort um er að ræða upphaf eða framhald náms við hlutaðeigandi skóla. Þegar um er að ræða nám sem stundað er samfellt I 2 vetur eða lengur við þá skóla, sem taldir eru undir töluliðum 1,2,3, 4 og 7, er auk þess heim- ilt áð draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir viðkomandi skóla það ár sem námi lauk, enda hafi námstimi á þvi ári verið lengri en 3 mánuðir. Ef námstimi var skemmri má draga frá 1/8 af heilsársfrá- drætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem nám stóð yfir á þvi ári sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið sem standa yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frádrætti þeirra vegna til helminga á þau ár sem nám stóð yfir, enda sé námstimi siðara árið a.m.k. 3 mánuðir. b. Skólagjald: Við námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 bætist skólagjald eftir þvi sem við á. C. Alag á námsfrádrátt: BUi námsmaður utan heimilis- sveitar sinnar meðan á námi stendur, má hækka námsfrá- drátt skv. töluliðum 1—5 og 6 a. og b. (þó ekki skólagjald eða námskeiðsgjald) um: 1. 20% hjá þeim nemendum sem veittur er dvalarstyrkur skv. lögum nr.. 69/1972 um ráðstaf- anir til jöfnunar á námskostn- aði eða hliðstæðar greiðslur á vegum sveitarfélaga. Dvalar- og ferðastyrkir, veittir skv. þessum ákvæðum, teljast ekki til tekna né til skerðingar á námsfrádrætti. 2. 50% hjá þeim nemendum sem ekki nutu styrkja þeirra sem um ræðir í 1. tl. þessa staflið- ar. d. Skerðing námsfrádráttar: Hafi nemandi fengið náms- styrk Ur rikissjóði eða öðrum innlendum ellegar erlendum opinberum sjóðum, skal náms- frádráttur, þ.m.t. skólagjald, lækkaður sem' styrknum nem- ur. Dvalar- og ferðastyrkir skv. 1 tl. stafliðar c. teljast ekki námsstyrkir i þessu sam- bandi. Rvk.,8. janUar 1975 Sigurbjörn Þorbjörnsson, rikisskattstjóri OLAFSFIRÐINGAR AFSKIPTIR f VEGAMÁLUM — Engin óhöpp urðu í óveðrinu SJ-Reykjavík ólafsfirðingar hafa nii verið einangraðir I mánaðar- tima, að sögn bæjarstjórans, Pét- urs Más Jónssonar. Finnst bæjar- búum þeir vera afskiptir hvað snjóruöning og viðhald vega við- kemur. Einu samgöngurnar e'ru á sjó, og kemur flóabáturinn Drangur venjulega tvisvar I viku. Enn einn smyglari nn Gsal-Reykjavlk. Eins og frá hefur veriö greint I fréttum hefur lög- reglan að undanförnu beöið komu manns frá Kanarleyjum, sem talinn var viðriðinn smyglmálið. Hafa lögregluyfirvöld nú haft hendur I hári hans og hefur maö- urinn verið úrskurðaður I gæzlu- varðhald. Engin óhöpp urðu I Ólafsfirði I óveðrinu I byrjun vikunnar, en mjólkurlaust var I einn dag. Olafsfirðingar eru sjálfum sér nógir með mjólk, sem kemur frá bæjunum I sveitinni. Gott ástand hefur veriö hvaö slma, rafmagn og útsendingar fjölmiðla snertir, og eru Olafsfirðingar þar betur settir en margir aðrir bæir á landsbyggðinni. Félagsllf er nokkurt á staðnum. Arshátiðir eru að hefjast, I desember flutti leikfélagiö Skugga-Svein, og tafl- og bridge- klúbbar eru starfandi. Bráðlega verður á ný farið að dæla sandi úr höfninni. Þá hefur verið borað eftir heitu vatni, en árangurslaust. Hitaveitan I Olafsfirði er orðin ónóg. Ólafsfjörður fær rafmagn frá Skeiöfossvirkjun, sem er vel á vegi stödd með orku. Hins vegar getur komið til vandræða I bæn- um, ef llnubilanir verða. Það varð t.d. I fyrra vetur, og var mikil heppni aö ekkert sllkt varð nU I vikunni, en veðrið var mjög hart. Ný pólitísk somtök: Einingarsamtök kommúnista „Einingarsamtök kommUnista (marx-lenlnista) — EIK (m-1) eru undirbUningssamtök kommUnistaflokks á tslandi og beita kröftum sinum að þvi fyrsta höfuðverkefni að byggja upp sllkan flokk. Fræðilegur grundvöllur samtakanna er marx-leninisminn , — kenningar Mao Tsetungs. Byltingarsinnaðar hefðir á Islenzk verkalýðsstétt frá æskuárum Alþýðuflokksins og ár- um KommUnistaflokksins." Þessi orð eru fengin úr yfirlýs- ingu Einingar samtaka kommúnista (marx-lenlnista), sem eru ný pólitisk samtök og héldu stofnþing sitt í byrjun janU- ar. I yfirlýsingunni segir ennfrem- ur, að tilvist ste'ttardrottnunar kalli á byltingarsinnaðan verka- lýösflokk, og að svik hinnar fag- legu og pólitlsku forystu verka- lýðs kalli á Islenzkan kommunistaflokk. „Stéttarbaráttan verður ekki háð af stjórnmálamönnum með árangri fyrir alþýðuna. Það verð- ur aðeins gert af eigin samtökum alþýðunnar'' segir I yfirlýsingu EIK (m-1). LEIKSYNING SAMVINNUSKÓLANS í BORGARNESI Meðfylgjandi mynd er frá uppfærslu nemenda Samvinnuskólans á ein- þáttungi Darló Fó, Nakinn maður og annar i kjólfötum. Leiklistar- klúbbur skólans hefur sýnt þáttinn tvisvar að Bifröst við mjög góðar undirtektir. Nemendur sáu framan af sjálfir um æfingar undir stjórn Kristjáns Eysteinssonar formanns leiklistarklúbbsins, en Sigurður Karlsson leikari kom slðar og sá um að sviðsetja leikþáttinn og búa liaiin endanlega úr garði til flutnings. Næstkomandi sunnudagskvöld munu nemendur Samvinnuskólans leggja land undir fót og sýna Nak- inn mann I Borgarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.