Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 18. janúar 1975. Sally Salminen KATRIN Saga frá Alandseyjum 94 leitinni, þegar bátarnir lögðu að landi. UngNngar frá Stórbæ höfðu komið á hjólum alla leið nyrzt norðan af Þórsey. Sá orðrómur haf ði borizt út, að tvö bláklædd lík hefðu fundizt rekin við Krákusker. Katrin og Jóhann voru studd upp f jöruna við dynjandi húrrahróp æskumannanna. Fátæku þurrabúðarhjónin voru allt í einu orðin hetjur þessa dags. Allur skarinn hélt nú af stað heim í þorpið. Katrín gekk, þótt hún væri bæði máttfarin og þreytt. En nötrandi fætur Jóhanns gátu með engu móti valdið líkamsþunganum. Honum var lyft upp á reiðhjól og studdur á því, En flokkurinn var ekki kominn langt, þegar dynjandi hóf atak heyrðist á veginum, og brátt sást líka hestvagn koma á f leygiferð. Það var Svensson kap- teinn, er þarna var á ferð í nýja lystivagninum sínum. Hann sveiflaðist mjúklega á stæltum fjöðrunum, og leðursætin voru sérlega þægileg. Á hliðunum héngu marglit Ijósker. Kapteinninn stöðvaði vagninn í miðri fólksþvögunni, er þokað hafði út á vegabrúnirnar til beggjahliða, lautfrááekilsætinuogskrækti: A-hæ! Katrín og Jóhann — Nú, viljið þið ekki aka hérna upp eftir? Þrenningin af Klif inu ménaðist upp í þetta fína farar- tæki og settist í af tursætin og Svensson lét svipuna ríða á klárana. Lystivagninn brunaði af stað til þorpsins við margrödduð fagnaðarhóp fólksins. Svensson ók alveg heim í hlað á Klifinu. Lýdía dóttir Betu kom þjótandi á vettvang og tók að sér stjórnina í húsi granna sinna. Að lítilli stundu liðinni kom Norð- kvist. Hann rogaðist með kassa fullan af búðarvörum í fanginu — kaffi, sykur, sveskjur og hvítinga. I sömu andrá bar ölmu í pósthúsinu að. Hún haf ði meðf erðis ný- bakað brauð og osthleif frá Erikssons-fólkinu. En ekki var hún fyrr farin en vinnukona Larssons kom með fleskbita, kökur og saltaða nautstungu. Systir Bloms færði þeim tíu egg, strákur Elvíru snaraði inn fullri körf u af eplum og kirsuberjum og Engmann off raði rúg- brauðshleif. Allan daginn streymdu að gjafirnar, bæði matur og drykkur, heim í kof ann á Klif inu. Lydía veitti þessu viðtöku, sauð og sópaði og prýddi. Þau Katrín og Jóhann lágu dúðuð sitt á hvorum bekknum, en Eiríkur húkti úti í skoti. Sólin seig að sævi, og kirkjuklukkurnar hringdu helgar tíðir yfir skerjagarðinn. Katrín skimaði út um glugga- kytruna og horfði yf ir ásinn og þorpið niðri í dalverpinu, eins og hún haf ði svo of t gert áður. Óumræðilegur f riður færðist yfir hana. Hún hafði staðið andspænis sjólfum dauðanum, og hún vissi, að líf ið var henni dýrmætara en nokkru sinni áður. Og svo undarlegt sem það var, þá var það sótugur og hrörlegur kofinn og nakin klöppin úti fyrir, sem veitti hjarta hennar dýpstu haming ju. Sorg og þjáning hafði tengt hana þessum stað, og nú var það á grýttri strönd Álandseyja, sem hún átti orðið rótfestu. Brátt færðist allt í venjulegar skorður. Jóhann ráfaði um eins og áður, beygður og tirrinn, og það var rétt stöku sinnum, að hann gat sagt af sér gamlar f rægðar- sögur eða sungiðvísu, Katrín vann baki brotnu, oq minn- ug orða læknisins hjúkraði hún manni sínum af enn meiri nærfærni en nokkurn tíma áður og var ávallt þýð og þolinmóð, er hann átti í hlut, Hún hafði ekki enn fengið f ulla vitneskju um þann orð- róm, sem var á sveimi í byggðarlaginu, um ástæðuna til þess, hve Norðkvist var henni vinveittur. Það var ekki langt liðið frá björguninni, er þessi orðrómur var aftur kominn á kreik. En Jóhann heyrði þetta og sá — og trúði öllu saman. Það voru svo mörg smáatvik, sem hann minntist— í rauninni nauða ómerkileg atvik, er urðu að mikilvægum og órækum sönnunum í vitund hans. Dag nokkurn, er Katrín gætti kúnna í Suðurskógi, áttu þeir Jóhann og Seffer yngri leið eftir veginum. Seffer hnippti í Jóhann og mælti: „Ekki held ég konan þín sé í vondumf élagsskap núna". Jóhann leit við, og þá sá hann Katrinu sitja á skurðbakkanum milli rófnaakursins og smáravallarins og Norðkvist kapteinn við hlið hennar. Þeir heyrðu að Norðkvist sagði eitthvað, en Katrín hlo dátt. Um kvöldið kom Katrín að kofanum tómum. Hún lauk kvöldverkunum og lét kvöldmatinn á borðið, því að hún taldi víst, að Jóhann myndi koma heim á hverri stundu. En tíminn leið og enginn kom. Hún skrapp út á hlaðið og hlustaði, en allt var jaf n hljótt og kyrrt og f rekast getur hugsazt á haustkvöldi. Hún rjátlaði fram og aftur um hríð og sýslaði við eplatrén. Þau höfðu dafnað mætavel fram til þessa, en nú virtist eitt þeirra vera tekið að visna. Allt íeinu varð henni litiðfyrir húshornið, og þá sá hún, að þar húkti maður í myrkrinu á steini við vegginn. „Jóhann", sagði hún lágt. Mannauminginn bærði aðeins á sér, en hneig svo aftur upp að veggnum. Hún færði sig nær. „Hvað í ósköpunum gengur að þér, Jóhann? Situr þú hér úti í kuldanum og kemur ekki einu sinni inn til þess að borða kvöldmatinn?" Óskiljanlegt muldur var eina svarið, sem hún fékk. Laugardagur 18. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XII. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.45 Evrópumeistarakeppnin í handknattleik.Fyrri leikur FH og Vorwarts frá Austur- Þýskalandi. Jón Asgeirsson lýsir síðari hálfleik beint frá Laugardalshöll. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 tslenskt mál. Asgeir Bl. Magnússon flytur þáttinn. 16.45 TIu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.35 Sögulestur fyrir börn. Gunnar Stefánsson les sið- ari hluta sögunnar „Akvæðaskáldsins" eftir Sigurbjörn Sveinsson. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 t minningunni. Þor- steinn Matthíasson kennari talar ..við Theódóru Guð- laugsdóttur, fyrrum hús- freyju á Hóli i Hvamms- sveit. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóriinn. 20.45 „Sinustrá", smásaga eftir Friðjón Stefánsson Elin Guöjónsdóttir les. 21.00 Pianóstínata i e-moll op. 7 eftir Edvard Grieg. Alicia De Larrocha leikur. 21.20 t táradal er stundum - hlegið. Jónas Jónasson talar við danska spéfuglinn og pianóleikarann Victor Borge. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 18.janúar 1975 16.30 tþrtíttir Knattspyrnu- kennsla 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aðrar iþrtíttir Meðal annars mynd frá landsleik Islendinga og Norðmanna i körfuknattleik. 18.30 Lina langsokkur. Sænsk framhaldsmynd, byggð á barnasögu eftir Astrid Lind- gren. 3. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Áður á dagskrá i október 1972. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Vinur minn, Jtínatan. Stutt leikin kvikmynd, sem ungur islenskur kvik- myndagerðarnemi, Agúst Guðmundsson, gerði i Bret- landi. Myndin er byggð á sögu eftir Ágúst sjálfan, og gerði hann einnig islenskan texta við myndina. 20.50 Julie Andrews. Breskur skemmtiþáttur með söng og grini. Þýðandi Heba Július- dóttir. 21.45 Anna Karenina. Banda- risk biómynd frá árinu 1936, byggð á hinni frægu, sam- nefndu skáldsögu eftir rúss- neska höfundinn Leo Tol- stoj. Leikstjóri Clarence Brown. Aðalhlutverk Greta Garbo, Frederich March og Basil Rathbone. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Myndin gerist i Rússlandi fyrr á ár- um og lýsir daglegu lifi og ástamálum tignarfólksins þar. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.